Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvað þýðir orðið „víma“ og hver er uppruni þess?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:
Hvað þýðir orðið „víma“? Hver er uppruni þess eða af hverju er það dregið? Einnig eru til kk orðið vími og sagnorðið að víma. Þýða þau það sama?

Kvenkynsorðið víma þekkist frá 17. öld og hefur fleiri en eina merkingu, ‘ölvun; svimi; leiðsla; doði, deyfð’. Nú á dögum er það oft notað um að vera í annarlegu ástandi eftir neyslu vímuefna (annarra en áfengis). Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:1138) er nafnorðið skylt nýnorsku vîme ‘svimi, dá, klígjukennd’ og nýnorsku sögninni veima ‘vingsa, þvælast um, fjasa’. Yngra eða frá 18. öld er nafnorðið vím ‘reik, svimi, deyfð’.

Kvenkynsorðið víma þekkist frá 17. öld og hefur fleiri en eina merkingu, ‘ölvun; svimi; leiðsla; doði, deyfð’. Nú á dögum er það oft notað um að vera í annarlegu ástandi eftir neyslu vímuefna (annarra en áfengis).

Samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er einnig til karlkynsorðið vími. Engin tiltæk dæmi koma þó fram þar. Í Íslenskri orðabók (2002:1767) er orðið sagt merkja ‘svimi’. Það er náskylt kvenkynsorðinu.

Frá 17. öld er einnig sögnin að víma ‘reika, sveima’ og vímast ‘sveipast, ruglast’. Í orðsifjabókinni er hún sögð skyld nýnorsku vîma ‘vera ölvaður, byltast um, vera ruglaður’ og vimand í sænskri mállýsku ‘með svima; ölvaður’. Öll eru orðin náskyld og virðast vera af norrænum uppruna.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

7.5.2021

Spyrjandi

Guðrún Vaka Helgadóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið „víma“ og hver er uppruni þess?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2021. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80919.

Guðrún Kvaran. (2021, 7. maí). Hvað þýðir orðið „víma“ og hver er uppruni þess? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80919

Guðrún Kvaran. „Hvað þýðir orðið „víma“ og hver er uppruni þess?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2021. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80919>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýðir orðið „víma“ og hver er uppruni þess?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað þýðir orðið „víma“? Hver er uppruni þess eða af hverju er það dregið? Einnig eru til kk orðið vími og sagnorðið að víma. Þýða þau það sama?

Kvenkynsorðið víma þekkist frá 17. öld og hefur fleiri en eina merkingu, ‘ölvun; svimi; leiðsla; doði, deyfð’. Nú á dögum er það oft notað um að vera í annarlegu ástandi eftir neyslu vímuefna (annarra en áfengis). Samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:1138) er nafnorðið skylt nýnorsku vîme ‘svimi, dá, klígjukennd’ og nýnorsku sögninni veima ‘vingsa, þvælast um, fjasa’. Yngra eða frá 18. öld er nafnorðið vím ‘reik, svimi, deyfð’.

Kvenkynsorðið víma þekkist frá 17. öld og hefur fleiri en eina merkingu, ‘ölvun; svimi; leiðsla; doði, deyfð’. Nú á dögum er það oft notað um að vera í annarlegu ástandi eftir neyslu vímuefna (annarra en áfengis).

Samkvæmt Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er einnig til karlkynsorðið vími. Engin tiltæk dæmi koma þó fram þar. Í Íslenskri orðabók (2002:1767) er orðið sagt merkja ‘svimi’. Það er náskylt kvenkynsorðinu.

Frá 17. öld er einnig sögnin að víma ‘reika, sveima’ og vímast ‘sveipast, ruglast’. Í orðsifjabókinni er hún sögð skyld nýnorsku vîma ‘vera ölvaður, byltast um, vera ruglaður’ og vimand í sænskri mállýsku ‘með svima; ölvaður’. Öll eru orðin náskyld og virðast vera af norrænum uppruna.

Heimildir og mynd:

...