Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum ólík því sem tíðkast annars staðar?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin var:
Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum eftirfarandi: nf., þf., þgf., ef, þegar hún er nf., ef., þgf., þf. í öðrum tungumálum?

Í umfjöllun um latínu hefur verið viðtekin venja um aldir að hafa röð fallanna nf., ef., þgf., þf. Sá sem fyrstur skrifaði íslenska mállýsingu, Runólfur Jónsson, hélt þessari röð falla. Bók hans kom út í Kaupmannahöfn 1651 og aftur í Oxford 1688. Runólfur lærði latínu í Hólaskóla og las þar væntanlega bókina Grammatica latina sem gefin var út 1616 og notuð í skólanum. Hún var Runólfi fyrirmynd. Þar sem mállýsingin er á latínu eru nöfn fallanna það einnig og röðin nom. (nf.), gen. (ef.), dat. (þgf.), acc. (þf.), voc. (ávarpsfall), abl. (ablatíf, stundum nefndur sviftifall).

Bók Runólfs þótti ekki góð og reyndu fleiri fyrir sér á 18. öld. Þar má nefna Jón Ólafsson úr Grunnavík, ritara Árna Magnússonar, og Jón Magnússon prest, en þeir voru báðir 18. aldar menn. Málfræði Jóns Ólafssonar var aldrei gefin út, er aðeins til í handriti, en Finnur Jónsson prófessor gaf út málfræði Jóns Magnússonar 1933. Hún var skrifuð á latínu og latneskri fallaröð haldið. Jón Axel Harðarson prófessor þýddi málfræði Jóns Magnússonar og gaf út á tveimur málum, latínu og íslensku 1997. Í íslenska textanum breytti hann fallaröðinni til þess sem við eigum að venjast.

Röð falla er ekki alltaf hin sama og ræður að mestu venja í þeim löndum sem hafa beygingamál.

Danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask gaf út íslenska málfræði 1811 undir heitinu Vejledning til det Islandske eller gamle nordiske Sprog. Þar er röð falla eins og tíðkaðist í latneskum kennslubókum, það er nf., ef., þgf., þf. Endurskoðuð útgáfa kom út á sænsku 1818, Anvisning till Isländskan, og er fallaröðin þar nf., þf., þgf., ef. Ef til vill var hann þar að fylgja sænskri hefð því að 1832 sendi hann frá sér Kortfattet vejledning til det oldnordiske eller gamle islandske Sprog þar sem fallaröðin var hin sama og í Vejledning áður.

Kortfattet vejledning, sem ætluð var til kennslu, reyndist nokkuð tyrfin og tók Halldór Kr. Friðriksson, kennari við Lærða skólann, sig til og gaf út Íslenzkar rjettritunarreglur 1859. Framan við reglurnar er ágrip af málfræði og notaði Halldór sín eigin heiti: gjörandi, þolandi, þiggjandi og eigandi. Bók þessi var notuð í Lærða skólanum en annar kennari, Halldór Briem, gaf út Stutt ágrip af íslenskri mállýsingu 1891. Röð falla hjá honum var: nf., þf., þgf., ef. og hefur hún haldist til þessa dags. Þeim sem lesa vilja meira um þetta efni og fleiri höfunda mállýsinga er bent á ritið Íslensk tunga II eftir undirritaða, einkum bls. 49–79.

Í bók um sögulega lýsingu grískrar tungu eftir Helmut Rix er fallaröðin Nom., Akk., Vok., Gen., Dat (það er nf., þf., ávarpsfall, ef., þgf.), aðeins frábrugðin okkar, og í lýsingu F. Max Müller á málfræði sanskrítar, sem einnig telst til klassískra mála, er röðin eins og hjá okkur. Af þessu má sjá að röðin er ekki alltaf hin sama og ræður að mestu venja í þeim löndum sem hafa beygingamál. Þjóðverjar til dæmis kjósa röðina nf., ef., þgf., þf., sjá til dæmis Duden Grammatik.

Heimildir:

  • Duden Grammatik der deutschen Gegenwartssprache. 1973. 3., neu bearbeitete Auflage (og síðari útgáfur). Duden Band 4. Dudenverlag, Mannheim.
  • Finnur Jónsson. 1933. Den islandske grammatiks historie til o. 1800. København.
  • Guðrún Kvaran. 2005. Orð. Handbók um beygingar- og orðmyndunarfræði. Íslensk tunga II. Almenna bókafélagið, Reykjvík.
  • Halldór Briem. 1891. Stutt ágrip af íslenskri mállýsingu. Reykjavík.
  • Halldór Kr. Friðriksson. 1859. Íslenzkar rjettritunarreglur. Hið íslenzka bókmenntafjelag, Reykjavík.
  • Jón Axel Harðarson. 1997. Grammatica Islandica. Íslenzk málfræði. Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.
  • Müller, F. Max. 1991. A Sanskrit Grammar. Asian Educational Services. New Delhi, Madras.
  • Rix, Helmut. 1976. Historische Grammatik des Griechischen. Wissenschaftliche Buchgesellschaft, Darmstadt.
  • Rask, Rasmus Kristian. 1811. Vejledning til det Islandske eller gamle nordiske Sprog. Schubothes Forlag, Kjøbenhavn.
  • Rask, Rasmus Kristian. 1818. Anvisning till Isländskan. Wiborgs förlag, Stockholm.
  • Rask, R. 1844. Kortfattet vejledning til det oldnordiske eller gamle islandske Sprog. København.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

22.10.2020

Spyrjandi

Hallfríður Helgadóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum ólík því sem tíðkast annars staðar?“ Vísindavefurinn, 22. október 2020. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79673.

Guðrún Kvaran. (2020, 22. október). Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum ólík því sem tíðkast annars staðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79673

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum ólík því sem tíðkast annars staðar?“ Vísindavefurinn. 22. okt. 2020. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79673>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum ólík því sem tíðkast annars staðar?
Upprunalega spurningin var:

Hvers vegna er röðin á föllunum í íslenskum beygingum eftirfarandi: nf., þf., þgf., ef, þegar hún er nf., ef., þgf., þf. í öðrum tungumálum?

Í umfjöllun um latínu hefur verið viðtekin venja um aldir að hafa röð fallanna nf., ef., þgf., þf. Sá sem fyrstur skrifaði íslenska mállýsingu, Runólfur Jónsson, hélt þessari röð falla. Bók hans kom út í Kaupmannahöfn 1651 og aftur í Oxford 1688. Runólfur lærði latínu í Hólaskóla og las þar væntanlega bókina Grammatica latina sem gefin var út 1616 og notuð í skólanum. Hún var Runólfi fyrirmynd. Þar sem mállýsingin er á latínu eru nöfn fallanna það einnig og röðin nom. (nf.), gen. (ef.), dat. (þgf.), acc. (þf.), voc. (ávarpsfall), abl. (ablatíf, stundum nefndur sviftifall).

Bók Runólfs þótti ekki góð og reyndu fleiri fyrir sér á 18. öld. Þar má nefna Jón Ólafsson úr Grunnavík, ritara Árna Magnússonar, og Jón Magnússon prest, en þeir voru báðir 18. aldar menn. Málfræði Jóns Ólafssonar var aldrei gefin út, er aðeins til í handriti, en Finnur Jónsson prófessor gaf út málfræði Jóns Magnússonar 1933. Hún var skrifuð á latínu og latneskri fallaröð haldið. Jón Axel Harðarson prófessor þýddi málfræði Jóns Magnússonar og gaf út á tveimur málum, latínu og íslensku 1997. Í íslenska textanum breytti hann fallaröðinni til þess sem við eigum að venjast.

Röð falla er ekki alltaf hin sama og ræður að mestu venja í þeim löndum sem hafa beygingamál.

Danski málfræðingurinn Rasmus Kristian Rask gaf út íslenska málfræði 1811 undir heitinu Vejledning til det Islandske eller gamle nordiske Sprog. Þar er röð falla eins og tíðkaðist í latneskum kennslubókum, það er nf., ef., þgf., þf. Endurskoðuð útgáfa kom út á sænsku 1818, Anvisning till Isländskan, og er fallaröðin þar nf., þf., þgf., ef. Ef til vill var hann þar að fylgja sænskri hefð því að 1832 sendi hann frá sér Kortfattet vejledning til det oldnordiske eller gamle islandske Sprog þar sem fallaröðin var hin sama og í Vejledning áður.

Kortfattet vejledning, sem ætluð var til kennslu, reyndist nokkuð tyrfin og tók Halldór Kr. Friðriksson, kennari við Lærða skólann, sig til og gaf út Íslenzkar rjettritunarreglur 1859. Framan við reglurnar er ágrip af málfræði og notaði Halldór sín eigin heiti: gjörandi, þolandi, þiggjandi og eigandi. Bók þessi var notuð í Lærða skólanum en annar kennari, Halldór Briem, gaf út Stutt ágrip af íslenskri mállýsingu 1891. Röð falla hjá honum var: nf., þf., þgf., ef. og hefur hún haldist til þessa dags. Þeim sem lesa vilja meira um þetta efni og fleiri höfunda mállýsinga er bent á ritið Íslensk tunga II eftir undirritaða, einkum bls. 49–79.

Í bók um sögulega lýsingu grískrar tungu eftir Helmut Rix er fallaröðin Nom., Akk., Vok., Gen., Dat (það er nf., þf., ávarpsfall, ef., þgf.), aðeins frábrugðin okkar, og í lýsingu F. Max Müller á málfræði sanskrítar, sem einnig telst til klassískra mála, er röðin eins og hjá okkur. Af þessu má sjá að röðin er ekki alltaf hin sama og ræður að mestu venja í þeim löndum sem hafa beygingamál. Þjóðverjar til dæmis kjósa röðina nf., ef., þgf., þf., sjá til dæmis Duden Grammatik.

Heimildir:

  • Duden Grammatik der deutschen Gegenwartssprache. 1973. 3., neu bearbeitete Auflage (og síðari útgáfur). Duden Band 4. Dudenverlag, Mannheim.
  • Finnur Jónsson. 1933. Den islandske grammatiks historie til o. 1800. København.
  • Guðrún Kvaran. 2005. Orð. Handbók um beygingar- og orðmyndunarfræði. Íslensk tunga II. Almenna bókafélagið, Reykjvík.
  • Halldór Briem. 1891. Stutt ágrip af íslenskri mállýsingu. Reykjavík.
  • Halldór Kr. Friðriksson. 1859. Íslenzkar rjettritunarreglur. Hið íslenzka bókmenntafjelag, Reykjavík.
  • Jón Axel Harðarson. 1997. Grammatica Islandica. Íslenzk málfræði. Málvísindastofnun Háskóla Íslands, Reykjavík.
  • Müller, F. Max. 1991. A Sanskrit Grammar. Asian Educational Services. New Delhi, Madras.
  • Rix, Helmut. 1976. Historische Grammatik des Griechischen. Wissenschaftliche Buchgesellschaft, Darmstadt.
  • Rask, Rasmus Kristian. 1811. Vejledning til det Islandske eller gamle nordiske Sprog. Schubothes Forlag, Kjøbenhavn.
  • Rask, Rasmus Kristian. 1818. Anvisning till Isländskan. Wiborgs förlag, Stockholm.
  • Rask, R. 1844. Kortfattet vejledning til det oldnordiske eller gamle islandske Sprog. København.

Mynd:...