Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Vísindafélag Íslendinga - 100 ára

Hvaða rannsóknir hefur fræðimaðurinn Finnur Dellsén stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Finnur Dellsén er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og gisti-dósent (førsteamanuensis II) við Inland Norway University of Applied Sciences í Noregi. Rannsóknir Finns hafa að miklu leyti snúist um hvernig við öðlumst skilning og þekkingu á heiminum, sérstaklega í vísindum og með hjálp þeirra. Þessar rannsóknir falla undir vísindaheimspeki og þekkingarfræði, en Finnur hefur einnig fengist umtalsvert við heimspekilega rökfræði sem og önnur svið heimspekinnar, svo sem siðspeki og heimspekisögu.

Samkvæmt hinni vísindalegu heimsmynd er heimurinn fullur af ýmis konar furðuhlutum, svo sem rafsegulsviðum og DNA-kjarnsýrum, sem eiga að skýra hvers vegna áþreifanlegir hlutir eins og seglar og manneskjur hegða sér eins og raun ber vitni. En hvers vegna ættum við að trúa því að þessi heimsmynd lýsi veruleikanum eins og hann er í raun og veru? Í doktorsritgerð Finns og tengdum fræðigreinum hefur hann bent á að trúverðugleiki vísindakenningar ráðist ekki einungis af því hversu vel kenningin myndi skýra þær athuganir eða tilraunir sem gerðar hafa verið hverju sinni, heldur einnig af því hvort við höfum ástæðu til að ætla að aðrar mögulegar vísindakenningar myndu skýra þessi gögn jafn vel eða betur. Í ljósi þessa færir Finnur rök fyrir því að endurskoða þurfi ýmsar viðteknar hugmyndir okkar um hvernig rökstyðja beri vísindakenningar.

Rannsóknir Finns hafa að miklu leyti snúist um hvernig við öðlumst skilning og þekkingu á heiminum, sérstaklega í vísindum og með hjálp þeirra.

Að loknu doktorsnáminu fékk Finnur áhuga á greinarmuninum á því að skilja og þekkja vísindaleg fyrirbæri. Finnur hefur ásamt ýmsum öðrum heimspekingum fært rök fyrir því að skilningur eigi að hafa stærri sess í heimspekilegum rannsóknum en verið hefur hingað til. Framlag Finns felst meðal annars í því að tengja skilningshugtakið við rökfræði með hætti sem ekki hafði áður verið gert. Nánar tiltekið hefur Finnur fært rök fyrir því að sú þekkingarfræðilega krafa að hugsun okkar lúti lögmálum rökfræðinnar geti ekki átt við um það sem við vitum eða teljum vera satt. Þess í stað eigi lögmál afleiðslurökfræði að stjórna því hvað við samþykkjum þegar við leitumst við að skilja.

Finnur hefur einnig sett fram og rökstutt þá kenningu að vísindalegar framfarir felist í því að öðlast aukinn skilning á vísindalegum fyrirbærum fremur til dæmis en aukna þekkingu. Þessi „skilningskenning“ um vísindalegar framfarir er nú meðal fjögurra helstu kenninga um eðli vísindalegra framfara. Skilningskenningin hefur meðal annars þann kost að geta skýrt hvers vegna uppgötvanir á tölfræðilegri fylgni án undirliggjandi orsakasambands er eru ekki taldar til vísindalegra framfara. Árið 2019 hlaut Finnur veglegan þriggja ára styrk frá Rannsóknasjóði til að leiða rannsóknarverkefnið „Skilningur og framfarir, í vísindum og víðar“ þar sem skilningskenningin er útfærð, rökstudd og yfirfærð á annars konar framfarir. Um er að ræða alþjóðlegt samstarfsverkefni í samvinnu við rannsakendur í Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi og Ástralíu.

Undanfarin þrjú ár hafa rannsóknir Finns í auknum mæli beinst að því sem kalla mætti félagsþekkingarfræði vísinda. Finnur sést hér lengst til hægri á myndinni.

Undanfarin þrjú ár hafa rannsóknir Finns í auknum mæli beinst að því sem kalla mætti félagsþekkingarfræði vísinda. Ýmsir fræðimenn hafa haldið því fram að félagsleg áhrif á vísindalega skoðanamyndun grafi undan trúverðugleika vísindakenninga. Efasemdarfólk um hinar ýmsu vísindakenningar – allt frá þeim sem afneita loftslagsbreytingum til þeirra sem hafna þróunarkenningunni – hafa svo tekið slíkar fullyrðingar upp á arma sína, með afleiðingum sem lýsa sér meðal annars í afneitun á loftslagsbreytingum af mannavöldum. Þvert á slíkar fullyrðingar hefur Finnur í nýjustu rannsóknum sínum sýnt fram á að hin félagslega vídd í vísindastarfi rennir í raun stoðum undir trúverðugleika vísinda. Nánar tiltekið hefur hann fært rök fyrir því að treysti megi á þær kenningar sem mikil samstaða er um meðal vísindamanna, sérstaklega þegar viðkomandi vísindamenn eru ósammála um aðrar kenningar og þegar þeir mynda sér skoðanir með sjálfstæðum hætti. Finnur hefur einnig fært rök fyrir því að afar villandi sé að gera mikið úr því þegar einstaka vísindamenn eru ósammála meirihlutaskoðunum (eins og oft tíðkast í fjölmiðlum), því það sé í reynd styrkleikamerki á kenningu að ekki sé algjör samstaða um hana.

Finnur Dellsén fæddist árið 1984 og lauk stúdentsprófi af eðlisfræðilínu Menntaskólans á Akureyri árið 2004. Hann lauk BA-prófi í heimspeki við Háskóla Íslands árið 2007 en stundaði einnig nám í stærðfræði við HÍ og stærðfræðilegri rökfræði við Gautaborgarháskóla. Finnur hóf nám við University of North Carolina í Chapel Hill í Bandaríkjunum árið 2009 og lauk þaðan MA-prófi 2011 og doktorsprófi 2014. Að loknu doktorsnáminu starfaði Finnur meðal annars sem stundakennari við HÍ og nýdoktor við University College Dublin á Írlandi, en var svo ráðinn dósent í heimspeki við Inland Norway University of Applied Sciences árið 2017. Haustið 2018 var Finnur ráðinn í starf lektors í heimspeki við Háskóla Íslands og hlaut þá um leið framgang í starf dósents.

Árið 2018 voru Finni veitt Lauener-verðlaunin fyrir upprennandi heimspekinga, en þau hlýtur ungur fræðimaður á tveggja ára fresti fyrir rannsóknir í heimspeki. Holberg-stofnunin veitti Finni svo Nils Klim-verðlaunin til ungra norrænna fræðimanna árið 2019 fyrir rannsóknir sínar á sviði þekkingarfræði og vísindaheimspeki.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • © Eivind Senneset.

Útgáfudagur

12.8.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur fræðimaðurinn Finnur Dellsén stundað?“ Vísindavefurinn, 12. ágúst 2019. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77887.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2019, 12. ágúst). Hvaða rannsóknir hefur fræðimaðurinn Finnur Dellsén stundað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77887

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur fræðimaðurinn Finnur Dellsén stundað?“ Vísindavefurinn. 12. ágú. 2019. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77887>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur fræðimaðurinn Finnur Dellsén stundað?
Finnur Dellsén er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands og gisti-dósent (førsteamanuensis II) við Inland Norway University of Applied Sciences í Noregi. Rannsóknir Finns hafa að miklu leyti snúist um hvernig við öðlumst skilning og þekkingu á heiminum, sérstaklega í vísindum og með hjálp þeirra. Þessar rannsóknir falla undir vísindaheimspeki og þekkingarfræði, en Finnur hefur einnig fengist umtalsvert við heimspekilega rökfræði sem og önnur svið heimspekinnar, svo sem siðspeki og heimspekisögu.

Samkvæmt hinni vísindalegu heimsmynd er heimurinn fullur af ýmis konar furðuhlutum, svo sem rafsegulsviðum og DNA-kjarnsýrum, sem eiga að skýra hvers vegna áþreifanlegir hlutir eins og seglar og manneskjur hegða sér eins og raun ber vitni. En hvers vegna ættum við að trúa því að þessi heimsmynd lýsi veruleikanum eins og hann er í raun og veru? Í doktorsritgerð Finns og tengdum fræðigreinum hefur hann bent á að trúverðugleiki vísindakenningar ráðist ekki einungis af því hversu vel kenningin myndi skýra þær athuganir eða tilraunir sem gerðar hafa verið hverju sinni, heldur einnig af því hvort við höfum ástæðu til að ætla að aðrar mögulegar vísindakenningar myndu skýra þessi gögn jafn vel eða betur. Í ljósi þessa færir Finnur rök fyrir því að endurskoða þurfi ýmsar viðteknar hugmyndir okkar um hvernig rökstyðja beri vísindakenningar.

Rannsóknir Finns hafa að miklu leyti snúist um hvernig við öðlumst skilning og þekkingu á heiminum, sérstaklega í vísindum og með hjálp þeirra.

Að loknu doktorsnáminu fékk Finnur áhuga á greinarmuninum á því að skilja og þekkja vísindaleg fyrirbæri. Finnur hefur ásamt ýmsum öðrum heimspekingum fært rök fyrir því að skilningur eigi að hafa stærri sess í heimspekilegum rannsóknum en verið hefur hingað til. Framlag Finns felst meðal annars í því að tengja skilningshugtakið við rökfræði með hætti sem ekki hafði áður verið gert. Nánar tiltekið hefur Finnur fært rök fyrir því að sú þekkingarfræðilega krafa að hugsun okkar lúti lögmálum rökfræðinnar geti ekki átt við um það sem við vitum eða teljum vera satt. Þess í stað eigi lögmál afleiðslurökfræði að stjórna því hvað við samþykkjum þegar við leitumst við að skilja.

Finnur hefur einnig sett fram og rökstutt þá kenningu að vísindalegar framfarir felist í því að öðlast aukinn skilning á vísindalegum fyrirbærum fremur til dæmis en aukna þekkingu. Þessi „skilningskenning“ um vísindalegar framfarir er nú meðal fjögurra helstu kenninga um eðli vísindalegra framfara. Skilningskenningin hefur meðal annars þann kost að geta skýrt hvers vegna uppgötvanir á tölfræðilegri fylgni án undirliggjandi orsakasambands er eru ekki taldar til vísindalegra framfara. Árið 2019 hlaut Finnur veglegan þriggja ára styrk frá Rannsóknasjóði til að leiða rannsóknarverkefnið „Skilningur og framfarir, í vísindum og víðar“ þar sem skilningskenningin er útfærð, rökstudd og yfirfærð á annars konar framfarir. Um er að ræða alþjóðlegt samstarfsverkefni í samvinnu við rannsakendur í Bandaríkjunum, Bretlandi, Hollandi, Þýskalandi og Ástralíu.

Undanfarin þrjú ár hafa rannsóknir Finns í auknum mæli beinst að því sem kalla mætti félagsþekkingarfræði vísinda. Finnur sést hér lengst til hægri á myndinni.

Undanfarin þrjú ár hafa rannsóknir Finns í auknum mæli beinst að því sem kalla mætti félagsþekkingarfræði vísinda. Ýmsir fræðimenn hafa haldið því fram að félagsleg áhrif á vísindalega skoðanamyndun grafi undan trúverðugleika vísindakenninga. Efasemdarfólk um hinar ýmsu vísindakenningar – allt frá þeim sem afneita loftslagsbreytingum til þeirra sem hafna þróunarkenningunni – hafa svo tekið slíkar fullyrðingar upp á arma sína, með afleiðingum sem lýsa sér meðal annars í afneitun á loftslagsbreytingum af mannavöldum. Þvert á slíkar fullyrðingar hefur Finnur í nýjustu rannsóknum sínum sýnt fram á að hin félagslega vídd í vísindastarfi rennir í raun stoðum undir trúverðugleika vísinda. Nánar tiltekið hefur hann fært rök fyrir því að treysti megi á þær kenningar sem mikil samstaða er um meðal vísindamanna, sérstaklega þegar viðkomandi vísindamenn eru ósammála um aðrar kenningar og þegar þeir mynda sér skoðanir með sjálfstæðum hætti. Finnur hefur einnig fært rök fyrir því að afar villandi sé að gera mikið úr því þegar einstaka vísindamenn eru ósammála meirihlutaskoðunum (eins og oft tíðkast í fjölmiðlum), því það sé í reynd styrkleikamerki á kenningu að ekki sé algjör samstaða um hana.

Finnur Dellsén fæddist árið 1984 og lauk stúdentsprófi af eðlisfræðilínu Menntaskólans á Akureyri árið 2004. Hann lauk BA-prófi í heimspeki við Háskóla Íslands árið 2007 en stundaði einnig nám í stærðfræði við HÍ og stærðfræðilegri rökfræði við Gautaborgarháskóla. Finnur hóf nám við University of North Carolina í Chapel Hill í Bandaríkjunum árið 2009 og lauk þaðan MA-prófi 2011 og doktorsprófi 2014. Að loknu doktorsnáminu starfaði Finnur meðal annars sem stundakennari við HÍ og nýdoktor við University College Dublin á Írlandi, en var svo ráðinn dósent í heimspeki við Inland Norway University of Applied Sciences árið 2017. Haustið 2018 var Finnur ráðinn í starf lektors í heimspeki við Háskóla Íslands og hlaut þá um leið framgang í starf dósents.

Árið 2018 voru Finni veitt Lauener-verðlaunin fyrir upprennandi heimspekinga, en þau hlýtur ungur fræðimaður á tveggja ára fresti fyrir rannsóknir í heimspeki. Holberg-stofnunin veitti Finni svo Nils Klim-verðlaunin til ungra norrænna fræðimanna árið 2019 fyrir rannsóknir sínar á sviði þekkingarfræði og vísindaheimspeki.

Myndir:
  • © Kristinn Ingvarsson.
  • © Eivind Senneset.

...