Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvers vegna má segja bæði í gærkvöld og í gærkvöldi?

Eiríkur Rögnvaldsson

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hlutir sem gerðust í gærkvöld fremur en í gærkvöldi.

Góðan dag, eftir að hafa horft á fréttir undanfarið hef ég orðið var við að flest allir fréttamenn segja „í gærkvöld“. Sem dæmi „FH vann Val í gærkvöld“, „ráðist var á mann í gærkvöld“ og svo framvegis.

Ef maður beygir orðið gærkvöld þá er það: hér er gærkvöld, um gærkvöld, frá gærkvöldi, til gærkvölds. Eftir að hafa sent athugasemd til RÚV fékk ég til baka að það væri bæði rétt að segja í gærkvöld og í gærkvöldi.

Þetta er ofar mínum skilningi svo endilega svarið sem fyrst ef þið hafið einhverja skýringu á þessu fyrirbæri.

Orðið gærkvöld/gærkveld kemur nánast eingöngu fyrir með forsetningunni í sem getur tekið með sér bæði þolfall og þágufall. Orðið kvöld eitt og sér er alltaf endingarlaust í þolfalli en endar á -i í þágufalli, kvöldi. Í því orði er alveg ljóst að í tekur með sér þolfall -- við segjum Ég kem í kvöld, en alls ekki *Ég kem í kvöldi. En hvers vegna er þá hægt að segja í gærkvöldi?

Í gærkvöld er fast orðasamband og þess vegna hefur -i-endingin enga sérstaka þágufallsmerkingu þar.

Orðið gærkveld kemur fyrir í fornu máli og þá er ævinlega ritað í gærkveld en þegar kemur fram á 16. öld fara að koma dæmi um í gærkveldi/gærkvöldi. Alla tíð síðan virðast þessar myndir hafa verið notaðar samhliða en í gærkvöldi þó mun algengara – dæmi um myndina gærkvöldi/gærkveldi á tímarit.is eru rúmlega fjórum sinnum fleiri en um gærkvöld. Það er því ljóst að löng og rík hefð er fyrir báðum myndum og fráleitt væri að telja aðra þeirra réttari en hina.

Ekki er gott að segja hvernig það kom til að farið var að nota myndina gærkvöldi í þessu sambandi. Reyndar má líka finna dæmi um í kveldi/kvöldi frá svipuðum tíma og elstu dæmin um í gærkveldi, og í morgni kemur einnig fyrir um svipað leyti. Þetta gæti bent til þess að tilhneiging til að láta í stjórna þágufalli í stað þolfalls í þessum samböndum hafi komið upp á þessum tíma en síðan horfið aftur – nema í sambandinu í gærkvöldi.

Ástæðan fyrir því að í gærkvöldi hélst í málinu, öfugt við í kvöldi og í morgni, er hugsanlega sú að gærkvöld kemur eingöngu fyrir í þessu sambandi eins og áður segir. Orðið kvöld er notað í margvíslegu samhengi og því skiptir máli hvort notuð er myndin kvöld eða kvöldi. Í gærkvöld er hins vegar fast orðasamband og þess vegna hefur -i-endingin enga sérstaka þágufallsmerkingu þar. Í gærkvöld og í gærkvöldi verða bara valfrjáls tilbrigði orðasambandsins.

Mynd:

Höfundur

Eiríkur Rögnvaldsson

prófessor emeritus í íslenskri málfræði

Útgáfudagur

13.11.2019

Spyrjandi

Ágúst Bjarnason

Tilvísun

Eiríkur Rögnvaldsson. „Hvers vegna má segja bæði í gærkvöld og í gærkvöldi?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2019. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77866.

Eiríkur Rögnvaldsson. (2019, 13. nóvember). Hvers vegna má segja bæði í gærkvöld og í gærkvöldi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77866

Eiríkur Rögnvaldsson. „Hvers vegna má segja bæði í gærkvöld og í gærkvöldi?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2019. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77866>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna má segja bæði í gærkvöld og í gærkvöldi?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hlutir sem gerðust í gærkvöld fremur en í gærkvöldi.

Góðan dag, eftir að hafa horft á fréttir undanfarið hef ég orðið var við að flest allir fréttamenn segja „í gærkvöld“. Sem dæmi „FH vann Val í gærkvöld“, „ráðist var á mann í gærkvöld“ og svo framvegis.

Ef maður beygir orðið gærkvöld þá er það: hér er gærkvöld, um gærkvöld, frá gærkvöldi, til gærkvölds. Eftir að hafa sent athugasemd til RÚV fékk ég til baka að það væri bæði rétt að segja í gærkvöld og í gærkvöldi.

Þetta er ofar mínum skilningi svo endilega svarið sem fyrst ef þið hafið einhverja skýringu á þessu fyrirbæri.

Orðið gærkvöld/gærkveld kemur nánast eingöngu fyrir með forsetningunni í sem getur tekið með sér bæði þolfall og þágufall. Orðið kvöld eitt og sér er alltaf endingarlaust í þolfalli en endar á -i í þágufalli, kvöldi. Í því orði er alveg ljóst að í tekur með sér þolfall -- við segjum Ég kem í kvöld, en alls ekki *Ég kem í kvöldi. En hvers vegna er þá hægt að segja í gærkvöldi?

Í gærkvöld er fast orðasamband og þess vegna hefur -i-endingin enga sérstaka þágufallsmerkingu þar.

Orðið gærkveld kemur fyrir í fornu máli og þá er ævinlega ritað í gærkveld en þegar kemur fram á 16. öld fara að koma dæmi um í gærkveldi/gærkvöldi. Alla tíð síðan virðast þessar myndir hafa verið notaðar samhliða en í gærkvöldi þó mun algengara – dæmi um myndina gærkvöldi/gærkveldi á tímarit.is eru rúmlega fjórum sinnum fleiri en um gærkvöld. Það er því ljóst að löng og rík hefð er fyrir báðum myndum og fráleitt væri að telja aðra þeirra réttari en hina.

Ekki er gott að segja hvernig það kom til að farið var að nota myndina gærkvöldi í þessu sambandi. Reyndar má líka finna dæmi um í kveldi/kvöldi frá svipuðum tíma og elstu dæmin um í gærkveldi, og í morgni kemur einnig fyrir um svipað leyti. Þetta gæti bent til þess að tilhneiging til að láta í stjórna þágufalli í stað þolfalls í þessum samböndum hafi komið upp á þessum tíma en síðan horfið aftur – nema í sambandinu í gærkvöldi.

Ástæðan fyrir því að í gærkvöldi hélst í málinu, öfugt við í kvöldi og í morgni, er hugsanlega sú að gærkvöld kemur eingöngu fyrir í þessu sambandi eins og áður segir. Orðið kvöld er notað í margvíslegu samhengi og því skiptir máli hvort notuð er myndin kvöld eða kvöldi. Í gærkvöld er hins vegar fast orðasamband og þess vegna hefur -i-endingin enga sérstaka þágufallsmerkingu þar. Í gærkvöld og í gærkvöldi verða bara valfrjáls tilbrigði orðasambandsins.

Mynd: