Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvað éta páfagaukar?

Jón Már Halldórsson

Páfagaukar fá fæðu sína að langmestu leyti úr jurtaríkinu, það geta verið fræ, hnetur, ávextir og jafnvel jurtirnar sjálfar. Tengst virðast vera á milli stærðar páfagaukanna og þeirrar fæðu sem þeir sækjast mest í. Stærri tegundir reiða sig meira á fræ en margar minni tegundir treysta meira á ávexti og blómasafa. Þá þekkist að ákveðnar tegundir grípi ýmis konar hryggleysingja sem verða á vegi þeirra og jafnvel önnur smá dýr.

Sterkbyggður goggur kemur sér vel þegar hnetur og fræ eru á matseðlinum.

Páfagaukar eru með ákaflega sterkbyggðan gogg sem er sérhæfður í að vinna á fræjum sem hafa sterkan skurn. Fræ geta verið eitruð en ýmsar páfagaukategundir hafa brugðist við með því að éta leir sem inniheldur steinefni sem soga eitruð efnasambönd í sig og fjarlægja úr maganum. Þannig er komið í veg fyrir að eiturefnin berist inn í blóðrásina og skaði páfagaukana.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

14.12.2020

Spyrjandi

Guðbjörg Marý

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta páfagaukar?“ Vísindavefurinn, 14. desember 2020. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80327.

Jón Már Halldórsson. (2020, 14. desember). Hvað éta páfagaukar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80327

Jón Már Halldórsson. „Hvað éta páfagaukar?“ Vísindavefurinn. 14. des. 2020. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80327>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað éta páfagaukar?
Páfagaukar fá fæðu sína að langmestu leyti úr jurtaríkinu, það geta verið fræ, hnetur, ávextir og jafnvel jurtirnar sjálfar. Tengst virðast vera á milli stærðar páfagaukanna og þeirrar fæðu sem þeir sækjast mest í. Stærri tegundir reiða sig meira á fræ en margar minni tegundir treysta meira á ávexti og blómasafa. Þá þekkist að ákveðnar tegundir grípi ýmis konar hryggleysingja sem verða á vegi þeirra og jafnvel önnur smá dýr.

Sterkbyggður goggur kemur sér vel þegar hnetur og fræ eru á matseðlinum.

Páfagaukar eru með ákaflega sterkbyggðan gogg sem er sérhæfður í að vinna á fræjum sem hafa sterkan skurn. Fræ geta verið eitruð en ýmsar páfagaukategundir hafa brugðist við með því að éta leir sem inniheldur steinefni sem soga eitruð efnasambönd í sig og fjarlægja úr maganum. Þannig er komið í veg fyrir að eiturefnin berist inn í blóðrásina og skaði páfagaukana.

Heimildir og mynd:

...