Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvaða kvikmyndir eru ólöglegar til sýninga á Íslandi?

Baldur S. Blöndal

Frá árinu 1983 og fram til ársins 2006 var lagt blátt bann við framleiðslu og innflutningi svonefndra ofbeldiskvikmynda. Í lögum sem þá giltu var hugtakið ofbeldiskvikmynd skilgreint á þennan hátt: „kvikmynd þar sem sérstaklega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar eða hrottalegar drápsaðferðir á mönnum og dýrum.“

Ýmsar kvikmyndir voru þess vegna bannaðar á þessum tíma. Þegar lögin tóku gildi voru 67 kvikmyndir taldar falla undir skilgreininguna ofbeldiskvikmynd og dreifing þeirra var því lögbrot. Í kjölfar gildistöku laganna fór lögreglan á myndbandaleigur og sótti þessar kvikmyndir, alls hátt í 600 eintök. Svonefnt Kvikmyndaeftirlit ríkisins hafði það hlutverk að tilgreina hvaða kvikmyndir féllu undir skilgreininguna ofbeldismynd og yrðu þar með bannaðar hér á landi. Kvikmyndaeftirlitið þurfti því að meta allar myndir áður en þær voru sýndar.

Kvikmyndin Scanners eftir David Cronenberg var meðal hinna 67 mynda sem voru bannaðar árið 1983.

Með lagabreytingu 2006 voru sett ný lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum. Ætlun löggjafans með lögunum var að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst, án þess þó að ríkið þurfi að skoða allar kvikmyndir áður en þær fara í almenna sýningu. Í þessum nýju lögum er dreifingaraðilum efnisins veitt vald til að ákveða hvaða aldurstakmark sé rétt að miða við í auglýsingum og dreifingu myndarinnar.

Í dag eru kvikmyndir almennt ekki bannaðar börnum, nema þau séu án fylgdar forráðamanns. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Af hverju mega börn ekki horfa á myndir sem eru bannaðar? Þrátt fyrir áðurnefndar tilslakanir er ekki ómögulegt að kvikmynd verði bönnuð til dreifingar og sölu hér á landi en slíkt yrði þá á grundvelli annarra laga, til dæmis 210. grein almennra hegningarlaga um bann við dreifingu kláms.

Heimildir:
  • Alþingi. Frumvarp til laga um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum. Sótt 14.10.2020 af althingi.is.
  • Alþingi. Lög um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum. Sótt 14.10.2020 af althingi.is.
  • Björn Þór Vilhjálmsson. „Taumlaust blóðbað án listræns tilgangs“, Íslenski bannlistinn og Kvikmyndaeftirlit ríkisins. Sótt 14.10.2020 af rafhladan.is.
  • Fjölmiðlanefnd. Ákvörðun 1/2020. Sótt 14.10.2020 af fjolmidlanefnd.is.
  • NT. Við þurfum tíma til aðlögunar. Sótt 14.10.2020 af timarit.is.
  • Valgerður Björk Benediktsdóttir. Ákvæði 210. gr. a almennra hegningarlaga nr 19/1940 um barnaklám. Sótt 14.10.2020 af skemman.is

Mynd:
  • Internet Movie Database. Scanners. Sótt 30.10.2020 af imdb.com.

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

4.11.2020

Spyrjandi

Alexander Þórólfsson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Hvaða kvikmyndir eru ólöglegar til sýninga á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2020. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80259.

Baldur S. Blöndal. (2020, 4. nóvember). Hvaða kvikmyndir eru ólöglegar til sýninga á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80259

Baldur S. Blöndal. „Hvaða kvikmyndir eru ólöglegar til sýninga á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2020. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80259>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða kvikmyndir eru ólöglegar til sýninga á Íslandi?
Frá árinu 1983 og fram til ársins 2006 var lagt blátt bann við framleiðslu og innflutningi svonefndra ofbeldiskvikmynda. Í lögum sem þá giltu var hugtakið ofbeldiskvikmynd skilgreint á þennan hátt: „kvikmynd þar sem sérstaklega er sóst eftir að sýna hvers kyns misþyrmingar eða hrottalegar drápsaðferðir á mönnum og dýrum.“

Ýmsar kvikmyndir voru þess vegna bannaðar á þessum tíma. Þegar lögin tóku gildi voru 67 kvikmyndir taldar falla undir skilgreininguna ofbeldiskvikmynd og dreifing þeirra var því lögbrot. Í kjölfar gildistöku laganna fór lögreglan á myndbandaleigur og sótti þessar kvikmyndir, alls hátt í 600 eintök. Svonefnt Kvikmyndaeftirlit ríkisins hafði það hlutverk að tilgreina hvaða kvikmyndir féllu undir skilgreininguna ofbeldismynd og yrðu þar með bannaðar hér á landi. Kvikmyndaeftirlitið þurfti því að meta allar myndir áður en þær voru sýndar.

Kvikmyndin Scanners eftir David Cronenberg var meðal hinna 67 mynda sem voru bannaðar árið 1983.

Með lagabreytingu 2006 voru sett ný lög um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum. Ætlun löggjafans með lögunum var að tryggja börnum þá vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst, án þess þó að ríkið þurfi að skoða allar kvikmyndir áður en þær fara í almenna sýningu. Í þessum nýju lögum er dreifingaraðilum efnisins veitt vald til að ákveða hvaða aldurstakmark sé rétt að miða við í auglýsingum og dreifingu myndarinnar.

Í dag eru kvikmyndir almennt ekki bannaðar börnum, nema þau séu án fylgdar forráðamanns. Um þetta má lesa meira í svari við spurningunni Af hverju mega börn ekki horfa á myndir sem eru bannaðar? Þrátt fyrir áðurnefndar tilslakanir er ekki ómögulegt að kvikmynd verði bönnuð til dreifingar og sölu hér á landi en slíkt yrði þá á grundvelli annarra laga, til dæmis 210. grein almennra hegningarlaga um bann við dreifingu kláms.

Heimildir:
  • Alþingi. Frumvarp til laga um eftirlit með aðgangi barna að kvikmyndum og tölvuleikjum. Sótt 14.10.2020 af althingi.is.
  • Alþingi. Lög um skoðun kvikmynda og bann við ofbeldiskvikmyndum. Sótt 14.10.2020 af althingi.is.
  • Björn Þór Vilhjálmsson. „Taumlaust blóðbað án listræns tilgangs“, Íslenski bannlistinn og Kvikmyndaeftirlit ríkisins. Sótt 14.10.2020 af rafhladan.is.
  • Fjölmiðlanefnd. Ákvörðun 1/2020. Sótt 14.10.2020 af fjolmidlanefnd.is.
  • NT. Við þurfum tíma til aðlögunar. Sótt 14.10.2020 af timarit.is.
  • Valgerður Björk Benediktsdóttir. Ákvæði 210. gr. a almennra hegningarlaga nr 19/1940 um barnaklám. Sótt 14.10.2020 af skemman.is

Mynd:
  • Internet Movie Database. Scanners. Sótt 30.10.2020 af imdb.com.

...