Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Jónsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Eiríkur Jónsson er prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands. Hann hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars verið formaður fjölmiðlanefndar, áfrýjunarnefndar neytendamála og úrskurðarnefndar um Viðlagatryggingu Íslands og er um þessar mundir formaður nefndar forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla og upplýsingafrelsis, auk þess að vera varamaður í kærunefnd útboðsmála og endurupptökunefnd.

Af trúnaðarstörfum Eiríks innan Háskóla Íslands má nefna að Eiríkur er um þessar mundir stjórnarformaður Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands, formaður fagráðs félagsvísindasviðs Háskóla Íslands auk þess að sitja í stjórn Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands.

Rannsóknir Eiríks hafa verið á hinum ýmsu sviðum lögfræðinnar og birst í fjölmörgum bókum sem hann hefur ritað.

Rannsóknir Eiríks hafa verið á hinum ýmsu sviðum lögfræðinnar og birst í fjölmörgum bókum sem hann hefur ritað. Doktorsritgerð hans var á sviði stjórnskipunarréttar og laut að vernd lögaðila samkvæmt mannréttindaákvæðum íslensku stjórnarskrárinnar, einkum 71. og 73. gr. (2011). Hann ritaði bókina Neytendarétt með Ásu Ólafsdóttur, prófessor, sem fól í sér fyrstu heildstæðu rannsóknina á því efni hér á landi (2009).

Þá rannsakaði Eiríkur réttarumhverfi íslenskra eftirlitsstofnanna og birtist afraksturinn í bókinni Opinbert markaðseftirlit, sem hann ritaði ásamt Kristínu Benediktsdóttur dósent, og Friðriki Ársælssyni lögmanni (2012). Í kjölfarið hóf Eiríkur umfangsmikla rannsókn á íslenskum bótarétti, ásamt Viðari Má Matthíassyni hæstaréttardómara, og birtist afraksturinn í bókunum Bótaréttur I, sem fjallar um skaðabótarétt, og Bótaréttur II, sem fjallar um vátryggingarétt og bótareglur félagsmálaréttar (2015). Eiríkur hefur jafnframt verið virkur í rannsóknum á sviði fjölmiðlaréttar og gaf meðal annars nýlega út bókina Fjölmiðlarétt, sem hann ritaði ásamt Halldóru Þorsteinsdóttur lektor (2017).

Eiríkur hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum. Hann var meðal annars einn ritstjóra bókarinnar Human Rights Law And Regulating Freedom of Expression in New Media – Lessons from Nordic Approaches (2018), auk þess sem hann átti sjálfur tvær greinar í ritinu. Þá tók hann þátt í norrænni rannsókn á sviði samninga- og kröfuréttar sem birtist í ritinu Restatement of Nordic Contract Law (2016). Hann var ennfremur gestafræðimaður við Stokkhólmsháskóla árið 2012 (Stockholm Centre for Commercial Law). Þá hefur Eiríkur birt fjölda fræðigreina um rannsóknir sínar og haldið um þær fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis.

Eiríkur er fæddur árið 1977. Hann lauk embættisprófi í lögfræði árið 2002, LL.M.-gráðu frá Harvard Law School árið 2006 og doktorsprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2011. Að loknu lagaprófi starfaði hann sem héraðsdómslögmaður en frá haustinu 2007 hefur hann verið í fullu starfi við lagadeild Háskóla Íslands, ef frá er talið árið 2013 en þá var hann settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í 11 mánuði.

Mynd:

  • Úr safni EJ.

Útgáfudagur

11.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Jónsson stundað?“ Vísindavefurinn, 11. nóvember 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76601.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 11. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Jónsson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76601

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Jónsson stundað?“ Vísindavefurinn. 11. nóv. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76601>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Jónsson stundað?
Eiríkur Jónsson er prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands. Hann hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars verið formaður fjölmiðlanefndar, áfrýjunarnefndar neytendamála og úrskurðarnefndar um Viðlagatryggingu Íslands og er um þessar mundir formaður nefndar forsætisráðherra um umbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla og upplýsingafrelsis, auk þess að vera varamaður í kærunefnd útboðsmála og endurupptökunefnd.

Af trúnaðarstörfum Eiríks innan Háskóla Íslands má nefna að Eiríkur er um þessar mundir stjórnarformaður Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands, formaður fagráðs félagsvísindasviðs Háskóla Íslands auk þess að sitja í stjórn Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands.

Rannsóknir Eiríks hafa verið á hinum ýmsu sviðum lögfræðinnar og birst í fjölmörgum bókum sem hann hefur ritað.

Rannsóknir Eiríks hafa verið á hinum ýmsu sviðum lögfræðinnar og birst í fjölmörgum bókum sem hann hefur ritað. Doktorsritgerð hans var á sviði stjórnskipunarréttar og laut að vernd lögaðila samkvæmt mannréttindaákvæðum íslensku stjórnarskrárinnar, einkum 71. og 73. gr. (2011). Hann ritaði bókina Neytendarétt með Ásu Ólafsdóttur, prófessor, sem fól í sér fyrstu heildstæðu rannsóknina á því efni hér á landi (2009).

Þá rannsakaði Eiríkur réttarumhverfi íslenskra eftirlitsstofnanna og birtist afraksturinn í bókinni Opinbert markaðseftirlit, sem hann ritaði ásamt Kristínu Benediktsdóttur dósent, og Friðriki Ársælssyni lögmanni (2012). Í kjölfarið hóf Eiríkur umfangsmikla rannsókn á íslenskum bótarétti, ásamt Viðari Má Matthíassyni hæstaréttardómara, og birtist afraksturinn í bókunum Bótaréttur I, sem fjallar um skaðabótarétt, og Bótaréttur II, sem fjallar um vátryggingarétt og bótareglur félagsmálaréttar (2015). Eiríkur hefur jafnframt verið virkur í rannsóknum á sviði fjölmiðlaréttar og gaf meðal annars nýlega út bókina Fjölmiðlarétt, sem hann ritaði ásamt Halldóru Þorsteinsdóttur lektor (2017).

Eiríkur hefur tekið virkan þátt í alþjóðlegum rannsóknarverkefnum. Hann var meðal annars einn ritstjóra bókarinnar Human Rights Law And Regulating Freedom of Expression in New Media – Lessons from Nordic Approaches (2018), auk þess sem hann átti sjálfur tvær greinar í ritinu. Þá tók hann þátt í norrænni rannsókn á sviði samninga- og kröfuréttar sem birtist í ritinu Restatement of Nordic Contract Law (2016). Hann var ennfremur gestafræðimaður við Stokkhólmsháskóla árið 2012 (Stockholm Centre for Commercial Law). Þá hefur Eiríkur birt fjölda fræðigreina um rannsóknir sínar og haldið um þær fyrirlestra, bæði hérlendis og erlendis.

Eiríkur er fæddur árið 1977. Hann lauk embættisprófi í lögfræði árið 2002, LL.M.-gráðu frá Harvard Law School árið 2006 og doktorsprófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2011. Að loknu lagaprófi starfaði hann sem héraðsdómslögmaður en frá haustinu 2007 hefur hann verið í fullu starfi við lagadeild Háskóla Íslands, ef frá er talið árið 2013 en þá var hann settur dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í 11 mánuði.

Mynd:

  • Úr safni EJ.

...