Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur Baldur Þórhallsson stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Jean Monnet Chair í Evrópufræðum og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki. Rannsókna- og kennslusvið Baldurs varða smáríki, utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræði og alþjóðasamskipti. Áhugi Baldurs á stjórnmálum kviknaði við það að hluta á samræður um stjórnmál á æskuslóðunum í Rangárvallasýslu. Mikið var rætt um stjórnmál, jafnt innanlandsmál sem utanríkismál, og fylgst með öllum fréttum um íslensk stjórnmál og alþjóðamál í Ríkisútvarpinu og Morgunblaðinu.

Áhugi Baldurs á Evrópumálum kviknaði á námsárunum í stjórnmálafræði við HÍ þegar samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var í undirbúningi, Berlínarmúrinn féll og flest ríki Evrópu stefndu á inngöngu í Evrópusambandið. Baldur hóf rannsóknir á stöðu smáríkja í Evrópu og möguleikum þeirra til áhrifa til að geta metið stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Baldur hefur frá námsárunum sínum í Bretlandi sérhæft sig í stöðu smáríka í Evrópu en meistararitgerð hans fjallaði um möguleika Írlands til að hafa áhrif innan Evrópusambandsins og doktorsritgerð um stöðu smáríkja innan sambandsins. Hann hefur skrifað fjölda fræðigreina, bókakafla og ritstýrt bókum um þessi viðfangefni. Á síðustu árum hefur hann í vaxandi mæli rannsakað utanríkistefnu Íslands.

Rannsókna- og kennslusvið Baldurs varða smáríki, utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræði og alþjóðasamskipti.

Fyrir stuttu kom út bók Baldurs og samstarfsmanna hans sem ber titilinn Small States and Shelter Theory: Iceland’s Exernal Affairs. Í bókinni er staða Íslands í alþjóðasamfélaginu greind út frá kenningunni um skjól sem fjallar um mikilvægi þess að lítil ríki hafi efnahagslegt, pólitískt og félagslegt skjól hjá stærri ríkjum og alþjóðastofnunum. Um er að ræða eina yfirgripsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á pólitískum, efnahagslegum og félagslegum samskiptum Íslands við nágrannaríki og alþjóðastofnanir frá 1940. Í bókinni er því meðal annars haldið fram að það skjól sem Ísland hefur notið af náinni samvinnu við nágrannaríki og alþjóðastofnanir hafi verið vanmetið í gegnum tíðina þó að umtalsverður kostnaður hafi fylgt skjóli á stundum. Norðurlandasamvinnan hefur til dæmis veitt Íslandi mun meira skjól en oft er talið og félagslegt skjól af þátttöku í Evrópusamvinnunni er mun umfangsmeira en gert var ráð fyrir í upphafi.

Eftir að Bandaríkin lokuðu herstöðinni í Keflavík og neituðu Íslendingum um aðstoð í hruninu hafa íslenskir ráðamenn víða leitað skjóls. Íslands vinnur nánar með NATO og nágrannaríkjum að varnarmálum, aukin áhersla er lögð á samvinnu við Norðurlöndin, gerður hefur verið fríverslunarsamningur við Kína, sótt var um aðild að Evrópusambandinu og margir sjá tækifæri í samvinnu við Bretland eftir Brexit. Eigi að síður hefur ekki tekist að tryggja landinu jafn umfangsmikið skjól og Bandaríkin veittu á tímum kalda stríðsins.

Árið 2002 endurreisti Baldur Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og stofnaði Rannsóknasetur um smáríki með fræðimönnum víða að úr heiminum. Hann var stjórnarformaður stofnananna til ársins 2011 en hefur síðan unnið innan vébanda þeirra. Stofnanirnar hafa vaxið og dafnað og innan þeirra eru stundaðar umfangsmiklar rannsóknir, kennt um smáríki, haldin málþing og fyrirlestrar.

Baldur er fæddur árið 1968. Hann lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1991. Að loknu námi starfaði hann í eitt ár sem ritstjóri Stúdentafrétta við HÍ. Hann lauk meistaraprófi í samanburðarstjórnmálum frá Háskólanum í Essex í Englandi 1994 og doktorsprófi í stjórnmálafræði við sama skóla 1999. Baldur var ráðinn stundakennari við HÍ árið 1995 og hefur starfað við háskólann síðan. Hann hefur kennt um smáríki við fjölda erlenda háskóla og starfaði sem „Class of 1955” gestakennari í alþjóðasamskiptum við Williams College í Massachusetts í Bandaríkjunum á haustmisseri 2013 og Leverhulme-gestakennari við Queen Mary University of London árið 2017.

Mynd:

  • © Kristinn Ingvarsson

Útgáfudagur

9.12.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Baldur Þórhallsson stundað?“ Vísindavefurinn, 9. desember 2018. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=76846.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 9. desember). Hvaða rannsóknir hefur Baldur Þórhallsson stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=76846

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Baldur Þórhallsson stundað?“ Vísindavefurinn. 9. des. 2018. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=76846>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Baldur Þórhallsson stundað?
Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Jean Monnet Chair í Evrópufræðum og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki. Rannsókna- og kennslusvið Baldurs varða smáríki, utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræði og alþjóðasamskipti. Áhugi Baldurs á stjórnmálum kviknaði við það að hluta á samræður um stjórnmál á æskuslóðunum í Rangárvallasýslu. Mikið var rætt um stjórnmál, jafnt innanlandsmál sem utanríkismál, og fylgst með öllum fréttum um íslensk stjórnmál og alþjóðamál í Ríkisútvarpinu og Morgunblaðinu.

Áhugi Baldurs á Evrópumálum kviknaði á námsárunum í stjórnmálafræði við HÍ þegar samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið var í undirbúningi, Berlínarmúrinn féll og flest ríki Evrópu stefndu á inngöngu í Evrópusambandið. Baldur hóf rannsóknir á stöðu smáríkja í Evrópu og möguleikum þeirra til áhrifa til að geta metið stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Baldur hefur frá námsárunum sínum í Bretlandi sérhæft sig í stöðu smáríka í Evrópu en meistararitgerð hans fjallaði um möguleika Írlands til að hafa áhrif innan Evrópusambandsins og doktorsritgerð um stöðu smáríkja innan sambandsins. Hann hefur skrifað fjölda fræðigreina, bókakafla og ritstýrt bókum um þessi viðfangefni. Á síðustu árum hefur hann í vaxandi mæli rannsakað utanríkistefnu Íslands.

Rannsókna- og kennslusvið Baldurs varða smáríki, utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræði og alþjóðasamskipti.

Fyrir stuttu kom út bók Baldurs og samstarfsmanna hans sem ber titilinn Small States and Shelter Theory: Iceland’s Exernal Affairs. Í bókinni er staða Íslands í alþjóðasamfélaginu greind út frá kenningunni um skjól sem fjallar um mikilvægi þess að lítil ríki hafi efnahagslegt, pólitískt og félagslegt skjól hjá stærri ríkjum og alþjóðastofnunum. Um er að ræða eina yfirgripsmestu rannsókn sem gerð hefur verið á pólitískum, efnahagslegum og félagslegum samskiptum Íslands við nágrannaríki og alþjóðastofnanir frá 1940. Í bókinni er því meðal annars haldið fram að það skjól sem Ísland hefur notið af náinni samvinnu við nágrannaríki og alþjóðastofnanir hafi verið vanmetið í gegnum tíðina þó að umtalsverður kostnaður hafi fylgt skjóli á stundum. Norðurlandasamvinnan hefur til dæmis veitt Íslandi mun meira skjól en oft er talið og félagslegt skjól af þátttöku í Evrópusamvinnunni er mun umfangsmeira en gert var ráð fyrir í upphafi.

Eftir að Bandaríkin lokuðu herstöðinni í Keflavík og neituðu Íslendingum um aðstoð í hruninu hafa íslenskir ráðamenn víða leitað skjóls. Íslands vinnur nánar með NATO og nágrannaríkjum að varnarmálum, aukin áhersla er lögð á samvinnu við Norðurlöndin, gerður hefur verið fríverslunarsamningur við Kína, sótt var um aðild að Evrópusambandinu og margir sjá tækifæri í samvinnu við Bretland eftir Brexit. Eigi að síður hefur ekki tekist að tryggja landinu jafn umfangsmikið skjól og Bandaríkin veittu á tímum kalda stríðsins.

Árið 2002 endurreisti Baldur Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og stofnaði Rannsóknasetur um smáríki með fræðimönnum víða að úr heiminum. Hann var stjórnarformaður stofnananna til ársins 2011 en hefur síðan unnið innan vébanda þeirra. Stofnanirnar hafa vaxið og dafnað og innan þeirra eru stundaðar umfangsmiklar rannsóknir, kennt um smáríki, haldin málþing og fyrirlestrar.

Baldur er fæddur árið 1968. Hann lauk BA-prófi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands 1991. Að loknu námi starfaði hann í eitt ár sem ritstjóri Stúdentafrétta við HÍ. Hann lauk meistaraprófi í samanburðarstjórnmálum frá Háskólanum í Essex í Englandi 1994 og doktorsprófi í stjórnmálafræði við sama skóla 1999. Baldur var ráðinn stundakennari við HÍ árið 1995 og hefur starfað við háskólann síðan. Hann hefur kennt um smáríki við fjölda erlenda háskóla og starfaði sem „Class of 1955” gestakennari í alþjóðasamskiptum við Williams College í Massachusetts í Bandaríkjunum á haustmisseri 2013 og Leverhulme-gestakennari við Queen Mary University of London árið 2017.

Mynd:

  • © Kristinn Ingvarsson

...