Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Getið þið sagt okkur hversu margir jarðarbúar þjást af hungri?

EDS

Upprunalega spurningin var:
Ég og vinkona mín erum að vinna verkefni um matarsóun og finnum ekki hversu mörg prósent af fólki á jörðinni sveltur.

Í örstuttu máli þá er talið að rúmlega 820 milljónir manna búi við hungur og um 2 milljarðar búi við ótryggt fæðuöryggi.

Árið 2015 settu Sameinuðu þjóðirnar fram 17 heimsmarkmið um sjálfbæra þróun sem ríkjum ber að ná fyrir árið 2030. Eitt þessara markmiða snýr að því að útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur lengi fylgst með þróun hungurs í heiminum og gefur reglulega út skýrslur um málið. Síðustu ár hefur stofnunin verið í samstarfi við UNICEF, Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP), Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) og Alþjóðasjóð um þróun landbúnaðar (IFAD) um að fylgjast með hvernig gengur að ná því heimsmarkmiði að útrými hungri. Upplýsingarnar hér á eftir eru fengnar úr skýrslu þessara aðila sem út kom árið 2019 og nefnist The State of Food Security and Nutrition in the World 2019.

Í skýrslunni kemur fram að í meira en áratug dró úr hungri í heiminum en undanfarin þrjú ár hefur þróunin því miður verið í öfuga átt. Tíðni eða algengi hungurs hefur verið um 11% síðustu ár en heildarfjöldi þeirra sem búa við hungur hefur aukist lítillega. Árið 2018 er talið að meira en 820 milljón manns hafi búið við hungur en það samsvarar einum af hverjum níu jarðarbúum.

Tíðni hungurs (%) í heiminum 2005-2018
200520102015201620172018
Heimurinn14,511,810,610,710,810,8
Afríka21,219,118,319,819,819,9
Asía17,413,611,711,511,411,3
Suður-Ameríka og Karíbahaf9,16,86,26,36,56,5
Eyjaálfa5,55,25,96,06,16,2
Norður-Ameríka og Evrópa< 2,5< 2,5< 2,5< 2,5< 2,5< 2,5

Ef ástandið er skoðað eftir heimshlutum þá kemur í ljós að tíðni hungurs er langhæst í Afríku þar sem nálægt 20% íbúa eru vannærðir. Langflestir sem líða næringarskort í Afríku búa í ríkjum sunnan Sahara.

Sé litið til fjölda en ekki hlutfalls eru þó flestir sem búa við hungur í Asíu, enda ber sú heimsálfa höfuð og herðar yfir önnur svæði jarðar þegar kemur að fólksfjölda. Talið er að yfir 500 milljónir af þeim rúmlega 820 milljónum sem lifa við hungur séu Asíubúar.

Áætlaður fjöldi hungraðra í heiminum eftir svæðum. Tölur í milljónum.

Tíðni hungurs hefur lengi verið notuð til að meta ástand þessara mála en nú er einnig farið að líta til þess hversu margir búa við nokkuð ótryggt fæðuöryggi (e. moderate food insecurity). Með því er átt við þá sem lifa við næringarskort af einhverjum ástæðum án þess þó beinlínis að búa við viðvarandi hungur. Sé þessum hópi bætt við þá sem búa við viðvarandi vannæringu (e. severe food insecurity) er talið að um 2 milljarðar manna hafi ekki aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum mat allt árið um kring. Eins og þessar tölur bera með sér er því miður afar langt í land að ná því markmiði Sameinuðu þjóðanna að útrými hungri í heiminum fyrir 2030 eins og stefnt er að.

Heimildir, myndir og tafla:

Höfundur

Útgáfudagur

16.10.2019

Spyrjandi

Embla María Ingvaldsdóttir

Tilvísun

EDS. „Getið þið sagt okkur hversu margir jarðarbúar þjást af hungri?“ Vísindavefurinn, 16. október 2019. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78089.

EDS. (2019, 16. október). Getið þið sagt okkur hversu margir jarðarbúar þjást af hungri? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78089

EDS. „Getið þið sagt okkur hversu margir jarðarbúar þjást af hungri?“ Vísindavefurinn. 16. okt. 2019. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78089>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt okkur hversu margir jarðarbúar þjást af hungri?
Upprunalega spurningin var:

Ég og vinkona mín erum að vinna verkefni um matarsóun og finnum ekki hversu mörg prósent af fólki á jörðinni sveltur.

Í örstuttu máli þá er talið að rúmlega 820 milljónir manna búi við hungur og um 2 milljarðar búi við ótryggt fæðuöryggi.

Árið 2015 settu Sameinuðu þjóðirnar fram 17 heimsmarkmið um sjálfbæra þróun sem ríkjum ber að ná fyrir árið 2030. Eitt þessara markmiða snýr að því að útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði.

Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) hefur lengi fylgst með þróun hungurs í heiminum og gefur reglulega út skýrslur um málið. Síðustu ár hefur stofnunin verið í samstarfi við UNICEF, Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna (WFP), Alþjóðaheilbrigðisstofnunina (WHO) og Alþjóðasjóð um þróun landbúnaðar (IFAD) um að fylgjast með hvernig gengur að ná því heimsmarkmiði að útrými hungri. Upplýsingarnar hér á eftir eru fengnar úr skýrslu þessara aðila sem út kom árið 2019 og nefnist The State of Food Security and Nutrition in the World 2019.

Í skýrslunni kemur fram að í meira en áratug dró úr hungri í heiminum en undanfarin þrjú ár hefur þróunin því miður verið í öfuga átt. Tíðni eða algengi hungurs hefur verið um 11% síðustu ár en heildarfjöldi þeirra sem búa við hungur hefur aukist lítillega. Árið 2018 er talið að meira en 820 milljón manns hafi búið við hungur en það samsvarar einum af hverjum níu jarðarbúum.

Tíðni hungurs (%) í heiminum 2005-2018
200520102015201620172018
Heimurinn14,511,810,610,710,810,8
Afríka21,219,118,319,819,819,9
Asía17,413,611,711,511,411,3
Suður-Ameríka og Karíbahaf9,16,86,26,36,56,5
Eyjaálfa5,55,25,96,06,16,2
Norður-Ameríka og Evrópa< 2,5< 2,5< 2,5< 2,5< 2,5< 2,5

Ef ástandið er skoðað eftir heimshlutum þá kemur í ljós að tíðni hungurs er langhæst í Afríku þar sem nálægt 20% íbúa eru vannærðir. Langflestir sem líða næringarskort í Afríku búa í ríkjum sunnan Sahara.

Sé litið til fjölda en ekki hlutfalls eru þó flestir sem búa við hungur í Asíu, enda ber sú heimsálfa höfuð og herðar yfir önnur svæði jarðar þegar kemur að fólksfjölda. Talið er að yfir 500 milljónir af þeim rúmlega 820 milljónum sem lifa við hungur séu Asíubúar.

Áætlaður fjöldi hungraðra í heiminum eftir svæðum. Tölur í milljónum.

Tíðni hungurs hefur lengi verið notuð til að meta ástand þessara mála en nú er einnig farið að líta til þess hversu margir búa við nokkuð ótryggt fæðuöryggi (e. moderate food insecurity). Með því er átt við þá sem lifa við næringarskort af einhverjum ástæðum án þess þó beinlínis að búa við viðvarandi hungur. Sé þessum hópi bætt við þá sem búa við viðvarandi vannæringu (e. severe food insecurity) er talið að um 2 milljarðar manna hafi ekki aðgang að nægum, öruggum og næringarríkum mat allt árið um kring. Eins og þessar tölur bera með sér er því miður afar langt í land að ná því markmiði Sameinuðu þjóðanna að útrými hungri í heiminum fyrir 2030 eins og stefnt er að.

Heimildir, myndir og tafla:

...