Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Gætu víkingar hafa notað silfurberg sem siglingatæki á sjóferðum?

Kristján Leósson

Upprunalega spurningin var:

Eru til heimildir um að sjófarendur á öldum áður (víkingar) hafi notað silfurberg sem leiðsögutæki á sjó?

Á síðustu áratugum hefur þeirri hugmynd skotið upp kollinum að svonefndur „sólarsteinn,“ sem getið er um í fornum heimildum (Ólafs sögu helga og Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar) væri íslenskt silfurberg og að víkingar hafi jafnvel notað silfurbergskristalla sem siglingatæki á ferðum sínum yfir opin hafsvæði. Danski fornleifafræðingurinn Thorkild Ramskou (1915-1985) vakti máls á þessu á 7. áratug 20. aldar, eftir að starfsmenn flugfélagsins SAS bentu honum á að í flugvélum væru sólaráttavitar með silfurbergskristöllum notaðir nálægt segulpólum jarðar, þar sem hefðbundnir seguláttavitar verða ónákvæmir.

Sjálfur taldi Ramskou reyndar ólíklegt að sólarsteinninn sem hinar fornu sagnir vísa til væri íslenskt silfurberg. Taldi hann líklegra að þar væri um að ræða steindina kordíerít sem meðal annars má finna við Oslóarfjörð. Kordíerít breytir um lit eftir því hvernig horft er á það í skautuðu ljósi.

Hverfandi líkur eru á því að víkingar hafi notað silfurberg eða annars konar „sólarstein“ sem siglingatæki.

Ljósið frá himninum er að hluta til skautað og með því að mæla skautunarstefnu ljóssins frá himninum má miða út stefnu sólarinnar, þó að hún sé hulin sjónum. Til að þetta sé gerlegt þarf hins vegar að sjást í heiðan himin, helst í hvirfilpunkti, og sólarhæð má ekki vera meiri en um 30°.

Engar heimildir eru fyrir því að gegnsætt silfurberg hafi fundist á Íslandi fyrr en á 17. öld. Silfurberg frá Íslandi nýttist hins vegar í upphafi 19. aldar til að sýna fram á að ljósið frá himninum væri skautað og að skautun himinsins gæfi upplýsingar um stöðu sólarinnar. Á rúmsjó gagnast hins vegar lítið að mæla stefnu sólar til að rata nema nákvæm mæling á tíma og/eða breiddargráðu sé einnig fyrir hendi.

Þrátt fyrir síauknar vinsældir hugmyndarinnar um siglingarstein víkinganna verða að teljast hverfandi líkur á því að víkingar hafi notað silfurberg (eða nokkurn annan „sólarstein“) sem siglingatæki. Ekkert silfurberg hefur fundist í víkingaskipum og engar heimildir hafa nokkru sinni fundist um notkun sambærilegra siglingarsteina til sjós.

Mynd:

Höfundur

Kristján Leósson

eðlisverkfræðingur

Útgáfudagur

27.3.2020

Spyrjandi

Eygló Sesselja Aradóttir

Tilvísun

Kristján Leósson. „Gætu víkingar hafa notað silfurberg sem siglingatæki á sjóferðum?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2020. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78180.

Kristján Leósson. (2020, 27. mars). Gætu víkingar hafa notað silfurberg sem siglingatæki á sjóferðum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78180

Kristján Leósson. „Gætu víkingar hafa notað silfurberg sem siglingatæki á sjóferðum?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2020. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78180>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gætu víkingar hafa notað silfurberg sem siglingatæki á sjóferðum?
Upprunalega spurningin var:

Eru til heimildir um að sjófarendur á öldum áður (víkingar) hafi notað silfurberg sem leiðsögutæki á sjó?

Á síðustu áratugum hefur þeirri hugmynd skotið upp kollinum að svonefndur „sólarsteinn,“ sem getið er um í fornum heimildum (Ólafs sögu helga og Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar) væri íslenskt silfurberg og að víkingar hafi jafnvel notað silfurbergskristalla sem siglingatæki á ferðum sínum yfir opin hafsvæði. Danski fornleifafræðingurinn Thorkild Ramskou (1915-1985) vakti máls á þessu á 7. áratug 20. aldar, eftir að starfsmenn flugfélagsins SAS bentu honum á að í flugvélum væru sólaráttavitar með silfurbergskristöllum notaðir nálægt segulpólum jarðar, þar sem hefðbundnir seguláttavitar verða ónákvæmir.

Sjálfur taldi Ramskou reyndar ólíklegt að sólarsteinninn sem hinar fornu sagnir vísa til væri íslenskt silfurberg. Taldi hann líklegra að þar væri um að ræða steindina kordíerít sem meðal annars má finna við Oslóarfjörð. Kordíerít breytir um lit eftir því hvernig horft er á það í skautuðu ljósi.

Hverfandi líkur eru á því að víkingar hafi notað silfurberg eða annars konar „sólarstein“ sem siglingatæki.

Ljósið frá himninum er að hluta til skautað og með því að mæla skautunarstefnu ljóssins frá himninum má miða út stefnu sólarinnar, þó að hún sé hulin sjónum. Til að þetta sé gerlegt þarf hins vegar að sjást í heiðan himin, helst í hvirfilpunkti, og sólarhæð má ekki vera meiri en um 30°.

Engar heimildir eru fyrir því að gegnsætt silfurberg hafi fundist á Íslandi fyrr en á 17. öld. Silfurberg frá Íslandi nýttist hins vegar í upphafi 19. aldar til að sýna fram á að ljósið frá himninum væri skautað og að skautun himinsins gæfi upplýsingar um stöðu sólarinnar. Á rúmsjó gagnast hins vegar lítið að mæla stefnu sólar til að rata nema nákvæm mæling á tíma og/eða breiddargráðu sé einnig fyrir hendi.

Þrátt fyrir síauknar vinsældir hugmyndarinnar um siglingarstein víkinganna verða að teljast hverfandi líkur á því að víkingar hafi notað silfurberg (eða nokkurn annan „sólarstein“) sem siglingatæki. Ekkert silfurberg hefur fundist í víkingaskipum og engar heimildir hafa nokkru sinni fundist um notkun sambærilegra siglingarsteina til sjós.

Mynd:...