Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvaða viðmið eru um fitu, salt, sykur og trefjar í vörum með skráargatsmerkingu?

EDS

Upprunalega spurninginn var:

Við hvaða tölur er miðað á fitu, salti, sykri og trefjum þegar vörur fá leyfi til að nota skráargatsmerkingu?

Það er misjafnt eftir vöruflokkum hvaða viðmið gilda um innihald á þeim vörum sem merktar eru með Skráargatinu.

Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði um samsetningu næringarefna. Tilgangurinn með notkun þess er að auðvelda neytendum að velja hollari kost þegar kemur að matvælum.

Skráargatið má finna á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði um samsetningu næringarefna.

Þau skilyrði sem matvörur merktar skráargatinu þurfa að uppfylla eru:

Í viðauka II við reglugerð nr. 428/2015 um notkun Skráargatsins við markaðssetningu matvæla eru tilteknir þeir 33 matvælaflokkar sem merkja má með Skráargatinu og jafnframt tilgreind skilyrði fyrir hvern flokk. Fjöldi skilyrða er breytilegur eftir því hvað á við í viðkomandi matvælaflokki og út frá mikilvægi matvælaflokksins fyrir mataræðið.

Sem dæmi þá eru hér nokkrir flokkar en áhugasömum er bent á að kynna sér flokkana í heild í áðurnefndum viðauka.

Matvælaflokkur Skilyrði
Kartöflur, rótarávextir, belgbaunir (nema jarðhnetur) og annað grænmeti. Vörurnar mega vera unnar.

Óunnar kryddjurtir falla einnig undir þennan flokk
- viðbætt fita, hámark, 3 g/100 g

- viðbætt fita má innihalda að hámarki 20% mettaðar fitusýrur

- viðbættar sykurtegundir, hámark 1 g/100 g

- salt hámark, 0,5 g/100 g
Hrísgrjón sem innihalda 100% heilkorn reiknað út frá þurrefnisinnihaldi vörunnar.- trefjar að minnsta kosti, 3 g/100 g
Pasta (án fyllingar) sem inniheldur a.m.k. 50% heilkorn reiknað út frá þurrefnisinnihaldi vörunnar.
Engin skilyrði eru um heilkorn í glútenlausu pasta (án fyllingar)
- trefjar að minnsta kosti, 6 g/100 g

- salt hámark, 0,1 g/100 g
Skilyrðin gilda fyrir þurrefnisinnihald vörunnar
Mjólk og sýrðar mjólkurvörur sem ætlaðar eru til drykkjar. Vörurnar eru án viðbætts bragðs.
Einnig tilsvarandi laktósalausar vörur og laktósalaus mjólk.
- fita hámark, 0,7 g/100 g
Reyktur eða grafinn fiskur.- fita önnur en fiskfita hámark, 10 g/100 g
- sykurtegundir hámark 5 g/100 g
- salt hámark 3 g/100 g
Kjöt sem er óunnið.- fita hámark, 10 g/100 g

Á Íslandi eru það Matvælastofnun og Embætti landlæknis sem standa að Skráargatinu og byggir þetta svar á upplýsingum af heimsíðum þessara stofnana. Þar er enn fremur að finna frekari fróðleik.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

4.9.2020

Spyrjandi

Sigríður Ása Einarsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvaða viðmið eru um fitu, salt, sykur og trefjar í vörum með skráargatsmerkingu?“ Vísindavefurinn, 4. september 2020. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79849.

EDS. (2020, 4. september). Hvaða viðmið eru um fitu, salt, sykur og trefjar í vörum með skráargatsmerkingu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79849

EDS. „Hvaða viðmið eru um fitu, salt, sykur og trefjar í vörum með skráargatsmerkingu?“ Vísindavefurinn. 4. sep. 2020. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79849>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða viðmið eru um fitu, salt, sykur og trefjar í vörum með skráargatsmerkingu?
Upprunalega spurninginn var:

Við hvaða tölur er miðað á fitu, salti, sykri og trefjum þegar vörur fá leyfi til að nota skráargatsmerkingu?

Það er misjafnt eftir vöruflokkum hvaða viðmið gilda um innihald á þeim vörum sem merktar eru með Skráargatinu.

Skráargatið er opinbert samnorrænt merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði um samsetningu næringarefna. Tilgangurinn með notkun þess er að auðvelda neytendum að velja hollari kost þegar kemur að matvælum.

Skráargatið má finna á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði um samsetningu næringarefna.

Þau skilyrði sem matvörur merktar skráargatinu þurfa að uppfylla eru:

Í viðauka II við reglugerð nr. 428/2015 um notkun Skráargatsins við markaðssetningu matvæla eru tilteknir þeir 33 matvælaflokkar sem merkja má með Skráargatinu og jafnframt tilgreind skilyrði fyrir hvern flokk. Fjöldi skilyrða er breytilegur eftir því hvað á við í viðkomandi matvælaflokki og út frá mikilvægi matvælaflokksins fyrir mataræðið.

Sem dæmi þá eru hér nokkrir flokkar en áhugasömum er bent á að kynna sér flokkana í heild í áðurnefndum viðauka.

Matvælaflokkur Skilyrði
Kartöflur, rótarávextir, belgbaunir (nema jarðhnetur) og annað grænmeti. Vörurnar mega vera unnar.

Óunnar kryddjurtir falla einnig undir þennan flokk
- viðbætt fita, hámark, 3 g/100 g

- viðbætt fita má innihalda að hámarki 20% mettaðar fitusýrur

- viðbættar sykurtegundir, hámark 1 g/100 g

- salt hámark, 0,5 g/100 g
Hrísgrjón sem innihalda 100% heilkorn reiknað út frá þurrefnisinnihaldi vörunnar.- trefjar að minnsta kosti, 3 g/100 g
Pasta (án fyllingar) sem inniheldur a.m.k. 50% heilkorn reiknað út frá þurrefnisinnihaldi vörunnar.
Engin skilyrði eru um heilkorn í glútenlausu pasta (án fyllingar)
- trefjar að minnsta kosti, 6 g/100 g

- salt hámark, 0,1 g/100 g
Skilyrðin gilda fyrir þurrefnisinnihald vörunnar
Mjólk og sýrðar mjólkurvörur sem ætlaðar eru til drykkjar. Vörurnar eru án viðbætts bragðs.
Einnig tilsvarandi laktósalausar vörur og laktósalaus mjólk.
- fita hámark, 0,7 g/100 g
Reyktur eða grafinn fiskur.- fita önnur en fiskfita hámark, 10 g/100 g
- sykurtegundir hámark 5 g/100 g
- salt hámark 3 g/100 g
Kjöt sem er óunnið.- fita hámark, 10 g/100 g

Á Íslandi eru það Matvælastofnun og Embætti landlæknis sem standa að Skráargatinu og byggir þetta svar á upplýsingum af heimsíðum þessara stofnana. Þar er enn fremur að finna frekari fróðleik.

Heimildir og mynd:

...