Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvert er íslenska heitið yfir dýrið Antidorcas marsupialis?

JMH

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Hvert er íslenska heitið yfir Springbok - Antidorcas marsupialis? Er það stökkhjörtur, stökkbukki eða stökkantilópa? Eða eitthvað allt annað?

Það er vel þekkt að fleiri en eitt heiti er notað yfir sömu dýrategundina. Samkvæmt Dýra- og plöntuorðabók sem út kom 1989 í ritstjórn Óskars Ingimarssonar kallast tegundin Antidorcas marsupialis stökkhafur eða stökkhjörtur á íslensku. Á seinni árum er einnig farið að kalla tegundina stökkbukka. Á ensku er notað heitið springbok.

Antidorcas marsupialis getur kallast stökkhjörtur, stökkhafur eða stökkbukki á íslensku.

Stökkhjörturinn er antilóputegund sem lifir víða í suður- og suðurvesturhluta Afríku og er afar áberandi tegund í Namibíu, Botsvana og Suður-Afríku. Segja má að tegundin sé ein af helstu einkennistegundum í fánu þessa svæðis og reyndar er stökkhjörturinn þjóðardýr Suður-Afríku. Heildarstofnstærð tegundarinnar á þessum slóðum er ríflega tvær milljónir dýra. Dýrin eru vinsæl veiðibráð og afurðir þeirra svo sem skinn eru víða til sölu fyrir ferðamenn sem þangað leggja leið sína.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

7.6.2019

Spyrjandi

Gunnar Helgason

Tilvísun

JMH. „Hvert er íslenska heitið yfir dýrið Antidorcas marsupialis?“ Vísindavefurinn, 7. júní 2019. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77453.

JMH. (2019, 7. júní). Hvert er íslenska heitið yfir dýrið Antidorcas marsupialis? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77453

JMH. „Hvert er íslenska heitið yfir dýrið Antidorcas marsupialis?“ Vísindavefurinn. 7. jún. 2019. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77453>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er íslenska heitið yfir dýrið Antidorcas marsupialis?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Hvert er íslenska heitið yfir Springbok - Antidorcas marsupialis? Er það stökkhjörtur, stökkbukki eða stökkantilópa? Eða eitthvað allt annað?

Það er vel þekkt að fleiri en eitt heiti er notað yfir sömu dýrategundina. Samkvæmt Dýra- og plöntuorðabók sem út kom 1989 í ritstjórn Óskars Ingimarssonar kallast tegundin Antidorcas marsupialis stökkhafur eða stökkhjörtur á íslensku. Á seinni árum er einnig farið að kalla tegundina stökkbukka. Á ensku er notað heitið springbok.

Antidorcas marsupialis getur kallast stökkhjörtur, stökkhafur eða stökkbukki á íslensku.

Stökkhjörturinn er antilóputegund sem lifir víða í suður- og suðurvesturhluta Afríku og er afar áberandi tegund í Namibíu, Botsvana og Suður-Afríku. Segja má að tegundin sé ein af helstu einkennistegundum í fánu þessa svæðis og reyndar er stökkhjörturinn þjóðardýr Suður-Afríku. Heildarstofnstærð tegundarinnar á þessum slóðum er ríflega tvær milljónir dýra. Dýrin eru vinsæl veiðibráð og afurðir þeirra svo sem skinn eru víða til sölu fyrir ferðamenn sem þangað leggja leið sína.

Mynd:

...