Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
1944

Hvers vegna var lýðveldi ekki stofnað fyrr á Íslandi?

Stefanía Óskarsdóttir

Ísland varð lýðveldi 17. júní 1944. Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkisins er kjörinn en fær ekki embættið í arf líkt og tíðkast í konungsríkjum. Það að Ísland varð lýðveldi þýddi með öðrum orðum að kjörinn forseti varð þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs.

Stofnun lýðveldisins markaði mikil tímamót í sögu Íslands vegna þess að hún batt formlega enda á sjálfstæðisbaráttuna og styrkti sjálfsvitund Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar. Hins vegar urðu ekki miklar breytingar á daglegri stjórn landsins með stofnun lýðveldis því Ísland hafði verið sjálfstætt ríki frá 1918 og ríkisstjórn landsins hafði enn fremur setið í umboði Alþingis og kjósenda frá því að heimastjórn var komið á 1904. Enn fremur er vert að benda á að þegar lýðveldi var stofnað árið 1944 hafði lýðræði verið við lýði í nokkra áratugi eins og sást til dæmis á því að kosningaréttur var almennur, borgaraleg réttindi voru tryggð og stjórnmálaflokkar höfðu fest sig í sessi.

En af hverju varð Ísland ekki lýðveldi fyrr enn í júní 1944? Svarið er að sjálfstæðisbaráttan tók tíma. Þegar hún hófst, árið sem einveldi konungs var afnumið í Danmörku (1848), var lítill stuðningur við það í Danmörku að Ísland fengi aukið sjálfstæði. Dönsk stjórnvöld litu á Ísland sem óaðskiljanlegan hluta Danmerkur. Það var staðfest með Stöðulögunum frá 1871. Hægt og bítandi unnust þó áfangasigrar vegna stöðugrar baráttu Íslendinga fyrir aukinni sjálfstjórn. Þannig fengu Íslendingar löggjafarvald í séríslenskum málum 1874, heimastjórn 1904 og loks fullveldi 1918.

Viðurkenning Dana á fullveldi Íslands þýddi að Ísland varð sjálfstætt ríki, þótt það væri lítið og fátækt í alþjóðlegum samanburði. Myndin er tekin við hátíðahöld fyrir framan Stjórnarráðshúsið 1. desember 1918.

Viðurkenning Dana á fullveldi Íslands þýddi að Ísland varð sjálfstætt ríki, þótt það væri lítið og fátækt í alþjóðlegum samanburði. Fullveldisviðurkenningin kom fram í sambandslagasamningnum sem var samþykktur árið 1918. Samkvæmt honum voru Ísland og Danmörk tvö sjálfstæð ríki en þó með sama konung. Það þýddi að bæði ríkin höfðu sína eigin ríkisstjórn og þing en sameiginlegan konung sem var hins vegar valdalítill þegar hér var komið sögu. Auk sameiginlegs konungs skyldi Danmörk fara með utanríkismál í umboði Íslendinga þar til annað yrði ákveðið.

Mjög mikilvægt atriði í sambandslagasamningnum var að hann var uppsegjanlegur því honum mátti segja upp einhliða eftir 25 ár. En skilyrðin fyrir uppsögn voru afar ströng. Auk stuðnings 2/3 alþingismanna var einnig kveðið á um stuðning að minnsta kosti 75% íslenskra kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kosningaþátttaka mátti ekki vera minni en 75%.

Árið 1928 samþykktu fulltrúar alla flokka sem þá áttu sæti á Alþingi að stefna að því að segja upp sambandslagasamningnum um leið og það væri hægt. Þegar Þýskaland hertók Danmörku 9. apríl 1940 ákvað Alþingi að taka til sín konungsvaldið og utanríkismálin. Þá þegar var hafinn undirbúningur að breytingum á stjórnarskrá svo hægt yrði að stofna lýðveldi. Þann 17. maí 1941 samþykkti Alþingi svo tillögu um kosningu ríkisstjóra, sambandsslit við Danmörku og stofnun lýðveldis. Ríkisstjóri átti að fara með hlutverk þjóðhöfðingja þar til lýðveldi hefði verið komið á fót. Sveinn Björnsson var kosinn ríkisstjóri en svo forseti eftir að lýðveldið hafði verið formlega stofnað.

Sveinn Björnsson var kosinn ríkisstjóri en svo forseti eftir að lýðveldið hafði verið formlega stofnað.

Á stríðsárunum voru skoðanir nokkuð skiptar um hvort stofna ætti lýðveldi strax eða bíða þar til eftir 1943 sem var tímafresturinn samkvæmt sambandslagasamningnum. Þeir sem vildu bíða fram yfir 1943 voru kallaðir lögskilnaðarmenn en hinir voru kallaðir hraðskilnaðarmenn. Niðurstaðan var að bíða fram á árið 1944 svo ekki væri hægt að hallmæla Íslandi fyrir að hafa brotið sambandslagasamninginn.

Á daginn kom að samstaða um stofnun lýðveldis og uppsögn sambandslagasamningsins var mikil á Alþingi og á meðal kjósenda. 97% kjósenda samþykktu sambandsslit við Danmörku og 95% samþykktu breytingar á stjórnarskránni í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var í maí 1944. Kjörsóknin var ríflega 98% sem er mesta kjörsókn í sögu Íslands.

Sem fyrr segir fól stofnun lýðveldis á Íslandi í sér litlar eiginlegar breytingar á stjórnskipun Íslands. Eftir sem áður voru það Alþingi og ríkisstjórn Íslands sem fóru með löggjafar- og framkvæmdarvaldið sem forseti, líkt og konungur áður, staðfesti með formlegum hætti. Vert er þó að benda á að vald forseta til að hafna lögum staðfestingar var þrengt frá því sem verið hafði fyrir lýðveldisstofnun. Því 26. gr. lýðveldisstjórnarskrárinnar kveður á um að hafni forseti lögum staðfestingar taki þau engu að síður gildi en boða þurfi til þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi þeirra. Samkvæmt eldri stjórnarskrá frá 1920 féllu lög úr gildi ef konungur neitaði þeim staðfestingar. Frá því að Ísland varð sjálfstætt ríki 1918 gerðist það þó aldrei að konungur neitaði lögum Alþingis staðfestingar. Það var í samræmi við það að völd konungs voru orðin mjög takmörkuð á seinni hluta nítjándu aldar og þeirri tuttugustu.

Myndir:

Höfundur

Stefanía Óskarsdóttir

prófessor í stjórnmálafræðideild við HÍ

Útgáfudagur

2.9.2019

Spyrjandi

Nemendur í Grunnskóla Bolungarvíkur

Tilvísun

Stefanía Óskarsdóttir. „Hvers vegna var lýðveldi ekki stofnað fyrr á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 2. september 2019. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77584.

Stefanía Óskarsdóttir. (2019, 2. september). Hvers vegna var lýðveldi ekki stofnað fyrr á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77584

Stefanía Óskarsdóttir. „Hvers vegna var lýðveldi ekki stofnað fyrr á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2019. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77584>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna var lýðveldi ekki stofnað fyrr á Íslandi?
Ísland varð lýðveldi 17. júní 1944. Lýðveldi þýðir að þjóðhöfðingi ríkisins er kjörinn en fær ekki embættið í arf líkt og tíðkast í konungsríkjum. Það að Ísland varð lýðveldi þýddi með öðrum orðum að kjörinn forseti varð þjóðhöfðingi Íslands í stað konungs.

Stofnun lýðveldisins markaði mikil tímamót í sögu Íslands vegna þess að hún batt formlega enda á sjálfstæðisbaráttuna og styrkti sjálfsvitund Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar. Hins vegar urðu ekki miklar breytingar á daglegri stjórn landsins með stofnun lýðveldis því Ísland hafði verið sjálfstætt ríki frá 1918 og ríkisstjórn landsins hafði enn fremur setið í umboði Alþingis og kjósenda frá því að heimastjórn var komið á 1904. Enn fremur er vert að benda á að þegar lýðveldi var stofnað árið 1944 hafði lýðræði verið við lýði í nokkra áratugi eins og sást til dæmis á því að kosningaréttur var almennur, borgaraleg réttindi voru tryggð og stjórnmálaflokkar höfðu fest sig í sessi.

En af hverju varð Ísland ekki lýðveldi fyrr enn í júní 1944? Svarið er að sjálfstæðisbaráttan tók tíma. Þegar hún hófst, árið sem einveldi konungs var afnumið í Danmörku (1848), var lítill stuðningur við það í Danmörku að Ísland fengi aukið sjálfstæði. Dönsk stjórnvöld litu á Ísland sem óaðskiljanlegan hluta Danmerkur. Það var staðfest með Stöðulögunum frá 1871. Hægt og bítandi unnust þó áfangasigrar vegna stöðugrar baráttu Íslendinga fyrir aukinni sjálfstjórn. Þannig fengu Íslendingar löggjafarvald í séríslenskum málum 1874, heimastjórn 1904 og loks fullveldi 1918.

Viðurkenning Dana á fullveldi Íslands þýddi að Ísland varð sjálfstætt ríki, þótt það væri lítið og fátækt í alþjóðlegum samanburði. Myndin er tekin við hátíðahöld fyrir framan Stjórnarráðshúsið 1. desember 1918.

Viðurkenning Dana á fullveldi Íslands þýddi að Ísland varð sjálfstætt ríki, þótt það væri lítið og fátækt í alþjóðlegum samanburði. Fullveldisviðurkenningin kom fram í sambandslagasamningnum sem var samþykktur árið 1918. Samkvæmt honum voru Ísland og Danmörk tvö sjálfstæð ríki en þó með sama konung. Það þýddi að bæði ríkin höfðu sína eigin ríkisstjórn og þing en sameiginlegan konung sem var hins vegar valdalítill þegar hér var komið sögu. Auk sameiginlegs konungs skyldi Danmörk fara með utanríkismál í umboði Íslendinga þar til annað yrði ákveðið.

Mjög mikilvægt atriði í sambandslagasamningnum var að hann var uppsegjanlegur því honum mátti segja upp einhliða eftir 25 ár. En skilyrðin fyrir uppsögn voru afar ströng. Auk stuðnings 2/3 alþingismanna var einnig kveðið á um stuðning að minnsta kosti 75% íslenskra kjósenda í þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem kosningaþátttaka mátti ekki vera minni en 75%.

Árið 1928 samþykktu fulltrúar alla flokka sem þá áttu sæti á Alþingi að stefna að því að segja upp sambandslagasamningnum um leið og það væri hægt. Þegar Þýskaland hertók Danmörku 9. apríl 1940 ákvað Alþingi að taka til sín konungsvaldið og utanríkismálin. Þá þegar var hafinn undirbúningur að breytingum á stjórnarskrá svo hægt yrði að stofna lýðveldi. Þann 17. maí 1941 samþykkti Alþingi svo tillögu um kosningu ríkisstjóra, sambandsslit við Danmörku og stofnun lýðveldis. Ríkisstjóri átti að fara með hlutverk þjóðhöfðingja þar til lýðveldi hefði verið komið á fót. Sveinn Björnsson var kosinn ríkisstjóri en svo forseti eftir að lýðveldið hafði verið formlega stofnað.

Sveinn Björnsson var kosinn ríkisstjóri en svo forseti eftir að lýðveldið hafði verið formlega stofnað.

Á stríðsárunum voru skoðanir nokkuð skiptar um hvort stofna ætti lýðveldi strax eða bíða þar til eftir 1943 sem var tímafresturinn samkvæmt sambandslagasamningnum. Þeir sem vildu bíða fram yfir 1943 voru kallaðir lögskilnaðarmenn en hinir voru kallaðir hraðskilnaðarmenn. Niðurstaðan var að bíða fram á árið 1944 svo ekki væri hægt að hallmæla Íslandi fyrir að hafa brotið sambandslagasamninginn.

Á daginn kom að samstaða um stofnun lýðveldis og uppsögn sambandslagasamningsins var mikil á Alþingi og á meðal kjósenda. 97% kjósenda samþykktu sambandsslit við Danmörku og 95% samþykktu breytingar á stjórnarskránni í þjóðaratkvæðagreiðslu sem haldin var í maí 1944. Kjörsóknin var ríflega 98% sem er mesta kjörsókn í sögu Íslands.

Sem fyrr segir fól stofnun lýðveldis á Íslandi í sér litlar eiginlegar breytingar á stjórnskipun Íslands. Eftir sem áður voru það Alþingi og ríkisstjórn Íslands sem fóru með löggjafar- og framkvæmdarvaldið sem forseti, líkt og konungur áður, staðfesti með formlegum hætti. Vert er þó að benda á að vald forseta til að hafna lögum staðfestingar var þrengt frá því sem verið hafði fyrir lýðveldisstofnun. Því 26. gr. lýðveldisstjórnarskrárinnar kveður á um að hafni forseti lögum staðfestingar taki þau engu að síður gildi en boða þurfi til þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi þeirra. Samkvæmt eldri stjórnarskrá frá 1920 féllu lög úr gildi ef konungur neitaði þeim staðfestingar. Frá því að Ísland varð sjálfstætt ríki 1918 gerðist það þó aldrei að konungur neitaði lögum Alþingis staðfestingar. Það var í samræmi við það að völd konungs voru orðin mjög takmörkuð á seinni hluta nítjándu aldar og þeirri tuttugustu.

Myndir:

...