Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Af hverju ætti ég að virða tveggja metra regluna ef aðrir gera það ekki?

Hörður Brynjar Halldórsson

Einfalda svarið við spurningunni er að þótt aðrir fylgi ekki tveggja metra reglunni getur það haft jákvæð áhrif á þína eigin heilsu ef þú gerir það. Það breytir þó litlu fyrir samfélagið í heild sinni ef „enginn“ nema þú virðir tveggja metra regluna.

Þegar COVID-19-faraldurinn skall á veturinn 2020 snerust viðbrögð stjórnvalda hér á landi, eins og víða annars staðar, um að beita ýmsum sóttvarnaraðgerðum í þeim tilgangi að hemja útbreiðslu veirunnar og „fletja kúrfuna“. Þannig var reynt að tryggja að heilbrigðiskerfið gæti sinnt öllum sem á því þyrftu að halda. Tveggja metra reglan er dæmi um þess háttar aðgerð. Reglan gengur út á að viðhalda skuli að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð á milli ótengdra aðila. Þar sem þetta er ekki hægt, til dæmis í flugi og á hárgreiðslustofum, skal bera andlitsgrímur. Reglan hefur þó ekki alltaf verið eiginleg regla; þegar dró úr útbreiðslu smita í fyrstu bylgju faraldursins og samkomubann var rýmkað úr 50 manns í 200 var fólk hvatt, en ekki skyldað, til að viðhalda áfram að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð. Hún var svo aftur sett á þegar smitum fór fjölgandi nokkrum vikum síðar og bylgja tvö fór af stað.

Með því að gæta að tveggja metra reglunni má draga verulega úr líkum á að smitast af COVID-19.

Tveggja metra reglan tryggir ekki að fólk komist hjá smiti því það er einnig hægt að smitast við það að snerta flöt með virkri veiru og bera svo hendur upp að andlitinu án þess að hafa þvegið sér eða sprittað. Fjarlægðin sem tveggja metra reglan skapar dregur hins vegar mikið úr hættunni á smitum manna á milli. Einstaklingur sem virðir tveggja metra regluna, sama hvað aðrir gera, er því í mun minni hættu á að sýkjast sjálfur og ef viðkomandi er smitaður þá eru mun minni líkur á að hann sýki aðra, til dæmis vini og ættingja.Þeir sem vilja ekki smitast af COVID-19 né smita aðra ættu þvi að vera varir um sig, huga vel að hreinlæti og virða tveggja metra regluna. Að virða regluna jafngildir því að verja sjálfan sig sama hvað aðrir í umhverfinu gera.

Ef málið er skoðað út frá samfélaginu í heild sinni, virkar reglan hins vegar ekki nema almenningur upp til hópa fari eftir henni. Reglur hefðu lítinn tilgang ef enginn virti þær; umferðin væri til dæmis stórhættuleg ef fólk virti ekki reglurnar sem þar gilda. Stundum brýtur fólk reglur án þess að það hafi einhverjar afleiðingar. Eflaust könnumst við sjálf við að gera undantekningar á reglum. Þó að reglur séu stundum brotnar þýðir það ekki að slíkt sé skynsamlegt. Áhættan sem fylgir því að brjóta reglu getur verið mikil og það á meðal annars við um tveggja metra regluna. Segjum að einstaklingur sé sýktur af COVID-19 og viti það ekki. Ef viðkomandi virðir ekki tveggja metra regluna smitar hann mögulega aðra sem hugsanlega eru einnig kærulausir um þessa nándarreglu. Þeir geta síðan borið smitið áfram og svo koll af kolli. Smit geta breiðst hratt út með þessum hætti með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið sem mögulega dregur úr getu þess að sinna þeim sem veikjast alvarlega.

Flestir eru væntanlega á þeirri skoðun að skynsamlegast sé að gera sem mest til að hægja á útbreiðslu COVID-19. Til þess þurfa þau sem sýkjast að vera í einangrun, fólk sem hefur verið í kringum sýkta einstaklinga þarf að vera í sóttkví og almenningur þarf að virða tveggja metra regluna. Hins vegar er það svo með tveggja metra regluna að jafnvel þó að þú virðir hana þurfa aðrir að gera það líka til að hægja á útbreiðslu sjúkdómsins í samfélaginu. Hvert og eitt okkar þarf að virða hana og treysta á að aðrir geri slíkt hið sama. Ein og sér skiptir hegðun einnar manneskju litlu máli ef allir aðrir eru ekki að vinna að sama markmiði. Við stöndum frammi fyrir þessu vandamáli á ýmsum sviðum í samfélaginu, til dæmis í umhverfismálum. Það er ekki nóg að sumir almennir borgarar geri sitt til að bæta umhverfið í sínu daglega lífi heldur þurfa einnig stjórnvöld, stofnanir og fyrirtæki — samfélagið í heild sinni — að axla ábyrgð. Þar fyrir utan getur hegðun okkar, eins og að virða tveggja metra regluna, verið öðrum til fyrirmyndar og áminning fyrir þá sem hafa gleymt reglunni.

Tveggja metra reglan gerir lítið gagn fyrir samfélagið ef allflestir virða hana að vettugi.

Við getum ekki gengið úr skugga um að allir fylgi tveggja metra reglunni þó að við gerum það sjálf. Þá vaknar sú spurning hvort við eigum að treysta öðrum til þess. Heimspekingurinn John McGuire glímdi nýverið við spurninguna um traust í þessum aðstæðum og notaði meðleigjendur sem dæmi. Oft þekkjast meðleigjendur ekki fyrir fram og búa eingöngu saman af fjárhagslegum ástæðum. Meðleigjendur eru gott dæmi um fólk sem þarf að vera í mikilli nálægð hvert við annað, hvort sem því líkar það betur eða verr. Í stuttu máli sagt telur McGuire okkur ekki hafa val; við verðum einfaldlega að haga okkur eins og meðleigjendur okkar fylgi reglunum. Þar með sagt eigum við ekki að treysta meðleigjendum okkar í sama skilningi og við treystum fjölskyldu okkar eða nánum vinum. Við verðum að treysta að meðleigjendur okkar fari eftir reglunum þó að við höfum enga góða ástæðu til að halda það. Ef við gerum það ekki fylgja því mikil óþægindi, líkt og að bera andlitsgrímu heima hjá okkur, og/eða taka upp á háttalagi sem mundi grafa endanlegu undan öllu trausti, eins og að yfirheyra meðleigjendur um ferðir þeirra yfir daginn, grafast fyrir um hverja þeir hittu, hvort þeir hafi haldið tveggja metra fjarlægð og svo framvegis.

Þess vegna er það bæði skynsamlegt fyrir okkur sem einstaklinga að virða tveggja metra regluna og um leið að taka þátt í því að efla heill samfélagsins alls.

Heimildir:


Þetta svar er hluti af verkefninu Heimspekilegar áskoranir á farsóttartímum þar sem nemar í heimspeki eða nýútskrifaðir heimspekingar skoða ýmislegt í tengslum við COVID-19-faraldurinn út frá heimspekilegu sjónarhorni. Verkefnið er unnið undir handleiðslu Eyju Margrétar Brynjarsdóttur, prófessors í heimspeki og hagnýtri siðfræði, Finns Ulf Dellsén, dósents í heimspeki, og Vilhjálms Árnasonar, prófessors í heimspeki og formanns stjórnar Siðfræðistofnunar.

Höfundur

Útgáfudagur

28.8.2020

Spyrjandi

Arnar, ritstjórn

Tilvísun

Hörður Brynjar Halldórsson. „Af hverju ætti ég að virða tveggja metra regluna ef aðrir gera það ekki?“ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2020. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=79917.

Hörður Brynjar Halldórsson. (2020, 28. ágúst). Af hverju ætti ég að virða tveggja metra regluna ef aðrir gera það ekki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=79917

Hörður Brynjar Halldórsson. „Af hverju ætti ég að virða tveggja metra regluna ef aðrir gera það ekki?“ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2020. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=79917>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju ætti ég að virða tveggja metra regluna ef aðrir gera það ekki?
Einfalda svarið við spurningunni er að þótt aðrir fylgi ekki tveggja metra reglunni getur það haft jákvæð áhrif á þína eigin heilsu ef þú gerir það. Það breytir þó litlu fyrir samfélagið í heild sinni ef „enginn“ nema þú virðir tveggja metra regluna.

Þegar COVID-19-faraldurinn skall á veturinn 2020 snerust viðbrögð stjórnvalda hér á landi, eins og víða annars staðar, um að beita ýmsum sóttvarnaraðgerðum í þeim tilgangi að hemja útbreiðslu veirunnar og „fletja kúrfuna“. Þannig var reynt að tryggja að heilbrigðiskerfið gæti sinnt öllum sem á því þyrftu að halda. Tveggja metra reglan er dæmi um þess háttar aðgerð. Reglan gengur út á að viðhalda skuli að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð á milli ótengdra aðila. Þar sem þetta er ekki hægt, til dæmis í flugi og á hárgreiðslustofum, skal bera andlitsgrímur. Reglan hefur þó ekki alltaf verið eiginleg regla; þegar dró úr útbreiðslu smita í fyrstu bylgju faraldursins og samkomubann var rýmkað úr 50 manns í 200 var fólk hvatt, en ekki skyldað, til að viðhalda áfram að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð. Hún var svo aftur sett á þegar smitum fór fjölgandi nokkrum vikum síðar og bylgja tvö fór af stað.

Með því að gæta að tveggja metra reglunni má draga verulega úr líkum á að smitast af COVID-19.

Tveggja metra reglan tryggir ekki að fólk komist hjá smiti því það er einnig hægt að smitast við það að snerta flöt með virkri veiru og bera svo hendur upp að andlitinu án þess að hafa þvegið sér eða sprittað. Fjarlægðin sem tveggja metra reglan skapar dregur hins vegar mikið úr hættunni á smitum manna á milli. Einstaklingur sem virðir tveggja metra regluna, sama hvað aðrir gera, er því í mun minni hættu á að sýkjast sjálfur og ef viðkomandi er smitaður þá eru mun minni líkur á að hann sýki aðra, til dæmis vini og ættingja.Þeir sem vilja ekki smitast af COVID-19 né smita aðra ættu þvi að vera varir um sig, huga vel að hreinlæti og virða tveggja metra regluna. Að virða regluna jafngildir því að verja sjálfan sig sama hvað aðrir í umhverfinu gera.

Ef málið er skoðað út frá samfélaginu í heild sinni, virkar reglan hins vegar ekki nema almenningur upp til hópa fari eftir henni. Reglur hefðu lítinn tilgang ef enginn virti þær; umferðin væri til dæmis stórhættuleg ef fólk virti ekki reglurnar sem þar gilda. Stundum brýtur fólk reglur án þess að það hafi einhverjar afleiðingar. Eflaust könnumst við sjálf við að gera undantekningar á reglum. Þó að reglur séu stundum brotnar þýðir það ekki að slíkt sé skynsamlegt. Áhættan sem fylgir því að brjóta reglu getur verið mikil og það á meðal annars við um tveggja metra regluna. Segjum að einstaklingur sé sýktur af COVID-19 og viti það ekki. Ef viðkomandi virðir ekki tveggja metra regluna smitar hann mögulega aðra sem hugsanlega eru einnig kærulausir um þessa nándarreglu. Þeir geta síðan borið smitið áfram og svo koll af kolli. Smit geta breiðst hratt út með þessum hætti með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið sem mögulega dregur úr getu þess að sinna þeim sem veikjast alvarlega.

Flestir eru væntanlega á þeirri skoðun að skynsamlegast sé að gera sem mest til að hægja á útbreiðslu COVID-19. Til þess þurfa þau sem sýkjast að vera í einangrun, fólk sem hefur verið í kringum sýkta einstaklinga þarf að vera í sóttkví og almenningur þarf að virða tveggja metra regluna. Hins vegar er það svo með tveggja metra regluna að jafnvel þó að þú virðir hana þurfa aðrir að gera það líka til að hægja á útbreiðslu sjúkdómsins í samfélaginu. Hvert og eitt okkar þarf að virða hana og treysta á að aðrir geri slíkt hið sama. Ein og sér skiptir hegðun einnar manneskju litlu máli ef allir aðrir eru ekki að vinna að sama markmiði. Við stöndum frammi fyrir þessu vandamáli á ýmsum sviðum í samfélaginu, til dæmis í umhverfismálum. Það er ekki nóg að sumir almennir borgarar geri sitt til að bæta umhverfið í sínu daglega lífi heldur þurfa einnig stjórnvöld, stofnanir og fyrirtæki — samfélagið í heild sinni — að axla ábyrgð. Þar fyrir utan getur hegðun okkar, eins og að virða tveggja metra regluna, verið öðrum til fyrirmyndar og áminning fyrir þá sem hafa gleymt reglunni.

Tveggja metra reglan gerir lítið gagn fyrir samfélagið ef allflestir virða hana að vettugi.

Við getum ekki gengið úr skugga um að allir fylgi tveggja metra reglunni þó að við gerum það sjálf. Þá vaknar sú spurning hvort við eigum að treysta öðrum til þess. Heimspekingurinn John McGuire glímdi nýverið við spurninguna um traust í þessum aðstæðum og notaði meðleigjendur sem dæmi. Oft þekkjast meðleigjendur ekki fyrir fram og búa eingöngu saman af fjárhagslegum ástæðum. Meðleigjendur eru gott dæmi um fólk sem þarf að vera í mikilli nálægð hvert við annað, hvort sem því líkar það betur eða verr. Í stuttu máli sagt telur McGuire okkur ekki hafa val; við verðum einfaldlega að haga okkur eins og meðleigjendur okkar fylgi reglunum. Þar með sagt eigum við ekki að treysta meðleigjendum okkar í sama skilningi og við treystum fjölskyldu okkar eða nánum vinum. Við verðum að treysta að meðleigjendur okkar fari eftir reglunum þó að við höfum enga góða ástæðu til að halda það. Ef við gerum það ekki fylgja því mikil óþægindi, líkt og að bera andlitsgrímu heima hjá okkur, og/eða taka upp á háttalagi sem mundi grafa endanlegu undan öllu trausti, eins og að yfirheyra meðleigjendur um ferðir þeirra yfir daginn, grafast fyrir um hverja þeir hittu, hvort þeir hafi haldið tveggja metra fjarlægð og svo framvegis.

Þess vegna er það bæði skynsamlegt fyrir okkur sem einstaklinga að virða tveggja metra regluna og um leið að taka þátt í því að efla heill samfélagsins alls.

Heimildir:


Þetta svar er hluti af verkefninu Heimspekilegar áskoranir á farsóttartímum þar sem nemar í heimspeki eða nýútskrifaðir heimspekingar skoða ýmislegt í tengslum við COVID-19-faraldurinn út frá heimspekilegu sjónarhorni. Verkefnið er unnið undir handleiðslu Eyju Margrétar Brynjarsdóttur, prófessors í heimspeki og hagnýtri siðfræði, Finns Ulf Dellsén, dósents í heimspeki, og Vilhjálms Árnasonar, prófessors í heimspeki og formanns stjórnar Siðfræðistofnunar.

...