Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju hafa félagsvísindamenn áhuga á að rannsaka trúarbrögð?

Pétur Pétursson

Nútímaleg vísindi og fræðimennska á sér rætur í upplýsingunni á 18. öld. Á 19. öldinni var lagður grunnur að félagsvísindum. Félagsvísindin beindu sjónum sínum að upptökum nútímalegs samfélags og uppruna og afleiðingum iðnvæðingar og kapítalisma. Það var viðtekin skoðun að trú hefði haft mikla þýðingu fyrir samfélag og menningu fornaldar og miðalda og svokallaðra frumstæðra samfélaga.

Almennt er viðurkennt meðal félagsvísindafólks að margvíslegt samband sé milli trúarbragða, menningarlegra þátta og sögulegrar þróunar.

Eftir því sem upplýsingu og vísindalegri þekkingu vex fiskur um hrygg hefur trú og trúarstofnanir minni þýðingu og margir bjuggust við að trúin væri þýðingarlaus og dagar hennar taldir. Svo reyndist ekki vera og félagvísindamenn, og sérstaklega félagsfræðingar, beindu sjónum að félagslegum og efnahagslegum forsendum ólíkra trúarbragða og áhrifum þeirra á samfélagið. Viðurkennt viðhorf meðal félagsvísindafólk er að margvíslegt samband sé milli trúarbragða og menningarlegra þátta og sögulegrar þróunar og því full ástæða til að skoða alla þessa þætti.

Mynd:

Höfundur

Pétur Pétursson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

30.9.2020

Spyrjandi

Svanborg Ása Arnarsdóttir

Tilvísun

Pétur Pétursson. „Af hverju hafa félagsvísindamenn áhuga á að rannsaka trúarbrögð?“ Vísindavefurinn, 30. september 2020. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80033.

Pétur Pétursson. (2020, 30. september). Af hverju hafa félagsvísindamenn áhuga á að rannsaka trúarbrögð? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80033

Pétur Pétursson. „Af hverju hafa félagsvísindamenn áhuga á að rannsaka trúarbrögð?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2020. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80033>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju hafa félagsvísindamenn áhuga á að rannsaka trúarbrögð?
Nútímaleg vísindi og fræðimennska á sér rætur í upplýsingunni á 18. öld. Á 19. öldinni var lagður grunnur að félagsvísindum. Félagsvísindin beindu sjónum sínum að upptökum nútímalegs samfélags og uppruna og afleiðingum iðnvæðingar og kapítalisma. Það var viðtekin skoðun að trú hefði haft mikla þýðingu fyrir samfélag og menningu fornaldar og miðalda og svokallaðra frumstæðra samfélaga.

Almennt er viðurkennt meðal félagsvísindafólks að margvíslegt samband sé milli trúarbragða, menningarlegra þátta og sögulegrar þróunar.

Eftir því sem upplýsingu og vísindalegri þekkingu vex fiskur um hrygg hefur trú og trúarstofnanir minni þýðingu og margir bjuggust við að trúin væri þýðingarlaus og dagar hennar taldir. Svo reyndist ekki vera og félagvísindamenn, og sérstaklega félagsfræðingar, beindu sjónum að félagslegum og efnahagslegum forsendum ólíkra trúarbragða og áhrifum þeirra á samfélagið. Viðurkennt viðhorf meðal félagsvísindafólk er að margvíslegt samband sé milli trúarbragða og menningarlegra þátta og sögulegrar þróunar og því full ástæða til að skoða alla þessa þætti.

Mynd:

...