Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvers konar gos hafa orðið á Reykjanesskaga?

Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson

Hraun þekja um tvo þriðju hluta Reykjanesskaga. Þar er hlutur dyngjuhrauna mun stærri, rúmlega einn þriðji, en sprunguhraun rúmlega einn fjórði af flatarmáli skagans. Ýmis önnur tilbrigði hafa komið fram í gosháttum, svo sem þeyti- og sprengigos þegar kvika komst í snertingu við vatn. Menjar um slík gos eru gjóskukeilur á Reykjanesi og í Þingvallavatni, sprengigígar við Krýsuvík og gervigígar í Rauðhólum og víðar. Á dyngjunum myndast hraunbólur þegar hraun vellur upp úr lokuðum hraunsrásum. Oft hefur verið villst á þeim og raunverulegri gosstöð.

Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaga (bleik). Jarðskjálftabelti liggur eftir skaganum og markar flekaskilin (rauð). Jarðhitasvæði eru einnig sýnd (gul). Sprungusveimar Hengils til norðausturs og Reykjaness til suðvesturs eru svartir.

Dyngjugos á Reykjanesskaga byrja sennilega í flestum tilvikum sem sprungugos. Vísbendingar um slíkt má sjá í Fagradalsfjallskerfinu og víðar. Virknin færist síðan smám saman í einn gíg og þróast í sígos sem stendur lengir, jafnvel nokkur ár í stærstu dyngjunum. Hraunframleiðsla er talin lítil eða kringum fimm rúmmetrar á sekúndu.[1]

Tilvísun:
  1. ^ Rowland, S. K. og G. P. L. Walker, 1990. Pahoehoe and aa in Hawaii: volumetric flow rate controls the lava structure. Bulletin of Volcanology, 52, 615-628.

Hægt er að lesa meira um flokkun eldgosa í svari við spurningunni Hvernig eru eldgos flokkuð?


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um Reykjanesskaga í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er fengin úr sama riti.

Höfundar

Kristján Sæmundsson

jarðfræðingur og fyrrverandi deildarstjóri á Orkustofnun

Útgáfudagur

4.3.2021

Spyrjandi

Jóna Árnadóttir

Tilvísun

Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson. „Hvers konar gos hafa orðið á Reykjanesskaga?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2021. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=81307.

Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson. (2021, 4. mars). Hvers konar gos hafa orðið á Reykjanesskaga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=81307

Kristján Sæmundsson og Magnús Á. Sigurgeirsson. „Hvers konar gos hafa orðið á Reykjanesskaga?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2021. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=81307>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar gos hafa orðið á Reykjanesskaga?
Hraun þekja um tvo þriðju hluta Reykjanesskaga. Þar er hlutur dyngjuhrauna mun stærri, rúmlega einn þriðji, en sprunguhraun rúmlega einn fjórði af flatarmáli skagans. Ýmis önnur tilbrigði hafa komið fram í gosháttum, svo sem þeyti- og sprengigos þegar kvika komst í snertingu við vatn. Menjar um slík gos eru gjóskukeilur á Reykjanesi og í Þingvallavatni, sprengigígar við Krýsuvík og gervigígar í Rauðhólum og víðar. Á dyngjunum myndast hraunbólur þegar hraun vellur upp úr lokuðum hraunsrásum. Oft hefur verið villst á þeim og raunverulegri gosstöð.

Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaga (bleik). Jarðskjálftabelti liggur eftir skaganum og markar flekaskilin (rauð). Jarðhitasvæði eru einnig sýnd (gul). Sprungusveimar Hengils til norðausturs og Reykjaness til suðvesturs eru svartir.

Dyngjugos á Reykjanesskaga byrja sennilega í flestum tilvikum sem sprungugos. Vísbendingar um slíkt má sjá í Fagradalsfjallskerfinu og víðar. Virknin færist síðan smám saman í einn gíg og þróast í sígos sem stendur lengir, jafnvel nokkur ár í stærstu dyngjunum. Hraunframleiðsla er talin lítil eða kringum fimm rúmmetrar á sekúndu.[1]

Tilvísun:
  1. ^ Rowland, S. K. og G. P. L. Walker, 1990. Pahoehoe and aa in Hawaii: volumetric flow rate controls the lava structure. Bulletin of Volcanology, 52, 615-628.

Hægt er að lesa meira um flokkun eldgosa í svari við spurningunni Hvernig eru eldgos flokkuð?


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um Reykjanesskaga í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar og birt með góðfúslegu leyfi. Myndin er fengin úr sama riti....