Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Lotta María Ellingsen rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Lotta María Ellingsen er dósent í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands og rannsóknarlektor við Johns Hopkins-háskólann í Baltimore. Rannsóknir Lottu eru á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar og hefur hún meðal annars þróað sjálfvirkar myndgreiningaraðferðir fyrir segulómmyndir af heila og tölvusneiðmyndir af beinum.

Undanfarin ár hafa rannsóknir Lottu beinst að þróun aðferða fyrir segulómmyndir af heila og hefur rannsóknahópur hennar þróað nýstárlegar aðferðir til sjálfvirkrar myndflokkunar, þar sem djúp tauganet eru notuð til að flokka og merkja mismunandi heilasvæði svo hægt sé að magngreina breytileika milli heilbrigðra heila og sjúkdómsheila. Á Íslandi hefur Lotta leitt saman teymi verkfræðinga og lækna til að þróa aðferðir til að rannsaka breytileika í heilanum (meðal annars stærð heilahólfa og hvítavefsbreytingar) til að skilja betur heilbrigða öldrun heilans sem og þróun heilabilunar. Þetta verkefni hefur hún unnið í samstarfi við Hjartavernd og Landspítala.

Rannsóknir Lottu eru á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar og hefur hún meðal annars þróað sjálfvirkar myndgreiningaraðferðir fyrir segulómmyndir af heila og tölvusneiðmyndir af beinum.

Við Johns Hopkins-háskólann hefur Lotta leitt rannsóknateymi verkfræðinga og lækna á sviði heilamyndgreiningar, þar sem áherslan hefur verið á þróun aðferða til að skilja betur öldrunarsjúkdóm sem kallast fullorðinsvatnshöfuð (e. Normal Pressure Hydrocephalus). Fyrstu niðurstöður þessara rannsókna hafa bent til þess að mögulega verði hægt að nota aðferðina til þess að greina sjúkdóminn á sértækari hátt en áður auk þess sem aðferðin gæti gefið mikilvægar upplýsingar um hvaða sjúklingar munu svara meðferð.

Lotta María Ellingsen er fædd árið 1978 og lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík árið 1998. Hún lauk BS-prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Ári seinna hóf hún nám við Johns Hopkins-háskólann í Baltimore í Bandaríkjunum og lauk þaðan meistaraprófi árið 2004 og doktorsprófi árið 2008 í rafmagns-og tölvuverkfræði. Að loknu námi starfaði hún sem nýdoktor við Johns Hopkins í eitt ár. Hún var ráðin lektor við rafmagns- og tölvuverkfræðideild HÍ árið 2014 og fékk framgang í stöðu dósents 2017. Á sama tíma hefur hún gegnt stöðu rannsóknalektors við Johns Hopkins-háskólann. Við HÍ hefur hún meðal annars komið á fót nýju kjörsviði í læknisfræðilegri verkfræði við rafmagns og tölvuverkfræðideild og gegnt stöðu námsbrautarstjóra þess síðan 2015. Frá 2018 hefur Lotta verið varadeildarforseti rafmagns- og tölvuverkfræðideildar. Lotta hefur meðal annars hlotið rannsóknastyrki frá Rannís og NIH í Bandaríkjunum auk þess sem hún hlaut námsstyrki frá Fulbright, American Scandinavian Foundation (Thor Thors) og Minningarsjóði Helgu og Sigurliða á námsárum sínum.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

Útgáfudagur

12.6.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Lotta María Ellingsen rannsakað?“ Vísindavefurinn, 12. júní 2019. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77693.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 12. júní). Hvað hefur vísindamaðurinn Lotta María Ellingsen rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77693

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Lotta María Ellingsen rannsakað?“ Vísindavefurinn. 12. jún. 2019. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77693>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Lotta María Ellingsen rannsakað?
Lotta María Ellingsen er dósent í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands og rannsóknarlektor við Johns Hopkins-háskólann í Baltimore. Rannsóknir Lottu eru á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar og hefur hún meðal annars þróað sjálfvirkar myndgreiningaraðferðir fyrir segulómmyndir af heila og tölvusneiðmyndir af beinum.

Undanfarin ár hafa rannsóknir Lottu beinst að þróun aðferða fyrir segulómmyndir af heila og hefur rannsóknahópur hennar þróað nýstárlegar aðferðir til sjálfvirkrar myndflokkunar, þar sem djúp tauganet eru notuð til að flokka og merkja mismunandi heilasvæði svo hægt sé að magngreina breytileika milli heilbrigðra heila og sjúkdómsheila. Á Íslandi hefur Lotta leitt saman teymi verkfræðinga og lækna til að þróa aðferðir til að rannsaka breytileika í heilanum (meðal annars stærð heilahólfa og hvítavefsbreytingar) til að skilja betur heilbrigða öldrun heilans sem og þróun heilabilunar. Þetta verkefni hefur hún unnið í samstarfi við Hjartavernd og Landspítala.

Rannsóknir Lottu eru á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar og hefur hún meðal annars þróað sjálfvirkar myndgreiningaraðferðir fyrir segulómmyndir af heila og tölvusneiðmyndir af beinum.

Við Johns Hopkins-háskólann hefur Lotta leitt rannsóknateymi verkfræðinga og lækna á sviði heilamyndgreiningar, þar sem áherslan hefur verið á þróun aðferða til að skilja betur öldrunarsjúkdóm sem kallast fullorðinsvatnshöfuð (e. Normal Pressure Hydrocephalus). Fyrstu niðurstöður þessara rannsókna hafa bent til þess að mögulega verði hægt að nota aðferðina til þess að greina sjúkdóminn á sértækari hátt en áður auk þess sem aðferðin gæti gefið mikilvægar upplýsingar um hvaða sjúklingar munu svara meðferð.

Lotta María Ellingsen er fædd árið 1978 og lauk stúdentsprófi frá eðlisfræðideild Menntaskólans í Reykjavík árið 1998. Hún lauk BS-prófi í rafmagns- og tölvuverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2001. Ári seinna hóf hún nám við Johns Hopkins-háskólann í Baltimore í Bandaríkjunum og lauk þaðan meistaraprófi árið 2004 og doktorsprófi árið 2008 í rafmagns-og tölvuverkfræði. Að loknu námi starfaði hún sem nýdoktor við Johns Hopkins í eitt ár. Hún var ráðin lektor við rafmagns- og tölvuverkfræðideild HÍ árið 2014 og fékk framgang í stöðu dósents 2017. Á sama tíma hefur hún gegnt stöðu rannsóknalektors við Johns Hopkins-háskólann. Við HÍ hefur hún meðal annars komið á fót nýju kjörsviði í læknisfræðilegri verkfræði við rafmagns og tölvuverkfræðideild og gegnt stöðu námsbrautarstjóra þess síðan 2015. Frá 2018 hefur Lotta verið varadeildarforseti rafmagns- og tölvuverkfræðideildar. Lotta hefur meðal annars hlotið rannsóknastyrki frá Rannís og NIH í Bandaríkjunum auk þess sem hún hlaut námsstyrki frá Fulbright, American Scandinavian Foundation (Thor Thors) og Minningarsjóði Helgu og Sigurliða á námsárum sínum.

Mynd:
  • © Kristinn Ingvarsson.

...