Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig er brugðist við athugasemdum á Vísindavefnum?

Jón Gunnar Þorsteinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson

Vísindavefnum berast stundum athugasemdir við svör á vefnum, enda eru lesendur beinlínis hvattir til að senda tölvupóst eða koma skilaboðum á annan hátt til vefsins ef þeir sjá eitthvað sem þeim sýnist athugavert. Stundum snúast athugasemdirnar um smáatriði eins og stafavíxl, vitlaust ártal, ónákvæmni í meðferð velþekktra staðreynda, galla í myndum eða tenglum eða annað. En þess konar smáatriði skipta auðvitað máli og að sjálfsögðu viljum við hafa allt eins satt og rétt og hægt er á Vísindavefnum. Við þessum athugasemdum eru brugðist með því að kanna málið og lagfæra síðan svarið ef athugasemdirnar eiga rétt á sér. Í kjölfarið er sá sem sendi athugasemdina látinn vita og eftir atvikum einnig höfundurinn.

Stundum berast athugasemdir um innihald svaranna. Ef þær eru rökstuddar og málefnalegar þá er höfundur svarsins alltaf látinn vita og beðinn að taka afstöðu til athugasemdanna. Svarið er síðan lagfært ef ástæða er til og höfundurinn fellst á það. Svörin á Vísindavefnum eru langoftast eftir nafngreinda höfunda sem bera þá ábyrgð á efni svaranna.

Oft er bætt við svörin stuttri athugasemd þar sem þeim sem kom með athugasemdina er þakkað sérstaklega fyrir og sá hinn sami nafngreindur. Óski einhver eftir því að koma á framfæri nafnlausri ábendingu til höfundar er að sjálfsögðu orðið við því.

Það sama á við um spyrjendur Vísindavefsins, þeir koma fram undir nafni, nema þeir biðji um annað. Stundum óska menn seinna meir eftir því að nafn þeirra sé fjarlægt af spurningum, kannski nokkrum árum eftir að svar birtist -- þá er að sjálfsögðu alltaf brugðist við því.

Birt svör eru aldrei fjarlægð af vefnum vegna athugasemda, nema þá helst ef ekki næðist samkomulag við höfund um nauðsynlegar breytingar. Ritstjórn fer yfir óbirt svör sem berast frá höfundum, bætir við eftir atvikum myndefni og tenglum í annað efni og birtir svörin ýmist efnislega óbreytt eða með breytingum í samráði við höfund. Ef ritstjórn sýnist svar óhæft til birtingar ber hún það undir sérfróðan ritrýni til samþykktar eða höfnunar.

Svo er líka rétt að taka fram að svör á Vísindavefnum eru stundum uppfærð eftir því sem árin líða og ástæða þykir til, án þess að nokkur lesandi hafi endilega beðið um það. Öll eldri svör um Plútó voru til að mynda lagfærð eftir að Alþjóðasamband stjarnfræðinga tók upp nýja skilgreiningu á reikistjörnum og Plúto breyttist í dvergreikistjörnu!

Höfundar

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

18.1.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig er brugðist við athugasemdum á Vísindavefnum?“ Vísindavefurinn, 18. janúar 2019. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77009.

Jón Gunnar Þorsteinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. (2019, 18. janúar). Hvernig er brugðist við athugasemdum á Vísindavefnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77009

Jón Gunnar Þorsteinsson og Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvernig er brugðist við athugasemdum á Vísindavefnum?“ Vísindavefurinn. 18. jan. 2019. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77009>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er brugðist við athugasemdum á Vísindavefnum?
Vísindavefnum berast stundum athugasemdir við svör á vefnum, enda eru lesendur beinlínis hvattir til að senda tölvupóst eða koma skilaboðum á annan hátt til vefsins ef þeir sjá eitthvað sem þeim sýnist athugavert. Stundum snúast athugasemdirnar um smáatriði eins og stafavíxl, vitlaust ártal, ónákvæmni í meðferð velþekktra staðreynda, galla í myndum eða tenglum eða annað. En þess konar smáatriði skipta auðvitað máli og að sjálfsögðu viljum við hafa allt eins satt og rétt og hægt er á Vísindavefnum. Við þessum athugasemdum eru brugðist með því að kanna málið og lagfæra síðan svarið ef athugasemdirnar eiga rétt á sér. Í kjölfarið er sá sem sendi athugasemdina látinn vita og eftir atvikum einnig höfundurinn.

Stundum berast athugasemdir um innihald svaranna. Ef þær eru rökstuddar og málefnalegar þá er höfundur svarsins alltaf látinn vita og beðinn að taka afstöðu til athugasemdanna. Svarið er síðan lagfært ef ástæða er til og höfundurinn fellst á það. Svörin á Vísindavefnum eru langoftast eftir nafngreinda höfunda sem bera þá ábyrgð á efni svaranna.

Oft er bætt við svörin stuttri athugasemd þar sem þeim sem kom með athugasemdina er þakkað sérstaklega fyrir og sá hinn sami nafngreindur. Óski einhver eftir því að koma á framfæri nafnlausri ábendingu til höfundar er að sjálfsögðu orðið við því.

Það sama á við um spyrjendur Vísindavefsins, þeir koma fram undir nafni, nema þeir biðji um annað. Stundum óska menn seinna meir eftir því að nafn þeirra sé fjarlægt af spurningum, kannski nokkrum árum eftir að svar birtist -- þá er að sjálfsögðu alltaf brugðist við því.

Birt svör eru aldrei fjarlægð af vefnum vegna athugasemda, nema þá helst ef ekki næðist samkomulag við höfund um nauðsynlegar breytingar. Ritstjórn fer yfir óbirt svör sem berast frá höfundum, bætir við eftir atvikum myndefni og tenglum í annað efni og birtir svörin ýmist efnislega óbreytt eða með breytingum í samráði við höfund. Ef ritstjórn sýnist svar óhæft til birtingar ber hún það undir sérfróðan ritrýni til samþykktar eða höfnunar.

Svo er líka rétt að taka fram að svör á Vísindavefnum eru stundum uppfærð eftir því sem árin líða og ástæða þykir til, án þess að nokkur lesandi hafi endilega beðið um það. Öll eldri svör um Plútó voru til að mynda lagfærð eftir að Alþjóðasamband stjarnfræðinga tók upp nýja skilgreiningu á reikistjörnum og Plúto breyttist í dvergreikistjörnu!

...