Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Má bræða íslenska mynt til þess að nota málminn úr henni?

Ritstjórn Vísindavefsins

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og lögum nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands er ekkert ákvæði að finna þar sem lagt er bann við því að eigendur íslenskrar myntar bræði hana og noti málminn í öðrum tilgangi. Því getur hver sem er brætt þá íslensku mynt sem hann á.

Seðlabanki Íslands hefur einkarétt til þess að láta slá og gefa út mynt. Á Íslandi eru gefnar út myntir með fimm mismunandi verðgildi. 100 og 50 krónu myntirnar eru gulllitaðar og samanstanda af blöndu af kopar, sinki og nikkeli. 10, 5 og 1 krónu myntirnar eru silfurlitaðar og gerðar úr kopar og nikkeli.

Efnasamsetning 100 og 50 krónu mynta.

Þröstur Magnússon hannaði íslensku myntina, en einkennandi fyrir hana er að fisktegundir prýða bakhliðina. Tegundirnar eru hrognkelsi (100 kr), bogkrabbi (50 kr), loðna (10 kr), höfrungur (5 kr) og þorskur (1 kr). Landvættir Íslands eru á framhlið allra myntanna nema 1 krónu myntarinnar - þar er einungis bergrisinn.

Efnasamsetning 10, 5 og 1 krónu mynta.

Heimild:

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Stefáni Jóhanni Stefánssyni, ritstjóra á skrifstofu seðlabankastjóra, fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

Myndir:

Útgáfudagur

12.7.2019

Spyrjandi

Liam Sebastian

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Má bræða íslenska mynt til þess að nota málminn úr henni?“ Vísindavefurinn, 12. júlí 2019. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77165.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2019, 12. júlí). Má bræða íslenska mynt til þess að nota málminn úr henni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77165

Ritstjórn Vísindavefsins. „Má bræða íslenska mynt til þess að nota málminn úr henni?“ Vísindavefurinn. 12. júl. 2019. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77165>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Má bræða íslenska mynt til þess að nota málminn úr henni?
Svarið við þessari spurningu er einfalt: Í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og lögum nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands er ekkert ákvæði að finna þar sem lagt er bann við því að eigendur íslenskrar myntar bræði hana og noti málminn í öðrum tilgangi. Því getur hver sem er brætt þá íslensku mynt sem hann á.

Seðlabanki Íslands hefur einkarétt til þess að láta slá og gefa út mynt. Á Íslandi eru gefnar út myntir með fimm mismunandi verðgildi. 100 og 50 krónu myntirnar eru gulllitaðar og samanstanda af blöndu af kopar, sinki og nikkeli. 10, 5 og 1 krónu myntirnar eru silfurlitaðar og gerðar úr kopar og nikkeli.

Efnasamsetning 100 og 50 krónu mynta.

Þröstur Magnússon hannaði íslensku myntina, en einkennandi fyrir hana er að fisktegundir prýða bakhliðina. Tegundirnar eru hrognkelsi (100 kr), bogkrabbi (50 kr), loðna (10 kr), höfrungur (5 kr) og þorskur (1 kr). Landvættir Íslands eru á framhlið allra myntanna nema 1 krónu myntarinnar - þar er einungis bergrisinn.

Efnasamsetning 10, 5 og 1 krónu mynta.

Heimild:

Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Stefáni Jóhanni Stefánssyni, ritstjóra á skrifstofu seðlabankastjóra, fyrir aðstoð við gerð þessa svars.

Myndir:

...