Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur sögnin ,,að krepera“ og hvenær kom hún inn í málið?

Guðrún Kvaran

Um sögnina krepera segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:504):
krepera s. (nísl.) ‘dragast upp, sálast’. To. úr d. krepere í svipaðri merkingu. Orðið er ættað úr lat. crepāer ‘braka, skrölta’; merkingin ‘farast’ eða ‘deyja’ er af því runnin að so. var m.a. höfð í merk. ‘að rifna’ eða ‘springa (t.d. um flugskeyti)’.

Sögnin krepera er komin úr dönsku og merkir að sálast.

Í Íslenskri orðabók Eddu (2002:815) er sögnin sögð „óformlegt mál“ en með því er átt við „orðfæri sem einkum er notað við óformlegar aðstæður vegna merkingar, félagslegra blæbrigða eða uppruna“ (2002:xiv). Hér skiptir uppruninn líklega mestu máli þar sem um tökuorð úr dönsku er að ræða. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er aðeins ein heimild frá 1753 í mjög dönskuskotnu skjali um verslun á Íslandi sem birtist í tímaritinu Eimreiðinni (1896:115):

Upp á það þriðja spursmál svarast af öllum vitnum sameiginlega, að nokkrar manneskjur hafi í þessari sýslu dáið af hungri og bjargleysi, en margir stórlega creperað vegna Mangel af Levneds Midler.

Á timarit.is eru fáein dæmi, hið elsta úr Óðni frá 1908. Dæmafæðin sýnir að sögnin er fyrst og fremst notuð í talmáli. Hún var tekin með í bókinni Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál (1982:69) þannig að höfundum þeirrar bókar hefur fundist hún eiga þar heima.

Heimildir:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Eimreiðin. 1896. II. ár. Ritstjóri Dr. Valtýr Guðmundsson. Kaupmannahöfn.
  • Íslensk orðabók. 2002. I-II. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál. 2002. Höf. Mörður Árnason, Svavar Sigmundsson, Örnólfur Thorsson. Bókaútgáfan Svart á hvítu, Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.10.2020

Spyrjandi

Anna Kristín Gunnarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur sögnin ,,að krepera“ og hvenær kom hún inn í málið?“ Vísindavefurinn, 1. október 2020. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79600.

Guðrún Kvaran. (2020, 1. október). Hvaðan kemur sögnin ,,að krepera“ og hvenær kom hún inn í málið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79600

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur sögnin ,,að krepera“ og hvenær kom hún inn í málið?“ Vísindavefurinn. 1. okt. 2020. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79600>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur sögnin ,,að krepera“ og hvenær kom hún inn í málið?
Um sögnina krepera segir í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:504):

krepera s. (nísl.) ‘dragast upp, sálast’. To. úr d. krepere í svipaðri merkingu. Orðið er ættað úr lat. crepāer ‘braka, skrölta’; merkingin ‘farast’ eða ‘deyja’ er af því runnin að so. var m.a. höfð í merk. ‘að rifna’ eða ‘springa (t.d. um flugskeyti)’.

Sögnin krepera er komin úr dönsku og merkir að sálast.

Í Íslenskri orðabók Eddu (2002:815) er sögnin sögð „óformlegt mál“ en með því er átt við „orðfæri sem einkum er notað við óformlegar aðstæður vegna merkingar, félagslegra blæbrigða eða uppruna“ (2002:xiv). Hér skiptir uppruninn líklega mestu máli þar sem um tökuorð úr dönsku er að ræða. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er aðeins ein heimild frá 1753 í mjög dönskuskotnu skjali um verslun á Íslandi sem birtist í tímaritinu Eimreiðinni (1896:115):

Upp á það þriðja spursmál svarast af öllum vitnum sameiginlega, að nokkrar manneskjur hafi í þessari sýslu dáið af hungri og bjargleysi, en margir stórlega creperað vegna Mangel af Levneds Midler.

Á timarit.is eru fáein dæmi, hið elsta úr Óðni frá 1908. Dæmafæðin sýnir að sögnin er fyrst og fremst notuð í talmáli. Hún var tekin með í bókinni Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál (1982:69) þannig að höfundum þeirrar bókar hefur fundist hún eiga þar heima.

Heimildir:

  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Eimreiðin. 1896. II. ár. Ritstjóri Dr. Valtýr Guðmundsson. Kaupmannahöfn.
  • Íslensk orðabók. 2002. I-II. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Orðabók um slangur, slettur, bannorð og annað utangarðsmál. 2002. Höf. Mörður Árnason, Svavar Sigmundsson, Örnólfur Thorsson. Bókaútgáfan Svart á hvítu, Reykjavík.

Mynd:...