Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Jónína Vala Kristinsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Jónína Vala Kristinsdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að stærðfræðinámi- og kennslu í skóla án aðgreiningar, einkum að þróun stærðfræðikennara í starfi og einnig starfstengdri sjálfsrýni í kennaramenntun.

Doktorsritgerð Jónínu fjallar um samvinnurannsókn hennar með bekkjarkennurum í grunnskóla með áherslu á stærðfræðinám og -kennslu nemenda með ólíkar forsendur til náms. Megintilgangur rannsóknarinnar var að afla þekkingar og öðlast skilning á starfsþróun kennara sem endurskoða stærðfræðikennslu sína. Markmiðið var að kanna hvernig grunnskólakennarar og kennari í stærðfræðimenntun unnu saman að því að rannsaka eigið starf og með hvaða hætti samvinnan hafði áhrif á starf þeirra. Stefnt var að því að bera kennsl á leiðir til að styðja kennara við að mæta þörfum ólíkra nemenda við stærðfræðinám og öðlast skilning á hvernig nýta megi þær til að bæta kennaramenntun.

Rannsóknir Jónínu snúa að stærðfræðinámi- og kennslu í skóla án aðgreiningar, einkum að þróun stærðfræðikennara í starfi og einnig starfstengdri sjálfsrýni í kennaramenntun.

Athygli Jónínu hefur beinst að þörfinni fyrir breyttar áherslur í stærðfræðikennslu sem taka mið af fjölmenningarsamfélagi og vinnubrögðum í skóla án aðgreiningar, þar sem allir nemendur eiga aðgang að námssamfélagi á eigin forsendum. Hluti af rannsóknum hennar felst í að rýna í eigin starfshætti ásamt samstarfsfólki með það í huga að bæta starf sitt og efla. Jónína hefur tekið þátt í norrænu samstarfi um stærðfræðimenntun og átt sæti í Nordic Research Network on Special Needs Education in Mathematics sem heldur ráðstefnur annað hvort ár og verður næst haldin á Íslandi haustið 2020.

Jónína lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972, grunnskólakennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands 1975, Högskoleexamen i pedagogik frá Uppsala-háskóla, 1983, meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Kennaraháskóla Íslands 2003 og doktorsprófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands 2016. Hún kenndi við Æfingaskóla Kennaraháskóla Íslands (síðar Háteigsskóla) til ársins 1998, lengst af sem æfingakennari og steig þá sín fyrstu skref við kennaramenntun. Frá árinu 2002 hefur hún kennt um stærðfræðinám- og kennslu við Kennaraháskóla Íslands og frá 2008 við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í námskrárskrifum og námsefnisgerð í stærðfræði fyrir grunnskóla og haldið fjölda símenntunarnámskeiða um stærðfræðinám- og kennslu.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

4.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Jónína Vala Kristinsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76558.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 4. desember). Hvaða rannsóknir hefur Jónína Vala Kristinsdóttir stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76558

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Jónína Vala Kristinsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76558>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Jónína Vala Kristinsdóttir stundað?
Jónína Vala Kristinsdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að stærðfræðinámi- og kennslu í skóla án aðgreiningar, einkum að þróun stærðfræðikennara í starfi og einnig starfstengdri sjálfsrýni í kennaramenntun.

Doktorsritgerð Jónínu fjallar um samvinnurannsókn hennar með bekkjarkennurum í grunnskóla með áherslu á stærðfræðinám og -kennslu nemenda með ólíkar forsendur til náms. Megintilgangur rannsóknarinnar var að afla þekkingar og öðlast skilning á starfsþróun kennara sem endurskoða stærðfræðikennslu sína. Markmiðið var að kanna hvernig grunnskólakennarar og kennari í stærðfræðimenntun unnu saman að því að rannsaka eigið starf og með hvaða hætti samvinnan hafði áhrif á starf þeirra. Stefnt var að því að bera kennsl á leiðir til að styðja kennara við að mæta þörfum ólíkra nemenda við stærðfræðinám og öðlast skilning á hvernig nýta megi þær til að bæta kennaramenntun.

Rannsóknir Jónínu snúa að stærðfræðinámi- og kennslu í skóla án aðgreiningar, einkum að þróun stærðfræðikennara í starfi og einnig starfstengdri sjálfsrýni í kennaramenntun.

Athygli Jónínu hefur beinst að þörfinni fyrir breyttar áherslur í stærðfræðikennslu sem taka mið af fjölmenningarsamfélagi og vinnubrögðum í skóla án aðgreiningar, þar sem allir nemendur eiga aðgang að námssamfélagi á eigin forsendum. Hluti af rannsóknum hennar felst í að rýna í eigin starfshætti ásamt samstarfsfólki með það í huga að bæta starf sitt og efla. Jónína hefur tekið þátt í norrænu samstarfi um stærðfræðimenntun og átt sæti í Nordic Research Network on Special Needs Education in Mathematics sem heldur ráðstefnur annað hvort ár og verður næst haldin á Íslandi haustið 2020.

Jónína lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972, grunnskólakennaraprófi frá Kennaraháskóla Íslands 1975, Högskoleexamen i pedagogik frá Uppsala-háskóla, 1983, meistaraprófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Kennaraháskóla Íslands 2003 og doktorsprófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands 2016. Hún kenndi við Æfingaskóla Kennaraháskóla Íslands (síðar Háteigsskóla) til ársins 1998, lengst af sem æfingakennari og steig þá sín fyrstu skref við kennaramenntun. Frá árinu 2002 hefur hún kennt um stærðfræðinám- og kennslu við Kennaraháskóla Íslands og frá 2008 við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í námskrárskrifum og námsefnisgerð í stærðfræði fyrir grunnskóla og haldið fjölda símenntunarnámskeiða um stærðfræðinám- og kennslu.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...