Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
COVID-19 borði í flokk

Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?

Ingileif Jónsdóttir

Bóluefni eru dauðir eða veiklaðir skaðlausir sýklar, bakteríur, veirur, sveppir eða sníkjudýr, eða einstakar sýklasameindir, sem vekja ónæmissvar hjá þeim sem eru bólusettir og geta verndað þá gegn sjúkdómum sem sýklarnir valda annars. Ónæmissvarið sem myndast gegn bóluefninu getur verndað okkur gegn sjúkdómi þegar við erum útsett fyrir lifandi sýkli sem bóluefnið er þróað gegn. Sum bóluefni geta líka verndað gegn sýkingu, smiti og dreifingu sýkils og jafnvel útrýmt sýklum algerlega, eins og bólusóttarveirunni var útrýmt árið 1979 með samstilltu 15 ára bólusetningarátaki um allan heim.

Sýklar eru ólíkar lífverur og ólíkir þættir í ónæmissvarinu gegna lykilhlutverki í vernd gegn mismunandi sýklum. Mótefni eru til dæmis mikilvægasta vörnin gegn utanfrumubakteríum, en gegn veirum eins og SARS-CoV-2 eru það einkum tveir þættir ónæmissvars sem verja okkur gegn sjúkdómi sem veiran veldur:
  1. mótefni (e. antibodies) sem B-frumur (e. B cells) framleiða og þá aðallega mótefni gegn yfirborðsprótíni veirunnar sem binst viðtaka á frumum mannsins og hindra að veiran geti sýkt frumur til að fjölga sér í.
  2. T-frumur, einkum svokallaðar T-drápsfrumur (e. cytotoxic T cells), sem drepa veirusýktar frumur, þannig að veiran getur ekki lengur fjölgað sér í þeim. Einnig virkjast T-hjálparfrumur (e. T helper cells) sem efla virkni B-frumna og T-drápsfrumna og ósérhæfða ónæmiskerfisins.

Auk verndandi ónæmissvars, mótefna og virkjaðra T-frumna sem myndast á nokkrum dögum eða vikum (1)[1] myndast einnig langlífar B- og T-minnisfrumur sem geta verndað okkur árum og jafnvel áratugum saman.

Útbreiðslu alvarlegs öndunarfærasjúkdóms (COVID-19) af völdum nýrrar kórónuveiru varð vart í Wuhan í Kína í árslok 2019 (2) og í janúar 2020 var veiran, SARS-CoV-2, einangruð og raðgreind (3,4). Nú, tæpu ári síðar, er talið að SARS-CoV-2 veiran hafi sýkt tæplega 80 milljón manns í 222 löndum í öllum heimsálfum og valdið rúmlega 1761 þúsund dauðsföllum á heimsvísu (5). Fyrsta sýkingin af SARS-CoV-2 á Íslandi var staðfest 28. febrúar 2020 og síðan þá hafa 5.726 greinst smitaðir hérlendis og 28 látist úr COVID-19 (6).

SARS-CoV-2-veiran er náskyld kórónuveirum sem ollu takmörkuðum faröldrum alvarlegra sjúkdóma, SARS-CoV árið 2003 (7) og MERS árið 2012 (8). Fljótlega var sýnt fram á að SARS-CoV-2-veiran notar svokallaðan ACE2-viðtaka til að sýkja frumur, eins og SARS-CoV, og að bindiset (e. receptor binding domain) broddprótíns (e. spike protein) veiranna tveggja hafa sambærilega sækni í ACE2-viðtakann á mannafrumum (9). Einnig var sýnt að mýs sem voru bólusettar með broddprótíni SARS-CoV mynduðu mótefni sem hindruðu sýkingu SARS-CoV-2-veirunnar á frumum, sem benti til að bólusetning gæti vakið hlutleysandi og verndandi mótefni gegn vel varðveittum hlutum broddprótíns SARS-CoV-2 (9). Flest bóluefni sem eru í þróun gegn COVID-19 sjúkdómnum byggjast á að mynda ónæmissvar gegn broddprótíni veirunnar.

Fjórar gerðir bóluefna við COVID-19

Bóluefnin gegn COVID-19 eru af fjórum gerðum (10,11,12): óvirkjaðar (dauðar) SARS-CoV-2 veirur (e. whole virus), hreint broddprótín (eða annað prótín) veirunnar (e. protein subunit), mRNA fyrir broddprótínið (kjarnsýrur, e. nucleic acid, RNA or DNA) í fituhjúp og skaðlaus veiruferja (e. viral vector) sem ber gen fyrir broddprótín veirunnar, en getur ekki fjölgað sér. Ólíkar gerðir bóluefna vekja mismunandi ónæmissvar:

Óvirkjaðar veirur. Mörg hefðbundin veirubóluefni innihalda óvirkjaðar veirur (til dæmis bóluefni gegn inflúensu og lifrarbólgu A), en í þeim hefur erfðaefni veirunnar verið eyðilagt með hita, efnameðferð eða geislun svo veiran getur ekki sýkt frumur eða fjölgað sér, en getur vakið ónæmissvar. Óvirkjuð bóluefni eru mjög örugg og má til dæmis gefa einstaklingum með bælt ónæmiskerfi. Oftast þarf að geyma slík bóluefni í ísskáp eða kæli.

Prótín-bóluefni innihalda einstök prótín sýkils sem hafa verið valin til vekja verndandi ónæmissvar. Með því að takmarka útsetningu ónæmiskerfisins við einstakar sameindir fremur en sýkilinn allan eru aukaverkanir lágmarkaðar. Einn ókostur við einstök prótín er að þau vantar yfirleitt sameindamynstur sem er vel varðveitt á mörgum sýklum og gefa ónæmiskerfinu „hættumerki“ (e. danger signal) og efla ónæmissvarið, sem er oft veikara án þeirra. Þar sem prótín-bóluefni sýkja ekki frumur né myndast inni í þeim vekja þau fyrst og fremst mótefnasvar, en lítið T-drápsfrumusvar. Þess vegna er ónæmissvar gegn prótín-bóluefnum oft veikara en gegn öðrum gerðum bóluefna. Stundum eru prótín-bóluefni gefin með svokölluðum ónæmisglæðum (e. adjuvant) sem örva ónæmiskerfið, og oftast þarf að bólusetja oftar en einu sinni. Prótín-bóluefni geta ekki valdið sjúkdómi og eru almennt talin mjög örugg, auk þess að vera ódýr og einföld í framleiðslu og stöðugri en heilir óvirkjaðir sýklar. Mörg hefðbundin bóluefni innihalda einstök prótín (til dæmis bóluefni gegn lifrarbólgu B).

Kjarnsýrubóluefni (DNA eða RNA) koma erfðaefni sýkils inn í frumur líkamans sem framleiða síðan prótín eftir forskriftinni í erfðaefninu. Bóluefni sem þróuð eru gegn COVID-19 innihalda mRNA-bút sem skráir fyrir broddprótíni veirunnar. Þegar genið er komið inn í frumur mannsins tekur prótínframleiðslukerfi frumnanna til við að búa til broddprótínið í miklu magni, og það vekur sterkt ónæmissvar. Þar sem prótínin myndast inni í frumum mannsins á sama hátt og gerist í veirusýkingum, myndast bæði öflugt mótefnasvar og öflugt T-frumusvar, bæði T-drápsfrumna og T-hjálparfrumna. Líklega þarf að bólusetja tvisvar til að fá sterkt og langvinnt verndandi ónæmi.

Tæknin við þróun RNA-bóluefna er frekar ný, en bóluefni hafa meðal annars verið þróuð gegn HIV, zíka- og ebóluveirum, en hafa ekki fengið markaðsleyfi enn. Fituhjúpur um mRNA myndar öragnir (e. nanoparticle) og ver mRNA-sameindina og auðveldar flutning hennar inn í frumur. RNA-bóluefnin innihalda engan lifandi þátt og geta ekki valdið sjúkdómi, mRNA brotnar hratt niður og getur ekki innlimast í erfðaefni frumunnar. mRNA-bóluefni eru einföld og ódýr í framleiðslu, en þarf að geyma í miklu frosti (-70 °C eða lægra) sem krefst innviða sem skortir víða í lág- og meðaltekjulöndum. Tvö mRNA bóluefni gegn COVID-19 eru fyrstu RNA bóluefnin sem fá neyðarleyfi og skráningu til notkunar í mönnum.

Veiruferjubóluefni eru gerð úr skaðlausum veirum sem geta ekki fjölgað sér, en bera gen fyrir broddprótín SARS-CoV-2-veirunnar og flytja inn í frumur mannsins, þar sem prótínframleiðslukerfi frumnanna fer að búa til broddprótínið í miklu magni og gegn því myndast sterkt ónæmissvar, bæði mótefnasvar og T-frumusvar, þ.m.t. virkjun T-drápsfrumna. Margar veiruferjur eru afbrigði af adenóveirum sem valda kvefi og þar sem sumir hafa verið útsettir fyrir adenóveirum og myndað ónæmissvar gegn þeim gæti það dregið úr virkni bóluefnanna. Aðferðafræðin við framleiðslu veiruferjubóluefna er vel reynd, en fremur flókin. Talið er að oft þurfi að gefa tvo skammta. Veiruferjubóluefni eru í þróun gegn mörgum smitsjúkdómum og veiruferjubóluefni gegn dengueveiru (Dengvaxia) og ebóluveiru (Ervebo) hafa verið skráð og fengið markaðsleyfi (12).

Mynd 1. Þróun bóluefna gegn COVID-19. Myndin er fengin af heimasíðu GAVI, the Vaccine Alliance (10).

Flest bóluefni sem eru í þróun gegn COVID-19-sjúkdómnum byggjast á að mynda ónæmissvar gegn broddprótíni veirunnar, mótefni sem hindra bindingu hennar við ACE2 og þar sem sýkingu frumna og T-drápsfrumur sem eyða veirusýktum frumum og koma þannig í veg fyrir veirufjölgun. T-drápsfrumunar þekkja peptíðbúta úr veiruprótínum sem myndast í sýktum frumum og eru sýndir á yfirborði frumnanna í svokölluðum vefjaflokkasameindum (e. major histocompatibility complex (MHC), eða human leukocyte antigen (HLA)) af gerð I. Talið er að nær 200 bóluefni gegn COVID-19 séu í þróun (mynd 1) og af þeim hafa 49 þegar verið prófuð í mönnum (10,11). Tuttugu eru í fasa 1, þar sem öryggi er prófað í litlum hópum heilbrigðra fullorðinna, 16 eru í fasa 2 þar sem prófað er öryggi og ónæmissvar í hundruðum einstaklinga, og 13 bóluefni eru í fasa 3 þar sem þau eru prófuð í tugþúsundum einstaklinga í tvíblindum rannsóknum, þar sem um helmingur þátttakenda fær tilraunabóluefnið en hinn helmingurinn fær lyfleysu (e. placebo) eða annað skráð bóluefni gegn öðrum sjúkdómi og hvorki þátttakendur né rannsakendur vita hvað hver þátttakandi fær. Mat á virkni bóluefnisins er gerð með því að bera saman tíðni COVID-19-sjúkdóms hjá þeim sem fengu tilraunabóluefnið og hinum sem fengu lyfleysu eða annað bóluefni. Yfirlit yfir bóluefnin sem eru í fasa 3 er í töflu 1 (10,11).

Tafla 1. Bóluefni gegn COVID-19 í fasa 3. Upplýsingar byggðar á heimildum 10 og 11. Smellið á töfluna til að skoða stærri útgáfu.

Bóluefni gegn COVID-19 eru þróuð og metin samkvæmt sömu lagalegu kröfum um gæði, öryggi og virkni og gilda fyrir önnur lyf. Hvergi er slegið af kröfum um þessi atriði þegar kemur að bóluefnum við COVID-19 (13). Ferlum við mat á bóluefnum gegn COVID-19 hefur verið flýtt verulega (14). Til að fá markaðsleyfi eða neyðarleyfi eftirlitsstofnana til notkunar þurfa bóluefni að vera örugg og veita yfir 50% vernd gegn sjúkdómi. Til að tryggja öryggi bóluefna er áherslan fyrst og fremst á öryggi snemma í þróunarferli þeirra. Fylgst er náið með aukaverkunum í síðari fösum rannsóknanna og þátttakendum í rannsóknum fylgt eftir í langan tíma. Öllum þátttakendum í rannsóknum er fylgt eftir í að minnsta kosti 2 mánuði eftir síðustu bólusetningu áður en leyfi er veitt á grunvelli þeirra og á þeim tíma ættu algengari aukaverkanir að hafa komið fram hjá þeim tugþúsundum sem taka þátt í fasa 3 rannsóknum (tafla 1). Sjaldgæfar alvarlegar aukaverkanir geta þó alltaf komið fram þegar búið er að bólusetja milljónir manna, eins og með öll bóluefni og lyf. Á heimasíðu sóttvarnarlæknis er að finna yfirlit yfir alvarlegar aukaverkanir af völdum bóluefna sem hafa verið notuð í ár og áratugi og dánartíðni af völdum sjúkdóma sem bólusett er gegn, en alvarlegar aukaverkanir eru fátíðar og geta sést við um það bil eina af hverri 500.000–1.000.000 bólusetningu (15).

Þegar þetta er ritað (28.12.2020) hafa tvö bóluefni fengið neyðarleyfi (e. emergency use authorization) Lyfjastofnunar Bandaríkjanna (e. Food and Drug Administration, FDA) fyrir notkun gegn COVID-19: mRNA bóluefni Pfizer og BioNTech 11.12.2020 fyrir einstaklinga 16 ára og eldri (16) og mRNA bóluefni Moderna og NIAID 18.12.2020 fyrir einstaklinga 18 ára og eldri (17). Að fengnu jákvæðu mati og ráðleggingum Lyfjastofnunar Evrópu (e. European Medicinal Agency, EMA) (18) gaf Evrópusambandið út skráningu á mRNA bóluefni Pfizer og BioNTech fyrir notkun í mönnum 21.12.2020, og er notkun þess hafin í fjölda landa. Sama dag gaf Lyfjastofnun út markaðsleyfi á Íslandi og bólusetningar hófust 29.12.2020. Lyfjastofnun Evrópu mun fjalla um mRNA bóluefni Moderna 6. janúar 2021 (19).

Hver eru helstu bóluefnin núna?

mRNA bóluefni Pfizer og BioNTech sem kallaðist BNT162b2, er nucleoside-breytt RNA sem skráir fyrir broddprótíni SARS-CoV-2-veirunnar, hjúpað fitu, sem myndar öragnir. Það kallast nú Comirnaty og fékk leyfi til notkunar í mönnum og skráningu á grundvelli rannsókna á 43.448 þátttakendum í Bandaríkjunum, Argentínu, Brasilíu, Suður-Afríku, Þýskalandi og Tyrklandi: 21,720 fengu bóluefnið og 21,728 fengu lyfleysu, tvisvar með 3 vikna millibili. Af 170 sem veiktust af COVID-19 höfðu 8 fengið bóluefnið en 162 lyfleysu og var verndin því 95% (20,21).

Alvarleiki COVID-19 og dánartíðni af völdum sjúkdómsins eykst verulega með aldri eftir 65 ára (22,23). Vernd bóluefnisins meðal þátttakenda sem voru 65 ára eða eldri var 94,7% og 94,6% hjá einstaklingum með háþrýsting. Verndin var svipuð í öllum hópum þátttakenda (90-100%) óháð aldri, kyni, kynþætti, offitu (þyngdarstuðli e. body max index, BMI yfir 30) og undirliggjandi sjúkdómum, sem auka áhættu á slæmum afleiðingum sjúkdómsins. Vernd gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi var 90%, en af 10 þátttakendum sem veiktust alvarlega, höfðu 9 fengið lyfleysu en einn bóluefnið (20,21).

Á þriggja vikna tímabili milli fyrri og seinni skammts fengu 39 þátttakendur COVID-19 í hópnum sem fékk bóluefnið en 82 í hópnum sem fékk lyfleysu, sem samsvarar 52% vernd af einum skammti á þessum stutta tíma. Þetta bendir til þess að verndandi ónæmis gæti snemma, allt frá 12 dögum eftir fyrsta skammt, en frekari rannsókna er þörf til að sýna hversu góð verndin er og hversu lengi hún varir (20,21). Rannsóknir á bóluefninu i Bandaríkjunum og Þýskalandi höfðu áður sýnt að heilbrigðir fullorðnir karlar og konur sem fengu 2 skammta (30 μg/skammt) mynduðu sterkt T-drápsfrumu og T-hjálparfrumusvar og hærri styrk mótefna sem hlutleystu SARS-CoV-2-veiruna en einstaklingar sem höfðu sýkst og batnað af COVID-19 (24), sem var forsenda þess að fasa 3 rannsóknir voru gerðar á bóluefninu.

Öryggi bóluefnisins reyndist gott, aukaverkanir voru oftast skammvinnar (1-2 dagar), einkum vægur eða meðal sársauki á stungustað, þreyta og höfuðverkur, svipaðar og af öðrum veirubóluefnum, þó heldur algengari eftir seinni skammt en fyrri. Tíðni alvarlegra aukaverkana var lág og sambærileg milli hópsins sem fékk bóluefni og hópsins sem fékk lyfleysu. Niðurstöður hafa verið birtar í virtu vísindatímariti og rannsóknaskýrsla til Lyfjastofnunar Bandaríkjanna er einnig aðgengileg (20,21). Rannsóknir á öryggi og vernd hjá 12-18 ára einstaklingum eru hafnar.

mRNA bóluefni Moderna og NIAID sem kallast mRNA-1273 er RNA sem skráir fyrir broddprótíni veirunnar, í fituhjúpuðum örögnum (LNP). Það sýndi gott öryggi og vakti sterkt hlutleysandi mótefnasvar gegn SARS-CoV-2 hjá heilbrigðum fullorðnum (18-55 ára) sem fengu 2 skammta (25, 100 eða 250 μg/skammt) með 4 vikna millibili og engar aukaverkanir komu fram sem töldust takmarkandi fyrir áframhaldandi þróun og prófanir bóluefnisins (25). Eldra fólk, 55-70 ára og 71 árs og eldra, sýndi betra hlutleysandi mótefnasvar við 100 μg/skammt en 25 μg/skammt (26). Bóluefnið fékk neyðarleyfi Lyfjastofnunar Bandaríkjanna til notkunar í mönnum og skráningu á grundvelli rannsókna á 30,351 þátttakendum í Bandaríkjunum, 15.181 sem fengu bóluefnið og 15.170 sem fengu lyfleysu (27). Tveir skammtar bóluefnisins sýndu 94,1% vernd gegn COVID-19 sjúkdómi með einkenni, byggt á 196 sem veiktust, en af þeim höfðu 11 fengið bóluefnið en 185 lyfleysu. Verndin var svipuð óháð aldri, kyni og kynþætti þátttakenda. Verndin var 86% meðal þátttakenda 65 ára og eldri. Vernd gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi var 100%, en allir þeir 30 þátttakendur sem veiktust alvarlega höfðu fengið lyfleysu. Vísbendingar eru um að einhver vernd komi fram strax eftir fyrsta skammt af bóluefninu.

Aukaverkanir voru svipaðar þeim sem oft koma fram eftir bólusetningar. Staðbundnar aukaverkanir voru skammvínnar (1-2 dagar), flestar voru mildar eða miðlungs alvarlegar, einkum sársauki á stungustað, roði, þroti og eitlastækkun og komu oftar fram hjá þeim sem fengu bóluefnið en þeim sem fengu lyfleysu. Þær voru algengari eftir seinni skammt en þann fyrri. Rannsóknaskýrsla til Lyfjastofnunar Bandaríkjanna er aðgengileg (27) en niðurstöður hafa ekki enn verið birtar í ritrýndu vísindatímariti. Rannsóknir á öryggi og vernd hjá 12-18 ára einstaklingum eru hafnar.

Veiruferjubóluefni AstraZeneca og Oxfordháskóla er simpansa-adenóveiruferja (ChAdOx1) sem getur ekki fjölgað sér en ber gen sem skráir fyrir broddprótíni SARS-CoV-2-veirunnar. Fasa 1 og 2 rannsóknir á bóluefninu hafa sýnt sterk ónæmissvör hjá 18-55 ára og 56 ára og eldri einstaklingum, bæði myndum hlutleysandi mótefna og virkjun T-frumna (28,29). Í fasa 3 rannsókn voru tveir skammtar af ChAdOx1 nCoV-19 bóluefninu eða viðmiðunarbóluefni gegn meningókokkasjúkdómi gefnir 23.848 þátttakendum í Bretlandi, Brasilíu og Suður-Afríku með 4 vikna millibili. Bráðabirgðamat á vernd byggir á 11.636 þátttakendum (7.548 í Bretlandi og 4.088 í Brasilíu). Vernd gegn COVID-19 sjúkdómi var 62,1% hjá þátttakendum sem fengu 2 staðlaða skammta, 27 (0,6%) af 4440 sem fengu ChAdOx1 nCoV-19 bóluefnið veiktust, en 71 (1,6%) af 4.455 í viðmiðunarhópi. Meðal 23% þátttakenda sem fengu hálfan staðalskammt fyrst en fullan skammt síðar var verndin gegn COVID-19 sjúkdómi 90,0%, þar sem 3 (0,2%) af 1.367 sem fengu bóluefnið veiktust, en 30 (2,2%) af 1.374 í viðmiðunarhópi. Í rannsókninni í heild var verndin 70,4%. Tíu voru lagðir inn á sjúkrahús, tveir þeirra alvarlega veikir og einn lést, enginn þeirra hafði fengið bóluefnið gegn COVID-19. Einnig eru vísbendingar um að einhver vernd komi fram strax eftir fyrsta skammt af bóluefninu.

Hjá 168 þátttakendum komu fram 175 alvarlegar aukaverkanir, 84 hjá þeim sem fengu ChAdOx1 nCoV-19-bóluefnið og 91 í viðmiðunarhópnum. Öryggismynstur ChAdOx1 nCoV-19-bóluefnisins telst ásættanlegt og bráðabirgðaniðurstöður sýna góða vernd gegn COVID-19 sjúkdómi (30). Í breska hluta rannsóknarinnar voru tekin nef-/hálsstroksýni vikulega og verður hægt að meta hvort bólusetningin verndi gegn sýkingu og smiti, auk þess að vernda gegn sjúkdómnum. Fasa 3 rannsóknir halda áfram og rannsókn á vernd hjá 12-18 ára er hafin og til stendur að prófa ólíka skammta af bóluefninu í rannsókn í Bandaríkjunum. Þetta bóluefni má flytja og geyma við 2-8°C, sem er ekki síst kostur fyrir notkun í lág- og meðaltekjulöndum þar sem innviði skortir oft. Reiknað er með að eftirlitsstofnanir fjalli um umsóknir AstraZeneca og Oxfordháskóla um leyfi og skráningu í febrúar 2021.

Veiruferjubóluefni Janssen Cilag (Johnson & Johnson) er adenóveiruferja (Ad26) sem getur ekki fjölgað sér en ber gen sem skráir fyrir broddprótíni SARS-CoV-2-veirunnar. Umfangsmiklar fasa 3 rannsóknir eru í gangi víða um heim, en framleiðendur reikna með að einn skammtur af bóluefninu dugi til að vernda gegn COVID-19. Reiknað er með að Lyfjastofnanir Bandaríkjanna og Evrópu fjalli um umsóknir Janssen Cilag um leyfi og skráningu bóluefnisins í febrúar 2021.

Önnur bóluefni í fasa 3: Bráðabirgðaniðurstöður úr fasa 3 rannsókn í Sameinuðu furstadæmunum á bóluefni (óvirkjuð veira) frá Sinopharm og Wuhan Institute of Biological Products í Kína sýndu 86% vernd og hefur fengist leyfi fyrir notkun bóluefnisins hjá heilbrigðisstarfsfólki þar í landi (10). Opinberar upplýsingar um vernd eða öryggi flestra annara bóluefna sem eru í fasa 3 (tafla 1) eru takmarkaðar. Þótt fasa 3 rannsóknum sé ekki lokið hafa bóluefni Sinovac Research and Development, Sinopharm/Wuhan Institute of Biological Products og Cansino/Bejing Institute of Biotechnology fengið takmarkað leyfi til notkunar í mönnum í Kína og bóluefni Gamaleya Research Institute til notkunar í Rússlandi.

Hversu mikið er hægt að framleiða af þessum bóluefnum?

Framleiðslugeta fyrir bóluefni gegn COVID-19 hefur verið byggð upp af miklum krafti. Þannig er framleiðslugeta þeirra 4 bóluefna sem gerð er grein fyrir hér að ofan 5,8-6,3 milljarðar skammta á árinu 2021 (Pfizer/BioNTech: 1,3 milljarðar, Moderna/NIAID: 0,5-1 milljarður, AstraZeneca: 3 milljarðar og Janssen Cilag 1 milljarður skammta). Við bætist svo mikil framleiðslugeta CureVac (mRNA bóluefni sem er stöðugt í að minnsta kosti 3 mánuði í ísskáp (+4°C) og Sanofi og GSK (prótín með ónæmisglæði, framleiðslugeta um 1 milljarður á ári) en framleiðandinn áætlar að það verði tilbúið haustið 2021.

Hvað fá Íslendingar marga skammta?

Heilbrigðisráðuneytið hefur tryggt okkur bóluefni fyrir alla íbúa landsins og meira til, gegnum samninga Evrópusambandsins og með samningum sem hafa verið undirritaðir við Pfizer (330 þúsund skammta fyrir 165 þúsund einstaklinga), AstraZeneca (230 þúsund skammta fyrir 115 þúsund einstaklinga), Janssen Cilag (235 þúsund skammtar fyrir 235 þúsund einstaklinga, talið líklegt að nóg sé að gefa 1 skammt) og samningi við Moderna, sem verður undirritaður 30. desember, en magn til afhendingar hefur ekki verið gefið út en áætlað er að afhending hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2021. Ráðuneytið vinnur líka að samningum við CureVac og Sanofi/GSK, en rannsóknir á þeirra bóluefnum eru að ljúka fasa 2 (31). Samkvæmt samningi við Pfizer eiga að koma 50 þúsund skammtar af þeirra bóluefni til Íslands fyrir lok mars 2021, sem nægir til að bólusetja alla sem eru í fyrstu forgangshópum, það er framlínustarfsmenn í heilbrigðiskerfinu og elstu íbúa landsins. Vonir standa til að hægt verði að bólusetja stóran hluta fullorðinna á Íslandi á fyrri hluta ársins 2021.

Hvernig er alþjóðlegu samstarfi um þessi bóluefni háttað?

Öflugt alþjóðlegt samstarf rannsóknastofnana, fyrirtækja, eftirlitsaðila, alþjóðasamtaka og -stofnana og ríkisstjórna hefur verið um þróun bóluefna, uppbyggingu framleiðslugetu og annara innviða og um aðgang og dreifingu bóluefna gegn COVID-19 á heimsvísu. Samstarfið er leitt af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, GAVI the Vaccine Alliance og CEPI, Coalition for Epidemic Preparedness Innovations. Þessir aðilar leiða meðal annars COVAX, sem nær 200 lönd eru aðilar að og hefur það markmið að flýta þróun og framleiðslu COVID-19 bóluefna og tryggja sanngjarnan og jafnan aðgang allra, þannig að bóluefni fyrir að minnsta kosti 20% íbúa hvers lands fái forgang jafnóðum og bóluefni verða til og að 92 lág- og meðaltekju löndum sé tryggt bóluefni fyrir 3 bandaríkjadali eða minna fyrir hvern skammt.

Lokaorð

Það er stórkostlegur árangur að tvö bóluefni hafi þegar fengið leyfi til notkunar í mönnum í Bandaríkjunum og eitt í Evrópu, innan við ári frá því að SARS-CoV-2-veiran fannst. Áhættan af því að fá COVID-19 er mikil, alvarleg veikindi og há dánartíðni, einkum hjá öldruðum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma, og einnig langvinn veikindi sem gera marga jafnvel óvinnufæra vikum og mánuðum saman, þar á meðal ungt fólk sem áður var hraust.

Verndarmáttur þeirra bóluefna sem lengst eru komin í þróun og prófunum er mjög mikill. Öryggi þeirra og hverfandi áhætta, sem rannsóknir sýna að er sambærileg við bóluefni sem þegar eru notuð, ættu að auðvelda öllum að vega og meta ávinning og áhættu af bólusetningu miðað við áhættuna sem fylgir því að fá COVID-19. Það er líka gríðarlegur árangur að innviðir til framleiðslu á nýjum gerðum bóluefna (mRNA- og veiruferjubóluefni) hafi verið byggðir upp til að framleiða 5,8-6,3 milljarða skammta af þeim 4 bóluefnum sem eru komin lengst í þróun auk mikillar framleiðslugetu annara bóluefna sem munu fylgja í kjölfarið.

Vonandi gengur það eftir að aðgangur að bóluefnum gegn COVID-19 á heimsvísu verði sanngjarn og öll lönd fái sem fyrst bóluefni fyrir þá sem eru í mestri áhættu á að fara illa út úr sjúkdómnum. Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar.

Tilvísun:
  1. ^ Tölur innan sviga vísa til tölusettra heimilda í heimildaskrá.

Heimildir:
  1. Poland GA, Ovsyannikova IG, Kennedy RB. SARS-CoV-2 immunity: review and applications to phase 3 vaccine candidates. Lancet 2020: 396;1595-1606. https://doi.org/10.1016/S0140-6736(20)32137-1. (Sótt 28.12.2020).
  2. Huang C, Wang Y, Li X, et al. Clinical features of patients infected with 2019 novel coronavirus in Wuhan, China. Lancet 2020;395:497-506. https://doi.org/10.1016/S0140-6736(20)30183-5. (Sótt 28.12.2020).
  3. Zhou P, Yang X-L, Wang X-G, et al. A pneumonia outbreak associated with a new coronavirus of probable bat origin. Nature 2020;579:270-273. https://doi.org/10.1038/s41586-020-2012-7. (Sótt 28.12.2020).
  4. Zhu N, Zhang D, Wang W, et al. A novel coronavirus from patients with pneumonia in China, 2019. N Engl J Med 2020;382:727-733. https://doi.org/10.1056/NEJMoa2001017.(Sótt 28.12.2020).
  5. WHO. Coronavirus disease (COVID-19) pandemic. https://www.who.int/emergencies/diseases/novel-coronavirus-2019. (Sótt 28.12.2020).
  6. Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. COVID-19 á Íslandi - tölfræði. https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar. (Sótt 28.12.2020).
  7. Drosten C, Günther S, Preiser W, et al. Identification of a novel coronavirus in patients with severe acute respiratory syndrome. N Engl J Med 2003;348:1967-1976. https://doi.org/10.1056/NEJMoa030747. (Sótt 28.12.2020).
  8. Zaki AM, van Boheemen S, Bestebroer TM, Osterhaus ADME, Fouchier RAM. Isolation of a novel coronavirus from a man with pneumonia in Saudi Arabia. N Engl J Med 2012;367:1814-1820. https://doi.org/10.1056/NEJMoa1211721. (Sótt 28.12.2020).
  9. Walls AC, Park YJ, Tortorici MA, et al. Structure, Function, and Antigenicity of the SARS-CoV-2 Spike Glycoprotein. Cell. 2020;181(2):281-292. https://doi.org/10.1016/j.cell.2020.02.058. (Sótt 28.12.2020).
  10. GAVI, The Vaccine Alliance. The COVID-19 vaccine race. https://www.gavi.org/vaccineswork/covid-19-vaccine-race. (Sótt 28.12.2020).
  11. WHO. Draft landscape of COVID-19 candidate vaccines. https://www.who.int/publications/m/item/draft-landscape-of-covid-19-candidate-vaccines. (Sótt 28.12.2020).
  12. van Riel D & de Wit E. Next generation vaccine platforms for COVID-19. Nat. Mater 2020;19, 810–812. https://doi.org/10.1038/s41563-020-0746-0. (Sótt 28.12.2020).
  13. Lyfjastofnun. Spurt og svarað. https://www.lyfjastofnun.is/lyfjastofnun/spurt-og-svarad/#q=b%C3%B3luefni%20gegn%20covid-19. (Sótt 28.12.2020).
  14. European Medicine Agency. COVID-19 vaccines: development, evaluation, approval and monitoring. https://www.ema.europa.eu/en/human-regulatory/overview/public-health-threats/coronavirus-disease-covid-19/treatments-vaccines/covid-19-vaccines-development-evaluation-approval-monitoring. (Sótt 28.12.2020).
  15. Embætti landlæknis. Alvarlegar afleiðingar og dánartíðni sjúkdóma sem bólusett er gegn. https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item26393/Alvarlegar-afleidingar-og-danartidni-sjukdoma-sem-bolusett-er-gegn. (Sótt 28.12.2020).
  16. U.S. Food & Drug Administation. Pfizer-BioNTech COVID-19 Vaccine. https://www.fda.gov/emergency-preparedness-and-response/coronavirus-disease-2019-covid-19/pfizer-biontech-covid-19-vaccine. (Sótt 28.12.2020).
  17. U.S. Food & Drug Administation. Moderna COVID-19 Vaccine. https://www.fda.gov/emergency-preparedness-and-response/coronavirus-disease-2019-covid-19/moderna-covid-19-vaccine. (Sótt 28.12.2020).
  18. European Medicines Agency. EMA recommends first COVID-19 vaccine for authorisation in the EU. https://www.ema.europa.eu/en/news/ema-recommends-first-covid-19-vaccine-authorisation-eu. (Sótt 28.12.2020).
  19. European Medicines Agency. Update on assessment of marketing authorisation application for Moderna’s mRNA-1273 COVID-19 vaccine. https://www.ema.europa.eu/en/news/update-assessment-marketing-authorisation-application-modernas-mrna-1273-covid-19-vaccine. (Sótt 28.12.2020).
  20. Polack FP, Thomas SJ, Kitchin N, et al. Safety and Efficacy of the BNT162b2 mRNA Covid-19 Vaccine. N Engl J Med 2020 Dec 10;NEJMoa2034577. https://doi.org/10.1056/NEJMoa2034577. (Sótt 28.12.2020).
  21. Pfizer. Pfizer-BioNTech COVID-19 Vaccine. https://www.fda.gov/media/144246/download. (Sótt 28.12.2020).
  22. Verity R, Okell LC, Dorigatti I, et al. Estimates of the severity of coronavirus disease 2019: a model-based analysis. Lancet Infect Dis 2020;20: 669–77. https://doi.org/10.1016/S1473-3099(20)30243-7. (Sótt 28.12.2020).
  23. Levin AT, Hanage WP, Owusu-Boaitey N, et al. Assessing the Age Specificity of Infection Fatality Rates for COVID-19: Systematic Review, Meta-Analysis, and Public Policy Implications. Eur J Epidemiol 2020;35, 1123–1138. https://doi.org/10.1007/s10654-020-00698-1. (Sótt 28.12.2020).
  24. Sahin U, Muik A, Derhovanessian E, et al. COVID-19 vaccine BNT162b1 elicits human antibody and T H 1 T cell responses. Nature 2020 Oct;586(7830):594-599. https://doi.org/10.1038/s41586-020-2814-7. (Sótt 28.12.2020).
  25. Jackson LA, Anderson EJ, Rouphael NG, et al. An mRNA Vaccine against SARS-CoV-2 - Preliminary Report. N Engl J Med. 2020 Nov 12;383(20):1920-1931. https://doi.org/10.1056/NEJMoa2022483. (Sótt 28.12.2020).
  26. Anderson EJ, Rouphael NG, Widge AT, et al. Safety and Immunogenicity of SARS-CoV-2 mRNA-1273 Vaccine in Older Adults. N Engl J Med. 2020 Dec 17;383(25):2427-2438. https://doi.org/10.1056/NEJMoa2028436. (Sótt 28.12.2020).
  27. Moderna. MRNA-1273. https://www.fda.gov/media/144452/download. (Sótt 28.12.2020).
  28. PM Folegatti, KJ Ewer, PK Aley, et al. Safety and immunogenicity of the ChAdOx1 nCoV-19 vaccine against SARS-CoV-2: a preliminary report of a phase 1/2, single-blind, randomised controlled trial. Lancet 2020;396(10249):467-478. https://doi.org/10.1016/S0140-6736(20)31604-4. (Sótt 28.12.2020).
  29. Ramasamy M, Minassian AM et al. Safety and immunogenicity of ChAdOx1 nCoV-19 (AZD1222) vaccine administered in a prime-boost regimen in older adults (COV002): a phase 2/3 single blind, randomised controlled trial. Lancet 2020;396(10267) https://doi.org/10.1016/S0140-6736(20)32466-1.(Sótt 28.12.2020).
  30. Voysey M, Clemens SAC, Madhi SA, et al. Safety and efficacy of the ChAdOx1 nCoV-19 vaccine (AZD1222) against SARS-CoV-2: an interim analysis of four randomised controlled trials in Brazil, South Africa, and the UK. Lancet 2020 Dec 8;S0140-6736(20)32661-1. https://doi.org/10.1016/S0140-6736(20)32661-1. (Sótt 28.12.2020).
  31. Stjórnarráð Íslands. COVID 19: Yfirlit um stöðu samninga um bóluefni. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/12/17/COVID-19-Yfirlit-um-stodu-samninga-um-boluefni/. (Sótt 28.12.2020).

Mynd:

Höfundur

Ingileif Jónsdóttir

prófessor emerita í ónæmisfræði við læknadeild HÍ og deildarstjóri smit- og bólgusjúkdóma hjá ÍE

Útgáfudagur

30.12.2020

Spyrjandi

Andri Rúnar, ritstjórn

Tilvísun

Ingileif Jónsdóttir. „Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?“ Vísindavefurinn, 30. desember 2020. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80882.

Ingileif Jónsdóttir. (2020, 30. desember). Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80882

Ingileif Jónsdóttir. „Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?“ Vísindavefurinn. 30. des. 2020. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80882>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða bóluefni hafa verið þróuð gegn COVID-19 og hvað er vitað um þau?
Bóluefni eru dauðir eða veiklaðir skaðlausir sýklar, bakteríur, veirur, sveppir eða sníkjudýr, eða einstakar sýklasameindir, sem vekja ónæmissvar hjá þeim sem eru bólusettir og geta verndað þá gegn sjúkdómum sem sýklarnir valda annars. Ónæmissvarið sem myndast gegn bóluefninu getur verndað okkur gegn sjúkdómi þegar við erum útsett fyrir lifandi sýkli sem bóluefnið er þróað gegn. Sum bóluefni geta líka verndað gegn sýkingu, smiti og dreifingu sýkils og jafnvel útrýmt sýklum algerlega, eins og bólusóttarveirunni var útrýmt árið 1979 með samstilltu 15 ára bólusetningarátaki um allan heim.

Sýklar eru ólíkar lífverur og ólíkir þættir í ónæmissvarinu gegna lykilhlutverki í vernd gegn mismunandi sýklum. Mótefni eru til dæmis mikilvægasta vörnin gegn utanfrumubakteríum, en gegn veirum eins og SARS-CoV-2 eru það einkum tveir þættir ónæmissvars sem verja okkur gegn sjúkdómi sem veiran veldur:
  1. mótefni (e. antibodies) sem B-frumur (e. B cells) framleiða og þá aðallega mótefni gegn yfirborðsprótíni veirunnar sem binst viðtaka á frumum mannsins og hindra að veiran geti sýkt frumur til að fjölga sér í.
  2. T-frumur, einkum svokallaðar T-drápsfrumur (e. cytotoxic T cells), sem drepa veirusýktar frumur, þannig að veiran getur ekki lengur fjölgað sér í þeim. Einnig virkjast T-hjálparfrumur (e. T helper cells) sem efla virkni B-frumna og T-drápsfrumna og ósérhæfða ónæmiskerfisins.

Auk verndandi ónæmissvars, mótefna og virkjaðra T-frumna sem myndast á nokkrum dögum eða vikum (1)[1] myndast einnig langlífar B- og T-minnisfrumur sem geta verndað okkur árum og jafnvel áratugum saman.

Útbreiðslu alvarlegs öndunarfærasjúkdóms (COVID-19) af völdum nýrrar kórónuveiru varð vart í Wuhan í Kína í árslok 2019 (2) og í janúar 2020 var veiran, SARS-CoV-2, einangruð og raðgreind (3,4). Nú, tæpu ári síðar, er talið að SARS-CoV-2 veiran hafi sýkt tæplega 80 milljón manns í 222 löndum í öllum heimsálfum og valdið rúmlega 1761 þúsund dauðsföllum á heimsvísu (5). Fyrsta sýkingin af SARS-CoV-2 á Íslandi var staðfest 28. febrúar 2020 og síðan þá hafa 5.726 greinst smitaðir hérlendis og 28 látist úr COVID-19 (6).

SARS-CoV-2-veiran er náskyld kórónuveirum sem ollu takmörkuðum faröldrum alvarlegra sjúkdóma, SARS-CoV árið 2003 (7) og MERS árið 2012 (8). Fljótlega var sýnt fram á að SARS-CoV-2-veiran notar svokallaðan ACE2-viðtaka til að sýkja frumur, eins og SARS-CoV, og að bindiset (e. receptor binding domain) broddprótíns (e. spike protein) veiranna tveggja hafa sambærilega sækni í ACE2-viðtakann á mannafrumum (9). Einnig var sýnt að mýs sem voru bólusettar með broddprótíni SARS-CoV mynduðu mótefni sem hindruðu sýkingu SARS-CoV-2-veirunnar á frumum, sem benti til að bólusetning gæti vakið hlutleysandi og verndandi mótefni gegn vel varðveittum hlutum broddprótíns SARS-CoV-2 (9). Flest bóluefni sem eru í þróun gegn COVID-19 sjúkdómnum byggjast á að mynda ónæmissvar gegn broddprótíni veirunnar.

Fjórar gerðir bóluefna við COVID-19

Bóluefnin gegn COVID-19 eru af fjórum gerðum (10,11,12): óvirkjaðar (dauðar) SARS-CoV-2 veirur (e. whole virus), hreint broddprótín (eða annað prótín) veirunnar (e. protein subunit), mRNA fyrir broddprótínið (kjarnsýrur, e. nucleic acid, RNA or DNA) í fituhjúp og skaðlaus veiruferja (e. viral vector) sem ber gen fyrir broddprótín veirunnar, en getur ekki fjölgað sér. Ólíkar gerðir bóluefna vekja mismunandi ónæmissvar:

Óvirkjaðar veirur. Mörg hefðbundin veirubóluefni innihalda óvirkjaðar veirur (til dæmis bóluefni gegn inflúensu og lifrarbólgu A), en í þeim hefur erfðaefni veirunnar verið eyðilagt með hita, efnameðferð eða geislun svo veiran getur ekki sýkt frumur eða fjölgað sér, en getur vakið ónæmissvar. Óvirkjuð bóluefni eru mjög örugg og má til dæmis gefa einstaklingum með bælt ónæmiskerfi. Oftast þarf að geyma slík bóluefni í ísskáp eða kæli.

Prótín-bóluefni innihalda einstök prótín sýkils sem hafa verið valin til vekja verndandi ónæmissvar. Með því að takmarka útsetningu ónæmiskerfisins við einstakar sameindir fremur en sýkilinn allan eru aukaverkanir lágmarkaðar. Einn ókostur við einstök prótín er að þau vantar yfirleitt sameindamynstur sem er vel varðveitt á mörgum sýklum og gefa ónæmiskerfinu „hættumerki“ (e. danger signal) og efla ónæmissvarið, sem er oft veikara án þeirra. Þar sem prótín-bóluefni sýkja ekki frumur né myndast inni í þeim vekja þau fyrst og fremst mótefnasvar, en lítið T-drápsfrumusvar. Þess vegna er ónæmissvar gegn prótín-bóluefnum oft veikara en gegn öðrum gerðum bóluefna. Stundum eru prótín-bóluefni gefin með svokölluðum ónæmisglæðum (e. adjuvant) sem örva ónæmiskerfið, og oftast þarf að bólusetja oftar en einu sinni. Prótín-bóluefni geta ekki valdið sjúkdómi og eru almennt talin mjög örugg, auk þess að vera ódýr og einföld í framleiðslu og stöðugri en heilir óvirkjaðir sýklar. Mörg hefðbundin bóluefni innihalda einstök prótín (til dæmis bóluefni gegn lifrarbólgu B).

Kjarnsýrubóluefni (DNA eða RNA) koma erfðaefni sýkils inn í frumur líkamans sem framleiða síðan prótín eftir forskriftinni í erfðaefninu. Bóluefni sem þróuð eru gegn COVID-19 innihalda mRNA-bút sem skráir fyrir broddprótíni veirunnar. Þegar genið er komið inn í frumur mannsins tekur prótínframleiðslukerfi frumnanna til við að búa til broddprótínið í miklu magni, og það vekur sterkt ónæmissvar. Þar sem prótínin myndast inni í frumum mannsins á sama hátt og gerist í veirusýkingum, myndast bæði öflugt mótefnasvar og öflugt T-frumusvar, bæði T-drápsfrumna og T-hjálparfrumna. Líklega þarf að bólusetja tvisvar til að fá sterkt og langvinnt verndandi ónæmi.

Tæknin við þróun RNA-bóluefna er frekar ný, en bóluefni hafa meðal annars verið þróuð gegn HIV, zíka- og ebóluveirum, en hafa ekki fengið markaðsleyfi enn. Fituhjúpur um mRNA myndar öragnir (e. nanoparticle) og ver mRNA-sameindina og auðveldar flutning hennar inn í frumur. RNA-bóluefnin innihalda engan lifandi þátt og geta ekki valdið sjúkdómi, mRNA brotnar hratt niður og getur ekki innlimast í erfðaefni frumunnar. mRNA-bóluefni eru einföld og ódýr í framleiðslu, en þarf að geyma í miklu frosti (-70 °C eða lægra) sem krefst innviða sem skortir víða í lág- og meðaltekjulöndum. Tvö mRNA bóluefni gegn COVID-19 eru fyrstu RNA bóluefnin sem fá neyðarleyfi og skráningu til notkunar í mönnum.

Veiruferjubóluefni eru gerð úr skaðlausum veirum sem geta ekki fjölgað sér, en bera gen fyrir broddprótín SARS-CoV-2-veirunnar og flytja inn í frumur mannsins, þar sem prótínframleiðslukerfi frumnanna fer að búa til broddprótínið í miklu magni og gegn því myndast sterkt ónæmissvar, bæði mótefnasvar og T-frumusvar, þ.m.t. virkjun T-drápsfrumna. Margar veiruferjur eru afbrigði af adenóveirum sem valda kvefi og þar sem sumir hafa verið útsettir fyrir adenóveirum og myndað ónæmissvar gegn þeim gæti það dregið úr virkni bóluefnanna. Aðferðafræðin við framleiðslu veiruferjubóluefna er vel reynd, en fremur flókin. Talið er að oft þurfi að gefa tvo skammta. Veiruferjubóluefni eru í þróun gegn mörgum smitsjúkdómum og veiruferjubóluefni gegn dengueveiru (Dengvaxia) og ebóluveiru (Ervebo) hafa verið skráð og fengið markaðsleyfi (12).

Mynd 1. Þróun bóluefna gegn COVID-19. Myndin er fengin af heimasíðu GAVI, the Vaccine Alliance (10).

Flest bóluefni sem eru í þróun gegn COVID-19-sjúkdómnum byggjast á að mynda ónæmissvar gegn broddprótíni veirunnar, mótefni sem hindra bindingu hennar við ACE2 og þar sem sýkingu frumna og T-drápsfrumur sem eyða veirusýktum frumum og koma þannig í veg fyrir veirufjölgun. T-drápsfrumunar þekkja peptíðbúta úr veiruprótínum sem myndast í sýktum frumum og eru sýndir á yfirborði frumnanna í svokölluðum vefjaflokkasameindum (e. major histocompatibility complex (MHC), eða human leukocyte antigen (HLA)) af gerð I. Talið er að nær 200 bóluefni gegn COVID-19 séu í þróun (mynd 1) og af þeim hafa 49 þegar verið prófuð í mönnum (10,11). Tuttugu eru í fasa 1, þar sem öryggi er prófað í litlum hópum heilbrigðra fullorðinna, 16 eru í fasa 2 þar sem prófað er öryggi og ónæmissvar í hundruðum einstaklinga, og 13 bóluefni eru í fasa 3 þar sem þau eru prófuð í tugþúsundum einstaklinga í tvíblindum rannsóknum, þar sem um helmingur þátttakenda fær tilraunabóluefnið en hinn helmingurinn fær lyfleysu (e. placebo) eða annað skráð bóluefni gegn öðrum sjúkdómi og hvorki þátttakendur né rannsakendur vita hvað hver þátttakandi fær. Mat á virkni bóluefnisins er gerð með því að bera saman tíðni COVID-19-sjúkdóms hjá þeim sem fengu tilraunabóluefnið og hinum sem fengu lyfleysu eða annað bóluefni. Yfirlit yfir bóluefnin sem eru í fasa 3 er í töflu 1 (10,11).

Tafla 1. Bóluefni gegn COVID-19 í fasa 3. Upplýsingar byggðar á heimildum 10 og 11. Smellið á töfluna til að skoða stærri útgáfu.

Bóluefni gegn COVID-19 eru þróuð og metin samkvæmt sömu lagalegu kröfum um gæði, öryggi og virkni og gilda fyrir önnur lyf. Hvergi er slegið af kröfum um þessi atriði þegar kemur að bóluefnum við COVID-19 (13). Ferlum við mat á bóluefnum gegn COVID-19 hefur verið flýtt verulega (14). Til að fá markaðsleyfi eða neyðarleyfi eftirlitsstofnana til notkunar þurfa bóluefni að vera örugg og veita yfir 50% vernd gegn sjúkdómi. Til að tryggja öryggi bóluefna er áherslan fyrst og fremst á öryggi snemma í þróunarferli þeirra. Fylgst er náið með aukaverkunum í síðari fösum rannsóknanna og þátttakendum í rannsóknum fylgt eftir í langan tíma. Öllum þátttakendum í rannsóknum er fylgt eftir í að minnsta kosti 2 mánuði eftir síðustu bólusetningu áður en leyfi er veitt á grunvelli þeirra og á þeim tíma ættu algengari aukaverkanir að hafa komið fram hjá þeim tugþúsundum sem taka þátt í fasa 3 rannsóknum (tafla 1). Sjaldgæfar alvarlegar aukaverkanir geta þó alltaf komið fram þegar búið er að bólusetja milljónir manna, eins og með öll bóluefni og lyf. Á heimasíðu sóttvarnarlæknis er að finna yfirlit yfir alvarlegar aukaverkanir af völdum bóluefna sem hafa verið notuð í ár og áratugi og dánartíðni af völdum sjúkdóma sem bólusett er gegn, en alvarlegar aukaverkanir eru fátíðar og geta sést við um það bil eina af hverri 500.000–1.000.000 bólusetningu (15).

Þegar þetta er ritað (28.12.2020) hafa tvö bóluefni fengið neyðarleyfi (e. emergency use authorization) Lyfjastofnunar Bandaríkjanna (e. Food and Drug Administration, FDA) fyrir notkun gegn COVID-19: mRNA bóluefni Pfizer og BioNTech 11.12.2020 fyrir einstaklinga 16 ára og eldri (16) og mRNA bóluefni Moderna og NIAID 18.12.2020 fyrir einstaklinga 18 ára og eldri (17). Að fengnu jákvæðu mati og ráðleggingum Lyfjastofnunar Evrópu (e. European Medicinal Agency, EMA) (18) gaf Evrópusambandið út skráningu á mRNA bóluefni Pfizer og BioNTech fyrir notkun í mönnum 21.12.2020, og er notkun þess hafin í fjölda landa. Sama dag gaf Lyfjastofnun út markaðsleyfi á Íslandi og bólusetningar hófust 29.12.2020. Lyfjastofnun Evrópu mun fjalla um mRNA bóluefni Moderna 6. janúar 2021 (19).

Hver eru helstu bóluefnin núna?

mRNA bóluefni Pfizer og BioNTech sem kallaðist BNT162b2, er nucleoside-breytt RNA sem skráir fyrir broddprótíni SARS-CoV-2-veirunnar, hjúpað fitu, sem myndar öragnir. Það kallast nú Comirnaty og fékk leyfi til notkunar í mönnum og skráningu á grundvelli rannsókna á 43.448 þátttakendum í Bandaríkjunum, Argentínu, Brasilíu, Suður-Afríku, Þýskalandi og Tyrklandi: 21,720 fengu bóluefnið og 21,728 fengu lyfleysu, tvisvar með 3 vikna millibili. Af 170 sem veiktust af COVID-19 höfðu 8 fengið bóluefnið en 162 lyfleysu og var verndin því 95% (20,21).

Alvarleiki COVID-19 og dánartíðni af völdum sjúkdómsins eykst verulega með aldri eftir 65 ára (22,23). Vernd bóluefnisins meðal þátttakenda sem voru 65 ára eða eldri var 94,7% og 94,6% hjá einstaklingum með háþrýsting. Verndin var svipuð í öllum hópum þátttakenda (90-100%) óháð aldri, kyni, kynþætti, offitu (þyngdarstuðli e. body max index, BMI yfir 30) og undirliggjandi sjúkdómum, sem auka áhættu á slæmum afleiðingum sjúkdómsins. Vernd gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi var 90%, en af 10 þátttakendum sem veiktust alvarlega, höfðu 9 fengið lyfleysu en einn bóluefnið (20,21).

Á þriggja vikna tímabili milli fyrri og seinni skammts fengu 39 þátttakendur COVID-19 í hópnum sem fékk bóluefnið en 82 í hópnum sem fékk lyfleysu, sem samsvarar 52% vernd af einum skammti á þessum stutta tíma. Þetta bendir til þess að verndandi ónæmis gæti snemma, allt frá 12 dögum eftir fyrsta skammt, en frekari rannsókna er þörf til að sýna hversu góð verndin er og hversu lengi hún varir (20,21). Rannsóknir á bóluefninu i Bandaríkjunum og Þýskalandi höfðu áður sýnt að heilbrigðir fullorðnir karlar og konur sem fengu 2 skammta (30 μg/skammt) mynduðu sterkt T-drápsfrumu og T-hjálparfrumusvar og hærri styrk mótefna sem hlutleystu SARS-CoV-2-veiruna en einstaklingar sem höfðu sýkst og batnað af COVID-19 (24), sem var forsenda þess að fasa 3 rannsóknir voru gerðar á bóluefninu.

Öryggi bóluefnisins reyndist gott, aukaverkanir voru oftast skammvinnar (1-2 dagar), einkum vægur eða meðal sársauki á stungustað, þreyta og höfuðverkur, svipaðar og af öðrum veirubóluefnum, þó heldur algengari eftir seinni skammt en fyrri. Tíðni alvarlegra aukaverkana var lág og sambærileg milli hópsins sem fékk bóluefni og hópsins sem fékk lyfleysu. Niðurstöður hafa verið birtar í virtu vísindatímariti og rannsóknaskýrsla til Lyfjastofnunar Bandaríkjanna er einnig aðgengileg (20,21). Rannsóknir á öryggi og vernd hjá 12-18 ára einstaklingum eru hafnar.

mRNA bóluefni Moderna og NIAID sem kallast mRNA-1273 er RNA sem skráir fyrir broddprótíni veirunnar, í fituhjúpuðum örögnum (LNP). Það sýndi gott öryggi og vakti sterkt hlutleysandi mótefnasvar gegn SARS-CoV-2 hjá heilbrigðum fullorðnum (18-55 ára) sem fengu 2 skammta (25, 100 eða 250 μg/skammt) með 4 vikna millibili og engar aukaverkanir komu fram sem töldust takmarkandi fyrir áframhaldandi þróun og prófanir bóluefnisins (25). Eldra fólk, 55-70 ára og 71 árs og eldra, sýndi betra hlutleysandi mótefnasvar við 100 μg/skammt en 25 μg/skammt (26). Bóluefnið fékk neyðarleyfi Lyfjastofnunar Bandaríkjanna til notkunar í mönnum og skráningu á grundvelli rannsókna á 30,351 þátttakendum í Bandaríkjunum, 15.181 sem fengu bóluefnið og 15.170 sem fengu lyfleysu (27). Tveir skammtar bóluefnisins sýndu 94,1% vernd gegn COVID-19 sjúkdómi með einkenni, byggt á 196 sem veiktust, en af þeim höfðu 11 fengið bóluefnið en 185 lyfleysu. Verndin var svipuð óháð aldri, kyni og kynþætti þátttakenda. Verndin var 86% meðal þátttakenda 65 ára og eldri. Vernd gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi var 100%, en allir þeir 30 þátttakendur sem veiktust alvarlega höfðu fengið lyfleysu. Vísbendingar eru um að einhver vernd komi fram strax eftir fyrsta skammt af bóluefninu.

Aukaverkanir voru svipaðar þeim sem oft koma fram eftir bólusetningar. Staðbundnar aukaverkanir voru skammvínnar (1-2 dagar), flestar voru mildar eða miðlungs alvarlegar, einkum sársauki á stungustað, roði, þroti og eitlastækkun og komu oftar fram hjá þeim sem fengu bóluefnið en þeim sem fengu lyfleysu. Þær voru algengari eftir seinni skammt en þann fyrri. Rannsóknaskýrsla til Lyfjastofnunar Bandaríkjanna er aðgengileg (27) en niðurstöður hafa ekki enn verið birtar í ritrýndu vísindatímariti. Rannsóknir á öryggi og vernd hjá 12-18 ára einstaklingum eru hafnar.

Veiruferjubóluefni AstraZeneca og Oxfordháskóla er simpansa-adenóveiruferja (ChAdOx1) sem getur ekki fjölgað sér en ber gen sem skráir fyrir broddprótíni SARS-CoV-2-veirunnar. Fasa 1 og 2 rannsóknir á bóluefninu hafa sýnt sterk ónæmissvör hjá 18-55 ára og 56 ára og eldri einstaklingum, bæði myndum hlutleysandi mótefna og virkjun T-frumna (28,29). Í fasa 3 rannsókn voru tveir skammtar af ChAdOx1 nCoV-19 bóluefninu eða viðmiðunarbóluefni gegn meningókokkasjúkdómi gefnir 23.848 þátttakendum í Bretlandi, Brasilíu og Suður-Afríku með 4 vikna millibili. Bráðabirgðamat á vernd byggir á 11.636 þátttakendum (7.548 í Bretlandi og 4.088 í Brasilíu). Vernd gegn COVID-19 sjúkdómi var 62,1% hjá þátttakendum sem fengu 2 staðlaða skammta, 27 (0,6%) af 4440 sem fengu ChAdOx1 nCoV-19 bóluefnið veiktust, en 71 (1,6%) af 4.455 í viðmiðunarhópi. Meðal 23% þátttakenda sem fengu hálfan staðalskammt fyrst en fullan skammt síðar var verndin gegn COVID-19 sjúkdómi 90,0%, þar sem 3 (0,2%) af 1.367 sem fengu bóluefnið veiktust, en 30 (2,2%) af 1.374 í viðmiðunarhópi. Í rannsókninni í heild var verndin 70,4%. Tíu voru lagðir inn á sjúkrahús, tveir þeirra alvarlega veikir og einn lést, enginn þeirra hafði fengið bóluefnið gegn COVID-19. Einnig eru vísbendingar um að einhver vernd komi fram strax eftir fyrsta skammt af bóluefninu.

Hjá 168 þátttakendum komu fram 175 alvarlegar aukaverkanir, 84 hjá þeim sem fengu ChAdOx1 nCoV-19-bóluefnið og 91 í viðmiðunarhópnum. Öryggismynstur ChAdOx1 nCoV-19-bóluefnisins telst ásættanlegt og bráðabirgðaniðurstöður sýna góða vernd gegn COVID-19 sjúkdómi (30). Í breska hluta rannsóknarinnar voru tekin nef-/hálsstroksýni vikulega og verður hægt að meta hvort bólusetningin verndi gegn sýkingu og smiti, auk þess að vernda gegn sjúkdómnum. Fasa 3 rannsóknir halda áfram og rannsókn á vernd hjá 12-18 ára er hafin og til stendur að prófa ólíka skammta af bóluefninu í rannsókn í Bandaríkjunum. Þetta bóluefni má flytja og geyma við 2-8°C, sem er ekki síst kostur fyrir notkun í lág- og meðaltekjulöndum þar sem innviði skortir oft. Reiknað er með að eftirlitsstofnanir fjalli um umsóknir AstraZeneca og Oxfordháskóla um leyfi og skráningu í febrúar 2021.

Veiruferjubóluefni Janssen Cilag (Johnson & Johnson) er adenóveiruferja (Ad26) sem getur ekki fjölgað sér en ber gen sem skráir fyrir broddprótíni SARS-CoV-2-veirunnar. Umfangsmiklar fasa 3 rannsóknir eru í gangi víða um heim, en framleiðendur reikna með að einn skammtur af bóluefninu dugi til að vernda gegn COVID-19. Reiknað er með að Lyfjastofnanir Bandaríkjanna og Evrópu fjalli um umsóknir Janssen Cilag um leyfi og skráningu bóluefnisins í febrúar 2021.

Önnur bóluefni í fasa 3: Bráðabirgðaniðurstöður úr fasa 3 rannsókn í Sameinuðu furstadæmunum á bóluefni (óvirkjuð veira) frá Sinopharm og Wuhan Institute of Biological Products í Kína sýndu 86% vernd og hefur fengist leyfi fyrir notkun bóluefnisins hjá heilbrigðisstarfsfólki þar í landi (10). Opinberar upplýsingar um vernd eða öryggi flestra annara bóluefna sem eru í fasa 3 (tafla 1) eru takmarkaðar. Þótt fasa 3 rannsóknum sé ekki lokið hafa bóluefni Sinovac Research and Development, Sinopharm/Wuhan Institute of Biological Products og Cansino/Bejing Institute of Biotechnology fengið takmarkað leyfi til notkunar í mönnum í Kína og bóluefni Gamaleya Research Institute til notkunar í Rússlandi.

Hversu mikið er hægt að framleiða af þessum bóluefnum?

Framleiðslugeta fyrir bóluefni gegn COVID-19 hefur verið byggð upp af miklum krafti. Þannig er framleiðslugeta þeirra 4 bóluefna sem gerð er grein fyrir hér að ofan 5,8-6,3 milljarðar skammta á árinu 2021 (Pfizer/BioNTech: 1,3 milljarðar, Moderna/NIAID: 0,5-1 milljarður, AstraZeneca: 3 milljarðar og Janssen Cilag 1 milljarður skammta). Við bætist svo mikil framleiðslugeta CureVac (mRNA bóluefni sem er stöðugt í að minnsta kosti 3 mánuði í ísskáp (+4°C) og Sanofi og GSK (prótín með ónæmisglæði, framleiðslugeta um 1 milljarður á ári) en framleiðandinn áætlar að það verði tilbúið haustið 2021.

Hvað fá Íslendingar marga skammta?

Heilbrigðisráðuneytið hefur tryggt okkur bóluefni fyrir alla íbúa landsins og meira til, gegnum samninga Evrópusambandsins og með samningum sem hafa verið undirritaðir við Pfizer (330 þúsund skammta fyrir 165 þúsund einstaklinga), AstraZeneca (230 þúsund skammta fyrir 115 þúsund einstaklinga), Janssen Cilag (235 þúsund skammtar fyrir 235 þúsund einstaklinga, talið líklegt að nóg sé að gefa 1 skammt) og samningi við Moderna, sem verður undirritaður 30. desember, en magn til afhendingar hefur ekki verið gefið út en áætlað er að afhending hefjist á fyrsta ársfjórðungi 2021. Ráðuneytið vinnur líka að samningum við CureVac og Sanofi/GSK, en rannsóknir á þeirra bóluefnum eru að ljúka fasa 2 (31). Samkvæmt samningi við Pfizer eiga að koma 50 þúsund skammtar af þeirra bóluefni til Íslands fyrir lok mars 2021, sem nægir til að bólusetja alla sem eru í fyrstu forgangshópum, það er framlínustarfsmenn í heilbrigðiskerfinu og elstu íbúa landsins. Vonir standa til að hægt verði að bólusetja stóran hluta fullorðinna á Íslandi á fyrri hluta ársins 2021.

Hvernig er alþjóðlegu samstarfi um þessi bóluefni háttað?

Öflugt alþjóðlegt samstarf rannsóknastofnana, fyrirtækja, eftirlitsaðila, alþjóðasamtaka og -stofnana og ríkisstjórna hefur verið um þróun bóluefna, uppbyggingu framleiðslugetu og annara innviða og um aðgang og dreifingu bóluefna gegn COVID-19 á heimsvísu. Samstarfið er leitt af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni, GAVI the Vaccine Alliance og CEPI, Coalition for Epidemic Preparedness Innovations. Þessir aðilar leiða meðal annars COVAX, sem nær 200 lönd eru aðilar að og hefur það markmið að flýta þróun og framleiðslu COVID-19 bóluefna og tryggja sanngjarnan og jafnan aðgang allra, þannig að bóluefni fyrir að minnsta kosti 20% íbúa hvers lands fái forgang jafnóðum og bóluefni verða til og að 92 lág- og meðaltekju löndum sé tryggt bóluefni fyrir 3 bandaríkjadali eða minna fyrir hvern skammt.

Lokaorð

Það er stórkostlegur árangur að tvö bóluefni hafi þegar fengið leyfi til notkunar í mönnum í Bandaríkjunum og eitt í Evrópu, innan við ári frá því að SARS-CoV-2-veiran fannst. Áhættan af því að fá COVID-19 er mikil, alvarleg veikindi og há dánartíðni, einkum hjá öldruðum og fólki með undirliggjandi sjúkdóma, og einnig langvinn veikindi sem gera marga jafnvel óvinnufæra vikum og mánuðum saman, þar á meðal ungt fólk sem áður var hraust.

Verndarmáttur þeirra bóluefna sem lengst eru komin í þróun og prófunum er mjög mikill. Öryggi þeirra og hverfandi áhætta, sem rannsóknir sýna að er sambærileg við bóluefni sem þegar eru notuð, ættu að auðvelda öllum að vega og meta ávinning og áhættu af bólusetningu miðað við áhættuna sem fylgir því að fá COVID-19. Það er líka gríðarlegur árangur að innviðir til framleiðslu á nýjum gerðum bóluefna (mRNA- og veiruferjubóluefni) hafi verið byggðir upp til að framleiða 5,8-6,3 milljarða skammta af þeim 4 bóluefnum sem eru komin lengst í þróun auk mikillar framleiðslugetu annara bóluefna sem munu fylgja í kjölfarið.

Vonandi gengur það eftir að aðgangur að bóluefnum gegn COVID-19 á heimsvísu verði sanngjarn og öll lönd fái sem fyrst bóluefni fyrir þá sem eru í mestri áhættu á að fara illa út úr sjúkdómnum. Baráttunni við COVID lýkur hvergi fyrr en henni lýkur alls staðar.

Tilvísun:
  1. ^ Tölur innan sviga vísa til tölusettra heimilda í heimildaskrá.

Heimildir:
  1. Poland GA, Ovsyannikova IG, Kennedy RB. SARS-CoV-2 immunity: review and applications to phase 3 vaccine candidates. Lancet 2020: 396;1595-1606. https://doi.org/10.1016/S0140-6736(20)32137-1. (Sótt 28.12.2020).
  2. Huang C, Wang Y, Li X, et al. Clinical features of patients infected with 2019 novel coronavirus in Wuhan, China. Lancet 2020;395:497-506. https://doi.org/10.1016/S0140-6736(20)30183-5. (Sótt 28.12.2020).
  3. Zhou P, Yang X-L, Wang X-G, et al. A pneumonia outbreak associated with a new coronavirus of probable bat origin. Nature 2020;579:270-273. https://doi.org/10.1038/s41586-020-2012-7. (Sótt 28.12.2020).
  4. Zhu N, Zhang D, Wang W, et al. A novel coronavirus from patients with pneumonia in China, 2019. N Engl J Med 2020;382:727-733. https://doi.org/10.1056/NEJMoa2001017.(Sótt 28.12.2020).
  5. WHO. Coronavirus disease (COVID-19) pandemic. https://www.who.int/emergencies/diseases/novel-coronavirus-2019. (Sótt 28.12.2020).
  6. Embætti landlæknis og Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. COVID-19 á Íslandi - tölfræði. https://www.covid.is/tolulegar-upplysingar. (Sótt 28.12.2020).
  7. Drosten C, Günther S, Preiser W, et al. Identification of a novel coronavirus in patients with severe acute respiratory syndrome. N Engl J Med 2003;348:1967-1976. https://doi.org/10.1056/NEJMoa030747. (Sótt 28.12.2020).
  8. Zaki AM, van Boheemen S, Bestebroer TM, Osterhaus ADME, Fouchier RAM. Isolation of a novel coronavirus from a man with pneumonia in Saudi Arabia. N Engl J Med 2012;367:1814-1820. https://doi.org/10.1056/NEJMoa1211721. (Sótt 28.12.2020).
  9. Walls AC, Park YJ, Tortorici MA, et al. Structure, Function, and Antigenicity of the SARS-CoV-2 Spike Glycoprotein. Cell. 2020;181(2):281-292. https://doi.org/10.1016/j.cell.2020.02.058. (Sótt 28.12.2020).
  10. GAVI, The Vaccine Alliance. The COVID-19 vaccine race. https://www.gavi.org/vaccineswork/covid-19-vaccine-race. (Sótt 28.12.2020).
  11. WHO. Draft landscape of COVID-19 candidate vaccines. https://www.who.int/publications/m/item/draft-landscape-of-covid-19-candidate-vaccines. (Sótt 28.12.2020).
  12. van Riel D & de Wit E. Next generation vaccine platforms for COVID-19. Nat. Mater 2020;19, 810–812. https://doi.org/10.1038/s41563-020-0746-0. (Sótt 28.12.2020).
  13. Lyfjastofnun. Spurt og svarað. https://www.lyfjastofnun.is/lyfjastofnun/spurt-og-svarad/#q=b%C3%B3luefni%20gegn%20covid-19. (Sótt 28.12.2020).
  14. European Medicine Agency. COVID-19 vaccines: development, evaluation, approval and monitoring. https://www.ema.europa.eu/en/human-regulatory/overview/public-health-threats/coronavirus-disease-covid-19/treatments-vaccines/covid-19-vaccines-development-evaluation-approval-monitoring. (Sótt 28.12.2020).
  15. Embætti landlæknis. Alvarlegar afleiðingar og dánartíðni sjúkdóma sem bólusett er gegn. https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item26393/Alvarlegar-afleidingar-og-danartidni-sjukdoma-sem-bolusett-er-gegn. (Sótt 28.12.2020).
  16. U.S. Food & Drug Administation. Pfizer-BioNTech COVID-19 Vaccine. https://www.fda.gov/emergency-preparedness-and-response/coronavirus-disease-2019-covid-19/pfizer-biontech-covid-19-vaccine. (Sótt 28.12.2020).
  17. U.S. Food & Drug Administation. Moderna COVID-19 Vaccine. https://www.fda.gov/emergency-preparedness-and-response/coronavirus-disease-2019-covid-19/moderna-covid-19-vaccine. (Sótt 28.12.2020).
  18. European Medicines Agency. EMA recommends first COVID-19 vaccine for authorisation in the EU. https://www.ema.europa.eu/en/news/ema-recommends-first-covid-19-vaccine-authorisation-eu. (Sótt 28.12.2020).
  19. European Medicines Agency. Update on assessment of marketing authorisation application for Moderna’s mRNA-1273 COVID-19 vaccine. https://www.ema.europa.eu/en/news/update-assessment-marketing-authorisation-application-modernas-mrna-1273-covid-19-vaccine. (Sótt 28.12.2020).
  20. Polack FP, Thomas SJ, Kitchin N, et al. Safety and Efficacy of the BNT162b2 mRNA Covid-19 Vaccine. N Engl J Med 2020 Dec 10;NEJMoa2034577. https://doi.org/10.1056/NEJMoa2034577. (Sótt 28.12.2020).
  21. Pfizer. Pfizer-BioNTech COVID-19 Vaccine. https://www.fda.gov/media/144246/download. (Sótt 28.12.2020).
  22. Verity R, Okell LC, Dorigatti I, et al. Estimates of the severity of coronavirus disease 2019: a model-based analysis. Lancet Infect Dis 2020;20: 669–77. https://doi.org/10.1016/S1473-3099(20)30243-7. (Sótt 28.12.2020).
  23. Levin AT, Hanage WP, Owusu-Boaitey N, et al. Assessing the Age Specificity of Infection Fatality Rates for COVID-19: Systematic Review, Meta-Analysis, and Public Policy Implications. Eur J Epidemiol 2020;35, 1123–1138. https://doi.org/10.1007/s10654-020-00698-1. (Sótt 28.12.2020).
  24. Sahin U, Muik A, Derhovanessian E, et al. COVID-19 vaccine BNT162b1 elicits human antibody and T H 1 T cell responses. Nature 2020 Oct;586(7830):594-599. https://doi.org/10.1038/s41586-020-2814-7. (Sótt 28.12.2020).
  25. Jackson LA, Anderson EJ, Rouphael NG, et al. An mRNA Vaccine against SARS-CoV-2 - Preliminary Report. N Engl J Med. 2020 Nov 12;383(20):1920-1931. https://doi.org/10.1056/NEJMoa2022483. (Sótt 28.12.2020).
  26. Anderson EJ, Rouphael NG, Widge AT, et al. Safety and Immunogenicity of SARS-CoV-2 mRNA-1273 Vaccine in Older Adults. N Engl J Med. 2020 Dec 17;383(25):2427-2438. https://doi.org/10.1056/NEJMoa2028436. (Sótt 28.12.2020).
  27. Moderna. MRNA-1273. https://www.fda.gov/media/144452/download. (Sótt 28.12.2020).
  28. PM Folegatti, KJ Ewer, PK Aley, et al. Safety and immunogenicity of the ChAdOx1 nCoV-19 vaccine against SARS-CoV-2: a preliminary report of a phase 1/2, single-blind, randomised controlled trial. Lancet 2020;396(10249):467-478. https://doi.org/10.1016/S0140-6736(20)31604-4. (Sótt 28.12.2020).
  29. Ramasamy M, Minassian AM et al. Safety and immunogenicity of ChAdOx1 nCoV-19 (AZD1222) vaccine administered in a prime-boost regimen in older adults (COV002): a phase 2/3 single blind, randomised controlled trial. Lancet 2020;396(10267) https://doi.org/10.1016/S0140-6736(20)32466-1.(Sótt 28.12.2020).
  30. Voysey M, Clemens SAC, Madhi SA, et al. Safety and efficacy of the ChAdOx1 nCoV-19 vaccine (AZD1222) against SARS-CoV-2: an interim analysis of four randomised controlled trials in Brazil, South Africa, and the UK. Lancet 2020 Dec 8;S0140-6736(20)32661-1. https://doi.org/10.1016/S0140-6736(20)32661-1. (Sótt 28.12.2020).
  31. Stjórnarráð Íslands. COVID 19: Yfirlit um stöðu samninga um bóluefni. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/12/17/COVID-19-Yfirlit-um-stodu-samninga-um-boluefni/. (Sótt 28.12.2020).

Mynd:

...