Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað er kolefnisspor?

Helga Jóhanna Bjarnadóttir

Kolefnisspor (e. carbon footprint) er mælikvarði fyrir losun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna mannsins. Helstu gróðurhúsalofttegundirnar sem taldar eru inn í kolefnissporið eru:

Þessar lofttegundir hafa mismikil áhrif á hlýnun jarðar, það er hlýnunarstuðull þeirra er mishár. Þannig er hlýnunarstuðull metans, sem meðal annars losnar frá urðunarstöðum, 28-faldur stuðull fyrir koltvísýring yfir 100 ár, og hlýnunarstuðull brennisteinshexaflúoríðs sem til dæmis er notað sem einangrunarmiðill á háspennubúnað, er 23.900-faldur stuðull koltvísýrings.

Kolefnisspor er samantekt á losun gróðurhúsalofttegunda vegna beinna og óbeinna athafna mannsins.

Til að einfalda alla útreikninga og umfjöllun um losun gróðurhúsalofttegunda er því settur fram þessi eini mælikvarði sem við köllum kolefnisspor, sem gefið er upp í tonnum eða kílóum koltvísýringsígilda, skammstafað tonn CO2 ígildi eða kg CO2 ígildi. Er þá búið að umreikna allar gróðurhúsalofttegundir sem losna vegna athafna mannsins yfir í koltvísýringsígildi.

Hægt er að reikna kolefnisspor fyrir mismunandi vörur en einnig fyrir rekstur fyrirtækis eða jafnvel heilt sveitarfélag eða þjóðríki. Þessir útreikningar geta verið töluvert flóknir og er mikilvægt að fylgja ákveðnum reglum við slíka útreikninga. Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar til að reikna kolefnisspor og skiptir í því samhengi máli hvert viðfangsefnið er.

Það gefur augaleið að þegar bera á saman kolefnisspor tveggja sambærilegra vara þurfa útreikningar að vera gerðir á sambærilegan hátt. Því hafa verið gefnir út alþjóðlegir staðlar til að reikna kolefnisspor. Fyrir framleiðsluvörur er mest notuð stöðluð aðferð samkvæmt alþjóðlegu stöðlunum ISO 14040 og ISO 14044 um gerð vistferilsgreininga sem á ensku er nefnt Life Cycle Assessment (LCA). Með þessari aðferð er losun gróðurhúsalofttegunda yfir alla virðiskeðju vörunnar reiknuð, það er allt frá auðlindavinnslu hráefna, framleiðslu og samsetningu, til flutnings á markað, notkunar og endurvinnslu eða förgunar.

Til að tryggja enn betur samræmingu við útreikning á kolefnisspori vöru hafa verið settar fram sérstakar leiðbeiningar fyrir mismunandi vöruflokka sem fylgja þarf við þessa útreikninga. Þannig eru til sértækar leiðbeiningar fyrir orkuframleiðslu, byggingar og byggingarefni, pappír, textíl og matvæli svo fáein dæmi séu tekin.

Kolefnisspor hafa einnig verið sett fram fyrir fyrirtæki og sveitarfélög og eru þá sett fram á ársgrundvelli (tonn CO2 ígildi/ári) og eru því ekki sambærileg kolefnisspori sem sett er fram fyrir einstaka vöru. Kolefnisspor fyrirtækis á ársgrundvelli er gjarnan sett fram í samræmi við leiðbeiningar Greenhouse Gas Protocol.

Kolefnisspor flugferðar frá Keflavík til Berlínar og til baka, það er vegna bruna þotueldsneytis, eru um 670 tonn CO2 ígildi.

Þá er kolefnisspor reiknað fyrir beina losun fyrirtækis á ársgrundvelli, svo sem vegna húsnæðis, framleiðsluferla eða bílaflota fyrirtækisins, en einnig vegna óbeinnar losun sem á sér stað ofar og neðar í virðiskeðju fyrirtækisins til dæmis vegna aðkeyptrar þjónustu eða hráefna, ferða starfsmanna til og frá vinnu eða vegna úrgangs frá fyrirtækinu og notkunar framleiðsluvara fyrirtækisins.

Kolefnisspor fyrirtækis er sjaldnast eins tæmandi hvað varðar virðiskeðjuna líkt og kolefnisspor fyrir einstaka vöru sem er reiknað út með aðferðum vistferilsgreininga.

Til að átta sig á stærðargráðu kolefnisspors mismunandi athafna má nefna eftirfarandi dæmi um kolefnisspor:

  • Framleiðsla rafmagns í aflstöð Landsvirkjunar á Fljótsdal er 1,2 g CO2 ígildi fyrir hverja framleidda kílóvattstund (kWst)
  • Kolefnisspor 1 kg af slægðum íslenskum eldislaxi er 2,7 kg CO2 ígildi reiknað með aðferðafræði vistferilsgreiningar
  • Losun meðal fólksbíls er um 2 tonn CO2 ígildi á ári. Í þeirri tölu er ekki gert ráð fyrir losun yfir vistferilinn það er framleiðsla bílsins eða förgun hans
  • Kolefnisspor flugferðar frá Keflavík til Berlínar og til baka, það er vegna bruna þotueldsneytis, eru um 670 tonn CO2 ígildi

Myndir:

Þetta svar er örlítið styttur texti af vef EFLU Verkfræðistofu og birt með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Helga Jóhanna Bjarnadóttir

efna- og umhverfisverkfræðingur hjá EFLU verkfræðistofu

Útgáfudagur

31.3.2020

Spyrjandi

Jón Guðmundsson

Tilvísun

Helga Jóhanna Bjarnadóttir. „Hvað er kolefnisspor?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2020. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78911.

Helga Jóhanna Bjarnadóttir. (2020, 31. mars). Hvað er kolefnisspor? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78911

Helga Jóhanna Bjarnadóttir. „Hvað er kolefnisspor?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2020. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78911>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er kolefnisspor?
Kolefnisspor (e. carbon footprint) er mælikvarði fyrir losun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna mannsins. Helstu gróðurhúsalofttegundirnar sem taldar eru inn í kolefnissporið eru:

Þessar lofttegundir hafa mismikil áhrif á hlýnun jarðar, það er hlýnunarstuðull þeirra er mishár. Þannig er hlýnunarstuðull metans, sem meðal annars losnar frá urðunarstöðum, 28-faldur stuðull fyrir koltvísýring yfir 100 ár, og hlýnunarstuðull brennisteinshexaflúoríðs sem til dæmis er notað sem einangrunarmiðill á háspennubúnað, er 23.900-faldur stuðull koltvísýrings.

Kolefnisspor er samantekt á losun gróðurhúsalofttegunda vegna beinna og óbeinna athafna mannsins.

Til að einfalda alla útreikninga og umfjöllun um losun gróðurhúsalofttegunda er því settur fram þessi eini mælikvarði sem við köllum kolefnisspor, sem gefið er upp í tonnum eða kílóum koltvísýringsígilda, skammstafað tonn CO2 ígildi eða kg CO2 ígildi. Er þá búið að umreikna allar gróðurhúsalofttegundir sem losna vegna athafna mannsins yfir í koltvísýringsígildi.

Hægt er að reikna kolefnisspor fyrir mismunandi vörur en einnig fyrir rekstur fyrirtækis eða jafnvel heilt sveitarfélag eða þjóðríki. Þessir útreikningar geta verið töluvert flóknir og er mikilvægt að fylgja ákveðnum reglum við slíka útreikninga. Ýmsar aðferðir hafa verið þróaðar til að reikna kolefnisspor og skiptir í því samhengi máli hvert viðfangsefnið er.

Það gefur augaleið að þegar bera á saman kolefnisspor tveggja sambærilegra vara þurfa útreikningar að vera gerðir á sambærilegan hátt. Því hafa verið gefnir út alþjóðlegir staðlar til að reikna kolefnisspor. Fyrir framleiðsluvörur er mest notuð stöðluð aðferð samkvæmt alþjóðlegu stöðlunum ISO 14040 og ISO 14044 um gerð vistferilsgreininga sem á ensku er nefnt Life Cycle Assessment (LCA). Með þessari aðferð er losun gróðurhúsalofttegunda yfir alla virðiskeðju vörunnar reiknuð, það er allt frá auðlindavinnslu hráefna, framleiðslu og samsetningu, til flutnings á markað, notkunar og endurvinnslu eða förgunar.

Til að tryggja enn betur samræmingu við útreikning á kolefnisspori vöru hafa verið settar fram sérstakar leiðbeiningar fyrir mismunandi vöruflokka sem fylgja þarf við þessa útreikninga. Þannig eru til sértækar leiðbeiningar fyrir orkuframleiðslu, byggingar og byggingarefni, pappír, textíl og matvæli svo fáein dæmi séu tekin.

Kolefnisspor hafa einnig verið sett fram fyrir fyrirtæki og sveitarfélög og eru þá sett fram á ársgrundvelli (tonn CO2 ígildi/ári) og eru því ekki sambærileg kolefnisspori sem sett er fram fyrir einstaka vöru. Kolefnisspor fyrirtækis á ársgrundvelli er gjarnan sett fram í samræmi við leiðbeiningar Greenhouse Gas Protocol.

Kolefnisspor flugferðar frá Keflavík til Berlínar og til baka, það er vegna bruna þotueldsneytis, eru um 670 tonn CO2 ígildi.

Þá er kolefnisspor reiknað fyrir beina losun fyrirtækis á ársgrundvelli, svo sem vegna húsnæðis, framleiðsluferla eða bílaflota fyrirtækisins, en einnig vegna óbeinnar losun sem á sér stað ofar og neðar í virðiskeðju fyrirtækisins til dæmis vegna aðkeyptrar þjónustu eða hráefna, ferða starfsmanna til og frá vinnu eða vegna úrgangs frá fyrirtækinu og notkunar framleiðsluvara fyrirtækisins.

Kolefnisspor fyrirtækis er sjaldnast eins tæmandi hvað varðar virðiskeðjuna líkt og kolefnisspor fyrir einstaka vöru sem er reiknað út með aðferðum vistferilsgreininga.

Til að átta sig á stærðargráðu kolefnisspors mismunandi athafna má nefna eftirfarandi dæmi um kolefnisspor:

  • Framleiðsla rafmagns í aflstöð Landsvirkjunar á Fljótsdal er 1,2 g CO2 ígildi fyrir hverja framleidda kílóvattstund (kWst)
  • Kolefnisspor 1 kg af slægðum íslenskum eldislaxi er 2,7 kg CO2 ígildi reiknað með aðferðafræði vistferilsgreiningar
  • Losun meðal fólksbíls er um 2 tonn CO2 ígildi á ári. Í þeirri tölu er ekki gert ráð fyrir losun yfir vistferilinn það er framleiðsla bílsins eða förgun hans
  • Kolefnisspor flugferðar frá Keflavík til Berlínar og til baka, það er vegna bruna þotueldsneytis, eru um 670 tonn CO2 ígildi

Myndir:

Þetta svar er örlítið styttur texti af vef EFLU Verkfræðistofu og birt með góðfúslegu leyfi....