Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hversu margar mávategundir eru á Íslandi og hvernig greinir maður þær í sundur?

Jón Már Halldórsson

Mávar tilheyra mávaætt (Laridae) og teljast til strandfugla (Charadriiformes). Að staðaldri verpa sjö tegundir máva hér á landi. Fimm þeirra teljast til ættkvíslarinnar Larus, það er hvítmávur (Larus hyperboreus), svartbakur (Larus marinus), silfurmávur (Larus argentatus), sílamávur (Larus fuscus) og stormmávur (Larus canus) sem er nýjasti meðlimur í varpfánu máva hér á landi. Ein tegund tilheyrir ættkvíslinni Chroicocephalus, það er hettumávur (Chroicocephalus ridibundus) og ein tegund telst til ættkvíslarinnar Rissa, það er ritan (Rissa tridactyla). Auk þess eru nokkrar tegundir sem finnast hér á veturna eða sem flækingar, svo sem bjartmávur (Larus glaucoides), ísmávur (Pagophila eburnea) og klapparmávur (Larus cachinnans).

Mávum er oft skipt í tvo hópa til hægðarauka, stóra máva (svartbakur, sílamávur, silfurmávur, hvítmávur og fleiri) og litla (til dæmis stormmávur, rita og hettumávur). Hægt er að styðjast við stærð ásamt nokkrum fleiri greiningareinkennum þegar reynt er að þekkja mávategundir í sundur.

Svartbakur (Larus marinus) til hægri er nokkuð stærri en sílamávur (Larus fuscus) til vinstri. Utan stærðarinnar má aðgreina þessar tvær tegundir á lit fótanna, svartbakurinn er með ljósbleika fætur en fætur sílamávsins eru gulir.

Svartbakurinn er stærstur máva. Hann er svartur á baki, yfirvængjum og vængbroddum en annars hvítur. Goggurinn er gulur og sterklegur með rauðum bletti fremst á neðri skolti. Fætur hans eru ljósbleikir og augun ljós.

Margir eiga erfitt með að þekkja sílamáv frá svartbak en sílamávurinn er minni og nettari. Bak hans og vængir eru dökkgráir og fæturnir gulir ólíkt ljósbleikum fótum svartbaksins.

Hvítmávur (Larus hyperboreus) til vinstri og silfurmávur (Larus argentatus) til hægri eru ekki óáþekkir í útliti,báðir ljósgráir á baki og vængjum, með gulan gogg og bleika fætur. Hvítmávurinn er þó nokkuð stærri og með hvíta vængbrodda en sifurmávurinn með svarta vængbrodda.

Silfurmávur er stærsti mávurinn með grátt bak og svarta vængbrodda. Rétt eins og sílamávurinn hefur silfurmávur gulan gogg og rauðan lit á neðri skolti. Fæturnir eru ljósbleikir líkt og hjá svartbak.

Hvítmávur er svipaður svartbak að stærð en auðvelt að greina hann frá öðrum stórmávunum því bak hans er mun ljósara (ljósgrátt). Ólíkt sifurmávnum hefur hvítmávur hvíta vængbrodda. Hann er með bleika fætur en goggurinn er gulur með rauðan blett á neðri skolti.

Minnstu mávarnir sem verpa á Íslandi, stormmávur (Larus canus) lengst til vinstri, rita (Rissa tridactyla) í miðjunni og hettumávur (Chroicocephalus ridibundus) lengst til hægri.

Stormmávur er ekki ólíkur silfurmáv en mun minni. Hann er ljósgrár að ofan en vængbroddarnir svartir með hvítum doppum. Nef og fætur eru grængulir.

Rita er á stærð við stormmáv en lágfættari, blágrá á baki og yfirvængjum en með alsvarta vængbrodda. Nefið er heiðgult en fætur svartir. Þessar tvær tegundir, stormmávur og rita, eru áberandi minni en hinir svokölluðu stórmávar.

Hettumávur er minnsti mávurinn sem verpir hér á landi. Í sumarbúningi er hann með áberandi „grímu“ um ofanvert höfuð og niður á háls og því auðgreindur frá öðrum mávum. Hann er ljósgrár á baki og vængjum, með svarta vængodda en að mestu hvítur að öðru leyti. Fætur og goggur eru rauðir.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.10.2019

Spyrjandi

Rúna Birna Jóhannesdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu margar mávategundir eru á Íslandi og hvernig greinir maður þær í sundur?“ Vísindavefurinn, 10. október 2019. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77486.

Jón Már Halldórsson. (2019, 10. október). Hversu margar mávategundir eru á Íslandi og hvernig greinir maður þær í sundur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77486

Jón Már Halldórsson. „Hversu margar mávategundir eru á Íslandi og hvernig greinir maður þær í sundur?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2019. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77486>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu margar mávategundir eru á Íslandi og hvernig greinir maður þær í sundur?
Mávar tilheyra mávaætt (Laridae) og teljast til strandfugla (Charadriiformes). Að staðaldri verpa sjö tegundir máva hér á landi. Fimm þeirra teljast til ættkvíslarinnar Larus, það er hvítmávur (Larus hyperboreus), svartbakur (Larus marinus), silfurmávur (Larus argentatus), sílamávur (Larus fuscus) og stormmávur (Larus canus) sem er nýjasti meðlimur í varpfánu máva hér á landi. Ein tegund tilheyrir ættkvíslinni Chroicocephalus, það er hettumávur (Chroicocephalus ridibundus) og ein tegund telst til ættkvíslarinnar Rissa, það er ritan (Rissa tridactyla). Auk þess eru nokkrar tegundir sem finnast hér á veturna eða sem flækingar, svo sem bjartmávur (Larus glaucoides), ísmávur (Pagophila eburnea) og klapparmávur (Larus cachinnans).

Mávum er oft skipt í tvo hópa til hægðarauka, stóra máva (svartbakur, sílamávur, silfurmávur, hvítmávur og fleiri) og litla (til dæmis stormmávur, rita og hettumávur). Hægt er að styðjast við stærð ásamt nokkrum fleiri greiningareinkennum þegar reynt er að þekkja mávategundir í sundur.

Svartbakur (Larus marinus) til hægri er nokkuð stærri en sílamávur (Larus fuscus) til vinstri. Utan stærðarinnar má aðgreina þessar tvær tegundir á lit fótanna, svartbakurinn er með ljósbleika fætur en fætur sílamávsins eru gulir.

Svartbakurinn er stærstur máva. Hann er svartur á baki, yfirvængjum og vængbroddum en annars hvítur. Goggurinn er gulur og sterklegur með rauðum bletti fremst á neðri skolti. Fætur hans eru ljósbleikir og augun ljós.

Margir eiga erfitt með að þekkja sílamáv frá svartbak en sílamávurinn er minni og nettari. Bak hans og vængir eru dökkgráir og fæturnir gulir ólíkt ljósbleikum fótum svartbaksins.

Hvítmávur (Larus hyperboreus) til vinstri og silfurmávur (Larus argentatus) til hægri eru ekki óáþekkir í útliti,báðir ljósgráir á baki og vængjum, með gulan gogg og bleika fætur. Hvítmávurinn er þó nokkuð stærri og með hvíta vængbrodda en sifurmávurinn með svarta vængbrodda.

Silfurmávur er stærsti mávurinn með grátt bak og svarta vængbrodda. Rétt eins og sílamávurinn hefur silfurmávur gulan gogg og rauðan lit á neðri skolti. Fæturnir eru ljósbleikir líkt og hjá svartbak.

Hvítmávur er svipaður svartbak að stærð en auðvelt að greina hann frá öðrum stórmávunum því bak hans er mun ljósara (ljósgrátt). Ólíkt sifurmávnum hefur hvítmávur hvíta vængbrodda. Hann er með bleika fætur en goggurinn er gulur með rauðan blett á neðri skolti.

Minnstu mávarnir sem verpa á Íslandi, stormmávur (Larus canus) lengst til vinstri, rita (Rissa tridactyla) í miðjunni og hettumávur (Chroicocephalus ridibundus) lengst til hægri.

Stormmávur er ekki ólíkur silfurmáv en mun minni. Hann er ljósgrár að ofan en vængbroddarnir svartir með hvítum doppum. Nef og fætur eru grængulir.

Rita er á stærð við stormmáv en lágfættari, blágrá á baki og yfirvængjum en með alsvarta vængbrodda. Nefið er heiðgult en fætur svartir. Þessar tvær tegundir, stormmávur og rita, eru áberandi minni en hinir svokölluðu stórmávar.

Hettumávur er minnsti mávurinn sem verpir hér á landi. Í sumarbúningi er hann með áberandi „grímu“ um ofanvert höfuð og niður á háls og því auðgreindur frá öðrum mávum. Hann er ljósgrár á baki og vængjum, með svarta vængodda en að mestu hvítur að öðru leyti. Fætur og goggur eru rauðir.

Heimildir og myndir:

...