Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver ber ábyrgð á framkomu íslenskra einkafyrirtækja gagnvart stjórnkerfum eða almenningi í fátækari ríkjum?

Henry Alexander Henrysson

Flestar spurningar um ábyrgð búa yfir töluverðu flækjustigi. Ástæður þess eru fyrst og fremst af tvennu tagi. Annars vegar er ábyrgðarhugtakið á íslensku býsna margslungið og ekki alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir hvað spurt er um. Seinni flækjan á sér rætur í því að ábyrgðin sem spurt er um liggur oft á illa skilgreindu svæði milli þess sem skráð hefur verið í lög og óskráðra reglna siðferðisins. Viðbrögð um að enginn þurfi að bera ábyrgð litast oft af helst til mikilli trú á lagabókstafnum sem svarar ekki því sem spyrjandi er að kalla eftir. Ákall eftir því að einhver axli ábyrgð hefur því oft lítið að gera með hvort viðkomandi beri ábyrgð að lögum. Við þetta bætist svo reyndar enn annað flækjustig sem felst í því hversu langt ábyrgð getur gengið í tíma og rúmi. Spurningin tengist augljóslega þessu tiltekna flækjustigi þar sem spurt er um ábyrgð milli landa og jafnvel heimsálfa.

Ef við snúum okkur fyrst að ábyrgðarhugtakinu þá er mikilvægt að geta greint hvers konar ábyrgð spyrjandi á við. Á íslensku notum við yfirleitt þetta eina orð sem enska hefur til dæmis nokkur yfir. Þegar spurt er hver beri ábyrgð á að leysa ákveðið verkefni er yfirleitt talað um „responsibility“. Nokkur hugtök eru svo notuð þegar einhver skal bera ábyrgð á aðgerð eða aðgerðaleysi. Eftir samhengi og eðli málsins, til dæmis hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, má nefna „blame“, „liability“ eða „culpability“. Að lokum verður að nefna að hugtakið „accountability“ er oft mest viðeigandi þegar kallað er eftir því að einhver beri ábyrgð í ákveðnu máli. Það mætti jafnvel þýða sem fyrirsvar, þótt enska eigi einnig hugtakið „answerability“. Jafnvel þótt einhver annar hafi í raun framkvæmt verknað kann ábyrgðin að liggja hjá öðrum. Þessi tegund ábyrgðar liggur til að mynda hjá stjórnendum þótt undirmenn hafi borið ábyrgð á að verkefni hafi verið unnið.

Til að svara spurningunni sjálfri í sinni hversdagslegustu merkingu þá bera stjórnendur ábyrgð á framkomu fyrirtækisins. Ábyrgð liggur fyrst og fremst hjá þeim sem varða stefnuna. Þeim ber siðferðileg skylda til að svara fyrir hana.

Til að svara spurningunni sjálfri í sinni hversdagslegustu merkingu þá bera stjórnendur ábyrgð á framkomu fyrirtækisins. Hverjir stjórnendurnir nákvæmlega eru og hvar ákvarðanir hafa verið teknar getur svo kallað á ítarlegri rannsókn. Stór einkafyrirtæki byggja á flóknu kerfi verkefna- og deildaskiptingar. Svör við spurningum um hver beri í raun ábyrgð þurfa að taka tillit til slíks veruleika. Ábyrgðarkeðjan nær þó alltaf til stjórnar fyrirtækis. En þótt stjórn komist ekki hjá því að bera ábyrgð er þó ljóst að þeir sem framkvæma siðferðilega ámælisverða verknaði geta ekki sagt sig frá ábyrgð. Í málum þar sem einkafyrirtæki hafa farið offari gagnvart almenningi og stjórnkerfi fátækari ríkja má líta svo á að ábyrgðin dreifist víða. Einstaklingar bera ábyrgð á þeim verkefnum sem þeim hafa verið falin og svo geta viðkomandi einstaklingar borið refsiábyrgð eftir atvikum. En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá þeim sem varða stefnuna. Þeim ber siðferðileg skylda til að svara fyrir hana.

Í vissum skilningi er engin spurning að ábyrgð hvílir einnig á herðum opinberra eftirlitsaðila. Hverjir þeir eru fer svo eftir eðli þeirrar starfsemi sem einkafyrirtækið sem spurt er um leggur stund á. Nútíma lýðræðissamfélög byggja á flóknu kerfi eftirlitsaðila sem ætlað er að tryggja að athafnir borgara gangi ekki gegn viðmiðum um sanngirni og réttlæti. Stöðug umræða þarf að fara fram í samfélögum um hvort þetta kerfi nái að axla þá ábyrgð sem lögð er á það. Vandamál við eftirlitið koma upp þegar starfsemi einkafyrirtækja nær milli landa og heimsálfa. Má jafnvel geta sér þess til að stundum sé markmið fyrirtækja að koma rekstri fyrirtækja fyrir þar sem ekki er ljóst hver ber ábyrgð á eftirlitinu. Almenningur gerir þó væntanlega alltaf ráð fyrir að í kerfinu finnist ekki slíkar glufur og að einhver beri ábyrgð á því að fyrirsvari stjórnenda sé til haga haldið.

En samfélagið allt ber einnig í ljósi þessa vissa ábyrgð á fyrirtækinu sem starfar í skjóli þess.

Að lokum má svo segja að einnig sé hægt að tala um annars konar ábyrgð, það er að segja hin lýðræðislega ábyrgð sem við deilum öll. Einkafyrirtæki starfa ekki fullkomlega einangruð frá því samfélagi sem þau fá leyfi til að starfa í. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga í tilfelli hlutafélaga sem fá leyfi til að starfa í ljósi takmarkaðrar ábyrgðar. Það er meðal annars í ljósi þessa sem við tölum um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Hún á sér siðferðilegan grundvöll. En samfélagið allt ber einnig í ljósi þessa vissa ábyrgð á fyrirtækinu sem starfar í skjóli þess. Sú ábyrgð kemur fram í tvennu. Í fyrsta lagi ber samfélaginu að skrá skilmerkilega og kynna hlutafélögum þær reglur sem félögin verða að starfa eftir. Kröfur um gagnsæi og upplýsingaskyldu skipta þar gríðarlega miklu máli. Seinna atriðið er að samfélag getur aldrei þvegið hendur sínar fullkomlega af fyrirtæki sem starfar með leyfi þess. Í ljósi þess er sérlega mikilvægt að í hverju samfélagi sé gætt að því að stjórnendur fyrirtækja skilji þær hlutverkabundnu skyldur sem leiða af starfsleyfum þess.

Tal um slíka ábyrgð samfélagsins alls er ekki ætlað að gera okkur öll samábyrg fyrir ámælisverðri hegðun heldur brýna fyrir okkur að vera vakandi fyrir hegðun samborgara og þá ekki síst þeirra sem bera auknar skyldur og ábyrgð í ljósi hlutverka sinna og stöðu.

Myndir:

Höfundur

Henry Alexander Henrysson

doktor í heimspeki

Útgáfudagur

29.11.2019

Spyrjandi

Snæbjörn

Tilvísun

Henry Alexander Henrysson. „Hver ber ábyrgð á framkomu íslenskra einkafyrirtækja gagnvart stjórnkerfum eða almenningi í fátækari ríkjum?“ Vísindavefurinn, 29. nóvember 2019. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78322.

Henry Alexander Henrysson. (2019, 29. nóvember). Hver ber ábyrgð á framkomu íslenskra einkafyrirtækja gagnvart stjórnkerfum eða almenningi í fátækari ríkjum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78322

Henry Alexander Henrysson. „Hver ber ábyrgð á framkomu íslenskra einkafyrirtækja gagnvart stjórnkerfum eða almenningi í fátækari ríkjum?“ Vísindavefurinn. 29. nóv. 2019. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78322>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver ber ábyrgð á framkomu íslenskra einkafyrirtækja gagnvart stjórnkerfum eða almenningi í fátækari ríkjum?
Flestar spurningar um ábyrgð búa yfir töluverðu flækjustigi. Ástæður þess eru fyrst og fremst af tvennu tagi. Annars vegar er ábyrgðarhugtakið á íslensku býsna margslungið og ekki alltaf auðvelt að gera sér grein fyrir hvað spurt er um. Seinni flækjan á sér rætur í því að ábyrgðin sem spurt er um liggur oft á illa skilgreindu svæði milli þess sem skráð hefur verið í lög og óskráðra reglna siðferðisins. Viðbrögð um að enginn þurfi að bera ábyrgð litast oft af helst til mikilli trú á lagabókstafnum sem svarar ekki því sem spyrjandi er að kalla eftir. Ákall eftir því að einhver axli ábyrgð hefur því oft lítið að gera með hvort viðkomandi beri ábyrgð að lögum. Við þetta bætist svo reyndar enn annað flækjustig sem felst í því hversu langt ábyrgð getur gengið í tíma og rúmi. Spurningin tengist augljóslega þessu tiltekna flækjustigi þar sem spurt er um ábyrgð milli landa og jafnvel heimsálfa.

Ef við snúum okkur fyrst að ábyrgðarhugtakinu þá er mikilvægt að geta greint hvers konar ábyrgð spyrjandi á við. Á íslensku notum við yfirleitt þetta eina orð sem enska hefur til dæmis nokkur yfir. Þegar spurt er hver beri ábyrgð á að leysa ákveðið verkefni er yfirleitt talað um „responsibility“. Nokkur hugtök eru svo notuð þegar einhver skal bera ábyrgð á aðgerð eða aðgerðaleysi. Eftir samhengi og eðli málsins, til dæmis hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað, má nefna „blame“, „liability“ eða „culpability“. Að lokum verður að nefna að hugtakið „accountability“ er oft mest viðeigandi þegar kallað er eftir því að einhver beri ábyrgð í ákveðnu máli. Það mætti jafnvel þýða sem fyrirsvar, þótt enska eigi einnig hugtakið „answerability“. Jafnvel þótt einhver annar hafi í raun framkvæmt verknað kann ábyrgðin að liggja hjá öðrum. Þessi tegund ábyrgðar liggur til að mynda hjá stjórnendum þótt undirmenn hafi borið ábyrgð á að verkefni hafi verið unnið.

Til að svara spurningunni sjálfri í sinni hversdagslegustu merkingu þá bera stjórnendur ábyrgð á framkomu fyrirtækisins. Ábyrgð liggur fyrst og fremst hjá þeim sem varða stefnuna. Þeim ber siðferðileg skylda til að svara fyrir hana.

Til að svara spurningunni sjálfri í sinni hversdagslegustu merkingu þá bera stjórnendur ábyrgð á framkomu fyrirtækisins. Hverjir stjórnendurnir nákvæmlega eru og hvar ákvarðanir hafa verið teknar getur svo kallað á ítarlegri rannsókn. Stór einkafyrirtæki byggja á flóknu kerfi verkefna- og deildaskiptingar. Svör við spurningum um hver beri í raun ábyrgð þurfa að taka tillit til slíks veruleika. Ábyrgðarkeðjan nær þó alltaf til stjórnar fyrirtækis. En þótt stjórn komist ekki hjá því að bera ábyrgð er þó ljóst að þeir sem framkvæma siðferðilega ámælisverða verknaði geta ekki sagt sig frá ábyrgð. Í málum þar sem einkafyrirtæki hafa farið offari gagnvart almenningi og stjórnkerfi fátækari ríkja má líta svo á að ábyrgðin dreifist víða. Einstaklingar bera ábyrgð á þeim verkefnum sem þeim hafa verið falin og svo geta viðkomandi einstaklingar borið refsiábyrgð eftir atvikum. En ábyrgðin liggur fyrst og fremst hjá þeim sem varða stefnuna. Þeim ber siðferðileg skylda til að svara fyrir hana.

Í vissum skilningi er engin spurning að ábyrgð hvílir einnig á herðum opinberra eftirlitsaðila. Hverjir þeir eru fer svo eftir eðli þeirrar starfsemi sem einkafyrirtækið sem spurt er um leggur stund á. Nútíma lýðræðissamfélög byggja á flóknu kerfi eftirlitsaðila sem ætlað er að tryggja að athafnir borgara gangi ekki gegn viðmiðum um sanngirni og réttlæti. Stöðug umræða þarf að fara fram í samfélögum um hvort þetta kerfi nái að axla þá ábyrgð sem lögð er á það. Vandamál við eftirlitið koma upp þegar starfsemi einkafyrirtækja nær milli landa og heimsálfa. Má jafnvel geta sér þess til að stundum sé markmið fyrirtækja að koma rekstri fyrirtækja fyrir þar sem ekki er ljóst hver ber ábyrgð á eftirlitinu. Almenningur gerir þó væntanlega alltaf ráð fyrir að í kerfinu finnist ekki slíkar glufur og að einhver beri ábyrgð á því að fyrirsvari stjórnenda sé til haga haldið.

En samfélagið allt ber einnig í ljósi þessa vissa ábyrgð á fyrirtækinu sem starfar í skjóli þess.

Að lokum má svo segja að einnig sé hægt að tala um annars konar ábyrgð, það er að segja hin lýðræðislega ábyrgð sem við deilum öll. Einkafyrirtæki starfa ekki fullkomlega einangruð frá því samfélagi sem þau fá leyfi til að starfa í. Þetta er sérstaklega mikilvægt að hafa í huga í tilfelli hlutafélaga sem fá leyfi til að starfa í ljósi takmarkaðrar ábyrgðar. Það er meðal annars í ljósi þessa sem við tölum um samfélagsábyrgð fyrirtækja. Hún á sér siðferðilegan grundvöll. En samfélagið allt ber einnig í ljósi þessa vissa ábyrgð á fyrirtækinu sem starfar í skjóli þess. Sú ábyrgð kemur fram í tvennu. Í fyrsta lagi ber samfélaginu að skrá skilmerkilega og kynna hlutafélögum þær reglur sem félögin verða að starfa eftir. Kröfur um gagnsæi og upplýsingaskyldu skipta þar gríðarlega miklu máli. Seinna atriðið er að samfélag getur aldrei þvegið hendur sínar fullkomlega af fyrirtæki sem starfar með leyfi þess. Í ljósi þess er sérlega mikilvægt að í hverju samfélagi sé gætt að því að stjórnendur fyrirtækja skilji þær hlutverkabundnu skyldur sem leiða af starfsleyfum þess.

Tal um slíka ábyrgð samfélagsins alls er ekki ætlað að gera okkur öll samábyrg fyrir ámælisverðri hegðun heldur brýna fyrir okkur að vera vakandi fyrir hegðun samborgara og þá ekki síst þeirra sem bera auknar skyldur og ábyrgð í ljósi hlutverka sinna og stöðu.

Myndir:...