Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni?

Reynir A. Óskarson

Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni? Er átt við að þeir séu með spjót, sverð, öxi og hand-sax?

Langalgengustu vopnin í Íslendingasögunum og þau sem oftast er minnst á að notuð séu í bardaga eru sverð (43%), axir (32%) og spjót eða vopn sem svipa til spjóta (18%). Stundum er einnig minnst á sax (6%), en það kemur sjaldan fyrir í Íslendingasögunum af þeirri einföldu ástæðu að saxið var lítið notað af norrænum mönnum á landnámsöld en mun algengara fyrir víkingatímann.

Hlutfall vopna sem notuð eru í bardögum í Íslendingasögunum.

Við þennan lista mætti einnig bæta boga og örvum (1%), en bogar voru sjaldséðir á Íslandi af nokkrum ástæðum. Á Íslandi var lítið um trjátegundir sem hentuðu vel til bogagerðar. Þá var bogfimi íþrótt konunga og manna hans en einnig má nefna að bogar komu helst að gagni í stórum bardögum. Á Íslandi var hvorki konungur né stórir bardagar. Flestir þeir sem skjóta af boga á Íslandi í Íslendingasögunum eru norskir menn.

Við fyrstu sýn mætti ætla að hugtökin alvæpni og alvopnaður hafi verið notuð í Íslendingasögunum um þá sem voru vopnaðir öllum þeim vopnum sem algengust eru í sögunum. Svo virðist þó ekki vera, en erfitt er að vita nákvæmlega hvaða vopn menn báru þegar talað er um alvæpni. Oftast eru vopn og verjur manna aðeins talin upp þegar aðgerðir þykja nógu merkar til að þeirra sé minnst í sögunum.

Vopn víkinga.

Brennu-Njáls saga segir frá því þegar Njálssynir sitja fyrir Þráni og hans átta mönnum. Þráinn og menn hans höfðu allir alvæpni en einu vopn og varnir sem hægt er að greina að notuð hafi verið í bardaganum sjálfum eru hjálmur, skjöldur, öxi og spjót. Nokkuð ljóst er að allir sem reyndu að koma höggi á Skarphéðinn þegar hann skautaði fram hjá þeim á ísnum, voru vopnaðir. Hins vegar er ógerningur að vita hvaða vopn þeir báru.

Í Þórðar sögu hreðu er góð lýsing á því hvað telst alvæpni hans, Þórður hafði hjálm, skjöld, sverð og spjót. Hér er Þórður vel klyfjaður vopnum og vörnum, en þessi samsetning vopna og varna á ekki alltaf við þegar kemur að því að vera alvopnaður.

Í Flóamannasögu er aðeins tvisvar minnst á að Þorgils sé með annað en sverð sitt. Það er bolöxi sem ólíklega var ætlað sem vopn fram yfir verkfæri til að höggva við. Þorgils notar aðeins sverð sitt til vopnaðra átaka en samt er hann nokkrum sinnum sagður alvopnaður. Samkvæmt því getur alvæpni því bæði átt við eitt vopn og fleiri.

Höfundur í skylmingabardaga hjá Hurstwic en það eru bandarísk samtök sem staðið hafa fyrir rannsóknum á bardagaaðferðum víkinga.

Notkun hugtaksins alvæpni bendir sterklega til þess að það nái yfir þann vopnabúnað sem menn báru þegar þeir ætluðu að átök væru yfirvofandi, samanber Færeyingasögu þar sem Leifur, Karl og þeirra föruneyti fóru með alvæpni í tjald Þránds þar sem þeir bjuggust við að brátt kæmi til bardaga.

Hvaða vopn menn töldu gera sig reiðubúna til bardaga var þó mismunandi eftir mönnum. Þorgils virðist telja sverðið eitt nóg en Þórður þarf hjálm, skjöld, sverð og spjót.

í nýútgefinni bók eftir William R. Short og Reyni A. Óskarsson Men of Terror: A Comprehensive Analysis of Viking Combat (Westholme 2021) er fjallað um ýtarlegar rannsóknir á bardagaaðferðum norrænna manna á víkingaöld og því sérstæða samfélagi sem þeir bjuggu í. Þessar rannsóknir benda til þess að ofbeldi hafi verið stór hluti af samfélaginu, ekki aðeins í Skandinavíu, heldur líka á Íslandi.

Heimildir og myndir:
  • William R. Short and Reynir A. Óskarson: Men of Terror: A Comprehensive Analysis of Viking Combat. Yardley, Westholme Publishing, 2021.
  • Íslenzk fornrit XII, Brennu-Njáls saga. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Reykjavík, Fornritafélag, 1954.
  • Íslenzk fornrit XIV, Þórðar saga hreðu. Jóhannes Halldórsson gaf út. Reykjavík, Fornritafélag, 1959.
  • Íslenzk fornrit XIII, Flóamanna saga. Þórhallur Vilmundarson og Bjarni Vilhjálmsson gafu út. Reykjavík, Fornritafélag, 1991.
  • Íslenzk fornrit XXV, Færeyinga saga. Ólafur Halldórsson gaf út. Reykjavík, Fornritafélag, 2006.
  • Graf: úr bókinni Men of Terror: A Comprehensive Analysis of Viking Combat. Íslenskur texti setur inn af ritstjór Vísindavefsins.
  • Myndir: William R. Short.

Höfundur

Reynir A. Óskarson

fróðleiksmaður

Útgáfudagur

4.10.2021

Spyrjandi

Elís G. Ásvaldsson

Tilvísun

Reynir A. Óskarson. „Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni?“ Vísindavefurinn, 4. október 2021. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80361.

Reynir A. Óskarson. (2021, 4. október). Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80361

Reynir A. Óskarson. „Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni?“ Vísindavefurinn. 4. okt. 2021. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80361>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni? Er átt við að þeir séu með spjót, sverð, öxi og hand-sax?

Langalgengustu vopnin í Íslendingasögunum og þau sem oftast er minnst á að notuð séu í bardaga eru sverð (43%), axir (32%) og spjót eða vopn sem svipa til spjóta (18%). Stundum er einnig minnst á sax (6%), en það kemur sjaldan fyrir í Íslendingasögunum af þeirri einföldu ástæðu að saxið var lítið notað af norrænum mönnum á landnámsöld en mun algengara fyrir víkingatímann.

Hlutfall vopna sem notuð eru í bardögum í Íslendingasögunum.

Við þennan lista mætti einnig bæta boga og örvum (1%), en bogar voru sjaldséðir á Íslandi af nokkrum ástæðum. Á Íslandi var lítið um trjátegundir sem hentuðu vel til bogagerðar. Þá var bogfimi íþrótt konunga og manna hans en einnig má nefna að bogar komu helst að gagni í stórum bardögum. Á Íslandi var hvorki konungur né stórir bardagar. Flestir þeir sem skjóta af boga á Íslandi í Íslendingasögunum eru norskir menn.

Við fyrstu sýn mætti ætla að hugtökin alvæpni og alvopnaður hafi verið notuð í Íslendingasögunum um þá sem voru vopnaðir öllum þeim vopnum sem algengust eru í sögunum. Svo virðist þó ekki vera, en erfitt er að vita nákvæmlega hvaða vopn menn báru þegar talað er um alvæpni. Oftast eru vopn og verjur manna aðeins talin upp þegar aðgerðir þykja nógu merkar til að þeirra sé minnst í sögunum.

Vopn víkinga.

Brennu-Njáls saga segir frá því þegar Njálssynir sitja fyrir Þráni og hans átta mönnum. Þráinn og menn hans höfðu allir alvæpni en einu vopn og varnir sem hægt er að greina að notuð hafi verið í bardaganum sjálfum eru hjálmur, skjöldur, öxi og spjót. Nokkuð ljóst er að allir sem reyndu að koma höggi á Skarphéðinn þegar hann skautaði fram hjá þeim á ísnum, voru vopnaðir. Hins vegar er ógerningur að vita hvaða vopn þeir báru.

Í Þórðar sögu hreðu er góð lýsing á því hvað telst alvæpni hans, Þórður hafði hjálm, skjöld, sverð og spjót. Hér er Þórður vel klyfjaður vopnum og vörnum, en þessi samsetning vopna og varna á ekki alltaf við þegar kemur að því að vera alvopnaður.

Í Flóamannasögu er aðeins tvisvar minnst á að Þorgils sé með annað en sverð sitt. Það er bolöxi sem ólíklega var ætlað sem vopn fram yfir verkfæri til að höggva við. Þorgils notar aðeins sverð sitt til vopnaðra átaka en samt er hann nokkrum sinnum sagður alvopnaður. Samkvæmt því getur alvæpni því bæði átt við eitt vopn og fleiri.

Höfundur í skylmingabardaga hjá Hurstwic en það eru bandarísk samtök sem staðið hafa fyrir rannsóknum á bardagaaðferðum víkinga.

Notkun hugtaksins alvæpni bendir sterklega til þess að það nái yfir þann vopnabúnað sem menn báru þegar þeir ætluðu að átök væru yfirvofandi, samanber Færeyingasögu þar sem Leifur, Karl og þeirra föruneyti fóru með alvæpni í tjald Þránds þar sem þeir bjuggust við að brátt kæmi til bardaga.

Hvaða vopn menn töldu gera sig reiðubúna til bardaga var þó mismunandi eftir mönnum. Þorgils virðist telja sverðið eitt nóg en Þórður þarf hjálm, skjöld, sverð og spjót.

í nýútgefinni bók eftir William R. Short og Reyni A. Óskarsson Men of Terror: A Comprehensive Analysis of Viking Combat (Westholme 2021) er fjallað um ýtarlegar rannsóknir á bardagaaðferðum norrænna manna á víkingaöld og því sérstæða samfélagi sem þeir bjuggu í. Þessar rannsóknir benda til þess að ofbeldi hafi verið stór hluti af samfélaginu, ekki aðeins í Skandinavíu, heldur líka á Íslandi.

Heimildir og myndir:
  • William R. Short and Reynir A. Óskarson: Men of Terror: A Comprehensive Analysis of Viking Combat. Yardley, Westholme Publishing, 2021.
  • Íslenzk fornrit XII, Brennu-Njáls saga. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Reykjavík, Fornritafélag, 1954.
  • Íslenzk fornrit XIV, Þórðar saga hreðu. Jóhannes Halldórsson gaf út. Reykjavík, Fornritafélag, 1959.
  • Íslenzk fornrit XIII, Flóamanna saga. Þórhallur Vilmundarson og Bjarni Vilhjálmsson gafu út. Reykjavík, Fornritafélag, 1991.
  • Íslenzk fornrit XXV, Færeyinga saga. Ólafur Halldórsson gaf út. Reykjavík, Fornritafélag, 2006.
  • Graf: úr bókinni Men of Terror: A Comprehensive Analysis of Viking Combat. Íslenskur texti setur inn af ritstjór Vísindavefsins.
  • Myndir: William R. Short.
...