Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Ingólfur V. Gíslason stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Ingólfur V. Gíslason er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa að stærstum hluta snúið að stöðu og möguleikum karla og kvenna með sérstakri áherslu á breytingar hjá körlum síðustu áratugi. Að auki hafa rannsóknir hans beinst að ofbeldi í nánum samböndum og samspili skynsemi og hluttekningar. Hann hefur flutt fjölda fyrirlestra bæði hér á landi og erlendis og birt greinar í innlendum og erlendum tímaritum auk bóka og bókakafla. Sem dæmi um tímarit má nefna NORA, Feminism & Psychology, Social Policy & Society, Íslenska þjóðfélagið og Tímarit um uppeldi og menntamál.

Doktorsritgerð Ingólfs ber heitið Enter the Bourgeoisie. Aspects of the formation and organization of of Icelandic employers 1894-1934 og fjallar um uppruna íslenskrar borgarastéttar og skipulagningu hennar.

Rannsóknir Ingólfs hafa að stærstum hluta snúið að stöðu og möguleikum karla og kvenna með sérstakri áherslu á breytingar hjá körlum síðustu áratugi.

Í rannsóknum sínum hefur Ingólfur áhuga á að skoða samspil formgerða og gerendahæfni einstaklinga. Í öllum gjörðum einstaklinga takast á samfélagslegar formgerðir og einstaklingsbundinn vilji. Misjafnt er eftir samfélögum og tímabilum hversu sterkar eða máttugar formgerðirnar eru og hvert svigrúmið er til einstaklingsbundinnar sköpunar og þá breytinga á formgerðunum. Rannsóknir á stöðu kynja veita góða innsýn í þetta samspil bæði sökum þess að kyn er grundvallarbreyta í mannlegum skilningi og sökum þess að síðustu áratugir hafa haft í för með sér miklar breytingar á samfélagslegum möguleikum kynjanna, jafnvel þannig að sjá má vísbendingar um upplausn kyns. Þó svo breytingarnar hafi verið mun meiri hjá konum en körlum þá hafa margvíslegar breytingar átt sér stað hjá körlum hérlendis og erlendis og alls staðar hafa þær að verulegu leyti snúið að auknum möguleikum þeirra til að sinna umönnun eigin barna. Rannsóknir Ingólfs og samstarfsfólks hafa varpað ljósi á þessar breytingar og afleiðingar þeirra.

Ingólfur er fæddur í Reykjavík árið 1956 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 1976. Hann lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1981 og doktorsprófi í félagsfræði frá Lundarháskóla, Svíþjóð, árið 1990.

Mynd:
  • Úr safni IVG.

Útgáfudagur

3.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ingólfur V. Gíslason stundað?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2018. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76571.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 3. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Ingólfur V. Gíslason stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76571

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Ingólfur V. Gíslason stundað?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2018. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76571>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Ingólfur V. Gíslason stundað?
Ingólfur V. Gíslason er dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa að stærstum hluta snúið að stöðu og möguleikum karla og kvenna með sérstakri áherslu á breytingar hjá körlum síðustu áratugi. Að auki hafa rannsóknir hans beinst að ofbeldi í nánum samböndum og samspili skynsemi og hluttekningar. Hann hefur flutt fjölda fyrirlestra bæði hér á landi og erlendis og birt greinar í innlendum og erlendum tímaritum auk bóka og bókakafla. Sem dæmi um tímarit má nefna NORA, Feminism & Psychology, Social Policy & Society, Íslenska þjóðfélagið og Tímarit um uppeldi og menntamál.

Doktorsritgerð Ingólfs ber heitið Enter the Bourgeoisie. Aspects of the formation and organization of of Icelandic employers 1894-1934 og fjallar um uppruna íslenskrar borgarastéttar og skipulagningu hennar.

Rannsóknir Ingólfs hafa að stærstum hluta snúið að stöðu og möguleikum karla og kvenna með sérstakri áherslu á breytingar hjá körlum síðustu áratugi.

Í rannsóknum sínum hefur Ingólfur áhuga á að skoða samspil formgerða og gerendahæfni einstaklinga. Í öllum gjörðum einstaklinga takast á samfélagslegar formgerðir og einstaklingsbundinn vilji. Misjafnt er eftir samfélögum og tímabilum hversu sterkar eða máttugar formgerðirnar eru og hvert svigrúmið er til einstaklingsbundinnar sköpunar og þá breytinga á formgerðunum. Rannsóknir á stöðu kynja veita góða innsýn í þetta samspil bæði sökum þess að kyn er grundvallarbreyta í mannlegum skilningi og sökum þess að síðustu áratugir hafa haft í för með sér miklar breytingar á samfélagslegum möguleikum kynjanna, jafnvel þannig að sjá má vísbendingar um upplausn kyns. Þó svo breytingarnar hafi verið mun meiri hjá konum en körlum þá hafa margvíslegar breytingar átt sér stað hjá körlum hérlendis og erlendis og alls staðar hafa þær að verulegu leyti snúið að auknum möguleikum þeirra til að sinna umönnun eigin barna. Rannsóknir Ingólfs og samstarfsfólks hafa varpað ljósi á þessar breytingar og afleiðingar þeirra.

Ingólfur er fæddur í Reykjavík árið 1956 og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Kópavogi árið 1976. Hann lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1981 og doktorsprófi í félagsfræði frá Lundarháskóla, Svíþjóð, árið 1990.

Mynd:
  • Úr safni IVG.

...