Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Vísindavefur Háskóla Íslands hlýtur viðurkenningu Íslenskrar málnefndar

Ritstjórn Vísindavefsins

Vísindavefurinn hlaut viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir vel unnin störf á sviði málræktar á Málræktarþingi sem fram fór í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins 26. september.

Íslensk málnefnd hefur starfað í 55 ár og hefur það hlutverk að veita stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tungu á fræðilegum grundvelli og gera tillögur til ráðherra um málstefnu auk þess að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu. Málnefndin hefur einnig veitt viðurkenningar fyrir það sem vel er gert á svið málræktar eða líklegt er til að efla íslenska tungu.

Á Málræktarþingi þann 26. september 2019, sem haldið var undir yfirskriftinni „Hjálpartæki íslenskunnar“, fékk Vísindavefurinn viðurkenningu „fyrir skilvirka og vandaða þjónustu við almenning og miðlun þekkingar um margvísleg málefni á netinu á íslensku.“

Vísindavefur HÍ hlaut viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir skilvirka og vandaða þjónustu við almenning og miðlun þekkingar um margvísleg málefni á netinu á íslensku.

Tvö önnur verkefni hlutu einnig viðurkenningu: Kennsluvefurinn „Orðin okkar á íslensku“ og íslenskunámskeiðið „Bjargir“.

Vísindavefurinn hefur verið í hópi vinsælustu vefja í fjöldamörg ár samkvæmt mælingum Modernus en hann var stofnaður árið 2000. Svörin á Vísindavefnum eru orðin rúmlega 12.000 og var síðum vefsins flett um þremur milljón sinnum á síðasta ári.

Mynd:
  • Íslensk málnefnd.

Útgáfudagur

30.9.2019

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Vísindavefur Háskóla Íslands hlýtur viðurkenningu Íslenskrar málnefndar.“ Vísindavefurinn, 30. september 2019. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78079.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2019, 30. september). Vísindavefur Háskóla Íslands hlýtur viðurkenningu Íslenskrar málnefndar. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78079

Ritstjórn Vísindavefsins. „Vísindavefur Háskóla Íslands hlýtur viðurkenningu Íslenskrar málnefndar.“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2019. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78079>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Vísindavefur Háskóla Íslands hlýtur viðurkenningu Íslenskrar málnefndar
Vísindavefurinn hlaut viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir vel unnin störf á sviði málræktar á Málræktarþingi sem fram fór í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins 26. september.

Íslensk málnefnd hefur starfað í 55 ár og hefur það hlutverk að veita stjórnvöldum ráðgjöf um málefni íslenskrar tungu á fræðilegum grundvelli og gera tillögur til ráðherra um málstefnu auk þess að álykta árlega um stöðu íslenskrar tungu. Málnefndin hefur einnig veitt viðurkenningar fyrir það sem vel er gert á svið málræktar eða líklegt er til að efla íslenska tungu.

Á Málræktarþingi þann 26. september 2019, sem haldið var undir yfirskriftinni „Hjálpartæki íslenskunnar“, fékk Vísindavefurinn viðurkenningu „fyrir skilvirka og vandaða þjónustu við almenning og miðlun þekkingar um margvísleg málefni á netinu á íslensku.“

Vísindavefur HÍ hlaut viðurkenningu Íslenskrar málnefndar fyrir skilvirka og vandaða þjónustu við almenning og miðlun þekkingar um margvísleg málefni á netinu á íslensku.

Tvö önnur verkefni hlutu einnig viðurkenningu: Kennsluvefurinn „Orðin okkar á íslensku“ og íslenskunámskeiðið „Bjargir“.

Vísindavefurinn hefur verið í hópi vinsælustu vefja í fjöldamörg ár samkvæmt mælingum Modernus en hann var stofnaður árið 2000. Svörin á Vísindavefnum eru orðin rúmlega 12.000 og var síðum vefsins flett um þremur milljón sinnum á síðasta ári.

Mynd:
  • Íslensk málnefnd.

...