Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
1944

Hver hefur mesta valdið í lýðræði?

Stefanía Óskarsdóttir

Þetta er mjög viðamikil spurning sem best er að svara í nokkrum skrefum. Fyrst er það að segja að lýðræði er stjórnarform sem hvílir á þeirri sannfæringu að valdið til að stjórna ríkinu eigi uppruna sinn hjá almenningi. Það þýðir þó ekki að almenningur fari með stjórn landsins frá degi til dags. Þess í stað veita kjósendur kjörnum fulltrúum umboð í kosningum til að leiða hið opinbera. Það er kjarni fulltrúalýðræðisins. Beint lýðræði felst hins vegar í því að kjósendur kjósa um málefni. Beint lýðræði er nokkuð óalgengt en tíðkast þó til dæmis í Sviss og í sumum ríkjum Bandaríkjanna. Á Íslandi eru þjóðaratkvæðagreiðslur um málefni ríkisins fátíðar. Þó voru haldnar þjóðaratkvæðagreiðslur um svokallaða Icesave-samninga 2010 og 2011 og ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá 2012.

Kosningar eru einungis lýðræðislegar ef þær bjóða upp á val á milli raunverulegra valkosta og samkeppni um völdin sé til staðar. Með öðrum orðum hvílir lýðræði á almennum kosningarétti og því að borgaraleg réttindi séu tryggð, svo sem málfrelsi, prentfrelsi og funda- og félagafrelsi. Þá þarf einnig að vera tryggt að kosningar séu haldnar með reglulegu millibili og að félagslegar eða efnahagslegar hindranir komi ekki í veg fyrir að fólk nýti kosningarétt sinn, taki þátt í skoðanaskiptum og geti boðið sig fram. Enn fremur er umburðarlyndi, virðing fyrir ólíkum skoðunum og mannréttindi mikilvægar forsendur lýðræðis. Atriðin sem hér hafa verið nefnd, auk kosningaþátttöku, eru meðal annars notuð til að mæla hversu traustum fótum lýðræði stendur í ríkjum heimsins, samanber svokallaða lýðræðisvísitölu (e. democracy index).

En hver ræður á milli kosninga í lýðræðisríkjum?

Það er ekki til eitt svar við þeirri spurningu enda eru lýðræðisríki ólík og aðstæður margvíslegar. Stjórnskipunin, kosningakerfi, áhrif hagsmunaaðila og vægi alþjóðlegra skuldbindinga eru allt þættir sem hafa áhrif á niðurstöðu opinberra ákvarðana - og þar með á svarið við spurningunni.

Stjórnskipun ríkja (stjórnarskrá) skilgreinir völd ólíkra greina ríkisvaldsins. Lýðræðisríki eiga það sameiginlegt að valdhöfum eru sett valdmörk sem byggjast á hugmyndinni um þrískiptingu ríkisvaldsins (löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald). Auk þess er ríkjum líka gjarnan skipt í mismunandi stjórnstig sem færir ákvarðanatöku nær íbúum og dregur úr miðstjórnarvaldi ríkisins. Lýðræðisríki fara þó ýmsar leiðir í þessum efnum en í grófum dráttum má segja að til séu þrjár gerðir lýðræðisríkja.

Þingfundur í Alþingishúsinu árið 1903.

Í þingræði (e. parliamentary government) þarf þingið að samþykkja lög. En það ræður líka hvaða stjórnmálaflokkar mynda ríkisstjórn. Ráðherrar í ríkisstjórn eru svo valdir af þeim stjórnmálaflokkum sem eru í ríkisstjórn en ráðherrar þurfa líka að hafa stuðning þingsins. Í þingræðisríkjum eru ráðherrar langoftast samtímis þingmenn. Það þýðir að ásamt því að leiða framkvæmdarvaldið eru ráðherrar einnig forystumenn í þinginu. Þess vegna er sagt að löggjafar- og framkvæmdarvald sé frekar samþætt í þingræðisríkjum. Forsætisráðherra leiðir ríkisstjórn en það er misjafnt eftir þingræðisríkjum hversu valdamikill forsætisráðherra er gagnvart öðrum ráðherrum. Þjóðhöfðingi í þingræðisríkjum (forseti eða konungur/drottning) er hins vegar fremur valdalítill. Öll Norðurlöndin, Bretland, Þýskaland og fleiri lönd eru þingræðisríki.

Í forsetaræði (e. presidential system) kjósa kjósendur þingmenn sem fara með löggjafarvaldið og hafa ákveðið eftirlitshlutverk með framkvæmdarvaldinu. Að auki velja kjósendur forseta sem fer með framkvæmdarvaldið. Forseti velur sér svo til aðstoðar ráðherra sem leiða ráðuneytin. Löggjafar- og framkvæmdarvald er því frekar aðskilið í forsetaræði. Enda ræður forseti ekki yfir þinginu og þingið ræður ekki yfir forseta. Bandaríkin hafa þessa stjórnskipun. Bandaríkin eru einnig sambandsríki sem þýðir að hvert fylki sambandríkisins hefur sína eigin stjórn, þing og dómsvald sem hafa töluvert mikið vald yfir íbúum sínum.

Þriðja tegund lýðræðislegrar stjórnskipunar er forsetaþingræði (e. semi-presidentialism). Hún er sambland af þingræði og forsetaræði. Það þýðir að kjósendur kjósa forseta til að leiða framkvæmdarvaldið og þeir kjósa einnig þingmenn, líkt og í forsetaræði. Forseti velur ráðherra en ólíkt því sem er í forsetaræði þurfa ráðherrar einnig að hafa stuðning meirihluta þingsins. Og líkt og í þingræði getur þingið samþykkt vantraust á ríkisstjórn forsetans og þá verður hún að fara frá og ný að taka við (þingræðisreglan) þótt forsetinn sjálfur sitji út kjörtímabilið. Í forsetaþingræði er forsetinn mun valdameiri en forseti í þingræðisríki því hann er hluti ríkisstjórnarinnar en forsætisráðherra er valdaminni. Frakkland er dæmi um ríki með forsetaþingræði.

Í Frakklandi er forsetaþingræði. Myndin er tekin á franska þinginu.

Næst má nefna mikilvægi stjórnmálaflokka og áhrif kosningakerfa þegar kemur að spurningunni um hver ráði í lýðræðisríkjum. Stjórnmálaflokkar gegna mikilvægu hlutverki í lýðræðisferlinu því að þeir bjóða fram stefnu og einstaklinga í kosningum. Innan stjórnmálaflokka er unnið að mótun stefnu og einstaklingar fá margvíslega þjálfun í stjórnmálastörfum. Stjórnmálaflokkarnir velja fólk til forystu sem gegnir síðan forystuhlutverki í stjórnmálum landsins. Með starfi í stjórnmálaflokkum getur fólk haft margvísleg áhrif á stjórnmálin.

Til eru mismunandi kosningakerfi (reglur um skipulag og framkvæmd kosninga). Þau hafa ólík áhrif á niðurstöður kosninga og á styrk og fjölda stjórnmálaflokka. Í hlutfallskosningakerfi skiptast þingsæti í hlutfalli við atkvæðafjölda sem stjórnmálaflokkar fá í kosningum. Hlutfallskosningakerfi eykur möguleika á að margir flokkar eigi kjörna fulltrúa. Í meirihlutakosningakerfi keppa stjórnmálaflokkar aftur á móti um eitt þingsæti í fjölmörgum kjördæmum. Í slíku kerfi er líklegast að tveir stærstu flokkarnir vinni flest þingsætin og fái í kjölfarið ef til vill meirihluta á þingi. Kjósendur sem kusu minni flokka eiga þá enga fulltrúa.

Að lokum þetta. Völdin í lýðræðisþjóðfélögum ráðast af fleiri þáttum en þeim sem nefndir eru í stjórnarskrá. Dagsdaglega reyna margir að hafa áhrif á niðurstöðu opinberra ákvarðana. Hagsmunaaðilar, svo sem hagsmunasamtök, fyrirtæki og einstaklingar, reyna að hafa áhrif á bæði framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið með margvíslegum hætti. Dómsvaldið setur líka valdi hins opinbera skorður sem og alþjóðlegar skuldbindingar. Gott dæmi um það síðastnefnda er til dæmis aðild að Evrópusambandinu eða samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sem Ísland á aðild að. Í lýðræði ræður enginn einn heldur eru það margir sem koma að ákvarðanatöku sem teknar eru í nafni almennings.

Myndir:

Höfundur

Stefanía Óskarsdóttir

prófessor í stjórnmálafræðideild við HÍ

Útgáfudagur

28.5.2019

Spyrjandi

Sólveig Lilja

Tilvísun

Stefanía Óskarsdóttir. „Hver hefur mesta valdið í lýðræði?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2019. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77530.

Stefanía Óskarsdóttir. (2019, 28. maí). Hver hefur mesta valdið í lýðræði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77530

Stefanía Óskarsdóttir. „Hver hefur mesta valdið í lýðræði?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2019. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77530>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver hefur mesta valdið í lýðræði?
Þetta er mjög viðamikil spurning sem best er að svara í nokkrum skrefum. Fyrst er það að segja að lýðræði er stjórnarform sem hvílir á þeirri sannfæringu að valdið til að stjórna ríkinu eigi uppruna sinn hjá almenningi. Það þýðir þó ekki að almenningur fari með stjórn landsins frá degi til dags. Þess í stað veita kjósendur kjörnum fulltrúum umboð í kosningum til að leiða hið opinbera. Það er kjarni fulltrúalýðræðisins. Beint lýðræði felst hins vegar í því að kjósendur kjósa um málefni. Beint lýðræði er nokkuð óalgengt en tíðkast þó til dæmis í Sviss og í sumum ríkjum Bandaríkjanna. Á Íslandi eru þjóðaratkvæðagreiðslur um málefni ríkisins fátíðar. Þó voru haldnar þjóðaratkvæðagreiðslur um svokallaða Icesave-samninga 2010 og 2011 og ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá 2012.

Kosningar eru einungis lýðræðislegar ef þær bjóða upp á val á milli raunverulegra valkosta og samkeppni um völdin sé til staðar. Með öðrum orðum hvílir lýðræði á almennum kosningarétti og því að borgaraleg réttindi séu tryggð, svo sem málfrelsi, prentfrelsi og funda- og félagafrelsi. Þá þarf einnig að vera tryggt að kosningar séu haldnar með reglulegu millibili og að félagslegar eða efnahagslegar hindranir komi ekki í veg fyrir að fólk nýti kosningarétt sinn, taki þátt í skoðanaskiptum og geti boðið sig fram. Enn fremur er umburðarlyndi, virðing fyrir ólíkum skoðunum og mannréttindi mikilvægar forsendur lýðræðis. Atriðin sem hér hafa verið nefnd, auk kosningaþátttöku, eru meðal annars notuð til að mæla hversu traustum fótum lýðræði stendur í ríkjum heimsins, samanber svokallaða lýðræðisvísitölu (e. democracy index).

En hver ræður á milli kosninga í lýðræðisríkjum?

Það er ekki til eitt svar við þeirri spurningu enda eru lýðræðisríki ólík og aðstæður margvíslegar. Stjórnskipunin, kosningakerfi, áhrif hagsmunaaðila og vægi alþjóðlegra skuldbindinga eru allt þættir sem hafa áhrif á niðurstöðu opinberra ákvarðana - og þar með á svarið við spurningunni.

Stjórnskipun ríkja (stjórnarskrá) skilgreinir völd ólíkra greina ríkisvaldsins. Lýðræðisríki eiga það sameiginlegt að valdhöfum eru sett valdmörk sem byggjast á hugmyndinni um þrískiptingu ríkisvaldsins (löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald). Auk þess er ríkjum líka gjarnan skipt í mismunandi stjórnstig sem færir ákvarðanatöku nær íbúum og dregur úr miðstjórnarvaldi ríkisins. Lýðræðisríki fara þó ýmsar leiðir í þessum efnum en í grófum dráttum má segja að til séu þrjár gerðir lýðræðisríkja.

Þingfundur í Alþingishúsinu árið 1903.

Í þingræði (e. parliamentary government) þarf þingið að samþykkja lög. En það ræður líka hvaða stjórnmálaflokkar mynda ríkisstjórn. Ráðherrar í ríkisstjórn eru svo valdir af þeim stjórnmálaflokkum sem eru í ríkisstjórn en ráðherrar þurfa líka að hafa stuðning þingsins. Í þingræðisríkjum eru ráðherrar langoftast samtímis þingmenn. Það þýðir að ásamt því að leiða framkvæmdarvaldið eru ráðherrar einnig forystumenn í þinginu. Þess vegna er sagt að löggjafar- og framkvæmdarvald sé frekar samþætt í þingræðisríkjum. Forsætisráðherra leiðir ríkisstjórn en það er misjafnt eftir þingræðisríkjum hversu valdamikill forsætisráðherra er gagnvart öðrum ráðherrum. Þjóðhöfðingi í þingræðisríkjum (forseti eða konungur/drottning) er hins vegar fremur valdalítill. Öll Norðurlöndin, Bretland, Þýskaland og fleiri lönd eru þingræðisríki.

Í forsetaræði (e. presidential system) kjósa kjósendur þingmenn sem fara með löggjafarvaldið og hafa ákveðið eftirlitshlutverk með framkvæmdarvaldinu. Að auki velja kjósendur forseta sem fer með framkvæmdarvaldið. Forseti velur sér svo til aðstoðar ráðherra sem leiða ráðuneytin. Löggjafar- og framkvæmdarvald er því frekar aðskilið í forsetaræði. Enda ræður forseti ekki yfir þinginu og þingið ræður ekki yfir forseta. Bandaríkin hafa þessa stjórnskipun. Bandaríkin eru einnig sambandsríki sem þýðir að hvert fylki sambandríkisins hefur sína eigin stjórn, þing og dómsvald sem hafa töluvert mikið vald yfir íbúum sínum.

Þriðja tegund lýðræðislegrar stjórnskipunar er forsetaþingræði (e. semi-presidentialism). Hún er sambland af þingræði og forsetaræði. Það þýðir að kjósendur kjósa forseta til að leiða framkvæmdarvaldið og þeir kjósa einnig þingmenn, líkt og í forsetaræði. Forseti velur ráðherra en ólíkt því sem er í forsetaræði þurfa ráðherrar einnig að hafa stuðning meirihluta þingsins. Og líkt og í þingræði getur þingið samþykkt vantraust á ríkisstjórn forsetans og þá verður hún að fara frá og ný að taka við (þingræðisreglan) þótt forsetinn sjálfur sitji út kjörtímabilið. Í forsetaþingræði er forsetinn mun valdameiri en forseti í þingræðisríki því hann er hluti ríkisstjórnarinnar en forsætisráðherra er valdaminni. Frakkland er dæmi um ríki með forsetaþingræði.

Í Frakklandi er forsetaþingræði. Myndin er tekin á franska þinginu.

Næst má nefna mikilvægi stjórnmálaflokka og áhrif kosningakerfa þegar kemur að spurningunni um hver ráði í lýðræðisríkjum. Stjórnmálaflokkar gegna mikilvægu hlutverki í lýðræðisferlinu því að þeir bjóða fram stefnu og einstaklinga í kosningum. Innan stjórnmálaflokka er unnið að mótun stefnu og einstaklingar fá margvíslega þjálfun í stjórnmálastörfum. Stjórnmálaflokkarnir velja fólk til forystu sem gegnir síðan forystuhlutverki í stjórnmálum landsins. Með starfi í stjórnmálaflokkum getur fólk haft margvísleg áhrif á stjórnmálin.

Til eru mismunandi kosningakerfi (reglur um skipulag og framkvæmd kosninga). Þau hafa ólík áhrif á niðurstöður kosninga og á styrk og fjölda stjórnmálaflokka. Í hlutfallskosningakerfi skiptast þingsæti í hlutfalli við atkvæðafjölda sem stjórnmálaflokkar fá í kosningum. Hlutfallskosningakerfi eykur möguleika á að margir flokkar eigi kjörna fulltrúa. Í meirihlutakosningakerfi keppa stjórnmálaflokkar aftur á móti um eitt þingsæti í fjölmörgum kjördæmum. Í slíku kerfi er líklegast að tveir stærstu flokkarnir vinni flest þingsætin og fái í kjölfarið ef til vill meirihluta á þingi. Kjósendur sem kusu minni flokka eiga þá enga fulltrúa.

Að lokum þetta. Völdin í lýðræðisþjóðfélögum ráðast af fleiri þáttum en þeim sem nefndir eru í stjórnarskrá. Dagsdaglega reyna margir að hafa áhrif á niðurstöðu opinberra ákvarðana. Hagsmunaaðilar, svo sem hagsmunasamtök, fyrirtæki og einstaklingar, reyna að hafa áhrif á bæði framkvæmdarvaldið og löggjafarvaldið með margvíslegum hætti. Dómsvaldið setur líka valdi hins opinbera skorður sem og alþjóðlegar skuldbindingar. Gott dæmi um það síðastnefnda er til dæmis aðild að Evrópusambandinu eða samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið (EES) sem Ísland á aðild að. Í lýðræði ræður enginn einn heldur eru það margir sem koma að ákvarðanatöku sem teknar eru í nafni almennings.

Myndir:...