Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvaða ár var byrjað að bólusetja börn gegn mislingum, það er mikið verið að spá í það á mínum vinnustað?

JGÞ

Spurning Fjólu hljóðaði svona:
Góðan dag! Börnin mín eru fædd á árunum 1963 - 1970. Man ekki hvort þau fengu mislingasprautur en fór með þau í allar sprautur sem þá voru tiltækar. Var sprautað gegn mislingum á þessum árum?

Hjá Embætti landlæknis kemur þetta fram um almennar bólusetningar gegn mislingum á Íslandi:

Almennar bólusetningar gegn mislingum hófust hér 1976 við tveggja ára aldur en síðasti stóri faraldur mislinga gekk hér á árunum 1976 – 1978. Því má líta svo á að þorri Íslendinga sem fæddur er fyrir 1970 hafi fengið mislinga og þurfi því ekki bólusetningu [...]

Almennar bólusetningar gegn mislingum hófust á Íslandi 1976.

Og á vefsíðu Heilsugæslunnar segir þetta:
  • Þeir sem eru fæddir eftir 1975 eru líklegast bólusettir nema foreldrar þeirra hafi hafnað bólusetningu.
  • Allir fengu bólusetningarskírteini sem oft eru til í fórum foreldra þeirra. Ef bólusetning er skráð í kringum 12 ára aldur er það líklegast mislingabóluseting.
  • Hægt er að sjá bólusetningar sem gefnar voru eftir að farið var að skrá bólusetningar í rafrænan bólusetningargrunn inn á mínum síðum Heilsuvera.is eða á island.is
  • Þeir sem ekki eru vissir með þetta eða hafa áhyggjur geta leitað til heilsugæslunnar og fengið bólusetningu.

Í stuttu máli er því svarið við spurningunum á þá leið að almennar bólusetningar gegn mislingum hófust 1976. Ekki er víst að börn sem fæddust fyrir 1975 hafi verið bólusett en Íslendingar sem fæddust fyrir 1970 fengu langflestir mislinga og þurfa þess vegna ekki á bólusetningu að halda.

Hægt er að fletta bólusetningum upp sem gefnar voru eftir að heilbrigðisstarfsfólk fór að skrá þær í rafrænan bólusetningargrunn. Það er gert á Heilsuvera.is eða hjá Ísland.is. Ef bólusetningin var ekki skráð rafrænt þurfa einstaklingar að athuga bólusetningarskírteinin sín eða treysta á minni foreldra sinna eða sitt eigið.

Mælt er með því að einstaklingar sem eru fæddir eftir 1970 og eru í vafa um bólusetninga sína gegn mislingum, láti bólusetja sig. Það er skaðlaust og einfalt.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

12.3.2019

Spyrjandi

Hrefna Hilmisdóttir, Fjóla Margrét Björgvinsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvaða ár var byrjað að bólusetja börn gegn mislingum, það er mikið verið að spá í það á mínum vinnustað?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2019. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77240.

JGÞ. (2019, 12. mars). Hvaða ár var byrjað að bólusetja börn gegn mislingum, það er mikið verið að spá í það á mínum vinnustað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77240

JGÞ. „Hvaða ár var byrjað að bólusetja börn gegn mislingum, það er mikið verið að spá í það á mínum vinnustað?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2019. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77240>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða ár var byrjað að bólusetja börn gegn mislingum, það er mikið verið að spá í það á mínum vinnustað?
Spurning Fjólu hljóðaði svona:

Góðan dag! Börnin mín eru fædd á árunum 1963 - 1970. Man ekki hvort þau fengu mislingasprautur en fór með þau í allar sprautur sem þá voru tiltækar. Var sprautað gegn mislingum á þessum árum?

Hjá Embætti landlæknis kemur þetta fram um almennar bólusetningar gegn mislingum á Íslandi:

Almennar bólusetningar gegn mislingum hófust hér 1976 við tveggja ára aldur en síðasti stóri faraldur mislinga gekk hér á árunum 1976 – 1978. Því má líta svo á að þorri Íslendinga sem fæddur er fyrir 1970 hafi fengið mislinga og þurfi því ekki bólusetningu [...]

Almennar bólusetningar gegn mislingum hófust á Íslandi 1976.

Og á vefsíðu Heilsugæslunnar segir þetta:
  • Þeir sem eru fæddir eftir 1975 eru líklegast bólusettir nema foreldrar þeirra hafi hafnað bólusetningu.
  • Allir fengu bólusetningarskírteini sem oft eru til í fórum foreldra þeirra. Ef bólusetning er skráð í kringum 12 ára aldur er það líklegast mislingabóluseting.
  • Hægt er að sjá bólusetningar sem gefnar voru eftir að farið var að skrá bólusetningar í rafrænan bólusetningargrunn inn á mínum síðum Heilsuvera.is eða á island.is
  • Þeir sem ekki eru vissir með þetta eða hafa áhyggjur geta leitað til heilsugæslunnar og fengið bólusetningu.

Í stuttu máli er því svarið við spurningunum á þá leið að almennar bólusetningar gegn mislingum hófust 1976. Ekki er víst að börn sem fæddust fyrir 1975 hafi verið bólusett en Íslendingar sem fæddust fyrir 1970 fengu langflestir mislinga og þurfa þess vegna ekki á bólusetningu að halda.

Hægt er að fletta bólusetningum upp sem gefnar voru eftir að heilbrigðisstarfsfólk fór að skrá þær í rafrænan bólusetningargrunn. Það er gert á Heilsuvera.is eða hjá Ísland.is. Ef bólusetningin var ekki skráð rafrænt þurfa einstaklingar að athuga bólusetningarskírteinin sín eða treysta á minni foreldra sinna eða sitt eigið.

Mælt er með því að einstaklingar sem eru fæddir eftir 1970 og eru í vafa um bólusetninga sína gegn mislingum, láti bólusetja sig. Það er skaðlaust og einfalt.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:

  • Pixnio. (Sótt 12.3.2019).
  • ...