Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Freyr Hafstein rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Sigurður Freyr Hafstein er prófessor í stærðfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað ýmsar rannsóknir á ferlinum, meðal annars hermun jarðskjálfta, rauntímahermun umferðar og bestun staðsetninga mælistöðva á járnbrautarteinum, en hans helsta áhugasvið er eigindleg hegðun hreyfikerfa, stöðugleiki þeirra og hönnun algríma til þess að fást við slík verkefni.

Hreyfikerfi er kerfi þar sem ástand kerfisins er fall af tíma. Þess háttar kerfi eru áhugaverð stærðfræðilega séð, en skilningur á slíkur kerfum er einnig mjög hagnýtur því flestar vísinda- og verkfræðigreinar fást við tímaháð kerfi á einn eða annan hátt. Sem dæmi um hreyfikerfi má nefna sólkerfið, hagkerfi Íslands, rafmagnsmótor, þorskstofninn eða gervitungl á braut um jörðu. Merkileg niðurstaða um hreyfikerfi, svo merkileg að sumir vilja kalla hana Höfuðsetningu hreyfikerfafræðanna, er að eigindlegri hegðun hvers kerfis er lýst með svokölluðu fullkomnu Lyapunov-falli fyrir kerfið. Fullkomið Lyapunov-fall fyrir hreyfikerfi er raungilt fall frá ástandsrúmi kerfisins með þann eiginleika að það er stranglega minnkandi eftir öllum lausnarferlum kerfisins. Slíkt fall kóðar hegðun kerfisins og ef það er þekkt fyrir tiltekið kerfi, þá gefur það tæmandi lýsingu á aðdráttarmengjum kerfisins og stigullíka flæðinu. Vandamálið er að mjög erfitt er að búa slíkt fall til fyrir gefið kerfi.

Helsta áhugasvið Sigurður Freys er eigindleg hegðun hreyfikerfa. Á myndinni sést Sigurður í góðum félagsskap í borginni Nazaret. Hann er annar frá vinstri á myndinni.

Rannsóknir Sigurðar og samstarfsmanna hans hafa miðað að því að smíða algrím sem reikna slík fullkomin Lyapunov-föll fyrir ólínuleg kerfi. Hann er meðhöfundur yfir 70 vísindagreina í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum, ráðstefnuritum og bókaköflum og hefur stýrt þremur rannsóknaverkefnum styrktum af Rannsóknasjóði Rannís.

Sigurður fæddist árið 1973, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1993, dipl.-math. gráðu frá Gerhard-Mercator-háskólanum í Duisburg Þýskalandi árið 1998 og dr.rer.nat. gráðu frá Háskóla Duisburg-Essen í Þýskalandi árið 2002. Hann starfaði sem nýdoktor við eðlisfræðideild Háskóla Duisburg-Essen 2001-2006 og sem lektor/dósent/prófessor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík 2006-2016. Árið 2017 hóf hann störf sem prófessor við Háskóla Íslands. Sigurður hefur verið formaður Íslenska Stærðfræðafélagsins síðan 2015.

Mynd:
  • Úr safni SFH.

Útgáfudagur

28.9.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Freyr Hafstein rannsakað?“ Vísindavefurinn, 28. september 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76391.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 28. september). Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Freyr Hafstein rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76391

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Freyr Hafstein rannsakað?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76391>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Freyr Hafstein rannsakað?
Sigurður Freyr Hafstein er prófessor í stærðfræði við Raunvísindadeild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað ýmsar rannsóknir á ferlinum, meðal annars hermun jarðskjálfta, rauntímahermun umferðar og bestun staðsetninga mælistöðva á járnbrautarteinum, en hans helsta áhugasvið er eigindleg hegðun hreyfikerfa, stöðugleiki þeirra og hönnun algríma til þess að fást við slík verkefni.

Hreyfikerfi er kerfi þar sem ástand kerfisins er fall af tíma. Þess háttar kerfi eru áhugaverð stærðfræðilega séð, en skilningur á slíkur kerfum er einnig mjög hagnýtur því flestar vísinda- og verkfræðigreinar fást við tímaháð kerfi á einn eða annan hátt. Sem dæmi um hreyfikerfi má nefna sólkerfið, hagkerfi Íslands, rafmagnsmótor, þorskstofninn eða gervitungl á braut um jörðu. Merkileg niðurstaða um hreyfikerfi, svo merkileg að sumir vilja kalla hana Höfuðsetningu hreyfikerfafræðanna, er að eigindlegri hegðun hvers kerfis er lýst með svokölluðu fullkomnu Lyapunov-falli fyrir kerfið. Fullkomið Lyapunov-fall fyrir hreyfikerfi er raungilt fall frá ástandsrúmi kerfisins með þann eiginleika að það er stranglega minnkandi eftir öllum lausnarferlum kerfisins. Slíkt fall kóðar hegðun kerfisins og ef það er þekkt fyrir tiltekið kerfi, þá gefur það tæmandi lýsingu á aðdráttarmengjum kerfisins og stigullíka flæðinu. Vandamálið er að mjög erfitt er að búa slíkt fall til fyrir gefið kerfi.

Helsta áhugasvið Sigurður Freys er eigindleg hegðun hreyfikerfa. Á myndinni sést Sigurður í góðum félagsskap í borginni Nazaret. Hann er annar frá vinstri á myndinni.

Rannsóknir Sigurðar og samstarfsmanna hans hafa miðað að því að smíða algrím sem reikna slík fullkomin Lyapunov-föll fyrir ólínuleg kerfi. Hann er meðhöfundur yfir 70 vísindagreina í alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum, ráðstefnuritum og bókaköflum og hefur stýrt þremur rannsóknaverkefnum styrktum af Rannsóknasjóði Rannís.

Sigurður fæddist árið 1973, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1993, dipl.-math. gráðu frá Gerhard-Mercator-háskólanum í Duisburg Þýskalandi árið 1998 og dr.rer.nat. gráðu frá Háskóla Duisburg-Essen í Þýskalandi árið 2002. Hann starfaði sem nýdoktor við eðlisfræðideild Háskóla Duisburg-Essen 2001-2006 og sem lektor/dósent/prófessor við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík 2006-2016. Árið 2017 hóf hann störf sem prófessor við Háskóla Íslands. Sigurður hefur verið formaður Íslenska Stærðfræðafélagsins síðan 2015.

Mynd:
  • Úr safni SFH.

...