Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Get ég sem leigjandi farið fram á endurgreiðslu leigu vegna vanrækslu á viðhaldi?

Baldur S. Blöndal

Öll spurningin hljóðaði svona:

Ég er með spurningu, er búinn að leigja timburhús í 5 ár og búið að leka mikið vatn niður loftin og timbrið farið að gliðna í sundur og í 4 ár gerði eigandinn ekkert í þessu. Hef ég einhvern rétt sem leigjandi að fá eitthvað af leigunni til baka.

Engin sérstök ákvæði um afslætti vegna lélegs viðhalds er að finna í Húsaleigulögum þó samningsfrelsi leyfi aðilum auðvitað að semja um slíkt sín á milli. Einnig leggur löggjafinn skyldu á herðar leigusala í 19. gr. um að annast viðhald eignarinnar en sú skylda tekur til alls sem ekki telst smálegt. Leki í timburhúsi myndi því að öllu jöfnu teljast á ábyrgð leigusala.

Í 20. grein laganna er tekið fram að hafi leigjandi tilkynnt leigusala um galla á húsnæðinu, en leigusalinn ekkert aðhafst í tvo mánuði, þá geti leigjandinn tekið verkið í sínar hendur. Kostnaður vegna framkvæmda kæmi þá til frádráttar hinni umsömdu leiguupphæð. Það er afar mikilvægt að leigjandi tilkynni leigusala um þær úrbætur sem hann telur þörf á, ef slíkt er ekki gert getur leigusali borið fyrir sig grandleysi.

Langvarandi leki getur orsakað myglu.

Hafi leigjandi búið í íbúðinni í mörg ár eftir að hafa tilkynnt leigusalanum um galla, eru litlar líkur á endurgreiðslu leigunnar. Til þess þyrfti að færa sönnur á að grundvöllur skaðabótaábyrgðar væri til staðar, það er að háttsemi leigusalans væri saknæm og ólögmæt, auk þess að sýna fram á tjónið sé sennileg afleiðing hegðunar leigusalans sem raski hagsmunum sem verndaðir séu af skaðabótareglunni. Þetta fer svo allt eftir aðstæðum hverju sinni, það er, leigusamningi, byggingarreglugerðum, teikningum hússins, samskiptum aðilanna og ástandi íbúðarinnar.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

4.8.2020

Spyrjandi

Jóhannes Jósepsson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Get ég sem leigjandi farið fram á endurgreiðslu leigu vegna vanrækslu á viðhaldi?“ Vísindavefurinn, 4. ágúst 2020. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79643.

Baldur S. Blöndal. (2020, 4. ágúst). Get ég sem leigjandi farið fram á endurgreiðslu leigu vegna vanrækslu á viðhaldi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79643

Baldur S. Blöndal. „Get ég sem leigjandi farið fram á endurgreiðslu leigu vegna vanrækslu á viðhaldi?“ Vísindavefurinn. 4. ágú. 2020. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79643>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Get ég sem leigjandi farið fram á endurgreiðslu leigu vegna vanrækslu á viðhaldi?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Ég er með spurningu, er búinn að leigja timburhús í 5 ár og búið að leka mikið vatn niður loftin og timbrið farið að gliðna í sundur og í 4 ár gerði eigandinn ekkert í þessu. Hef ég einhvern rétt sem leigjandi að fá eitthvað af leigunni til baka.

Engin sérstök ákvæði um afslætti vegna lélegs viðhalds er að finna í Húsaleigulögum þó samningsfrelsi leyfi aðilum auðvitað að semja um slíkt sín á milli. Einnig leggur löggjafinn skyldu á herðar leigusala í 19. gr. um að annast viðhald eignarinnar en sú skylda tekur til alls sem ekki telst smálegt. Leki í timburhúsi myndi því að öllu jöfnu teljast á ábyrgð leigusala.

Í 20. grein laganna er tekið fram að hafi leigjandi tilkynnt leigusala um galla á húsnæðinu, en leigusalinn ekkert aðhafst í tvo mánuði, þá geti leigjandinn tekið verkið í sínar hendur. Kostnaður vegna framkvæmda kæmi þá til frádráttar hinni umsömdu leiguupphæð. Það er afar mikilvægt að leigjandi tilkynni leigusala um þær úrbætur sem hann telur þörf á, ef slíkt er ekki gert getur leigusali borið fyrir sig grandleysi.

Langvarandi leki getur orsakað myglu.

Hafi leigjandi búið í íbúðinni í mörg ár eftir að hafa tilkynnt leigusalanum um galla, eru litlar líkur á endurgreiðslu leigunnar. Til þess þyrfti að færa sönnur á að grundvöllur skaðabótaábyrgðar væri til staðar, það er að háttsemi leigusalans væri saknæm og ólögmæt, auk þess að sýna fram á tjónið sé sennileg afleiðing hegðunar leigusalans sem raski hagsmunum sem verndaðir séu af skaðabótareglunni. Þetta fer svo allt eftir aðstæðum hverju sinni, það er, leigusamningi, byggingarreglugerðum, teikningum hússins, samskiptum aðilanna og ástandi íbúðarinnar.

Heimildir og mynd:

...