Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Sumarliði Ragnar Ísleifsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Sumarliði R. Ísleifsson er sagnfræðingur að mennt. Hann er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa að einkum varðað tvö svið. Fyrra sviðið er atvinnu- og félagssaga Íslands á 19. og 20. öld þar sem Sumarliði hefur annars vegar beint sjónum að „flugtaki“ íslensk atvinnulífs um og eftir aldamótin 1900 en hins vegar að sögu verkalýðshreyfingarinnar hér á landi og samspili stjórnmála og kjarabaráttu. Helsta verk Sumarliða á þessu sviði er Saga Alþýðusambands Íslands sem kom út í tveimur bindum árið 2013.

Hins vegar hafa rannsóknir Sumarliða beinst að ímyndum Íslands og Íslendinga og hvernig þær hafa tengst viðhorfum til Grænlands. Í því samhengi hefur hann sett fram þær kenningar að ytri ímyndir Íslands og Grænlands hafi í stórum dráttum verið sams konar fram yfir aldamótin 1800 en taki fyrst að breytast eftir það. Samhliða því hefur hann bent á að mótun íslenskra sjálfsmynda sé nátengd viðhorfum Íslendinga til Grænlands á 19. og 20. öld. Doktorsritgerð Sumarliða ber heitið Tvær eyjar á jaðrinum. Ímyndir Íslands og Grænlands frá miðöldum til miðrar 19. Aldar (2014). Ritið kom út á frönsku á þessu ári (2018) undir titlinum Deux îles aux confins du monde hjá Presses de l'Université du Québec.

Sumarliði starfar sem lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.

Þessi svið hafa verið rannsóknarsvið Sumarliða undanfarna áratugi. Í því samhengi hefur hann leitt alþjóðleg rannsóknarverkefni, meðal annars öndvegisverkefnið Ísland og ímyndir norðursins sem stutt var af Rannís á árunum 2007-2011. Í framhaldinu ritstýrði hann bókinni Iceland and Images of the North sem kom út árið 2012. Þá hefur hann ritað fjölda greina á innlendum og erlendum vettvangi um þessi efni og haldið fyrirlestra hér heima og erlendis.

Undanfarin ár hefur Sumarliði, samhliða kennslu í hagnýtri menningarmiðlun við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, sinnt margvíslegum verkefnum á sviði miðlunar í hugvísindum, með sýningarhaldi, bókaútgáfu, myndaritstjórn og öðrum tengdum verkefnum.

Sumarliði er fæddur á Akureyri árið 1955. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1974. Sveinsprófi í ketil- og plötusmíði lauk hann árið 1978. Árið 1984 lauk hann BA-prófi í sagnfræði með hagfræði sem aukagrein og Cand.mag-prófi í sagnfræði frá sama skóla árið 1986. Þá lauk hann doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Ísland árið 2014.

Mynd:

  • Úr safni SRÍ.

Útgáfudagur

21.11.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Sumarliði Ragnar Ísleifsson stundað?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2018. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76670.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 21. nóvember). Hvaða rannsóknir hefur Sumarliði Ragnar Ísleifsson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76670

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Sumarliði Ragnar Ísleifsson stundað?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2018. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76670>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Sumarliði Ragnar Ísleifsson stundað?
Sumarliði R. Ísleifsson er sagnfræðingur að mennt. Hann er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa að einkum varðað tvö svið. Fyrra sviðið er atvinnu- og félagssaga Íslands á 19. og 20. öld þar sem Sumarliði hefur annars vegar beint sjónum að „flugtaki“ íslensk atvinnulífs um og eftir aldamótin 1900 en hins vegar að sögu verkalýðshreyfingarinnar hér á landi og samspili stjórnmála og kjarabaráttu. Helsta verk Sumarliða á þessu sviði er Saga Alþýðusambands Íslands sem kom út í tveimur bindum árið 2013.

Hins vegar hafa rannsóknir Sumarliða beinst að ímyndum Íslands og Íslendinga og hvernig þær hafa tengst viðhorfum til Grænlands. Í því samhengi hefur hann sett fram þær kenningar að ytri ímyndir Íslands og Grænlands hafi í stórum dráttum verið sams konar fram yfir aldamótin 1800 en taki fyrst að breytast eftir það. Samhliða því hefur hann bent á að mótun íslenskra sjálfsmynda sé nátengd viðhorfum Íslendinga til Grænlands á 19. og 20. öld. Doktorsritgerð Sumarliða ber heitið Tvær eyjar á jaðrinum. Ímyndir Íslands og Grænlands frá miðöldum til miðrar 19. Aldar (2014). Ritið kom út á frönsku á þessu ári (2018) undir titlinum Deux îles aux confins du monde hjá Presses de l'Université du Québec.

Sumarliði starfar sem lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.

Þessi svið hafa verið rannsóknarsvið Sumarliða undanfarna áratugi. Í því samhengi hefur hann leitt alþjóðleg rannsóknarverkefni, meðal annars öndvegisverkefnið Ísland og ímyndir norðursins sem stutt var af Rannís á árunum 2007-2011. Í framhaldinu ritstýrði hann bókinni Iceland and Images of the North sem kom út árið 2012. Þá hefur hann ritað fjölda greina á innlendum og erlendum vettvangi um þessi efni og haldið fyrirlestra hér heima og erlendis.

Undanfarin ár hefur Sumarliði, samhliða kennslu í hagnýtri menningarmiðlun við sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands, sinnt margvíslegum verkefnum á sviði miðlunar í hugvísindum, með sýningarhaldi, bókaútgáfu, myndaritstjórn og öðrum tengdum verkefnum.

Sumarliði er fæddur á Akureyri árið 1955. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1974. Sveinsprófi í ketil- og plötusmíði lauk hann árið 1978. Árið 1984 lauk hann BA-prófi í sagnfræði með hagfræði sem aukagrein og Cand.mag-prófi í sagnfræði frá sama skóla árið 1986. Þá lauk hann doktorsprófi í sagnfræði frá Háskóla Ísland árið 2014.

Mynd:

  • Úr safni SRÍ.

...