Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað er ferðasúpa?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Ég hnaut um eitt orð í samheitaorðabók um daginn - en það var orðið ferðasúpa með samheitinu sultarsúpa. Hvað þýðir þetta orð nákvæmlega?

Hvað er ferðasúpa?

Einu dæmin sem ég hef fundið um ferðasúpu og sultarsúpu eru í Riti þess Islendska Lærdóms-Lista Felags sem gefið var út á árunum 1781–1798. Orðin eru í XII. bindi, bls. 167. Þaðan hefur sultarsúpa væntanlega verið tekin með í Íslensk-danska orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1922:819) og merkingin sögð ‘mager suppe’. Vísað er í ferðasúpu sem þó er ekki fletta á sínum stað heldur í viðbæti aftast í bókinni (bls. 1018).

Bæði orðin eru inni í Íslenskri orðabók handa skólum og almenningi, annarri útgáfu, og er merkingin við sultarsúpa sögð ‘soðhlaup af keti og beinum’ (1983:994) en við ferðasúpa stendur ‘1 súpa til að hafa með í ferðalög. 2 sultarsúpa’ (bls. 200).

Við ferðasúpa, í Íslenskri orðabók handa skólum og almenningi, stendur ‘1 súpa til að hafa með í ferðalög. 2 sultarsúpa’ (bls. 200).

Hvorugt orðið er með í þriðju útgáfu orðabókarinnar, tölvuútgáfu, frá árinu 2000 og ekki heldur í prentuðu orðabókinni frá 2002. Skýringuna er að finna í tímaritinu Orði og tungu frá 2001 í grein eftir Þórdísi Úlfarsdóttur sem ber titilinn Matarorð í íslenskri orðabók. Hún skrifar: „Aðaláhersla í 3. útgáfu bókarinnar verður á nútímamálfar svo eitthvað þarf óhjákvæmilega að víkja ef bókin á ekki að fara fram úr ákveðinni hámarksstærð.“ (2001:122). Meðal orða sem ekki fengu inni voru ferðasúpa og sultarsúpa.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

10.4.2019

Spyrjandi

Hildur Jónsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað er ferðasúpa?“ Vísindavefurinn, 10. apríl 2019. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77198.

Guðrún Kvaran. (2019, 10. apríl). Hvað er ferðasúpa? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77198

Guðrún Kvaran. „Hvað er ferðasúpa?“ Vísindavefurinn. 10. apr. 2019. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77198>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er ferðasúpa?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Ég hnaut um eitt orð í samheitaorðabók um daginn - en það var orðið ferðasúpa með samheitinu sultarsúpa. Hvað þýðir þetta orð nákvæmlega?

Hvað er ferðasúpa?

Einu dæmin sem ég hef fundið um ferðasúpu og sultarsúpu eru í Riti þess Islendska Lærdóms-Lista Felags sem gefið var út á árunum 1781–1798. Orðin eru í XII. bindi, bls. 167. Þaðan hefur sultarsúpa væntanlega verið tekin með í Íslensk-danska orðabók Sigfúsar Blöndals (1920–1922:819) og merkingin sögð ‘mager suppe’. Vísað er í ferðasúpu sem þó er ekki fletta á sínum stað heldur í viðbæti aftast í bókinni (bls. 1018).

Bæði orðin eru inni í Íslenskri orðabók handa skólum og almenningi, annarri útgáfu, og er merkingin við sultarsúpa sögð ‘soðhlaup af keti og beinum’ (1983:994) en við ferðasúpa stendur ‘1 súpa til að hafa með í ferðalög. 2 sultarsúpa’ (bls. 200).

Við ferðasúpa, í Íslenskri orðabók handa skólum og almenningi, stendur ‘1 súpa til að hafa með í ferðalög. 2 sultarsúpa’ (bls. 200).

Hvorugt orðið er með í þriðju útgáfu orðabókarinnar, tölvuútgáfu, frá árinu 2000 og ekki heldur í prentuðu orðabókinni frá 2002. Skýringuna er að finna í tímaritinu Orði og tungu frá 2001 í grein eftir Þórdísi Úlfarsdóttur sem ber titilinn Matarorð í íslenskri orðabók. Hún skrifar: „Aðaláhersla í 3. útgáfu bókarinnar verður á nútímamálfar svo eitthvað þarf óhjákvæmilega að víkja ef bókin á ekki að fara fram úr ákveðinni hámarksstærð.“ (2001:122). Meðal orða sem ekki fengu inni voru ferðasúpa og sultarsúpa.

Mynd:

...