Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Get ég séð á skítnum í bílskúrnum hjá mér hvort þar hafa verið mýs eða rottur?

Jón Már Halldórsson

Væntanlega hafa einhverjir lent í því að finna skítaspörð eftir nagdýr á heimili sínu. Fólk veltir því þá kannski fyrir sér hvort um sé að ræða músaspörð eða spörð eftir rottu. Til að skera úr um það þarf fyrst og fremst að huga að stærð og lögun skítsins. Rottur eru miklu stærri en mýs, brúnrottur sem eru langalgengastar rotta á Íslandi eru yfirleitt um 200 til 400 grömm að þyngd en húsamýs eru að jafnaði í kringum 40 grömm. Það er því eðlilegt að spörðin sem mýs skilja eftir sig séu mun minni en þau sem koma frá rottum.

Hægt er að nota stærð og mögulega lögun til þess að greina á milli músaskíts og rottuskíts.

Helst má bera stærð og lögun músasparða saman við hrísgrjón, þau eru litlu minni en hrísgrjón en lögunin er svipuð. Liturinn er þó allt annar, brúnn eða svartur til samanburðar við ljós hrísgrjónin. Rottuskíturinn er hins vegar mun stærri um 0,6 – 1,2 cm á lengd og breiðari og minnir lögunin á pylsur. Fjöldi sparða er líka ágæt vísbending en mýs gefa frá sér mun fleiri spörð á hverjum degi en rottur og því má sjá mörg spörð eftir þær á heimili þó aðeins ein mús hafi verið þar í skamman tíma.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.6.2020

Spyrjandi

Ásdís Lilja Emilsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Get ég séð á skítnum í bílskúrnum hjá mér hvort þar hafa verið mýs eða rottur?“ Vísindavefurinn, 8. júní 2020. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79560.

Jón Már Halldórsson. (2020, 8. júní). Get ég séð á skítnum í bílskúrnum hjá mér hvort þar hafa verið mýs eða rottur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79560

Jón Már Halldórsson. „Get ég séð á skítnum í bílskúrnum hjá mér hvort þar hafa verið mýs eða rottur?“ Vísindavefurinn. 8. jún. 2020. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79560>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Get ég séð á skítnum í bílskúrnum hjá mér hvort þar hafa verið mýs eða rottur?
Væntanlega hafa einhverjir lent í því að finna skítaspörð eftir nagdýr á heimili sínu. Fólk veltir því þá kannski fyrir sér hvort um sé að ræða músaspörð eða spörð eftir rottu. Til að skera úr um það þarf fyrst og fremst að huga að stærð og lögun skítsins. Rottur eru miklu stærri en mýs, brúnrottur sem eru langalgengastar rotta á Íslandi eru yfirleitt um 200 til 400 grömm að þyngd en húsamýs eru að jafnaði í kringum 40 grömm. Það er því eðlilegt að spörðin sem mýs skilja eftir sig séu mun minni en þau sem koma frá rottum.

Hægt er að nota stærð og mögulega lögun til þess að greina á milli músaskíts og rottuskíts.

Helst má bera stærð og lögun músasparða saman við hrísgrjón, þau eru litlu minni en hrísgrjón en lögunin er svipuð. Liturinn er þó allt annar, brúnn eða svartur til samanburðar við ljós hrísgrjónin. Rottuskíturinn er hins vegar mun stærri um 0,6 – 1,2 cm á lengd og breiðari og minnir lögunin á pylsur. Fjöldi sparða er líka ágæt vísbending en mýs gefa frá sér mun fleiri spörð á hverjum degi en rottur og því má sjá mörg spörð eftir þær á heimili þó aðeins ein mús hafi verið þar í skamman tíma.

Mynd:...