Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Metár og meira en milljón lesendur 2020

Ritstjórn Vísindavefsins

Notendur Vísindavefs HÍ fóru í fyrsta sinn yfir eina milljón á síðasta ári. Samkvæmt tölum Modernus sem rekur samræmda vefmælingu á Íslandi voru notendur Vísindavefsins um 1.300.000 og fjölgaði þeim um rúm 32% frá árinu 2019. Flettingar jukust um rúmlega 13% á milli ára og nálgast nú fjórar milljónir. Flettingar hafa sjaldan vaxið jafn mikið á milli ára, hugsanlega er skýringin sú að með nýju útliti, sem tekið var í notkun snemma árs 2020, eru tengd svör aðgengilegri en áður.

Notendur Vísindavefs HÍ fóru í fyrsta sinn yfir eina milljón á síðasta ári. Súlurit sem sýnir aðsókn, flettingar og innlit á Vísindavef HÍ 2019 og 2020.

Séu aðsóknartölur hvers mánaðar skoðaðar sést að flestir lesendur heimsóttu Vísindavefinn í marsmánuði 2020, eða alls um 176.000, og flettu þeir um 380.000 síðum. Á þessum tíma var fyrsta bylgja COVID-19-faraldursins í hámarki og langflestir notendur lásu svör sem tengdust faraldrinum. Um það er hægt að lesa meira hér.

Daglegt aðsóknarmet á síðasta ári var hins vegar sett 20. október og hafði þar mest að segja stór jarðskjálfti á Reykjanesskaga. Þann dag heimsóttu 11.690 manns Vísindavefinn og lásu flestir fjölmörg svör um jarðskjálfta.

Súlurit sem sýnir aðsókn og notkun lesenda á Vísindavef HÍ undanfarin fimm ár.

Vikulegur meðalnotendafjöldi árið 2020 var um 41.500, langflestir komu í 13. viku ársins eða rúmlega 53.000 og er það enn eitt metið sem féll á seinasta ári. Á árslista Modernus endaði Vísindavefur HÍ í þriðja sæti yfir mest sóttu vefi landsins.

Það þarf væntanlega ekki að koma á óvart að svör sem tengdust COVID-19-faraldinum vöktu einna mesta athygli árið 2020. Fjölmargir höfundar Vísindavefsins sinntu þessu brýna máli, sérstök ritnefnd var sett á laggirnar og vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 leitaði sérstaklega eftir samstarfi við Vísindavefinn vegna faraldursins.

Tíu mest lesnu svör ársins 2020

Eldri svör vefsins voru vitanlega einnig mikið lesin og hér er listi yfir fimm þeirra sem voru ofarlega hjá lesendum á seinasta ári.

Vísindavefurinn þakkar lesendum og öðrum velunnurum kærlega fyrir góðar undirtektir á seinasta ári.

Mynd og heimildir:

Athugasemd ritstjórnar 22.3.2021: Þegar þessi frétt birtist fyrst voru tölur um notkun ársins 2020 því miður vantaldar af vefmælingu Modernusar. Vegna vantalningarinnar vantaði um 150 þúsund notendur fyrir árið 2020. Tölurnar voru leiðréttar í mars 2021 og útkoman því enn betri en þegar fréttin var fyrst birt. Lagfærðar tölur voru settar inn í fréttina 22.3.2021.

Útgáfudagur

13.1.2021

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Metár og meira en milljón lesendur 2020.“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2021. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80924.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2021, 13. janúar). Metár og meira en milljón lesendur 2020. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80924

Ritstjórn Vísindavefsins. „Metár og meira en milljón lesendur 2020.“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2021. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80924>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Metár og meira en milljón lesendur 2020
Notendur Vísindavefs HÍ fóru í fyrsta sinn yfir eina milljón á síðasta ári. Samkvæmt tölum Modernus sem rekur samræmda vefmælingu á Íslandi voru notendur Vísindavefsins um 1.300.000 og fjölgaði þeim um rúm 32% frá árinu 2019. Flettingar jukust um rúmlega 13% á milli ára og nálgast nú fjórar milljónir. Flettingar hafa sjaldan vaxið jafn mikið á milli ára, hugsanlega er skýringin sú að með nýju útliti, sem tekið var í notkun snemma árs 2020, eru tengd svör aðgengilegri en áður.

Notendur Vísindavefs HÍ fóru í fyrsta sinn yfir eina milljón á síðasta ári. Súlurit sem sýnir aðsókn, flettingar og innlit á Vísindavef HÍ 2019 og 2020.

Séu aðsóknartölur hvers mánaðar skoðaðar sést að flestir lesendur heimsóttu Vísindavefinn í marsmánuði 2020, eða alls um 176.000, og flettu þeir um 380.000 síðum. Á þessum tíma var fyrsta bylgja COVID-19-faraldursins í hámarki og langflestir notendur lásu svör sem tengdust faraldrinum. Um það er hægt að lesa meira hér.

Daglegt aðsóknarmet á síðasta ári var hins vegar sett 20. október og hafði þar mest að segja stór jarðskjálfti á Reykjanesskaga. Þann dag heimsóttu 11.690 manns Vísindavefinn og lásu flestir fjölmörg svör um jarðskjálfta.

Súlurit sem sýnir aðsókn og notkun lesenda á Vísindavef HÍ undanfarin fimm ár.

Vikulegur meðalnotendafjöldi árið 2020 var um 41.500, langflestir komu í 13. viku ársins eða rúmlega 53.000 og er það enn eitt metið sem féll á seinasta ári. Á árslista Modernus endaði Vísindavefur HÍ í þriðja sæti yfir mest sóttu vefi landsins.

Það þarf væntanlega ekki að koma á óvart að svör sem tengdust COVID-19-faraldinum vöktu einna mesta athygli árið 2020. Fjölmargir höfundar Vísindavefsins sinntu þessu brýna máli, sérstök ritnefnd var sett á laggirnar og vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu og COVID-19 leitaði sérstaklega eftir samstarfi við Vísindavefinn vegna faraldursins.

Tíu mest lesnu svör ársins 2020

Eldri svör vefsins voru vitanlega einnig mikið lesin og hér er listi yfir fimm þeirra sem voru ofarlega hjá lesendum á seinasta ári.

Vísindavefurinn þakkar lesendum og öðrum velunnurum kærlega fyrir góðar undirtektir á seinasta ári.

Mynd og heimildir:

Athugasemd ritstjórnar 22.3.2021: Þegar þessi frétt birtist fyrst voru tölur um notkun ársins 2020 því miður vantaldar af vefmælingu Modernusar. Vegna vantalningarinnar vantaði um 150 þúsund notendur fyrir árið 2020. Tölurnar voru leiðréttar í mars 2021 og útkoman því enn betri en þegar fréttin var fyrst birt. Lagfærðar tölur voru settar inn í fréttina 22.3.2021.

...