Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Gilda einhver lög um hversu mikinn pening fyrirtæki geta gefið til frambjóðenda í kosningum?

Baldur S. Blöndal

Stutta svarið er einfaldlega já. Í lögum sem sett voru árið 2006 er lagt bann við framlögum yfir 550 þúsund krónum á ári.

Árið 2005 réðst Alþingi í endurskoðun á fjármögnun stjórnmálaflokka. Fram að þeim tíma hafði fjármögnun þeirra að mestu leyti verið þannig að lögaðilar styrktu flokkana og fengu síðan skattaívilnanir fyrir framlögin. Nefndin samdi lög sem áttu annars vegar að efla stuðning ríkisins við stjórmálaflokka á þingi og hins vegar að auka gagnsæi og takmarka framlög sem einkaaðilar veittu stjórnmálaflokkum. Framlag hins opinbera til stjórmálaflokka nemur um 774 milljónum á ári og er stærsti hluti tekna þeirra flokka sem hafa kjörinn þingmann.

Framlag hins opinbera til stjórmálaflokka nemur um 774 milljónum á ári og er stærsti hluti tekna þeirra flokka sem hafa kjörinn þingmann.

Þessi háttur á rekstri stjórnmálaflokka var talinn fýsilegri en sá að einkaaðilar gætu styrkt flokkana með leynilegum fjárframlögum. Hugmyndir um háa styrki til stjórnmálaflokka frá hinu opinbera voru meðal annars sett fram í tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins.

Venjulegir aðilar (fólk og fyrirtæki) mega styrkja hvern flokk um 550.000 krónur ár hvert, heimildin var hækkuð úr 400.000 með lagabreytingu árið 2018. Lögin gerðu ennfremur kröfu um að Ríkisendurskoðun skyldi birta framlög lögaðila til flokka á árunum 2002-2006, því er hægt að sjá hvaða aðilar styrktu flokkanna árin áður en þak var sett á framlögin. Þar eru framlög ársins 2006 hæst og það var jafnframt seinasta árið sem tækifæri gafst til að veita veglega styrki. Þá þáðu bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn yfir 100 milljónir króna frá lögaðilum. Hæstu einstöku styrkirnir voru frá bönkunum eða um 30 milljónir frá Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins og 11,5 milljón sem Samfylkingin þáði frá Kaupþingi.

Framlög ríkissjóðs til stjórmálaflokka árið 2019, alls 744 milljónir. Sótt af vef stjórnarráðsins.

Heimild til styrkveitingar til einstaklingsframbjóðenda er ennþá 400 þúsund. Skilyrði er sett um að sá sem þiggur þessa styrki geri grein fyrir öllum þeim fjárveitingum sem hann þáði í baráttunni, eða á árinu ef um stjórnmálaflokk er að ræða. Í lögunum er einnig girt fyrir að tengdir aðilar geti styrkt sama flokkinn oft undir mismunandi kennitölum.

Heimildir og ítarefni

Myndir:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

26.6.2020

Spyrjandi

Katla Torfadóttir

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Gilda einhver lög um hversu mikinn pening fyrirtæki geta gefið til frambjóðenda í kosningum?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2020. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78542.

Baldur S. Blöndal. (2020, 26. júní). Gilda einhver lög um hversu mikinn pening fyrirtæki geta gefið til frambjóðenda í kosningum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78542

Baldur S. Blöndal. „Gilda einhver lög um hversu mikinn pening fyrirtæki geta gefið til frambjóðenda í kosningum?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2020. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78542>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gilda einhver lög um hversu mikinn pening fyrirtæki geta gefið til frambjóðenda í kosningum?
Stutta svarið er einfaldlega já. Í lögum sem sett voru árið 2006 er lagt bann við framlögum yfir 550 þúsund krónum á ári.

Árið 2005 réðst Alþingi í endurskoðun á fjármögnun stjórnmálaflokka. Fram að þeim tíma hafði fjármögnun þeirra að mestu leyti verið þannig að lögaðilar styrktu flokkana og fengu síðan skattaívilnanir fyrir framlögin. Nefndin samdi lög sem áttu annars vegar að efla stuðning ríkisins við stjórmálaflokka á þingi og hins vegar að auka gagnsæi og takmarka framlög sem einkaaðilar veittu stjórnmálaflokkum. Framlag hins opinbera til stjórmálaflokka nemur um 774 milljónum á ári og er stærsti hluti tekna þeirra flokka sem hafa kjörinn þingmann.

Framlag hins opinbera til stjórmálaflokka nemur um 774 milljónum á ári og er stærsti hluti tekna þeirra flokka sem hafa kjörinn þingmann.

Þessi háttur á rekstri stjórnmálaflokka var talinn fýsilegri en sá að einkaaðilar gætu styrkt flokkana með leynilegum fjárframlögum. Hugmyndir um háa styrki til stjórnmálaflokka frá hinu opinbera voru meðal annars sett fram í tilmælum ráðherranefndar Evrópuráðsins.

Venjulegir aðilar (fólk og fyrirtæki) mega styrkja hvern flokk um 550.000 krónur ár hvert, heimildin var hækkuð úr 400.000 með lagabreytingu árið 2018. Lögin gerðu ennfremur kröfu um að Ríkisendurskoðun skyldi birta framlög lögaðila til flokka á árunum 2002-2006, því er hægt að sjá hvaða aðilar styrktu flokkanna árin áður en þak var sett á framlögin. Þar eru framlög ársins 2006 hæst og það var jafnframt seinasta árið sem tækifæri gafst til að veita veglega styrki. Þá þáðu bæði Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn yfir 100 milljónir króna frá lögaðilum. Hæstu einstöku styrkirnir voru frá bönkunum eða um 30 milljónir frá Landsbankanum til Sjálfstæðisflokksins og 11,5 milljón sem Samfylkingin þáði frá Kaupþingi.

Framlög ríkissjóðs til stjórmálaflokka árið 2019, alls 744 milljónir. Sótt af vef stjórnarráðsins.

Heimild til styrkveitingar til einstaklingsframbjóðenda er ennþá 400 þúsund. Skilyrði er sett um að sá sem þiggur þessa styrki geri grein fyrir öllum þeim fjárveitingum sem hann þáði í baráttunni, eða á árinu ef um stjórnmálaflokk er að ræða. Í lögunum er einnig girt fyrir að tengdir aðilar geti styrkt sama flokkinn oft undir mismunandi kennitölum.

Heimildir og ítarefni

Myndir:...