Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Margrét Elísabet Ólafsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Margrét Elísabet Ólafsdóttir er lektor í listum við kennaradeild Háskólans á Akureyri ásamt því að starfa sjálfstætt að verkefnum á sviði lista, svo sem ritstjórn, sýningarstjórn og greinarskrifum fyrir sýningar.

Rannsóknir Margrétar eru á sviði list- og fagurfræði. Rannsóknir hennar hafa beinst að tengslum listar og tækni, sem hún hefur skoðað út frá bæði heimspeki og listasögu. Margrét hefur beint sjónum sínum sérstaklega að raf- og stafrænum listum á Íslandi, en þær rannsóknir leiddu til þess að hún fór að skoða íslenska listasögu í víðu menningarsögulegu samhengi. Með því hefur hún getað varpað ljósi á hvernig þróun listasköpunar á sviði raf- og stafrænna lista á Íslandi hefur mótast við ákveðnar ytri aðstæður. Margrét hefur einnig stundað rannsóknir á fagurfræðilegum straumum í listum sem höfðu áhrif á átakalínur í íslenskri myndlist við upphaf 20. aldar. Í gegnum starf sitt sem lektor við Háskólann á Akureyri hefur hún verið þátttakandi í alþjóðlegum rannsóknarhópi sem skoðar stafrænt læsi og sköpunarhæfni ungra barna.

Rannsóknir Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur hafa beinst að tengslum listar og tækni, sem hún hefur skoðað út frá bæði heimspeki og listasögu.

Margrét hefur verið virk í félagsstörfum og stofnaði meðal annars Lornu, félag áhugamanna um rafræna list árið 2002 ásamt hópi listamanna. Markmið félagsins var að efla raf- og stafrænar listir á Íslandi með sýningum og skipulagi listahátíð, ásamt því að taka þátt í innlendum og erlendum samstarfsverkefnum. Félagið tók þátt í að stofna Lorna Lab, þverfaglegan vettvang lista- og fræðimanna árið 2010 sem hafði aðstöðu í Útgerðinni, Hugmyndahúsi háskólanna.

Þátttaka Margrétar í starfi þessara félaga hefur verið þýðingarmikil fyrir rannsóknarstörf hennar. Hún tók þátt í að rita skýrslu um norræna menningu stafrænna miðla (2004) og hefur flutt fjölda fyrirlestra um efnið á alþjóðlegum ráðstefnum og listahátíðum, auk þess að birta greinar í innlendum og erlendum tímaritum. Hún hefur einnig skipulagt sýningar byggðar á rannsóknum, svo sem Íslensk vídeólist frá 1975 til 1990 í Listasafni Reykjavíkur árið 2013 og Sköpun sjálfsins. Expressjónismi í íslenskri myndlist frá 1915-1945 í Listasafni Árnesinga árið 2017. Grein eftir hana um expressjónisma á Íslandi birtist nýverið í bókinni The Routledge Companion to Expressionism in a Transnational Context. Í lok ársins kemur út bókin Digital Dynamics in Nordic Contemporary Art með kafla eftir hana um stafrænar listir á Íslandi.

Margrét Elísabet er fædd árið 1965. Hún stundaði háskólanám við Université Paris 1 í Frakklandi og er með doktorspróf í list- og fagurfræði.

Mynd:
  • Úr safni MEÓ.

Útgáfudagur

9.10.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Margrét Elísabet Ólafsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 9. október 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76437.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 9. október). Hvaða rannsóknir hefur Margrét Elísabet Ólafsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76437

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Margrét Elísabet Ólafsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 9. okt. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76437>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Margrét Elísabet Ólafsdóttir stundað?
Margrét Elísabet Ólafsdóttir er lektor í listum við kennaradeild Háskólans á Akureyri ásamt því að starfa sjálfstætt að verkefnum á sviði lista, svo sem ritstjórn, sýningarstjórn og greinarskrifum fyrir sýningar.

Rannsóknir Margrétar eru á sviði list- og fagurfræði. Rannsóknir hennar hafa beinst að tengslum listar og tækni, sem hún hefur skoðað út frá bæði heimspeki og listasögu. Margrét hefur beint sjónum sínum sérstaklega að raf- og stafrænum listum á Íslandi, en þær rannsóknir leiddu til þess að hún fór að skoða íslenska listasögu í víðu menningarsögulegu samhengi. Með því hefur hún getað varpað ljósi á hvernig þróun listasköpunar á sviði raf- og stafrænna lista á Íslandi hefur mótast við ákveðnar ytri aðstæður. Margrét hefur einnig stundað rannsóknir á fagurfræðilegum straumum í listum sem höfðu áhrif á átakalínur í íslenskri myndlist við upphaf 20. aldar. Í gegnum starf sitt sem lektor við Háskólann á Akureyri hefur hún verið þátttakandi í alþjóðlegum rannsóknarhópi sem skoðar stafrænt læsi og sköpunarhæfni ungra barna.

Rannsóknir Margrétar Elísabetar Ólafsdóttur hafa beinst að tengslum listar og tækni, sem hún hefur skoðað út frá bæði heimspeki og listasögu.

Margrét hefur verið virk í félagsstörfum og stofnaði meðal annars Lornu, félag áhugamanna um rafræna list árið 2002 ásamt hópi listamanna. Markmið félagsins var að efla raf- og stafrænar listir á Íslandi með sýningum og skipulagi listahátíð, ásamt því að taka þátt í innlendum og erlendum samstarfsverkefnum. Félagið tók þátt í að stofna Lorna Lab, þverfaglegan vettvang lista- og fræðimanna árið 2010 sem hafði aðstöðu í Útgerðinni, Hugmyndahúsi háskólanna.

Þátttaka Margrétar í starfi þessara félaga hefur verið þýðingarmikil fyrir rannsóknarstörf hennar. Hún tók þátt í að rita skýrslu um norræna menningu stafrænna miðla (2004) og hefur flutt fjölda fyrirlestra um efnið á alþjóðlegum ráðstefnum og listahátíðum, auk þess að birta greinar í innlendum og erlendum tímaritum. Hún hefur einnig skipulagt sýningar byggðar á rannsóknum, svo sem Íslensk vídeólist frá 1975 til 1990 í Listasafni Reykjavíkur árið 2013 og Sköpun sjálfsins. Expressjónismi í íslenskri myndlist frá 1915-1945 í Listasafni Árnesinga árið 2017. Grein eftir hana um expressjónisma á Íslandi birtist nýverið í bókinni The Routledge Companion to Expressionism in a Transnational Context. Í lok ársins kemur út bókin Digital Dynamics in Nordic Contemporary Art með kafla eftir hana um stafrænar listir á Íslandi.

Margrét Elísabet er fædd árið 1965. Hún stundaði háskólanám við Université Paris 1 í Frakklandi og er með doktorspróf í list- og fagurfræði.

Mynd:
  • Úr safni MEÓ.

...