Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðfinna Aðalgeirsdóttir rannsakað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Guðfinna Aðalgeirsdóttir er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Hún rannsakar jökla, afkomu þeirra, hvernig þeir flæða undan eigin þunga yfir landslagið og móta það, og hvernig jöklar bregðast við loftslagsbreytingum í fortíð, nútíð og framtíð. Vegna loftslags- og jöklabreytinga breytist hraði landupplyftingar og einnig sjávarstaða í kringum Ísland. Guðfinna rannsakar þessar breytingar í samvinnuverkefnum. Rannsóknir hennar felast einkum í því að beita tölvugerðum líkönum til að reikna afkomu og hreyfingu jöklanna. Mælingar á jöklunum sjálfum eru mjög mikilvægur þáttur til að afla gagna fyrir sannprófun líkananna og því fer hún reglulega á jöklana í rannsóknaferðir.

Guðfinna rannsakar jökla, afkomu þeirra, hvernig þeir flæða undan eigin þunga yfir landslagið og móta það, og hvernig jöklar bregðast við loftslagsbreytingum í fortíð, nútíð og framtíð.

Guðfinna rannsakaði rúmmálsbreytingar jökla í Alaska í meistaraverkefni sínu árið 1996. Í samvinnu við leiðbeinandi hennar, Keith Echelmeyer, og jöklafræðinga í Alaska var flogið yfir 67 jökla og staðfest með laserhæðamæli úr Piper PA12-flugvél hvernig rúmmál þeirra hafði rýrnað síðan 1957. Guðfinna þróaði reiknilíkön í doktorsverkefni sínu, sem herma eftir lögun og þróun stærstu íslensku jöklanna og gefa þannig vísbendingar um hvernig þeir munu þróast í framtíðinni. Verkefnið var í samvinnu við vísindamenn á Jarðvísindastofnun HÍ og Veðurstofu Íslands. Síðar hefur hún notað ísflæðilíkanið PISM sem þróað er við háskóla Alaska í Fairbanks til að reikna bæði Grænlandsjökul og Vatnajökul og hefur hún tengt ísflæðilíkanið við loftslagslíkön.

Guðfinna tók þátt í rannsóknum á Suðurskautslandinu 2004-2005 sem beindust að því að skilja betur skrið ísstraumsins Rutford Ice stream og árin 2010-2012 tók hún þátt í að mæla lóðréttan hraða íssins á ísaskilunum Fletcher Promontory sem gefur til kynna hversu seigur ísinn er. Einnig var svonefndur Raymond-hóll rannsakaður, en hann myndast fyrir neðan ísaskil vegna breytingar í stífleika íssins og er stífari þar sem spennurnar eru minni (sjá nánar hér).

Guðfinna Aðalgeirsdóttir ásamt nemendum á Sólheimajökli að bora niður víra með gufubor. Myndin er tekin 2017 og á henni sjást einnig Alfreð Sindri Andrason og Sigurrós Arnardóttir.

Í fjölmörgum samstarfsverkefnum hefur Guðfinna tekið þátt í að rannsaka afkomu og loftslag yfir Grænlandsjökli og hefur unnið að spám um hvernig það mun líklega breytast í framtíðinni vegna manngerðra loftlagsbreytinga. Hún hefur leiðbeint doktorsnemendum og nýdoktorum við HÍ, Kaupmannahafnarháskóla, Háskólann í Birmingham, Englandi og í Bordeaux í Frakklandi við rannsóknir á Vatnajökli, Langjökli, Grænlandsjökli, smærri íslenskum jöklum (Virkisjökli, Drangajökli, austurhluta Vatnajökuls og fleiri jöklum á Íslandi) þar sem áhersla er á líkanreikninga og hvernig jöklar bregðast við loftslagsbreytingum. Einnig snúast verkefnin um að nota tölfræðiaðferðir og stigskipt Bayesískt-líkan til að reikna seigju og flæði Langjökuls og hvernig grunnvatnsflæði við þíðjökla þróast vegna loftlagsbreytinga.

Ritlista Guðfinnu má finna hér.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • © Pieter Bliek.

Útgáfudagur

4.7.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðfinna Aðalgeirsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn, 4. júlí 2019. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77755.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 4. júlí). Hvað hefur vísindamaðurinn Guðfinna Aðalgeirsdóttir rannsakað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77755

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvað hefur vísindamaðurinn Guðfinna Aðalgeirsdóttir rannsakað?“ Vísindavefurinn. 4. júl. 2019. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77755>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur vísindamaðurinn Guðfinna Aðalgeirsdóttir rannsakað?
Guðfinna Aðalgeirsdóttir er prófessor við Jarðvísindadeild Háskóla Íslands. Hún rannsakar jökla, afkomu þeirra, hvernig þeir flæða undan eigin þunga yfir landslagið og móta það, og hvernig jöklar bregðast við loftslagsbreytingum í fortíð, nútíð og framtíð. Vegna loftslags- og jöklabreytinga breytist hraði landupplyftingar og einnig sjávarstaða í kringum Ísland. Guðfinna rannsakar þessar breytingar í samvinnuverkefnum. Rannsóknir hennar felast einkum í því að beita tölvugerðum líkönum til að reikna afkomu og hreyfingu jöklanna. Mælingar á jöklunum sjálfum eru mjög mikilvægur þáttur til að afla gagna fyrir sannprófun líkananna og því fer hún reglulega á jöklana í rannsóknaferðir.

Guðfinna rannsakar jökla, afkomu þeirra, hvernig þeir flæða undan eigin þunga yfir landslagið og móta það, og hvernig jöklar bregðast við loftslagsbreytingum í fortíð, nútíð og framtíð.

Guðfinna rannsakaði rúmmálsbreytingar jökla í Alaska í meistaraverkefni sínu árið 1996. Í samvinnu við leiðbeinandi hennar, Keith Echelmeyer, og jöklafræðinga í Alaska var flogið yfir 67 jökla og staðfest með laserhæðamæli úr Piper PA12-flugvél hvernig rúmmál þeirra hafði rýrnað síðan 1957. Guðfinna þróaði reiknilíkön í doktorsverkefni sínu, sem herma eftir lögun og þróun stærstu íslensku jöklanna og gefa þannig vísbendingar um hvernig þeir munu þróast í framtíðinni. Verkefnið var í samvinnu við vísindamenn á Jarðvísindastofnun HÍ og Veðurstofu Íslands. Síðar hefur hún notað ísflæðilíkanið PISM sem þróað er við háskóla Alaska í Fairbanks til að reikna bæði Grænlandsjökul og Vatnajökul og hefur hún tengt ísflæðilíkanið við loftslagslíkön.

Guðfinna tók þátt í rannsóknum á Suðurskautslandinu 2004-2005 sem beindust að því að skilja betur skrið ísstraumsins Rutford Ice stream og árin 2010-2012 tók hún þátt í að mæla lóðréttan hraða íssins á ísaskilunum Fletcher Promontory sem gefur til kynna hversu seigur ísinn er. Einnig var svonefndur Raymond-hóll rannsakaður, en hann myndast fyrir neðan ísaskil vegna breytingar í stífleika íssins og er stífari þar sem spennurnar eru minni (sjá nánar hér).

Guðfinna Aðalgeirsdóttir ásamt nemendum á Sólheimajökli að bora niður víra með gufubor. Myndin er tekin 2017 og á henni sjást einnig Alfreð Sindri Andrason og Sigurrós Arnardóttir.

Í fjölmörgum samstarfsverkefnum hefur Guðfinna tekið þátt í að rannsaka afkomu og loftslag yfir Grænlandsjökli og hefur unnið að spám um hvernig það mun líklega breytast í framtíðinni vegna manngerðra loftlagsbreytinga. Hún hefur leiðbeint doktorsnemendum og nýdoktorum við HÍ, Kaupmannahafnarháskóla, Háskólann í Birmingham, Englandi og í Bordeaux í Frakklandi við rannsóknir á Vatnajökli, Langjökli, Grænlandsjökli, smærri íslenskum jöklum (Virkisjökli, Drangajökli, austurhluta Vatnajökuls og fleiri jöklum á Íslandi) þar sem áhersla er á líkanreikninga og hvernig jöklar bregðast við loftslagsbreytingum. Einnig snúast verkefnin um að nota tölfræðiaðferðir og stigskipt Bayesískt-líkan til að reikna seigju og flæði Langjökuls og hvernig grunnvatnsflæði við þíðjökla þróast vegna loftlagsbreytinga.

Ritlista Guðfinnu má finna hér.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • © Pieter Bliek.

...