Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Af hverju kallast tekjuskattur á fyrirtæki þessu nafni þótt hann sé innheimtur af hagnaði þeirra?

Gylfi Magnússon

Þessi hugtakanotkun á sér langa hefð. Á Íslandi eins og í flestum löndum heims greiða bæði fyrirtæki og einstaklingar skatt þar sem skattstofninn byggir á tilteknum tekjum þeirra. Einstaklingar greiða þannig til dæmis tekjuskatt af launum og tilteknum öðrum tekjum, sem fyrir flesta eru þeirra helstu tekjur. Þó eru ýmsar tekjur ýmist undanþegnar eða skattlagðar öðru vísi, til dæmis þær sem teljast fjármagnstekjur. Þess utan er skattlagningu að nokkru marki frestað, það er lífeyrisiðgjöld eru dregin frá skattstofni en greiðslum frá lífeyrissjóðum bætt við.

Á Íslandi eins og í flestum löndum heims greiða bæði fyrirtæki og einstaklingar skatt þar sem skattstofninn byggir á tilteknum tekjum þeirra.

Ef menn vildu vera hárnákvæmir mætti kalla tekjuskatt einstaklinga til dæmis „skattur á launatekjur og ýmsar aðrar tekjur en þó ekki allar og að teknu tilliti til ýmiss konar skattfrestunar“ en það væri augljóslega frekar óþjált. Svipað má segja um tekjuskatt fyrirtækja. Þar er skattstofninn hagnaður, sem er reiknaður sem mismunur á tekjum og gjöldum, reyndar með margvíslegum flækjum. Það væri vissulega hægt að tala um „hagnaðarskatt“ og kannski væri það aðeins skýrara en það er þó vart hægt að sjá að núverandi hugtakanotkun valdi neinum teljandi ruglingi eða vandræðum.

Til að flækja málið enn meira má hafa í huga að hagnaður í skilningi reikningshalds er oft allt önnur tala en hagnaður í skilningi skattalaga og þær báðar geta verið mjög frábrugðnar hagnaði í skilningi hagfræðinnar. Ef menn vildu taka tillit til þess gæti formlegt heiti verið „skattur á hagnað fyrirtækja eins og hann er skilgreindur í skattalögum“ en það væri augljóslega ekki mjög þjált.

Mynd:

  • Markus Binzegger - Flickr. (Sótt 22.01.2021). Myndin er birt með leyfinu CC BY 2.0.

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.1.2021

Spyrjandi

Ívar

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Af hverju kallast tekjuskattur á fyrirtæki þessu nafni þótt hann sé innheimtur af hagnaði þeirra?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2021. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81003.

Gylfi Magnússon. (2021, 26. janúar). Af hverju kallast tekjuskattur á fyrirtæki þessu nafni þótt hann sé innheimtur af hagnaði þeirra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81003

Gylfi Magnússon. „Af hverju kallast tekjuskattur á fyrirtæki þessu nafni þótt hann sé innheimtur af hagnaði þeirra?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2021. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81003>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kallast tekjuskattur á fyrirtæki þessu nafni þótt hann sé innheimtur af hagnaði þeirra?
Þessi hugtakanotkun á sér langa hefð. Á Íslandi eins og í flestum löndum heims greiða bæði fyrirtæki og einstaklingar skatt þar sem skattstofninn byggir á tilteknum tekjum þeirra. Einstaklingar greiða þannig til dæmis tekjuskatt af launum og tilteknum öðrum tekjum, sem fyrir flesta eru þeirra helstu tekjur. Þó eru ýmsar tekjur ýmist undanþegnar eða skattlagðar öðru vísi, til dæmis þær sem teljast fjármagnstekjur. Þess utan er skattlagningu að nokkru marki frestað, það er lífeyrisiðgjöld eru dregin frá skattstofni en greiðslum frá lífeyrissjóðum bætt við.

Á Íslandi eins og í flestum löndum heims greiða bæði fyrirtæki og einstaklingar skatt þar sem skattstofninn byggir á tilteknum tekjum þeirra.

Ef menn vildu vera hárnákvæmir mætti kalla tekjuskatt einstaklinga til dæmis „skattur á launatekjur og ýmsar aðrar tekjur en þó ekki allar og að teknu tilliti til ýmiss konar skattfrestunar“ en það væri augljóslega frekar óþjált. Svipað má segja um tekjuskatt fyrirtækja. Þar er skattstofninn hagnaður, sem er reiknaður sem mismunur á tekjum og gjöldum, reyndar með margvíslegum flækjum. Það væri vissulega hægt að tala um „hagnaðarskatt“ og kannski væri það aðeins skýrara en það er þó vart hægt að sjá að núverandi hugtakanotkun valdi neinum teljandi ruglingi eða vandræðum.

Til að flækja málið enn meira má hafa í huga að hagnaður í skilningi reikningshalds er oft allt önnur tala en hagnaður í skilningi skattalaga og þær báðar geta verið mjög frábrugðnar hagnaði í skilningi hagfræðinnar. Ef menn vildu taka tillit til þess gæti formlegt heiti verið „skattur á hagnað fyrirtækja eins og hann er skilgreindur í skattalögum“ en það væri augljóslega ekki mjög þjált.

Mynd:

  • Markus Binzegger - Flickr. (Sótt 22.01.2021). Myndin er birt með leyfinu CC BY 2.0.
...