Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Getið þið útskýrt ljósmyndina sem vísindamenn tóku af svartholi?

Kári Helgason

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Ég skil ekki þessa ljósmynd af svartholinu. Getur ekki einhver útskýrt fyrir mér hvað ég er að horfa á. Ef svarti depillinn er skuggi svartholsins er þá ekki hægt að sjá út frá honum hvar svartholið sjálft er sem ég veit að er ósýnilegt? Hvernig stendur á þessum ljósahring í kringum skuggann. Ætti þessi hringur ekki að vera umhverfis svartholið sjálft?

Hringurinn umhverfis svartholið kemur frá glóandi gasi í umhverfinu sem útvarpssjónaukar á jörðinni greina. Svartholið sjálft er í miðjunni. Ljóshringurinn er móðukenndur vegna þess að sjónaukasamstæðan nær einfaldlega ekki að greina frekari smáatriði. Á myndinni fyrir neðan má sjá tölvulíkan af gasinu umhverfis svartholið eins og það gæti litið út, borið saman við ekta myndina (til vinstri) og mynd af tölvulíkaninu eftir að búið er að afmá í sömu upplausn (hægri).

Þegar talað er um stærð svarthola er yfirleitt átt við þann radíus frá miðjunni þaðan sem ekkert sleppur, ekki einu sinni ljós. En sú stærð risasvartholsins í M87 er ekki nema hluti skuggans (svarta svæðsins) á myndinni. Á myndinni að neðan má sjá hvar sjóndeild svartholsins er að finna. En skugginn er stærri en sjálft svartholið vegna þess hvernig þyngdaraflið sveigir ljósgeisla samkvæmt almennu afstæðiskenningu Einsteins. Allir þeir samsíða ljósgeislar sem eiga leið hjá og fara nær en sem nemur 2,6 sinnum stærð svartholsins, svigna ofan í það. Athugið að þessi fjarlægð er ekki það sama og sjóndeild svartholsins því hún fer eftir stefnu ljósgeislanna. Ljós sem skotið er beint út eftir radíus svartholsins sleppur aldrei nema það sé fyrir utan sjóndeildina (eða Schwarzschild-radíus).

Ef það væri mikið gas fyrir framan svartholið í M87 frá okkur séð þá myndum við geta séð það. En það vill svo til að svartholið í M87 hefur snúningsás sem beinist frá okkur og mun meira gas er að finna í skífu umhverfis miðbaug svartholsins.

Hvíti hringurinn sýnir sjóndeild svartholsins. Punktalínan sýnir áhrifasvæði skuggans sem er 2,6 sinnum stærra en svartholið í miðjunni.

Hvíti hringurinn táknar sjóndeild svartholsins í miðjunni. Þvermálið er um 40 milljarðar kílómetra en sólkerfið okkar kæmist fyrir innan þess (3,5 sinnum lengra en braut Plútó). Punktalínan táknar áhrifasvæði skuggans sem er 2,6 sinnum stærra en svartholið í miðjunni.

Skugginn er stærri en sjálft svartholið því allir ljósgeislar sem fara of nálægt svigna ofan í svartholið. Sá sem stendur hinum megin sér skugga sem er 2,6 sinnum stærri en sjóndeild svartholsins.

Skýringarmynd sem sýnir að sá sem stendur hinum megin við svartholið sér skugga sem er sem er 2,6 sinnum stærri en sjóndeild svartholsins.

Að lokum er rétt að benda þeim sem hafa áhuga að fræðast meira um svarthol á þetta myndband sem nefnist Hvað er inni í svartholi?

Myndband:

Myndir:

Höfundur

Kári Helgason

doktor í stjarneðlisfræði

Útgáfudagur

9.1.2020

Spyrjandi

Ragnheiður Kristjánsdóttir

Tilvísun

Kári Helgason. „Getið þið útskýrt ljósmyndina sem vísindamenn tóku af svartholi?“ Vísindavefurinn, 9. janúar 2020. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=77976.

Kári Helgason. (2020, 9. janúar). Getið þið útskýrt ljósmyndina sem vísindamenn tóku af svartholi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=77976

Kári Helgason. „Getið þið útskýrt ljósmyndina sem vísindamenn tóku af svartholi?“ Vísindavefurinn. 9. jan. 2020. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=77976>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið útskýrt ljósmyndina sem vísindamenn tóku af svartholi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Ég skil ekki þessa ljósmynd af svartholinu. Getur ekki einhver útskýrt fyrir mér hvað ég er að horfa á. Ef svarti depillinn er skuggi svartholsins er þá ekki hægt að sjá út frá honum hvar svartholið sjálft er sem ég veit að er ósýnilegt? Hvernig stendur á þessum ljósahring í kringum skuggann. Ætti þessi hringur ekki að vera umhverfis svartholið sjálft?

Hringurinn umhverfis svartholið kemur frá glóandi gasi í umhverfinu sem útvarpssjónaukar á jörðinni greina. Svartholið sjálft er í miðjunni. Ljóshringurinn er móðukenndur vegna þess að sjónaukasamstæðan nær einfaldlega ekki að greina frekari smáatriði. Á myndinni fyrir neðan má sjá tölvulíkan af gasinu umhverfis svartholið eins og það gæti litið út, borið saman við ekta myndina (til vinstri) og mynd af tölvulíkaninu eftir að búið er að afmá í sömu upplausn (hægri).

Þegar talað er um stærð svarthola er yfirleitt átt við þann radíus frá miðjunni þaðan sem ekkert sleppur, ekki einu sinni ljós. En sú stærð risasvartholsins í M87 er ekki nema hluti skuggans (svarta svæðsins) á myndinni. Á myndinni að neðan má sjá hvar sjóndeild svartholsins er að finna. En skugginn er stærri en sjálft svartholið vegna þess hvernig þyngdaraflið sveigir ljósgeisla samkvæmt almennu afstæðiskenningu Einsteins. Allir þeir samsíða ljósgeislar sem eiga leið hjá og fara nær en sem nemur 2,6 sinnum stærð svartholsins, svigna ofan í það. Athugið að þessi fjarlægð er ekki það sama og sjóndeild svartholsins því hún fer eftir stefnu ljósgeislanna. Ljós sem skotið er beint út eftir radíus svartholsins sleppur aldrei nema það sé fyrir utan sjóndeildina (eða Schwarzschild-radíus).

Ef það væri mikið gas fyrir framan svartholið í M87 frá okkur séð þá myndum við geta séð það. En það vill svo til að svartholið í M87 hefur snúningsás sem beinist frá okkur og mun meira gas er að finna í skífu umhverfis miðbaug svartholsins.

Hvíti hringurinn sýnir sjóndeild svartholsins. Punktalínan sýnir áhrifasvæði skuggans sem er 2,6 sinnum stærra en svartholið í miðjunni.

Hvíti hringurinn táknar sjóndeild svartholsins í miðjunni. Þvermálið er um 40 milljarðar kílómetra en sólkerfið okkar kæmist fyrir innan þess (3,5 sinnum lengra en braut Plútó). Punktalínan táknar áhrifasvæði skuggans sem er 2,6 sinnum stærra en svartholið í miðjunni.

Skugginn er stærri en sjálft svartholið því allir ljósgeislar sem fara of nálægt svigna ofan í svartholið. Sá sem stendur hinum megin sér skugga sem er 2,6 sinnum stærri en sjóndeild svartholsins.

Skýringarmynd sem sýnir að sá sem stendur hinum megin við svartholið sér skugga sem er sem er 2,6 sinnum stærri en sjóndeild svartholsins.

Að lokum er rétt að benda þeim sem hafa áhuga að fræðast meira um svarthol á þetta myndband sem nefnist Hvað er inni í svartholi?

Myndband:

Myndir:...