Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Árni Daníel Júlíusson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Árni Daníel Júlíusson er sérfræðingur við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar einkum rannsóknir á sviði félagssögu og umhverfissögu. Hann hefur fyrst og fremst rannsakað sögu íslenska bændasamfélagsins á tímabilinu 1300-1700, en einnig bæði fyrir og eftir það.

Einkum hafa þrjú svið vakið áhuga hans. Hann hefur athugað samhengi byggðar og umhverfis, í því skyni að kanna afkomumöguleika íslenska bændasamfélagsins á áðurnefndu tímabili. Einnig hefur hann rannsakað þróun og áhrif sterkara ríkisvalds á Íslandi á 15., 16. og 17. öld á samfélagið. Þá hefur áhugi hans beinst að því að skoða áhrif svartadauða 1402-1404 og plágunnar síðari 1494 á íslenskt samfélag.

Árni Daníel (í neðstu röð, þriðji frá vinstri) í hópi vinnufélaga sinna á ráðstefnu í Sigtuna í Svíþjóð í október 2018.

Árni Daníel vinnur nú að þverfaglegum rannsóknarverkefnum sem tengjast þessum rannsóknarsviðum. Hann vinnur í fimm manna hópi að rannsóknum á vistsögu Mývatnssvæðisins á tímabilinu 1700-1950, og í öðrum fimm manna hópi að því að athuga hvað rannsóknir á ritheimildum geta gert til að efla skilning á umhverfissögu Íslands á tímabilinu 800-1800. Þá sinnir Árni Daníel rannsóknum á miðaldasamfélaginu þar sem tengd er saman vitneskja úr fornleifarannsóknum og ritheimildum og hafa þær rannsóknir aðallega beinst að tveimur dölum á Norðurlandi, Hörgárdal og Svarfaðardal. Hann sinnir einnig fleiri verkefnum. Árni Daníel hefur fengið styrki úr Vísindasjóði Danmerkur, Vísindasjóði Bandaríkjanna, Riksbankens Jubileumsfond í Svíþjóð, RANNÍS og fleiri sjóðum til þessara verkefna og annarra.

Árni Daníel stundaði sagnfræðinám við Háskóla Íslands frá 1984 og lauk þaðan MA-námi 1991. Árið 1993 hóf hann doktorsnám við Kaupmannahafnarháskóla og lauk þaðan doktorsprófi 1997. Þá hóf hann með mörgum fleirum vinnu að því að byggja upp ReykjavíkurAkademíuna og sat í fyrstu stjórn hennar 1997-1999. Hann sinnir enn verkefnum við ReykjavíkurAkademíuna meðfram starfi sínu sem sérfræðingur við Háskóla Íslands. Árni Daníel ritstýrði með öðrum og ritaði að hluta Íslenskan söguatlas 1.-3. bindi, sem út kom 1989-1993. Hann ritstýrði Landbúnaðarsögu Íslands 1.-4. bindi sem kom út 2013, og ritaði þar 1. og 2. bindið.

Mynd:
  • Úr safni ÁDJ.

Útgáfudagur

25.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Árni Daníel Júlíusson stundað?“ Vísindavefurinn, 25. nóvember 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76661.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 25. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Árni Daníel Júlíusson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76661

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Árni Daníel Júlíusson stundað?“ Vísindavefurinn. 25. nóv. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76661>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Árni Daníel Júlíusson stundað?
Árni Daníel Júlíusson er sérfræðingur við Hugvísindadeild Háskóla Íslands. Hann stundar einkum rannsóknir á sviði félagssögu og umhverfissögu. Hann hefur fyrst og fremst rannsakað sögu íslenska bændasamfélagsins á tímabilinu 1300-1700, en einnig bæði fyrir og eftir það.

Einkum hafa þrjú svið vakið áhuga hans. Hann hefur athugað samhengi byggðar og umhverfis, í því skyni að kanna afkomumöguleika íslenska bændasamfélagsins á áðurnefndu tímabili. Einnig hefur hann rannsakað þróun og áhrif sterkara ríkisvalds á Íslandi á 15., 16. og 17. öld á samfélagið. Þá hefur áhugi hans beinst að því að skoða áhrif svartadauða 1402-1404 og plágunnar síðari 1494 á íslenskt samfélag.

Árni Daníel (í neðstu röð, þriðji frá vinstri) í hópi vinnufélaga sinna á ráðstefnu í Sigtuna í Svíþjóð í október 2018.

Árni Daníel vinnur nú að þverfaglegum rannsóknarverkefnum sem tengjast þessum rannsóknarsviðum. Hann vinnur í fimm manna hópi að rannsóknum á vistsögu Mývatnssvæðisins á tímabilinu 1700-1950, og í öðrum fimm manna hópi að því að athuga hvað rannsóknir á ritheimildum geta gert til að efla skilning á umhverfissögu Íslands á tímabilinu 800-1800. Þá sinnir Árni Daníel rannsóknum á miðaldasamfélaginu þar sem tengd er saman vitneskja úr fornleifarannsóknum og ritheimildum og hafa þær rannsóknir aðallega beinst að tveimur dölum á Norðurlandi, Hörgárdal og Svarfaðardal. Hann sinnir einnig fleiri verkefnum. Árni Daníel hefur fengið styrki úr Vísindasjóði Danmerkur, Vísindasjóði Bandaríkjanna, Riksbankens Jubileumsfond í Svíþjóð, RANNÍS og fleiri sjóðum til þessara verkefna og annarra.

Árni Daníel stundaði sagnfræðinám við Háskóla Íslands frá 1984 og lauk þaðan MA-námi 1991. Árið 1993 hóf hann doktorsnám við Kaupmannahafnarháskóla og lauk þaðan doktorsprófi 1997. Þá hóf hann með mörgum fleirum vinnu að því að byggja upp ReykjavíkurAkademíuna og sat í fyrstu stjórn hennar 1997-1999. Hann sinnir enn verkefnum við ReykjavíkurAkademíuna meðfram starfi sínu sem sérfræðingur við Háskóla Íslands. Árni Daníel ritstýrði með öðrum og ritaði að hluta Íslenskan söguatlas 1.-3. bindi, sem út kom 1989-1993. Hann ritstýrði Landbúnaðarsögu Íslands 1.-4. bindi sem kom út 2013, og ritaði þar 1. og 2. bindið.

Mynd:
  • Úr safni ÁDJ.
...