Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hver var sjóræninginn Anne Bonny?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Anne Bonny (f. um 1698, d. um 1782) var írsk-amerískur sjóræningi og önnur tveggja kvensjóræningja sem sagt er frá í þekktri enskri 18. aldar sjóræningjasögu.

Sjóræningjasagan A General History of the Robberies and Murders of the Most Notorious Pyrates (Saga af ránum og morðum hinna alræmdustu sjóræningja) kom fyrst út í Bretlandi árið 1724. Þar er fjallað um konurnar Anne Bonny og Mary Read (1685-1721) og tæplega 20 aðra karlkyns sjóræningja. Bókin varð vinsæl og á næstu tveimur árum komu til að mynda út fjórar útgáfur af henni.

Titilsíða annarrar útgáfu sjóræningjabókarinnar. Nöfn Anne Bonny og Mary Read eru skrifuð með stóru letri til að vekja athygli.

Sambærilegar bækur um ævi glæpamanna voru gefnar úr í nokkrum mæli á fyrri hluta 18. aldar, meðal annars sögur af fjárhættuspilurum, stigamönnum, svikahröppum og morðingjum. Sjóræningjasagan tilheyrir þessum flokki sagna[1] og sækir einnig ýmislegt til svonefndra skálkasagna (e. picaresque) en það er bókmenntaform sem kom fram á Spáni á 16. öld. Sögur af því tagi fjölluðu um skálka og prakkara af lágum stigum sem iðulega voru aldir upp á vergangi.

Höfundur sjóræningjasögunnar er nefndur Captain Charles Johnson en víst þykir að það sé dulnefni. Lengi vel var talið að enski rithöfundurinn Daniel Defoe (1660-1731), sem skrifaði skáldsöguna Róbinson Krúsó (e. Robinson Crusoe), hafi skrifað bókina og víða er hún skráð sem hans höfundarverk á bókasöfnum. Nýlega hefur verið sett fram sú kenning að réttara sé að eigna verkið enska prentaranum og blaðamanninum Nathaniel Mist (d. 1737) sem gaf út vikublaðið Weekly Journal í Englandi frá 1716 til 1734.[2]

Málmrista af Anne Bonny (t.v.) og Mary Read (t.h.) í fyrstu útgáfu sjóræningjasögunnar.

Heimildir um Anne Bonny eru af skornum skammti og aðallega að finna í sjóræningjasögunni. Í stuttu máli er æviferill hennar á þá leið að hún var óskilgetin dóttir lögmannsins William Cormacs og vinnukonunnar Mary Brennan. Þegar upp komst um hjúskaparbrotið skildu Cormac og eiginkona hans. Hann flutti síðar til Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, ásamt Mary Brennan og Önnu. Móðir Önnu dó þegar dóttirin var 13 ára og faðir hennar sá síðan einn um uppeldið.

Árið 1718 giftist Anna sjómanninum John Bonny og flutti með honum til eyjarinnar Providence í Karíbahafi. Þar komst hún í kynni við sjóræningjann John Rackham (1682-1720), yfirgaf eiginmanninn og gekk til liðs við áhöfn Rackhams og átti með honum að minnsta kosti eitt barn. Í ránsferðum leyndi hún kynferði sínu og klæddist karlmannsfötum. Í sömu áhöfn var einnig sjóræningjakonan Mary Read.

Málmrista af Anne Bonny í hollenskri útgáfu sjóræningjasögunnar frá 1725.

Þann 15. nóvember 1720 var áhöfn Rackhams tekin höndum og réttað yfir henni í borginni Spanish Town á Jamaíka. Rackham og öll áhöfnin var fundin sek um sjórán og karlmennirnir hengdir en dauðadómi yfir konunum frestað þar sem þær voru óléttar. Í sjóræningjasögunni er sagt að Rackham hafi óskað eftir því að hitta Anne áður en hann yrði tekinn af lífi. Huggunarorð hennar voru aðeins þau að hefði hann „barist eins og karlmaður, hefði ekki þurft að hengja hann eins og rakka.“[3] Mary Read dó í fangelsi 1721 en sagt er að Anne Bonny hafi verið leyst úr haldi, ef til vill fyrir tilstuðlan föður síns. Talið er að hún hafi síðan flutt til Charles Towne í Suður-Karólínu, gengið í hjónaband og eignast þrjú börn.

Tímabilið frá lokum 17. aldar og fram til um 1725 hefur verið kallað gullöld sjórána (e. Golden Age of Piracy). Anne Bonny og Mary Read eru á meðal fárra þekktra kvenna sem voru dæmdar fyrir sjórán á 18. öldinni.

Tilvísanir:
  1. ^ Review of A General History of the Pyrates by Captain Charles Johnson – The Zamani Reader. (Sótt 6.03.2019).
  2. ^ Daniel Defoe, Nathaniel Mist, and the "General History of the Pyrates" - Papers of the Bibliographical Society of America: Vol 98, No 1. (Sótt 6.03.2019).
  3. ^ A General History of the Pyrates (bls. 173). (Sótt 6.03.2019).

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.3.2019

Spyrjandi

Freyja Lubina Friðriksdóttir, Leonie Sigurlaug Friðriksdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver var sjóræninginn Anne Bonny? “ Vísindavefurinn, 8. mars 2019. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77169.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2019, 8. mars). Hver var sjóræninginn Anne Bonny? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77169

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver var sjóræninginn Anne Bonny? “ Vísindavefurinn. 8. mar. 2019. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77169>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var sjóræninginn Anne Bonny?
Anne Bonny (f. um 1698, d. um 1782) var írsk-amerískur sjóræningi og önnur tveggja kvensjóræningja sem sagt er frá í þekktri enskri 18. aldar sjóræningjasögu.

Sjóræningjasagan A General History of the Robberies and Murders of the Most Notorious Pyrates (Saga af ránum og morðum hinna alræmdustu sjóræningja) kom fyrst út í Bretlandi árið 1724. Þar er fjallað um konurnar Anne Bonny og Mary Read (1685-1721) og tæplega 20 aðra karlkyns sjóræningja. Bókin varð vinsæl og á næstu tveimur árum komu til að mynda út fjórar útgáfur af henni.

Titilsíða annarrar útgáfu sjóræningjabókarinnar. Nöfn Anne Bonny og Mary Read eru skrifuð með stóru letri til að vekja athygli.

Sambærilegar bækur um ævi glæpamanna voru gefnar úr í nokkrum mæli á fyrri hluta 18. aldar, meðal annars sögur af fjárhættuspilurum, stigamönnum, svikahröppum og morðingjum. Sjóræningjasagan tilheyrir þessum flokki sagna[1] og sækir einnig ýmislegt til svonefndra skálkasagna (e. picaresque) en það er bókmenntaform sem kom fram á Spáni á 16. öld. Sögur af því tagi fjölluðu um skálka og prakkara af lágum stigum sem iðulega voru aldir upp á vergangi.

Höfundur sjóræningjasögunnar er nefndur Captain Charles Johnson en víst þykir að það sé dulnefni. Lengi vel var talið að enski rithöfundurinn Daniel Defoe (1660-1731), sem skrifaði skáldsöguna Róbinson Krúsó (e. Robinson Crusoe), hafi skrifað bókina og víða er hún skráð sem hans höfundarverk á bókasöfnum. Nýlega hefur verið sett fram sú kenning að réttara sé að eigna verkið enska prentaranum og blaðamanninum Nathaniel Mist (d. 1737) sem gaf út vikublaðið Weekly Journal í Englandi frá 1716 til 1734.[2]

Málmrista af Anne Bonny (t.v.) og Mary Read (t.h.) í fyrstu útgáfu sjóræningjasögunnar.

Heimildir um Anne Bonny eru af skornum skammti og aðallega að finna í sjóræningjasögunni. Í stuttu máli er æviferill hennar á þá leið að hún var óskilgetin dóttir lögmannsins William Cormacs og vinnukonunnar Mary Brennan. Þegar upp komst um hjúskaparbrotið skildu Cormac og eiginkona hans. Hann flutti síðar til Suður-Karólínu í Bandaríkjunum, ásamt Mary Brennan og Önnu. Móðir Önnu dó þegar dóttirin var 13 ára og faðir hennar sá síðan einn um uppeldið.

Árið 1718 giftist Anna sjómanninum John Bonny og flutti með honum til eyjarinnar Providence í Karíbahafi. Þar komst hún í kynni við sjóræningjann John Rackham (1682-1720), yfirgaf eiginmanninn og gekk til liðs við áhöfn Rackhams og átti með honum að minnsta kosti eitt barn. Í ránsferðum leyndi hún kynferði sínu og klæddist karlmannsfötum. Í sömu áhöfn var einnig sjóræningjakonan Mary Read.

Málmrista af Anne Bonny í hollenskri útgáfu sjóræningjasögunnar frá 1725.

Þann 15. nóvember 1720 var áhöfn Rackhams tekin höndum og réttað yfir henni í borginni Spanish Town á Jamaíka. Rackham og öll áhöfnin var fundin sek um sjórán og karlmennirnir hengdir en dauðadómi yfir konunum frestað þar sem þær voru óléttar. Í sjóræningjasögunni er sagt að Rackham hafi óskað eftir því að hitta Anne áður en hann yrði tekinn af lífi. Huggunarorð hennar voru aðeins þau að hefði hann „barist eins og karlmaður, hefði ekki þurft að hengja hann eins og rakka.“[3] Mary Read dó í fangelsi 1721 en sagt er að Anne Bonny hafi verið leyst úr haldi, ef til vill fyrir tilstuðlan föður síns. Talið er að hún hafi síðan flutt til Charles Towne í Suður-Karólínu, gengið í hjónaband og eignast þrjú börn.

Tímabilið frá lokum 17. aldar og fram til um 1725 hefur verið kallað gullöld sjórána (e. Golden Age of Piracy). Anne Bonny og Mary Read eru á meðal fárra þekktra kvenna sem voru dæmdar fyrir sjórán á 18. öldinni.

Tilvísanir:
  1. ^ Review of A General History of the Pyrates by Captain Charles Johnson – The Zamani Reader. (Sótt 6.03.2019).
  2. ^ Daniel Defoe, Nathaniel Mist, and the "General History of the Pyrates" - Papers of the Bibliographical Society of America: Vol 98, No 1. (Sótt 6.03.2019).
  3. ^ A General History of the Pyrates (bls. 173). (Sótt 6.03.2019).

Heimildir:

Myndir:

...