Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Er eitthvað til í því að 5G-fjarskiptanet hafi áhrif á veiruna sem veldur COVID-19?

Jónína Guðjónsdóttir

Nei, í stuttu máli sagt þá er ekkert til í því.

Veiran sem veldur COVID-19 og 5G-fjarskiptanet eru tveir alveg ótengdir hlutir en sögusagnir um tengingu þarna á milli hafa þó komist á kreik.

5G-fjarskiptanet er ný (fimmta) kynslóð fjarskiptatækni þar sem notuð er rafsegulgeislun. Orsök COVID-19 er veira sem smitast fyrst og fremst með dropa- og snertismiti á milli manna, til dæmis þegar fólk hnerrar eða hóstar og dopar með veirunni berast á okkur eða hluti í umhverfinu.

Skýringarmynd af rafsegulrófinu. 5G-fjarskiptanet er fjarskiptatækni þar sem notuð er rafsegulgeislun.

Um smitleiðir veirunnar er hægt að lesa í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis í svari við spurningunni Hvað lifir nýja kórónuveiran lengi utan líkamans? og einnig má benda á svar við spurningunni Hversu hratt gæti COVID-19 smitast um alla heimsbyggðina og hversu fljótt væri hægt að stöðva faraldurinn?

Rafsegulgeislun flytur bara orku og getur ekki flutt efni. Því er útilokað að nota hana til að dreifa veirum eða öðru efni. Í raun er 5G-rafsegulgeislun í eðli sínu mjög lík eldri kynslóðum (4G og 3G) og áhrifin á mannslíkamann (og aðrar lífverur) þar með lítið breytt. Á vef Geislavarna ríkisins má finna fræðsluefni á íslensku um 5G.

Það er ekkert sem bendir til þess að notkun 5G-rafsegulgeislunar sé skaðleg mönnum, sé farið er eftir lögum og reglum.

Það stafar hins vegar raunveruleg hætta af veirunni sem veldur COVID-19.

Rafsegulgeislun flytur bara orku og getur ekki flutt efni. Því er útilokað að nota hana til að dreifa veirum eða öðru efni. Myndin er lituð rafeindasmásjármynd af SARS-CoV-2-veirum sem hafa brotið sér leið út úr hýsilfrumu.

Þekking er eitt besta vopnið í baráttunni við vágesti eins og veiruna sem veldur COVID-19. Því miður geta flökkusögur, eins og þessi um tengsl 5G og COVID-19, dregið athyglina frá því sem raunverulega skiptir máli, það er, að nota aðferðir sem sýnt hefur verið fram á að virka til að hefta útbreiðslu veirunnar.

Það er ekkert dularfullt við það að COVID-19 og 5G finnist á sömu stöðum á jörðinni því hvort tveggja er algengara þar sem fólk er fleira. COVID-19 hefur náð til nánast allra landa en ekkert samhengi er á milli þess hve illa lönd verða fyrir barðinu á veirunni og þess hvort innleiðing 5G er hafin eða hve langt hún er komin.

Heimildir:

Myndir:

Höfundur

Jónína Guðjónsdóttir

lektor í geislafræði

Útgáfudagur

18.4.2020

Spyrjandi

Þórir

Tilvísun

Jónína Guðjónsdóttir. „Er eitthvað til í því að 5G-fjarskiptanet hafi áhrif á veiruna sem veldur COVID-19?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2020. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79225.

Jónína Guðjónsdóttir. (2020, 18. apríl). Er eitthvað til í því að 5G-fjarskiptanet hafi áhrif á veiruna sem veldur COVID-19? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79225

Jónína Guðjónsdóttir. „Er eitthvað til í því að 5G-fjarskiptanet hafi áhrif á veiruna sem veldur COVID-19?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2020. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79225>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er eitthvað til í því að 5G-fjarskiptanet hafi áhrif á veiruna sem veldur COVID-19?
Nei, í stuttu máli sagt þá er ekkert til í því.

Veiran sem veldur COVID-19 og 5G-fjarskiptanet eru tveir alveg ótengdir hlutir en sögusagnir um tengingu þarna á milli hafa þó komist á kreik.

5G-fjarskiptanet er ný (fimmta) kynslóð fjarskiptatækni þar sem notuð er rafsegulgeislun. Orsök COVID-19 er veira sem smitast fyrst og fremst með dropa- og snertismiti á milli manna, til dæmis þegar fólk hnerrar eða hóstar og dopar með veirunni berast á okkur eða hluti í umhverfinu.

Skýringarmynd af rafsegulrófinu. 5G-fjarskiptanet er fjarskiptatækni þar sem notuð er rafsegulgeislun.

Um smitleiðir veirunnar er hægt að lesa í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis í svari við spurningunni Hvað lifir nýja kórónuveiran lengi utan líkamans? og einnig má benda á svar við spurningunni Hversu hratt gæti COVID-19 smitast um alla heimsbyggðina og hversu fljótt væri hægt að stöðva faraldurinn?

Rafsegulgeislun flytur bara orku og getur ekki flutt efni. Því er útilokað að nota hana til að dreifa veirum eða öðru efni. Í raun er 5G-rafsegulgeislun í eðli sínu mjög lík eldri kynslóðum (4G og 3G) og áhrifin á mannslíkamann (og aðrar lífverur) þar með lítið breytt. Á vef Geislavarna ríkisins má finna fræðsluefni á íslensku um 5G.

Það er ekkert sem bendir til þess að notkun 5G-rafsegulgeislunar sé skaðleg mönnum, sé farið er eftir lögum og reglum.

Það stafar hins vegar raunveruleg hætta af veirunni sem veldur COVID-19.

Rafsegulgeislun flytur bara orku og getur ekki flutt efni. Því er útilokað að nota hana til að dreifa veirum eða öðru efni. Myndin er lituð rafeindasmásjármynd af SARS-CoV-2-veirum sem hafa brotið sér leið út úr hýsilfrumu.

Þekking er eitt besta vopnið í baráttunni við vágesti eins og veiruna sem veldur COVID-19. Því miður geta flökkusögur, eins og þessi um tengsl 5G og COVID-19, dregið athyglina frá því sem raunverulega skiptir máli, það er, að nota aðferðir sem sýnt hefur verið fram á að virka til að hefta útbreiðslu veirunnar.

Það er ekkert dularfullt við það að COVID-19 og 5G finnist á sömu stöðum á jörðinni því hvort tveggja er algengara þar sem fólk er fleira. COVID-19 hefur náð til nánast allra landa en ekkert samhengi er á milli þess hve illa lönd verða fyrir barðinu á veirunni og þess hvort innleiðing 5G er hafin eða hve langt hún er komin.

Heimildir:

Myndir:...