Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Eykur laufabrauðsgerð á heimilum verga landsframleiðslu?

Gylfi Magnússon

Eins og verg landsframleiðsla er almennt reiknuð þá telst slík verðmætasköpun ekki með. Útreikningur á vergri landsframleiðslu byggir á mati á sköpun verðmæta sem ganga kaupum og sölu á markaði. Það sem gert er innan veggja heimilanna til eigin nota reiknast því ekki með.

Skurður og steiking á laufabrauði innan veggja heimilanna reiknast ekki með í vergri landsframleiðslu. Þetta er eitt af mörgu sem er undarlegt við útreikning landsframleiðslu.

Verðmæti laufabrauðs sem framleitt er af innlendum fyrirtækjum og selt í verslunum reiknast hins vegar með, reyndar að frádregnum kostnaði við innflutt hráefni. Þegar deigið er framleitt og selt af fyrirtæki telst sú verðmætasköpun líka með en ekki skurður og steiking innan veggja heimilanna. Þetta er eitt af mörgu sem er undarlegt við útreikning landsframleiðslu.

Mynd:

Spurningu Þorvaldar er hér svarað að hluta.

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

8.12.2020

Spyrjandi

Þorvaldur

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Eykur laufabrauðsgerð á heimilum verga landsframleiðslu?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2020. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80775.

Gylfi Magnússon. (2020, 8. desember). Eykur laufabrauðsgerð á heimilum verga landsframleiðslu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80775

Gylfi Magnússon. „Eykur laufabrauðsgerð á heimilum verga landsframleiðslu?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2020. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80775>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eykur laufabrauðsgerð á heimilum verga landsframleiðslu?
Eins og verg landsframleiðsla er almennt reiknuð þá telst slík verðmætasköpun ekki með. Útreikningur á vergri landsframleiðslu byggir á mati á sköpun verðmæta sem ganga kaupum og sölu á markaði. Það sem gert er innan veggja heimilanna til eigin nota reiknast því ekki með.

Skurður og steiking á laufabrauði innan veggja heimilanna reiknast ekki með í vergri landsframleiðslu. Þetta er eitt af mörgu sem er undarlegt við útreikning landsframleiðslu.

Verðmæti laufabrauðs sem framleitt er af innlendum fyrirtækjum og selt í verslunum reiknast hins vegar með, reyndar að frádregnum kostnaði við innflutt hráefni. Þegar deigið er framleitt og selt af fyrirtæki telst sú verðmætasköpun líka með en ekki skurður og steiking innan veggja heimilanna. Þetta er eitt af mörgu sem er undarlegt við útreikning landsframleiðslu.

Mynd:

Spurningu Þorvaldar er hér svarað að hluta....