Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hver var Maurice Merleau-Ponty og hvert var framlag hans til heimspekinnar?

Björn Þorsteinsson

Maurice Merleau-Ponty (1908–1961) telst í hópi merkustu heimspekinga Frakka á 20. öld. Hann átti ríkan þátt í því að kynna nýja strauma í þýskri heimspeki fyrir frönsku andans fólki, einkum þó fyrirbærafræði Edmunds Husserl (1859–1938). Heimspeki Merleau-Pontys var alla tíð undir miklum áhrifum frá Husserl en bar þó merki um sérstaka sýn sem mun halda nafni Merleau-Pontys á lofti.

Merleau-Ponty lauk „meira kennaraprófi“ (agrégation) í heimspeki frá einum virtasta háskóla Frakklands, École normale supérieure, árið 1930. Hann var meðal áheyrenda að frægum fyrirlestrum Husserls í París 1929. Fram að heimsstyrjöldinni síðari kenndi hann í menntaskólum og við École normale supérieure. Hann gegndi herþjónustu 1939–1940. Eftir ósigur Frakka sneri hann sér að menntaskólakennslu að nýju en tók jafnframt þátt í andspyrnuhreyfingunni. Á stríðsárunum kynntist hann Jean-Paul Sartre og Simone de Beauvoir og tókst með þeim góð vinátta.

Merleau-Ponty (1908–1961) átti ríkan þátt í því að kynna nýja strauma í þýskri heimspeki fyrir frönsku andans fólki.

Fyrstu verk sem Merleau-Ponty sendi frá sér voru La structure du comportement (Formgerð atferlisins, 1942) og La phénoménologie de la perception (Fyrirbærafræði skynjunarinnar, 1945). Þessar bækur gáfu tóninn fyrir ævistarf Merleau-Pontys innan fræðanna. Sú fyrrnefnda er helguð gagnrýni á þá tilhneigingu atferlissálfræðinga að líta á líkamann sem hlut. Gegn þeirri afstöðu teflir Merleau-Ponty fram þeirri hugmynd að ekki sé hægt að rannsaka líkamann án þess að taka vitund mannsins með í reikninginn: líkaminn þiggi merkingu sína af hinni frjálsu vitund einstaklingsins. Ekkert vit geti verið í atferlisfræðilegum rannsóknum ef litið er framhjá þessari staðreynd. Í Fyrirbærafræði skynjunarinnar beitir Merleau-Ponty fyrirbærafræðilegri aðferð í anda Husserls en gengur ekki út frá „hreinni vitund“ heldur vitundinni eins og hún kemur fyrir í raunveruleikanum, aðstæðubundin og „áþreifanleg“ – eða, með öðrum orðum, líkamleg. Vitund og líkami verða ekki aðskilin – ég er líkami minn, og það er fyrir tilvist líkamans sem ég skynja hlutina. Skynjunin leggur grunn að hugsuninni og hún er í þeim skilningi „forskilvitleg“, það er að segja, hún lætur hugsuninni og orðræðu hennar efnivið sinn í té. Merleau-Ponty setti þessi meginatriði í hugsun sinni fram, býsna skýrt og skorinort, í útvarpserindum sem hann hélt 1948 og komu síðar út á bók undir nafninu Causeries. Sú bók hefur verið þýdd á íslensku og heitir Heimur skynjunarinnar (2017).

Í stríðslok tók Merleau-Ponty við kennarastöðu við háskólann í Lyon en færði sig um set til Parísar árið 1949 og gerðist prófessor í sálfræði við Sorbonne. Árið 1946 stofnaði hann tímaritið Les Temps modernes (Nútíminn) ásamt Sartre og tók ríkan þátt í mótun þess og útgáfu fram til 1953, en þá kom upp pólitískur ágreiningur milli hans og Sartre með þeim afleiðingum að Merleau-Ponty gekk úr skaftinu.

Á stríðsárunum kynntist Merleau-Ponty þeim Jean-Paul Sartre og Simone de Beauvoir og tókst með þeim góð vinátta. Myndin sýnir Sartre og de Beauvoir á sex ára afmælishátíð Alþýðulýðveldisins Kína í Peking, árið 1955.

Árið 1947 sendi Merleau-Ponty frá sér greinasafnið Humanisme et terreur (Mannhyggja og ógn) og ári síðar kom annað greinasafn, Sens et non-sens (Merking og merkingarleysa). Í þessum bókum útfærir Merleau-Ponty nánar hugmyndir sínar um víxlverkun okkar við heiminn: að vissu leyti leggur heimurinn á okkur bönd en að öðru leyti verður ekki undan því vikist að heimurinn er ekki heimur nema „fyrir okkur“. Verkefni heimspekingsins er að hugsa þessar tvær andstæðu fullyrðingar saman.

Í fyrirlestrum sínum í Sorbonne tókst Merleau-Ponty meðal annars á við þá kreppu heimspeki og mannvísinda sem Husserl hafði lýst fimmtán árum fyrr í fyrirlestrum sem báru heitið Kreppa evrópskra vísinda. Í hnotskurn má segja að skoðun Merleau-Pontys sé sú, hvað heimspekina snertir, að viðfangsefni hennar eigi hvorki að vera hin hráa atburðarás né hin eilífu sannindi: tilveruréttur heimspekingsins felist í því að setja atburði sögunnar í samhengi við sína sýn á hlutina og ljá þeim þannig merkingu.

Árið 1952 tók Merleau-Ponty við stöðu prófessors í heimspeki við hina virtu menntastofnun Collège de France. Innsetningarfyrirlestur hans bar heitið L’éloge de la philosophie (Lof heimspekinnar) og kom út á bók 1953. Þar heldur Merleau-Ponty fram þeirri meginhugmynd að heimspekinni megi best lýsa sem „áhuga á því sem við blasir“ og „tilfinningu fyrir hinu tvíræða“. Heimspekin, segir Merleau-Ponty, er ekki einkasamtal heimspekingsins við sannleikann. Í lokakafla lestrarins varpar Merleau-Ponty fram þeirri hugmynd að kjarni heimspekinnar felist í þeirri þverstæðu að sérhver mannvera er ekkert annað og meira en hún sjálf, en samt uppgötvar hún sjálfa sig fyrir meðalgöngu annarra. Þessi þverstæða, segir Merleau-Ponty, er ekki afstaða heldur verkefni.

Árið 1955 sendi Merleau-Ponty frá sér bókina Les Aventures de la dialectique (Ævintýri díalektíkurinnar) þar sem hann gagnrýnir marxismann og gerir að nokkru leyti upp sakir við Sartre og stjórnmálaskoðanir hans. Árið 1960 kom svo út greinasafnið Signes (Merki).

Merleau-Ponty lést fyrir aldur fram árið 1961. Meðal eftirlátinna skrifa hans má nefna ritgerðina L’œil et l’esprit (Augað og andinn, 1964) sem fjallar um skynjun og túlkun listaverka, og stórvirkið Le visible et l’invisble (Hið sýnilega og hið ósýnilega, 1964) sem honum entist ekki aldur til að ljúka en ber vott um aukin áhrif Heideggers á hugsun Merleau-Pontys og hafði að markmiði að leggja grunn að nýrri verufræði.

Heimildir og frekara lesefni:

  • Maurice Merleau-Ponty, Heimur skynjunarinnar, Steinar Örn Atlason og Björn Þorsteinsson þýddu, Reykjavík, Heimspekistofnun og Háskólaútgáfan 2017.
  • Maurice Merleau-Ponty, „Formáli að Fyrirbærafræði skynjunarinnar“, Jón Laxdal Halldórsson, Páll Skúlason og Björn Þorsteinsson þýddu, Hugur – tímarit um heimspeki 20 (2008), s. 113–126.
  • Maurice Merleau-Ponty, „Samþætting eigin líkama: Kafli I.4 úr Fyrirbærafræði skynjunarinnar“, Steinar Örn Atlason og Egill Arnarson þýddu, Hugur – tímarit um heimspeki 27 (2015), s. 42-47.
  • Maurice Merleau-Ponty, „Heimspekingurinn og félagsfræðin“, Björn Þorsteinsson þýddi, s. 119–140 í Róbert Jack og Ármann Halldórsson (ritstj.), Hvað er heimspeki? Tíu greinar frá tuttugustu öld, Reykjavík, Hugvísindastofnun Háskóla Íslands 2001.

Myndir


Þetta svar er stytt útgáfa af inngangi Björns Þorsteinssonar við þýðingu sína á greininni „Heimspekingurinn og félagsfræðin“ í bókinni Hvað er heimspeki?.

Höfundur

Björn Þorsteinsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

13.2.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Björn Þorsteinsson. „Hver var Maurice Merleau-Ponty og hvert var framlag hans til heimspekinnar? “ Vísindavefurinn, 13. febrúar 2019. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76646.

Björn Þorsteinsson. (2019, 13. febrúar). Hver var Maurice Merleau-Ponty og hvert var framlag hans til heimspekinnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76646

Björn Þorsteinsson. „Hver var Maurice Merleau-Ponty og hvert var framlag hans til heimspekinnar? “ Vísindavefurinn. 13. feb. 2019. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76646>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Maurice Merleau-Ponty og hvert var framlag hans til heimspekinnar?
Maurice Merleau-Ponty (1908–1961) telst í hópi merkustu heimspekinga Frakka á 20. öld. Hann átti ríkan þátt í því að kynna nýja strauma í þýskri heimspeki fyrir frönsku andans fólki, einkum þó fyrirbærafræði Edmunds Husserl (1859–1938). Heimspeki Merleau-Pontys var alla tíð undir miklum áhrifum frá Husserl en bar þó merki um sérstaka sýn sem mun halda nafni Merleau-Pontys á lofti.

Merleau-Ponty lauk „meira kennaraprófi“ (agrégation) í heimspeki frá einum virtasta háskóla Frakklands, École normale supérieure, árið 1930. Hann var meðal áheyrenda að frægum fyrirlestrum Husserls í París 1929. Fram að heimsstyrjöldinni síðari kenndi hann í menntaskólum og við École normale supérieure. Hann gegndi herþjónustu 1939–1940. Eftir ósigur Frakka sneri hann sér að menntaskólakennslu að nýju en tók jafnframt þátt í andspyrnuhreyfingunni. Á stríðsárunum kynntist hann Jean-Paul Sartre og Simone de Beauvoir og tókst með þeim góð vinátta.

Merleau-Ponty (1908–1961) átti ríkan þátt í því að kynna nýja strauma í þýskri heimspeki fyrir frönsku andans fólki.

Fyrstu verk sem Merleau-Ponty sendi frá sér voru La structure du comportement (Formgerð atferlisins, 1942) og La phénoménologie de la perception (Fyrirbærafræði skynjunarinnar, 1945). Þessar bækur gáfu tóninn fyrir ævistarf Merleau-Pontys innan fræðanna. Sú fyrrnefnda er helguð gagnrýni á þá tilhneigingu atferlissálfræðinga að líta á líkamann sem hlut. Gegn þeirri afstöðu teflir Merleau-Ponty fram þeirri hugmynd að ekki sé hægt að rannsaka líkamann án þess að taka vitund mannsins með í reikninginn: líkaminn þiggi merkingu sína af hinni frjálsu vitund einstaklingsins. Ekkert vit geti verið í atferlisfræðilegum rannsóknum ef litið er framhjá þessari staðreynd. Í Fyrirbærafræði skynjunarinnar beitir Merleau-Ponty fyrirbærafræðilegri aðferð í anda Husserls en gengur ekki út frá „hreinni vitund“ heldur vitundinni eins og hún kemur fyrir í raunveruleikanum, aðstæðubundin og „áþreifanleg“ – eða, með öðrum orðum, líkamleg. Vitund og líkami verða ekki aðskilin – ég er líkami minn, og það er fyrir tilvist líkamans sem ég skynja hlutina. Skynjunin leggur grunn að hugsuninni og hún er í þeim skilningi „forskilvitleg“, það er að segja, hún lætur hugsuninni og orðræðu hennar efnivið sinn í té. Merleau-Ponty setti þessi meginatriði í hugsun sinni fram, býsna skýrt og skorinort, í útvarpserindum sem hann hélt 1948 og komu síðar út á bók undir nafninu Causeries. Sú bók hefur verið þýdd á íslensku og heitir Heimur skynjunarinnar (2017).

Í stríðslok tók Merleau-Ponty við kennarastöðu við háskólann í Lyon en færði sig um set til Parísar árið 1949 og gerðist prófessor í sálfræði við Sorbonne. Árið 1946 stofnaði hann tímaritið Les Temps modernes (Nútíminn) ásamt Sartre og tók ríkan þátt í mótun þess og útgáfu fram til 1953, en þá kom upp pólitískur ágreiningur milli hans og Sartre með þeim afleiðingum að Merleau-Ponty gekk úr skaftinu.

Á stríðsárunum kynntist Merleau-Ponty þeim Jean-Paul Sartre og Simone de Beauvoir og tókst með þeim góð vinátta. Myndin sýnir Sartre og de Beauvoir á sex ára afmælishátíð Alþýðulýðveldisins Kína í Peking, árið 1955.

Árið 1947 sendi Merleau-Ponty frá sér greinasafnið Humanisme et terreur (Mannhyggja og ógn) og ári síðar kom annað greinasafn, Sens et non-sens (Merking og merkingarleysa). Í þessum bókum útfærir Merleau-Ponty nánar hugmyndir sínar um víxlverkun okkar við heiminn: að vissu leyti leggur heimurinn á okkur bönd en að öðru leyti verður ekki undan því vikist að heimurinn er ekki heimur nema „fyrir okkur“. Verkefni heimspekingsins er að hugsa þessar tvær andstæðu fullyrðingar saman.

Í fyrirlestrum sínum í Sorbonne tókst Merleau-Ponty meðal annars á við þá kreppu heimspeki og mannvísinda sem Husserl hafði lýst fimmtán árum fyrr í fyrirlestrum sem báru heitið Kreppa evrópskra vísinda. Í hnotskurn má segja að skoðun Merleau-Pontys sé sú, hvað heimspekina snertir, að viðfangsefni hennar eigi hvorki að vera hin hráa atburðarás né hin eilífu sannindi: tilveruréttur heimspekingsins felist í því að setja atburði sögunnar í samhengi við sína sýn á hlutina og ljá þeim þannig merkingu.

Árið 1952 tók Merleau-Ponty við stöðu prófessors í heimspeki við hina virtu menntastofnun Collège de France. Innsetningarfyrirlestur hans bar heitið L’éloge de la philosophie (Lof heimspekinnar) og kom út á bók 1953. Þar heldur Merleau-Ponty fram þeirri meginhugmynd að heimspekinni megi best lýsa sem „áhuga á því sem við blasir“ og „tilfinningu fyrir hinu tvíræða“. Heimspekin, segir Merleau-Ponty, er ekki einkasamtal heimspekingsins við sannleikann. Í lokakafla lestrarins varpar Merleau-Ponty fram þeirri hugmynd að kjarni heimspekinnar felist í þeirri þverstæðu að sérhver mannvera er ekkert annað og meira en hún sjálf, en samt uppgötvar hún sjálfa sig fyrir meðalgöngu annarra. Þessi þverstæða, segir Merleau-Ponty, er ekki afstaða heldur verkefni.

Árið 1955 sendi Merleau-Ponty frá sér bókina Les Aventures de la dialectique (Ævintýri díalektíkurinnar) þar sem hann gagnrýnir marxismann og gerir að nokkru leyti upp sakir við Sartre og stjórnmálaskoðanir hans. Árið 1960 kom svo út greinasafnið Signes (Merki).

Merleau-Ponty lést fyrir aldur fram árið 1961. Meðal eftirlátinna skrifa hans má nefna ritgerðina L’œil et l’esprit (Augað og andinn, 1964) sem fjallar um skynjun og túlkun listaverka, og stórvirkið Le visible et l’invisble (Hið sýnilega og hið ósýnilega, 1964) sem honum entist ekki aldur til að ljúka en ber vott um aukin áhrif Heideggers á hugsun Merleau-Pontys og hafði að markmiði að leggja grunn að nýrri verufræði.

Heimildir og frekara lesefni:

  • Maurice Merleau-Ponty, Heimur skynjunarinnar, Steinar Örn Atlason og Björn Þorsteinsson þýddu, Reykjavík, Heimspekistofnun og Háskólaútgáfan 2017.
  • Maurice Merleau-Ponty, „Formáli að Fyrirbærafræði skynjunarinnar“, Jón Laxdal Halldórsson, Páll Skúlason og Björn Þorsteinsson þýddu, Hugur – tímarit um heimspeki 20 (2008), s. 113–126.
  • Maurice Merleau-Ponty, „Samþætting eigin líkama: Kafli I.4 úr Fyrirbærafræði skynjunarinnar“, Steinar Örn Atlason og Egill Arnarson þýddu, Hugur – tímarit um heimspeki 27 (2015), s. 42-47.
  • Maurice Merleau-Ponty, „Heimspekingurinn og félagsfræðin“, Björn Þorsteinsson þýddi, s. 119–140 í Róbert Jack og Ármann Halldórsson (ritstj.), Hvað er heimspeki? Tíu greinar frá tuttugustu öld, Reykjavík, Hugvísindastofnun Háskóla Íslands 2001.

Myndir


Þetta svar er stytt útgáfa af inngangi Björns Þorsteinssonar við þýðingu sína á greininni „Heimspekingurinn og félagsfræðin“ í bókinni Hvað er heimspeki?.

...