Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Er rauðsmári einær eða fjölær jurt?

Jón Már Halldórsson

Rauðsmárinn (Trifolium pratense) er fjölær belgjurt af ertublómaætt. Venjan er að skipta fjölæringum í tvennt: trjákennda fjölæringa, sem eru tré og runnar, og jurtkennda fjölæringa. Jurtkenndir fjölæringar eru plöntur sem mynda stöngul, blöð og blóm að vori en deyja þegar vetur gengur í garð. Rótin lifir hins vegar af veturinn og af henni vex plantan að nýju að vori. Rauðsmárinn er jurtkenndur fjölæringur og blómgast ár eftir ár.

Rauðsmári (Trifolium pratense) er fjölær jurt.

Blóm rauðsmárans eru ljósrauð eða bleik. Plöntunni er lýst á eftirfarandi hátt í Íslensku plöntuhandbókinni eftir Hörð Kristinsson grasafræðing:

Rauðsmári hefur sterka stólparót en stönglarnir verða 40 cm á hæð. Þeir eru hærðir og ýmist uppréttir eða jarðlægir. Blöðin eru hærð og nær heilrend, oft með ljósan blett í miðju blaði. Blöðin eru þrífingruð með öfugegglaga eða sporbaugótt smáblöð. Smáblöð þessi eru 2 til 3,5 sentímetrar á lengd. Við blaðaxlir eru axlablöð sem mynda ljósgrænt slíður með dökkum æðum og löngum broddi í endann.

Rauðsmári er innflutt jurt, ekki mjög útbreidd á Íslandi en hefur náð að festa sig í sessi á nokkrum svæðum. Rauðsmári finnst sem slæðingur við bæi og á svæðum sem hefur verið raskað, svo sem í vegköntum. Einnig getur hann spjarar sig vel þar sem hiti er í jörðu.

Rauðsmárinn er viðkvæmur fyrir traðki og beit og getur því átt erfitt uppdráttar á túnum, meðal annars vegna samkeppni við aðrar og harðgerðari plöntur og grös.

Rauðsmárinn nýtir vel köfnunarefni úr andrúmslofti vegna sambýlis við rhizobium-bakteríu sem eru gram-neikvæðar jarðvegsbakteríur og mynda iðulega sambýli við plöntur af ertuætt.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.2.2020

Spyrjandi

Anna Birna Þorsteinsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er rauðsmári einær eða fjölær jurt?“ Vísindavefurinn, 6. febrúar 2020. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77570.

Jón Már Halldórsson. (2020, 6. febrúar). Er rauðsmári einær eða fjölær jurt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77570

Jón Már Halldórsson. „Er rauðsmári einær eða fjölær jurt?“ Vísindavefurinn. 6. feb. 2020. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77570>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er rauðsmári einær eða fjölær jurt?
Rauðsmárinn (Trifolium pratense) er fjölær belgjurt af ertublómaætt. Venjan er að skipta fjölæringum í tvennt: trjákennda fjölæringa, sem eru tré og runnar, og jurtkennda fjölæringa. Jurtkenndir fjölæringar eru plöntur sem mynda stöngul, blöð og blóm að vori en deyja þegar vetur gengur í garð. Rótin lifir hins vegar af veturinn og af henni vex plantan að nýju að vori. Rauðsmárinn er jurtkenndur fjölæringur og blómgast ár eftir ár.

Rauðsmári (Trifolium pratense) er fjölær jurt.

Blóm rauðsmárans eru ljósrauð eða bleik. Plöntunni er lýst á eftirfarandi hátt í Íslensku plöntuhandbókinni eftir Hörð Kristinsson grasafræðing:

Rauðsmári hefur sterka stólparót en stönglarnir verða 40 cm á hæð. Þeir eru hærðir og ýmist uppréttir eða jarðlægir. Blöðin eru hærð og nær heilrend, oft með ljósan blett í miðju blaði. Blöðin eru þrífingruð með öfugegglaga eða sporbaugótt smáblöð. Smáblöð þessi eru 2 til 3,5 sentímetrar á lengd. Við blaðaxlir eru axlablöð sem mynda ljósgrænt slíður með dökkum æðum og löngum broddi í endann.

Rauðsmári er innflutt jurt, ekki mjög útbreidd á Íslandi en hefur náð að festa sig í sessi á nokkrum svæðum. Rauðsmári finnst sem slæðingur við bæi og á svæðum sem hefur verið raskað, svo sem í vegköntum. Einnig getur hann spjarar sig vel þar sem hiti er í jörðu.

Rauðsmárinn er viðkvæmur fyrir traðki og beit og getur því átt erfitt uppdráttar á túnum, meðal annars vegna samkeppni við aðrar og harðgerðari plöntur og grös.

Rauðsmárinn nýtir vel köfnunarefni úr andrúmslofti vegna sambýlis við rhizobium-bakteríu sem eru gram-neikvæðar jarðvegsbakteríur og mynda iðulega sambýli við plöntur af ertuætt.

Heimildir og mynd:...