Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvaðan kemur nafnið krossfiskur?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:
Hvaðan kemur nafnið krossfiskur? Af hverju ekki stjörnufiskur?

Elsta heimild um orðið krossfiskur í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Ein stutt undirrietting um Íslands adskilianlegar náttúrur eftir Jón Guðmundsson lærða. Dæmið er svona:

Krossfiskur og hagalfiskur, myklu fleyri, margbreyttari soddan kyn.

Heldur yngri heimild er úr ritgerð eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík, ritara Árna Magnússonar handritasafnara. Ritgerðin er frá miðri 18. öld og nefnist Icthyographia Islandica edur Tilraun um Lýsíngu á Sióar og Vatna Dyrum á Islandi. Dæmið er svona:

Krossfiskur, smár og stór, er með fjórum hornum, rauðbleikur á lit, smákörtóttur utan (2007:39).

Lýsing Jóns bendir helst til þess að hann hafi ekki þekkt krossfisk. Hornin fjögur, sem hann nefnir, eru væntanlega armarnir og fjórir armar líkjast frekar krossi en fimm.

Í sögulegu dönsku orðabókinni (ODS), sem nær yfir danska tungu frá 1700–1950 heitir krossfiskurinn korsfisk en einnig stjernefisk og søstjerne. Vel má hugsa sér að krossfisksheitið sé komið til okkar úr dönsku eða jafnvel nýnorsku krossfisk (sjá NEO).

Í sögulegu dönsku orðabókinni (ODS), sem nær yfir danska tungu frá 1700–1950 heitir krossfiskurinn korsfisk en einnig stjernefisk og søstjerne.

Orðið sæstjarna virðist fyrst notað á 19. öld. Það notar Benedikt Gröndal í Dýrafræði sinni frá 1878 og segir.

Sæstjörnur (Stellerida) eru flatvaxnar, fimm eða fleirarmaðar, munnurinn neðan á.

Það hefur þó ekki komið í stað orðsins krossfiskur. Í orðabók yfir nútímadönsku (DDO) er korsfisk ekki lengur fletta. Báðar dönsku orðabækurnar má finna á netinu undir ordnet.dk. Frændþjóðirnar nota sæstjörnu-heitið, hver með sínum rithætti, aðrar en Færeyingar sem tala um krossfisk rétt eins og við.

Heimildir:

  • [Benedikt Gröndal]. 1878. Dýrafræði, samin af Benedict Gröndal. Ísafoldarprentsmiðja: Reykjavík.
  • DDO = Den danske ordbog, sjá ordnet.dk.
  • Jón Ólafsson úr Grunnavík. 2007. Náttúrufræði. Fiskafræði, Steinafræði. Guðrún Kvaran og Þóra Björk Hjartardóttir gáfu út. Góðvinir Grunnavíkur-Jóns: Reykjavík.
  • NEO: Torp, Alf. 1919. Nynorsk etymologisk ordbog. Kristiania.
  • ODS = Ordbog over det danske sprog, sjá ordnet.dk.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

30.11.2018

Spyrjandi

Bergur Frosti Maríuson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur nafnið krossfiskur?“ Vísindavefurinn, 30. nóvember 2018. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76460.

Guðrún Kvaran. (2018, 30. nóvember). Hvaðan kemur nafnið krossfiskur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76460

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur nafnið krossfiskur?“ Vísindavefurinn. 30. nóv. 2018. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76460>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur nafnið krossfiskur?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvaðan kemur nafnið krossfiskur? Af hverju ekki stjörnufiskur?

Elsta heimild um orðið krossfiskur í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er úr ritinu Ein stutt undirrietting um Íslands adskilianlegar náttúrur eftir Jón Guðmundsson lærða. Dæmið er svona:

Krossfiskur og hagalfiskur, myklu fleyri, margbreyttari soddan kyn.

Heldur yngri heimild er úr ritgerð eftir Jón Ólafsson úr Grunnavík, ritara Árna Magnússonar handritasafnara. Ritgerðin er frá miðri 18. öld og nefnist Icthyographia Islandica edur Tilraun um Lýsíngu á Sióar og Vatna Dyrum á Islandi. Dæmið er svona:

Krossfiskur, smár og stór, er með fjórum hornum, rauðbleikur á lit, smákörtóttur utan (2007:39).

Lýsing Jóns bendir helst til þess að hann hafi ekki þekkt krossfisk. Hornin fjögur, sem hann nefnir, eru væntanlega armarnir og fjórir armar líkjast frekar krossi en fimm.

Í sögulegu dönsku orðabókinni (ODS), sem nær yfir danska tungu frá 1700–1950 heitir krossfiskurinn korsfisk en einnig stjernefisk og søstjerne. Vel má hugsa sér að krossfisksheitið sé komið til okkar úr dönsku eða jafnvel nýnorsku krossfisk (sjá NEO).

Í sögulegu dönsku orðabókinni (ODS), sem nær yfir danska tungu frá 1700–1950 heitir krossfiskurinn korsfisk en einnig stjernefisk og søstjerne.

Orðið sæstjarna virðist fyrst notað á 19. öld. Það notar Benedikt Gröndal í Dýrafræði sinni frá 1878 og segir.

Sæstjörnur (Stellerida) eru flatvaxnar, fimm eða fleirarmaðar, munnurinn neðan á.

Það hefur þó ekki komið í stað orðsins krossfiskur. Í orðabók yfir nútímadönsku (DDO) er korsfisk ekki lengur fletta. Báðar dönsku orðabækurnar má finna á netinu undir ordnet.dk. Frændþjóðirnar nota sæstjörnu-heitið, hver með sínum rithætti, aðrar en Færeyingar sem tala um krossfisk rétt eins og við.

Heimildir:

  • [Benedikt Gröndal]. 1878. Dýrafræði, samin af Benedict Gröndal. Ísafoldarprentsmiðja: Reykjavík.
  • DDO = Den danske ordbog, sjá ordnet.dk.
  • Jón Ólafsson úr Grunnavík. 2007. Náttúrufræði. Fiskafræði, Steinafræði. Guðrún Kvaran og Þóra Björk Hjartardóttir gáfu út. Góðvinir Grunnavíkur-Jóns: Reykjavík.
  • NEO: Torp, Alf. 1919. Nynorsk etymologisk ordbog. Kristiania.
  • ODS = Ordbog over det danske sprog, sjá ordnet.dk.

Mynd:

...