Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvort er réttara mál að vera í öndunarvél eða á öndunarvél?

Guðrún Kvaran

Mikið hefur verið rætt um öndunarvélar síðustu mánuði af vel þekktum ástæðum. Undirrituð fann tvö dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá 1973 og 1980 bæði án forsetningar. Á leitarvefnum tímarit.is var fjöldi dæma en ekkert með á öndunarvél. Langflest dæmin með forsetningu höfðu í öndunarvél en einnig eru þar dæmi um að sjúklingur hafi verið meðhöndlaður með öndunarvél.

Ytri öndunarvél, svonefnd BiPAP-öndunarvél (e. Bilevel Positive Airway Pressure).

Mjög mörg dæmanna eru úr Læknablaðinu og fróðlegt að kynna sér notkun slíkra véla, til dæmis í greinum frá 1976 en þá virðast öndunarvélar hafa verið tiltölulega nýjar í notkun hérlendis.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

19.6.2020

Spyrjandi

Ólafur B. Helgason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara mál að vera í öndunarvél eða á öndunarvél?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2020. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79092.

Guðrún Kvaran. (2020, 19. júní). Hvort er réttara mál að vera í öndunarvél eða á öndunarvél? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79092

Guðrún Kvaran. „Hvort er réttara mál að vera í öndunarvél eða á öndunarvél?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2020. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79092>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvort er réttara mál að vera í öndunarvél eða á öndunarvél?
Mikið hefur verið rætt um öndunarvélar síðustu mánuði af vel þekktum ástæðum. Undirrituð fann tvö dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans frá 1973 og 1980 bæði án forsetningar. Á leitarvefnum tímarit.is var fjöldi dæma en ekkert með á öndunarvél. Langflest dæmin með forsetningu höfðu í öndunarvél en einnig eru þar dæmi um að sjúklingur hafi verið meðhöndlaður með öndunarvél.

Ytri öndunarvél, svonefnd BiPAP-öndunarvél (e. Bilevel Positive Airway Pressure).

Mjög mörg dæmanna eru úr Læknablaðinu og fróðlegt að kynna sér notkun slíkra véla, til dæmis í greinum frá 1976 en þá virðast öndunarvélar hafa verið tiltölulega nýjar í notkun hérlendis.

Mynd:...