Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Hvers konar lyf er favípíravír og hefur það einhver áhrif á COVID-19?

Magnús Jóhannsson

Spyrjandi vildi einnig fá að vita um notkun lyfsins hér á landi:

Er eitthvað að frétta af þessum 100 skömmtum af favípíravír sem japönsk stjórnvöld gáfu?

Favípíravír (aðallega selt sem sérlyfið Avigan) er veirulyf sem kemur í veg fyrir að sumar veirur geti fjölgað sér í spendýrafrumum. Veirur sem eru næmar fyrir þessu lyfi eru meðal annars inflúensuveirur og kórónuveirur. Lyfið hefur hingað til nær eingöngu verið notað við inflúensu og sú notkun hefur að mestu verið bundin við Japan, en þar var lyfið þróað og þar hefur það verið með markaðsleyfi síðan 2014. Favípíravír er notað á töfluformi til inntöku, sem er kostur.

Favípíravír er veirulyf sem kemur í veg fyrir að sumar veirur geti fjölgað sér í spendýrafrumum. Veirur sem eru næmar fyrir þessu lyfi eru meðal annars inflúensuveirur og kórónuveirur.

Snemma í núverandi kórónuveirufaraldri vaknaði áhugi á að prófa lyfið sem sýndi sig að hemja vöxt veirunnar sem veldur COVID-19 í rannsóknastofurannsóknum (in vitro). Í framhaldi af þessu voru settar í gang klíniskar rannsóknir þar sem sjúklingum með COVID-19 var gefið lyfið. Fljótlega komu niðurstöður sem gáfu til kynna að lyfið gæti gert gagn við COVID-19 en þessar fyrstu rannsóknir á fólki voru litlar og takmarkaðar og ekki hægt að draga af þeim víðtækar ályktanir, þær gátu einungis gefið vísbendingar. Í mars og apríl voru settar í gang stærri og vandaðri rannsóknir á Ítalíu, í Bandaríkjunum, Japan, Bretlandi, Rússlandi, Indlandi og fleiri löndum. Ekki er að vænta endanlegra niðurstaðna af þessum rannsóknum fyrr en með haustinu. Staðan núna er því sú að fyrir liggja ótryggar vísbendingar um að favípíravír geti gert gagn við COVID-19 en ekki fást skýr svör fyrr en eftir einhverja mánuði. Það er líka óvissa með aukaverkanir lyfsins þangað til miklu fleiri hafa verið meðhöndlaðir. Sterkar vísbendingar eru um að favípíravír geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Þær upplýsingar fengust frá Landspítalanum að spítalinn hefur undir höndum lyfið favípíravír (Avigan) sem var gjöf frá japönskum stjórnvöldum. Ekki hefur þurft að grípa til notkunar þess enn sem komið er. Spítalinn hefur einnig lyfið remdesivír sem hann fékk, sér að kostnaðarlausu, vegna þátttöku í fjölþjóðlegu samstarfi. Ekki hefur heldur verið þörf á að grípa til þess lyfs ennþá sem komið er.

Mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

16.6.2020

Spyrjandi

Þorvaldur Gunnlaugsson

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvers konar lyf er favípíravír og hefur það einhver áhrif á COVID-19?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2020. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79410.

Magnús Jóhannsson. (2020, 16. júní). Hvers konar lyf er favípíravír og hefur það einhver áhrif á COVID-19? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79410

Magnús Jóhannsson. „Hvers konar lyf er favípíravír og hefur það einhver áhrif á COVID-19?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2020. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79410>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar lyf er favípíravír og hefur það einhver áhrif á COVID-19?
Spyrjandi vildi einnig fá að vita um notkun lyfsins hér á landi:

Er eitthvað að frétta af þessum 100 skömmtum af favípíravír sem japönsk stjórnvöld gáfu?

Favípíravír (aðallega selt sem sérlyfið Avigan) er veirulyf sem kemur í veg fyrir að sumar veirur geti fjölgað sér í spendýrafrumum. Veirur sem eru næmar fyrir þessu lyfi eru meðal annars inflúensuveirur og kórónuveirur. Lyfið hefur hingað til nær eingöngu verið notað við inflúensu og sú notkun hefur að mestu verið bundin við Japan, en þar var lyfið þróað og þar hefur það verið með markaðsleyfi síðan 2014. Favípíravír er notað á töfluformi til inntöku, sem er kostur.

Favípíravír er veirulyf sem kemur í veg fyrir að sumar veirur geti fjölgað sér í spendýrafrumum. Veirur sem eru næmar fyrir þessu lyfi eru meðal annars inflúensuveirur og kórónuveirur.

Snemma í núverandi kórónuveirufaraldri vaknaði áhugi á að prófa lyfið sem sýndi sig að hemja vöxt veirunnar sem veldur COVID-19 í rannsóknastofurannsóknum (in vitro). Í framhaldi af þessu voru settar í gang klíniskar rannsóknir þar sem sjúklingum með COVID-19 var gefið lyfið. Fljótlega komu niðurstöður sem gáfu til kynna að lyfið gæti gert gagn við COVID-19 en þessar fyrstu rannsóknir á fólki voru litlar og takmarkaðar og ekki hægt að draga af þeim víðtækar ályktanir, þær gátu einungis gefið vísbendingar. Í mars og apríl voru settar í gang stærri og vandaðri rannsóknir á Ítalíu, í Bandaríkjunum, Japan, Bretlandi, Rússlandi, Indlandi og fleiri löndum. Ekki er að vænta endanlegra niðurstaðna af þessum rannsóknum fyrr en með haustinu. Staðan núna er því sú að fyrir liggja ótryggar vísbendingar um að favípíravír geti gert gagn við COVID-19 en ekki fást skýr svör fyrr en eftir einhverja mánuði. Það er líka óvissa með aukaverkanir lyfsins þangað til miklu fleiri hafa verið meðhöndlaðir. Sterkar vísbendingar eru um að favípíravír geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Þær upplýsingar fengust frá Landspítalanum að spítalinn hefur undir höndum lyfið favípíravír (Avigan) sem var gjöf frá japönskum stjórnvöldum. Ekki hefur þurft að grípa til notkunar þess enn sem komið er. Spítalinn hefur einnig lyfið remdesivír sem hann fékk, sér að kostnaðarlausu, vegna þátttöku í fjölþjóðlegu samstarfi. Ekki hefur heldur verið þörf á að grípa til þess lyfs ennþá sem komið er.

Mynd:...